Tíminn - 28.10.1989, Blaðsíða 18

Tíminn - 28.10.1989, Blaðsíða 18
30 Tíminn Láugardagur 28. október 1989 Bæklingur um jafnrétti: Kvennalistinn vill vera með Kvennalistinn hefur sent Jafnréttisráði og félagsmálaráðherra bréf því að flokkurinn telur sig afskiptan í bæklingnum „Nú er lag!“ sem Jafnréttisráð gaf nýlega út. Markmiðið með útgáfunni var að benda á leiðir sem leitt geti til meiri jöfnuðar kynjanna á Alþingi og í sveitastjórnum. I bréfinu segir: „Við Kvennalis- takonur viljum hér með gera athuga- semdir við nokkur atriði í umrædd- um bæklingi og mótmæla því að Jafnréttisráð skuli láta frá sér rit sem þetta þar sem algerlega er sneitt hjá þeirri staðreynd að hér á landi eru til sérframboð kvenna bæði í sveitar- stjórnum og á Alþingi." Segir Kvennalistinn að bæklingur- inn virðist eingöngu ætlaður hinum karlstýrðu stjórnmálaflokkum. Hvergi sé minnst á sérframboð kvenna þegar rætt er um hvaö hafi verið gert í jafnréttisátt og ekki heldur þegar fjallað er um hvað konur geti gert til úrbóta. „í lok bréfsins eru þessi orð: „Til hvers eru konur hvarvetna að berjast fyrir því að gera konur og verk þeirra sýnileg þegar konur taka svo þátt í því að gera þetta ósýnilegt aftur? Hvað er orðið um allt okkar starf? Á að endurtaka þögnina í sögubókunum sem ríkti um kvenna- framboðin fyrr á öldinni? Við óskum eftir að Jafnréttisráð fjalli um efni þessa bréfs og taki afstöðu til þess hvernig sé hægt að leiðrétta þessi mistök?" SSH vsk.^? Tilkynna þarf skattskylda starfsemi fyrir 31. október * •• ••• kylda til að tilkynna starfsemi sína til skráningar hjá skattstjóra hvílir á öllum sem stunda virðisaukaskattsskylda starfsemi. Eyðublað fyrir tilkynningu (RSK10.11) á að hafa borist flestum sem eiga að innheimta og skila virðisaukaskatti frá 1. janúar nk. Eyðublaðinu á að skila til skattstjóra í því umdæmi sem rekstraraðili á lögheimili. Þeir sem ekki hafa fengið tilkynningar- eyðublað þetta sent, en stunda virðisauka- skattsskylda starfsemi, geta nálgast eyðublaðið hjá skattstjóra eða hjá RSK. Þeir sem hefja virðisaukaskattsskyldan rekstur eftir 31. október skulu tilkynna starfsemi sínatil skattstjóra eigi síðar en átta dögum áður en starfsemin hefst. Áritaðar upplýsingar um starfsemi £ yðublaðið erfyrirfram áritað með þeim upplýsingum sem skattyfirvöld hafa um rekstraraðila. Ef ástæða ertil að leiðrétta eða koma á framfæri viðbótarupplýsingum er það gert á eyðublaðinu áður en því er skilað til skattstjóra. Einnig skal færa á eyðublaðið aðrar umbeðnar upplýsingar, t.d. hverjir eru eigendurog stjórnendurfyrirtækja. Skráningamúmer ígar skattstjóri hefurtekið rekstraraðila á skrá mun hann senda honum staðfestingu um skráninguna og jafnframt tilkynna honum um skráningarnúmer hans í tölvukerfi RSK. Skráningarnúmer þetta á að koma fram á sölureikningum fyrirtækis (rekstraraðila). Upplýsingasími RSK vegna virðisaukaskatts er 91-624422 RSK RÍKISSKATTSTJÓRI Sextant á minjasafn Nýlega afhenti yfirmaður Varnar- liðsins, Thomas F. Hall flotaforingi, Agli Ólafssyni flugvallarstjóra að .. Hnjóti Örlygshöfn, sextant úr flug- vél að gjöf til flugminjasafns sem Egill hefur komið upp að Hnjóti. Egill Ólafsson hefur sem kunnugt er komið upp mjög merku safni gamalla muna sem snerta íslenska búskapar og atvinnuhætti á liðnum öldum. Á myndinni sést Egill taka við gripnum úr hendi Hall flotaforingja, en eins og sjá má er sextantinn nokkuð ólíkur þeim sem notaðir eru til sjós. (fréttatilkynning) Tónlistarskóli Hafnarfjarðar: 5 sóttu um skóla- stjóra Fimm umsóknir bárust um starf skólastjóra Tónlistarskóla Hafnar- fjarðar. Þeir sem sóttu um voru Gunnar Gunnarsson, Jóhanna J. Linnet, Pavel R. Smid og Þórir Þórisson. Einn umsækjenda óskaði nafnleyndar. Bæjarráð vísaði um- sóknunum til umfjöllunar skóla- nefndar. -ABÓ UMFÍ þingar Á 36. Sambandsþing Ungmenna- félags íslands, verður haldið í Hlé- garði í Mosfellsbæ, nú um helgina verða kynnt úrslit í hugmyndasam- keppni sem UMFÍ efndi til um skipulag og notkun Þrastaskógar í Grímsnesi, sem er í eigu ungmenna- félaganna. Ákvörðun um samkeppnina var tekin á síðasta þingi UMFÍ fyrir tveim árum. Alls bárust 14 tillögur og hefur sérstök dómnefnd skoðað tillögurnar og vali þrjár bestu til sérstakrar viðurkenningar. Tuttugasta landsmót UMFÍ, sem haldið verðu í Mosfellsbæ næsta sumar, verður einnig til umræðu á þinginu. Þrjú ný félög hafa óskað eftir beini aðild að UMFÍ, en þau eru Ungmennafélag Akureyrar, Ung- mennafélagið Fjölnir, Grafarvogi og Ungmennafélagið Óðinn, Vest- mannaeyjum. Með aðild þeirra verða ungmennafélögin innan sam- takanna orðin 240 talsins með um 39 þúsund félagsmenn. Sambandsþing UMFÍ er haldið á tveggja ára fresti. Rétt til setu á þinginu hafa 117 fulltrúar af öllu Íandinu. -ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.