Tíminn - 25.11.1989, Qupperneq 1

Tíminn - 25.11.1989, Qupperneq 1
Neyðarkall af „LetigarðinumM Jón Sigurðsson hafði marga mæðu af tveimur ísienskum prenturum, sem brutu skip sín í solli Kaupmannahafnar Fyrir nokkrum vikum tíunduðum við hér í blaðinu ýmis erindi, sem íslendingar báðu sinn ástkæra Jón Sigurðs- son forseta að rækja fyrir sig í Kaupmannahöfn, en þau voru margvísleg, svo sem að biðja hann að útvega timburfarma á hægstæðum prís og norska hunda að megnu hundafári afstöðnu. En þetta var ekki hið eina, og oft varð Jón að hafa afskipti af mönnum, sem lent höfðu í kióm óreglu og örbirgðar á Hafnarslóð. Hér verður nú sagt frá tveimur prenturum, sem forseti hafði gengist fyrir að fengju vinnu hjá Möller þeim, er prentaði Bókmenntafélagsbækurnar. Lyktaði þeim afskiptum forsetans svo að hann varð að sjá skjólstæðingum sínum fyrir flutningi heim, er þeir höfðu brotið skip sín í stórborginni. Jóhannes Vigfússon er unglings- maður einn nefndur. Hafði hann verið prentnemi í Landsprentsmiðj- unni í Reykjavík laust eftir miðja öldina sem leið. Á þeim árum voru aðeins tvö prentverk hér á landi, og var annað Landsprentsmiðjan, sem nýlega hafði verið flutt úr Viðey til Reykjavíkur og var nú orðin einka- eign, þar sem stjórnin í Kaupmanna- höfn hafði selt hana Einari prentara Þórðarsyni. Hitt prentverkið var á Akureyri, og átti það Björn Jóhann- esson, sem gaf út Norðanfara. Jóhannes var af góðu fólki, sem þá var kallað svo, í móðurættina, því móðir hans var prestsdóttir. Hét hún Guðrún Vernharðsdóttir Þorkels- sonar, og var faðir hennar prestur í Reykholti. Guðrún hafði látið „fall- erast“, því Jóhannes hafði hún átt með Vigfúsi nokkrum, assistent við Búðaverslun á Snæfellsnesi. Þar sem Vigfús var enginn burgeis lagði Reykholtsklerkur blátt bann við að þau dóttir hans ættust og þar við sat. Ólst nú drengurinn upp hjá móður sinni og afa, eða uns honum var komið í prentnámið hjá Einari Þórð- arsyni. Þegar hann hafði stundað námið í þrjú ár og átti öruggt að ná sveins- prófi, fór hann að hugsa sér til frekari frama í iðn sinni í Dan- mörku. Séra Vernharður hafði verið góðvinur Jóns forseta og nú bað Jóhannes afa sinn aðstoðar. Ritaði sá gamli því Jóni og óskaði eftir að hann útvegaði dóttursyni sínum „erfiði við prentverkið hjá Möller." Líklega hefur það dregist að svar kæmi frá forseta, því í september tekur Jóhannes sig sjálfur til og áréttar þá beiðni, sem afi hans hafði borið fram. í því bréfi biður hann Jón „að forláta dirfsku sína,“ að hann skuli voga sér að snúa sér til hans, og er bréfið í öllu mjög hæverskt og hátíðlegt, en sendibréf voru oft svo á þeim árum. Hann biður forsetann að útvega sér vinnu, en að ráða sig ekki sem fullkominn prentara, því að hann sé aðeins stílsetjari og vilji hann helst taka að sér „Accordsvinnu", eða þá að vinna Jóhann prentsveinn höfðaði til bókasöfunarástríðu forsetans, þegar hann vildi fá sig leystan af letigarðinum. upp á daglaun. Loks væntir hann þess að forsetinn láti sig. vita sem fyrst, hvort honum takist að koma sér í „erfiði", svo að hann geti farið utan með fyrstu skipsferð eftir að hann sé orðinn sveinn. Ekki stóð á fyrirgreiðslunni hjá forsetanum. Hann útvegaði Jóhann- esi hina umbeðnu stöðu hjá Möller, sem prentaði fyrir íslendinga, en réði honum til að koma ekki til Hafnar, fyrr en haustið eftir. Jó- hannes var auðvitað þakklátur fyrir þessar skjótu aðgerðir og skrifaði Jóni um veturinn þakkarbréf fyrir hina góðu hjálp hans. Hann lætur þar hið besta yfir sér og kveðst hafa næga vinnu hjá Einari prentara næsta sumar og hugsi því ekki til ferðar fyr en með haustinu, og virtist nú allt í besta lagi. Óstöðuglyndi Jóhannesar Jóhannes tók nú sveinspróf sitt, en ekki fékk hann vinnu hjá Einari í Landsprentsmiðjunni sumarið 1861 og er ókunnugt um ástæður þess. Má þó ætla að þar hafi komið til að hann hafi verið farinn að dýrka Bakkus um of. Var hann því heima hjá afa sínum og móður, uns bréf kom frá Jóni forseta um að allt væri klappað og klárt. Sigldi Jóhannes utan um haustið og fór að vinna við prentverk í Höfn. Þarna var hann í eitt og hálft ár, tvo vetur og eitt sumar. En hann hafði ekki haft mikinn viðnámsþrótt til að standast allar þær freistingar, sem borgin bauð upp á. Lá hann mestan hluta tímans í óreglu og lenti í margvíslegum vandræðum. Hann varð að lokum fullkomlega kominn upp á hjálp og miskunn forsetans, sem af höfðingslund sinni hafði tekið hann undir verndarvæng sinn, sakir vináttu við afa hans, gamla prestinn í Reykholti. Ljót saga Þegar Jóhannes hafði dvalið fyrri vetur sinn í Höfn, var hann þegar kominn í vesaldóm og vandræði og þann 20. maí 1862 skrifar hann forsetanum bréf, sem ber þessu ljósan vott. Nú er farin af honum öll kurteisi við hinn göfuga forseta. Hann er að vísu hæverskur og ber fyrir sig veikindi, en sannleikurinn var sá að þama var um drykkjudrabb að ræða og afleiðingar þess. Kafli úr bréfinu hljóðar svo: „Nú get ég sagt yður Ijóta sögu af mér. Ég hef verið dauðveikur síðan á sunnudags eftirmiðdag, og hef ég varla getað reist mig úr rúminu, meðan búið væri um mig. Fyrst hélt ég að ekkert mundi verða úr þessu, en nú, með því það batnar ekki heldur versnar, þá neyðist ég til að biðja yður að gjöra svo vel að útvega mér pláss á Hospitalinu. Þætti mér vænt um, ef þér vilduð gjöra þetta fyrir mig, að það yrði sem fljótast, því fyrst og fremst á ég nú ekki einn skilding að hjálpa mér með, og kerlingin, sem ég bý hjá, hefur beðið mig um að flytja frá sér í seinasta lagi á sunnudaginn kemur. Ég bý í Litlu -Kóngsinsgötu 35.2. sal. Fyrirgefið. Jóhannes Vigfússon.“ Það er enginn vafi á að forsetinn hefur hjálpað Jóhannesi og útvegað honum spítalavist og greitt fyrir hann legukostnað úr eigin vasa. Þessu var hann vanur. Hann mátti enda heita aðalbanki allra nauð- staddra íslendinga í Danmörku og víðar um Norðurlönd og t.d. voru allir piltamir sem fóru á búnaðar- skólana í Noregi á þessum árum skjólstæðingar forsetans. Heim að Setbergi Engar sögur fara af Jóhannesi prentara seinni misserin sem hann var í Höfn. En af bréfum þeim sem hann skrifar forsetanum, eftir að hann er aftur kominn heim til íslands, má ráða að forsetinn hefur verið búinn að leggja út mikið fé fyrir hann, sem hann að líkindum aldrei hefur fengið endurgreitt. Forsetinn mun líka hafa staðið fyrir því að koma honum heim úr vesal- dómnum í Höfn. Hann fór heim með Stykkishólmsskipi vorið 1863. Flúði hann nú á náðir móður sinnar, sem þá var gift efnuðum manni, Birni Magnússyni, gullsmið. Bjuggu þau á Setbergi á Skógarströnd. Eftir heimkomuna skrifar Jóhann- es forseta (17. maí 1863) og segir honum frá ferð sinni. Hann segist hafa komist heim heill á húfi fyrir tveimur dögum, eftir átta vikna ferð Landsprentsmiðjan var til húsa í Aðalstræti 9, þegar Jóhannes Vigfússon var þar við nám. Prent- smiðjuhúsið er einlyfta byggingin til hægri fremst á myndinni hér með. frá Höfn. Hafði skipið brotnað mik- ið og illa í óveðrum og þótti Jóhann- esi heimkoman ill, þótt móðir hans tæki honum opnum örmum. Vorið var hart og svo mikill snjór við Breiðafjörð að hvergi sá í auða jörð. í þessu bréfi ber á litlu þakklæti til forsetans fyrir góðsemi hans og hjálp, og er bréfið heldur kuldalegt. Jóhannes segist ekki að svo komnu geta sagt neitt um hvemig sér muni ganga „að greiða það sem þeim hafi farið á milli“, en kveðst þó gera gjöra skil fyrir því „með fyrstu ferð“. En það var langt til þeirra skila. Þau komu víst seint eða aldrei. Jóhannes mun hafa verið mörgum hæfileikum búinn og greindur, en lítill gæfumaður. Hann var eftir þetta í Reykjavík um skeið, en barst þaðan aftur í átthaga sína vestur á Skógarströnd og þaðan vestur á ísafjörð. Þar var hann allmörg ár við prentverk. Árið 1895 fór hann svo til Ameríku og var þá kvæntur konu þeirri sem Ólöf hét Guðmundsdótt- ir. Þar með hverfur hann úr sögunni. Jónas prentari Það liðu nú tíu ár uns forsetinn varð aftur fyrir ónæði af íslenskum prentara, svo vitað sé, en þá skýtur upp höfðinu einkennilegur náungi nokkur. Hann hét Jónas Sveinsson

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.