Tíminn - 25.11.1989, Qupperneq 4

Tíminn - 25.11.1989, Qupperneq 4
14 HELGIN rrm Laugardagur 25. nóvember 1989 ^^■■■'W^'■■■ ■■■■■■■ m I BETRI SÆTUM ULUJ LUU I TERROR ON HIGHWAY 91: Af samvisku lögreglumanns Aðalhlutverk: Ricky Schroder, George Dzundza og Matt Clark Leikstjóri: Jerry Jameson Hér segir af spillingu innan lög- reglunnar í smábæ í Bandaríkjun- um. Samviskulaus lögreglustjóri hagar sér eins og kóngur í ríki sínu. Enginn þorir að segja orð og um Stjörnugjöf: ★★ þverbak keyrir er lögreglustjórinn gerir son sinn og félaga hans að lögreglumönnum, en báðir piltarn- ir er forhertir eiturlyfjasjúklingar. Þá er það sem hinn ljóshærði samviskusami lögregluþjónn kem- ur til starfa. Hann verður fljótlega var við að ekki er allt með felldu og á erfitt með að sætta sig við þau vinnubrögð sem ástunduð eru af vinnufélögum hans. Ráðning hins unga lögreglumanns á eftir að draga dilk á eftir sér, sem mynd- bandið getur leitt í ljós. Þessi mynd er ágætis afþreying. Hún mun aldrei verða útnefnd til verðlauna, eða teljast til stórvirkja á sviði kvikmyndagerðar. Þetta er tiltölulega róleg spennumynd um baráttu góðs og ills. Ungi lögreglu- maðurinn er að sjálfsögðu ljós- hærður, eins og best hæfir hinum ljósa riddara, er öllu bjargar. Þó finnst mér sem ekki hefði sakað að lita augabrúnir kappans einnig ljós- ar til að fá samræmi f útlit hans. Leikarar í myndinni komast ágæt- lega frá sínu og úr verður, eins og áður segir ágætis afþreying. Ricky Schroder leikur Clay, hinn samviskusama. Ég hef á tilfinning- unni að þar sé á ferðinni leikari sem ekki mun hljóta útnefningu til Óskarsverðlauna á næstu áratug- um, en mun að öllum líkindum daga uppi í góðum B-myndum eða slökum A-myndum. -ES SEVEN HOURS TO JUDGMENT: ÍKAPPI VID TÍMANN Stjörnugjöf: ★★★ Aðalhlutverk: Beau Bridges, Ron Leibman og Julianne Phillips. Leikstjóri: Beau Bridges. Dómarinn John Eaden, sem leikinn er af Beau Bridges á að kveða upp dóm yfir þrem skúrkum sem myrtu unga konu á hrottafeng- inn hátt. Hann veit að þeir eru sekir, en þar sem sannanir gegn þeim eru ónógar, neyðist hann til að sleppa þeim. David Reardon, maður konunnar sem var myrt, vill ekki sætta sig við málalok og tekur upp á því að ræna konu dómarans og setur’honum úrslitakosti. Dóm- arinn verður að finna sönnunar- gögn sem nægja til að sakfella skúrkana og það innan sjö tíma, þ.e. frá miðnætti til morguns, ella verður konan drepin. Myndinfjall- ar um þessa nótt Eadens dómara og baráttu hans við að hafa upp á sönnunargögnunum. Óþokkarnir tilheyra sérstakri klíku, en svo vill til að önnur klíka vill ná sér niðri á klíku óþokkanna og færir dómar- anum næg sönnunargögn í hendur, til að skúrkarnir verði sakfelldir. Þar með er ekki allt sagt því hann á eftir að komast með sönnunar- gögnin á leiðarenda. TEQUILA SUNRISE: Háspenna lífshætta Stjörnugjöf: ★★★1/2 Hér er á ferðinni ágætis spennu- mynd sem vert er að horfa á. Leikararnir skila sínum hlutverk- um ágætlega, en skemmtilegasta týpan þótti mér hins vegar starfs- maður Reardons, sem gætti konu dómarans á meðan hún var í gísl- ingu. -ABÓ BEAUTY AND DENISE: LOGD EINELTI Aöalhlutverk: Julia Duffi, Dinah Maff, David Carradine. Leikstjóri: Neal Israel. Myndin segir frá fyrirsætunni Jackie, sem verður vitni að morði á einum starfsmanna Hvíta hússins. Annar morðingjanna sér til hennar og upphefst þá eltinga- leikur, sem endar með því að Jackie kemst inn í leigubíl og á brott, undan morðingjanum. Jac- kie óskar eftir lögregluvernd vegna þessa og er lögreglukonunni Den- ise falið að passa hana nótt sem nýtan dag. Eftir að stöllurnar hafa verið saman um nokkurn tíma kemst Denise að því að eitthvað meira liggur hér að baki. Hún finnur út að vinur Jackie veit að morðinginn var að sækjast eftir handriti að bók, þar sem fram koma nákvæmar lýsingar á morðinu. Denise finnst nú nóg komið og tekur til sinna ráða við að leita að morðingjanum, en lendir fljótt í vandræðum með valdamenn innan FBI, sem hafa óeðlilegan áhuga á málinu. Hún reynir að fá stuðning frá félögum sínum á lögreglustöð- inni, en þaðan er litla hjálp að fá. Áhorfandinn fær það á tilfinning- una að það sé ’einkum vegna þess að yfirmaðurinn virðist tengjast málunum á einhvern hátt. Beauty and Denise er alveg þess virði að eyða yfir henni einni kvöldstund. Ég verð þó að segja að á fyrstu mínútunum fór fyrirsætan mikið í taugarnar á mér, einkum málrómurinn og látalætin, en hún vann á eftir því sem leið á myndina. Þá kemst lögreglukonan ágætlega frá sínu hlutverki, svo og FBI maðurinn, sem David Carradine leikur. í heild er myndin ósköp venjuleg löggu og bófa mynd, þar sem réttlætið sigrar að lokum. -ABÓ Stjörnugjöf: ★★1/2 Aöalhlutverk: Mel Gibson, Michelle Pfeiffer og Kurt Russell. Leikstjóri: Robert Towne. Tequila sunrise er án efa með betri spennumyndum sem komu út á myndbandi á þessu ári. Hún segir frá eiturlyfjasmyghra, leikinn af Mel Gibson, sem hefur ætlað sér að hætta í bransanum. Hann hjálpar vini sínum við að komast inn á markaðinn, en verður var við að ekki er allt með felldu og sturtar eitrinu niður. Besti vinur hans, leikinn af Kurt Russell, starfar hjá fíkniefnalög- reglunni og hefur fengið þau fyrir- mæli að koma Mel bak við lás og slá. Þeir eru góðir kunningjar frá því á skólaárum, sem reynist þeim þrándur í götu. Alríkislögreglan er fengin í málið, sem gerir málið töluvert flókið, enda ekki um neinn vinskap að ræða á þeim bænum. Lögreglan hefur fregnir af því að helsti tíkniefnabarón S-Ameríku er að koma til Mel með sendingu og er því fylgst með honum dag og nótt. Inn í atburðarásina fléttast hin huggulega Jo Ann Vallenari, eig- andi veitingahúss, sem leikin er af Michslle Pfeiffer. Mel er fastagest- ur á því veitingahúsi. Lögreglan hefur grun um að hún eigi jafnvel þátt í smyglinu og hún því einnig sett undir eftirlit. Ég ætia ekki að fara að taka af ykkur alla ánægjuna og segi því ekki meira um söguþráðinn. Myndina sá ég einnig í kvikmynd- ahúsi á sínum tíma og sem oftar verður maður var við hversu mikill munur er á að horfa á mynd í kassanum eða á stóru tjaldi. Dæmi um atriði sem varð nær áhrifalaust þegar horft er á myndbandið er lokasenan, þar sem hálf höfnin springur í loft upp. Að sjá það atriði á tjaldi, var jjrennt ólíkt. Þú ættir, ef á annað borð þig langar að horfa á góða spennumynd að labba þig út á næstu myndbandaleigu og grípa með þér Tequila sunrise. ABÓ HOT TO TROT: Hestur sem talar Aðalhlutverk: Bob Goldthwait, Dab- ney Coleman og hesturlnn Don. Leikstjórl: Michel Dlnner. Myndin segir frá ungum manni sem leikinn er af Bob Goldthwait, þeim sama og lék í Police Academy og Burglar. Hann missir móður sína í byrjun myndarinnar. Stjúp- Stjörnugjöf: 1/2 faðirinn er ekki par hriíinn af drengnum og ætlar að fá hann til að selja sér helming þess fyrirtækis sem hann og móðir Bob höfðu átt. Bob er ekki á því. Eitt af því sem hann erfði var hesturinn Don, sem er gæddur þeim ótrúlega hæfileika að geta talað og sannfærir hestur- inn hann um að hann eigi að nýta sér arfinn sem hann hlaut við fráfall móðurinnar. Don, hesturinn fær ábendingu úr hesthúsinu um kaup á hlutabréfum sem reynast meiriháttar arðvænleg og lætur hann Bob vita. Hann leggur féð í bréfin og uppsker ríkulega, sem og í nokkur skipti til viðbótar, en að því kemur að hann tapar og þá hlakkar í stjúpanum. Undir lokin veðja þeir „feðgar", þar sem karl- inn leggur allt sitt undir í veð- hlaupi, en Bob hestinn Don, ekki þarf að spyrja að leikslokum. Ég ætla sem fæst orð að hafa um þessa mynd, enda fannst mér hún ekki upp á marga fiska. Ef ykkur finnst gaman að sjá hest tala, þá skuluð þið ekki láta þessa mynd fram hjá ykkur fara. -ABÓ ALIEN NATION: Félagsleg vandamál við komu geimþjóðar Stjörnugjöf: ★★★ Aöalhlutverk: James Caan, Mandy Patlnkin og Terence Stamp Leikstjóri: Graham Baker Ég hef horft á fjöldann allan af geim-myndum. Söguþráður er oft keimlíkur í þeim myndum og flest- ar greina frá komu geimveranna á einn eða annan hátt. Alien Nation veltir upp annarri hlið á komu geimvera til jarðarinnar. Handrit gerir ráð fyrir því að við upphaf myndarinnar séu liðin þrjú ár frá komu geimvera til jarðarinnar. Félagsleg vandamál eru margs kon- ar og við fylgjumst með lögreglu- manni er fær það verkefni að upplýsa morð sem grunur leikur á að „hinir nýju“ hafi framið. Til liðs við sig fær hann eina geimveruna. Þeirra samskipti ganga brösuglega framan af. James Caan leikur harðjaxlinn, eins og honum einum er lagið. Gervi geimveranna er hið ágætasta og tilbreyting að sjá geimverur sem út eins og martröðum ekki eru látnar líta ógeðsleg skrímsli úr handritahöfunda. Þægilegur húmor er í myndinni. Tökum sem dæmi: James Caan og félagi hans koma í íbúð þess fyrr- nefnda, eftir erfiðan dag og sjálf- sagt er að fá sér aðeins í glas. Caan fær sér whiskey, en geimveran fer í ísskápinn og sér til mikillar ánægju finnur hún gallsúra mjólk. Eftir að hafa hrist aðeins upp í femunni, hellir geimveran kekkj- óttum drykknum í glas og sýpur stórum. Efnaskipti gestanna utan úr geimnum eru nokkuð frábrugð- in þeim sem gerast með mannfólk- inu og því er það svo að þeirra brennivín er súr mjólk. Þessi mynd kom mér þægilega á óvart og reyndist hin ágætasta skemmtun í níutíu mínútur. -ES

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.