Tíminn - 25.11.1989, Síða 7

Tíminn - 25.11.1989, Síða 7
16 Íp helgin Laugardagur 25. nóvember 1989 Laugardagur 25. nóvember 1989 HELGIN I 17 SMJÖRLÍKISGERÐ bbb • SÍMI 96-21400 • AKUREYRI æxli, skyrbjúg og kláða sem engin lækning er til við. Þú verður vit- firrtur, blindur, ótti og skelfing niunu heltaka þig... Svo mælir Guð,“ voru ógnunarorð eins von- svikins stuðningsmanns Bakkers. Shepard, sem er fæddur í Conn- ecticut og menntaður í Harvard, varði tveim árum til að draga fram í dagsljósið sannleikann um sam- band prédikarans og Jessicu Hahn, sem vann við safnaðarstörf, en þau kynni leiddu til falls hans og síðar lögreglurannsóknar og réttar- halda. Shepard heldur því hins vegar fram að hinn raunverulegi vandi Bakkers hafi falist í sjálfsblekk- ingu. Hann trúði svo staðfastlega á sinn eigin rafmagnaða áróður að hann fór að halda að hvað sem hann segði í sjónvarpinu væri hei- lagur sannleikur. „Það var margt sagt ósatt. Það var einkenni boð- skapar Bakkers," segir Shepard. Menn af ólíkum upprana Átökin milli fréttamannsins og grátklökka, jafnvægislausa prédik- arans voru sígild amerísk átök. Uppruni Shepards er því sem næst alger andstæða þess sveitalega og heittrúaðs uppeldis sem Bakker hlaut í iðnaðarhéruðum í miðvest- urríkjum Bandaríkjanna. Bakker er afkomandi hollenskra innflytjenda sem settust að í Muskegon, þar sem áður var lífleg höfn við Michigan-vatn. Afi hans var eindreginn fylgjandi kristins sértrúartrúaAafnaðar. Faðir hans vann í verksmiðju sem framleiddi dælur fyrir blómlega bílafram- leiðslu Bandaríkjamanna. Jim er yngstur fjögurra barna og hann skammaðist sín fyrir hús fjölskyldunnar, úr appelsínugulri steinsteypu. „Húsið skar sig úr í - götunni, leit út eins og risastór sítrusávöxtur í Flórída,“ skrifaði hann í sjálfsævisögu sinni. Fyrstu sjö æviárin deildi hann rúmi með fötluðum bróður. Honum gekk skólanámið ekkert of vel og í I „ Myndarlegt ” samband segir meira en þúsund orð milljónum dollara skiptir, er Shep- ard mættur aftur til vinnu sinnar við blaðið Charlotte Observer í North Carolina. Hann var sæmdur Pulitzer-verðlaununum fyrir að fletta ofan af kynlífs- og fjármála- hneykslinu. Shepard hefur sloppið heill á húfi frá því að vera fordæmdur á forsendum biblíunnar þegar hæst hóaði í baráttunni við að koma Bakker á kné. „Þú skalt fá kýli, Það er hœgt að spara mörg orðin, allt að púsund samkvœmt máltœkinu, með p'víað nota Póstfax myndsendipjónustu Pósts og síma. Sjón er jú sögu ríkari. Með myndsendipjónustunni er hœgt að senda allt sem á annað horð tollir á blaði: Myndir, samninga, bréf skjöl og skýrslur, teikningar, vottorð o.fl., o.fl. Fyrir pá sem vilja eignast sín eigin myndsenditœki selur Póstur og sími ódýr og vönduð tœki. Notaðu myndsendipjónustu Pósts og síma. Með henni sparast ótrúlegur tími og hlutirnir ganga betur fyrir sig. POSTUR OG SÍMI Við spörum þér sporin Sjónvarpsprédikarinn Jim Bakker er nú byrjaður að afplána 45 ára fangelsisdóm. Áflestum póst- og símstöðvum geturðu fengið Póstfax myndsendipjónustu. Þú kemur með frumritið og einni mínútu síðar birtist skýr og nákvœm eftirmynd af pví á áfangastað innanlands eða erlendis. ■ w Sjónvarpsprédikari kominn í fangelsi Nú er fallinn dómur í máli bandaríska sjónvarps- prédikarans Jims Bakker og bíður hans 45 ára fangelsi. Ekki er víst að allir áhang- endur hans hafi þolinmæði til að bíða eftir að hann losni úr þeirri prísund. En víst er að þeir kunna litlar þakkir blaðamanninum Charles Shepard sem varð þess valdandi að helgihul- unni var svipt af átrúnað- argoðinu þeirra. „Þú skalt fá kýli, æxli, skyr- bjúg og kláða, allt ólæknandi“ Charles Shepard, hávaxinn, skeggjaður og fágaður í fram- komu, er ekki líkur því að vera bústaður ills anda. En í augum aðdáenda Jims Bakkers, hins fallna sjónvarpsprédikara er hann djöf- ullinn sjálfur holdi klæddur. Charles Shepard er blaðamaður- inn sem með rannsóknum sínum varð þess valdandi að trúarstór- veldi Bakkers féll í rúst og sjálfur lenti hann í fangelsi. Nú, þegar Bakker hefur byrjað afplánun 45 ára fangelsisdóms fyrir að hafa féflett söfnuð sinn um svo fyrstu setti hann markið ekki hærra en að selja skó ásamt bróður sínum, á markaði í bænum. Bakker lærði meira af sjón- varpinu en í biblíuskólanum En sjónvarpið, sem hvítasunnu- fólkið foreldrar hans bönnuðu hon- um að horfa á í upphafi og afi hans fordæmdi sem „hellvision“, varð til þess að sjóndeildarhringur Jims stækkaði. Hann notaði líka hljóðsnældur til að bæta upplesturinn og fljótlega náði hann tökum á smeðjulegri framkomu sem fleytti honum inn í sjónvarpsprédikarastéttina. Fyrst gekk hann í biblíuskóla í Minneapolis þar sem hann lærði oflátungslega guðhræðslu, sem var hans fylgifiskur á framaferlinum allt til lokaniðurlægingarinnar í réttarsalnum í North Carolina. Að sögn Shepards varð hann líka fljót- lega altekinn kynhvötinni. í biblfuskólanum kynntist Bakk- er Tammy Faye LaValley, afar smávaxinni skólasystur, sem kom úr umhverfi sem var enn snauðara en hans eigið. í ofanálag höfðu foreldrar hennar skilið meðan hún var enn smábarn. Hann bar upp bónorð við hana í þriðja sinn sem þau áttu stefnumót. „Já, Jim, já,“ Charles Shepard blaðamaður fletti ofan af athæfí sjónvarpsprédikar- ans og kunna aðdáendur hins síðar- nefnda blaðamanninum litlar þakkir fyrir. segir Tammy að hún hafi strax svarað. Samband þeirra var strax og oft innsiglað með kynlífi, að sögn Shepards, með alvarlegum af- leiðingum fyrir menntabraut nem- endanna tveggja. Biblíuskólinn lagði blátt bann við hjónabandi nemenda og jafnvel nánum dansi. Jim og Tammy neyddust vil að yfirgefa skólann og komu aldrei þangað aftur. Eftir að þau höfðu ferðast í mörg ár um miðvestur- og suður- ríkin sem farandprédikarar kom parið til Portsmouth í Virginiu. Þar var þeim boðið að stjórna sjónvarpsþætti prédikara sem hafði tekið sér frí frá störfum. Þeim tókst að töfra áhorfendur með því að nota heimagerðar brúður, og náðu athygli Pats Robertson, sem var rísandi stjarna í kristilegu út- varpi. Byggðu upp stórveldi í Charlotte Það var svo í Charlotte í North Carolina sem Bakker-hjónin komu á fót sjónvarpsþættinum „Praise the Lord“ (PTL), þar sem uppi- staðan var bænir, gospelsöngur og söfnun fjármuna. Þessi þáttur þeytti þeim í fremstu röð sjón- varpsprédikara. Þegarfrægð þeirra var mest rak PTL-stórveldið sitt eigið sjónvarpsstöðvakerfi, lúxus- hótel og skemmtigarð sem byggðist á kristnihaldi, og í þjónustu fyrir- tækisins voru 2000 manns. Síðasta heila árið sem PTL var starfrækt veitti það viðtöku 129 milljónum dollara í framlögum frá heilluðum heijsingum trúaðra. Bakker-hjónin voru lengst af óaðskiljanleg en eftir að Robert Potter dómari, sem kallaður er „hámarks Bob" vegna tilhneiging- ar hans til að dæma til langrar fangclsisvistar, úrskurðaði Bakker sekan um 9 ákærur um svik og samsæri, hafa þau orðið að sjá hvort af öðru. Sambúð þeirra hefur verið undir miklu álagi. Á sama tíma og Bakk- er lék sér við Jessicu Hahn, og að því er sagt er nokkra karlkyns aðstoðarmenn, á Tammy að hafa notið athygli einhvers kántrý- söngvara. Þegar Jim var leiddur burt í handjárnum til fangelsis í Alabama er sagt að kona hans væri í Flórida þar sem hún undirbyggi bænaút- varp frá bráðabirgðasjónvarpsstöð sem hjónin hafa nýlega komið á fót þar í niðurníddu verslunarhús- næði. En trúlega helst hún ekki lengi við þar, húseigandinn hefur í huga að henda þeim út. Heritage USA, hinn kristilegi skemmtigarður Bakker-hjónanna er nú í eyði og niðurníðslu á meðan þrotabúalögfræðingar reyna að selja hann svo að greiða megi eitthvað af fjallháum skuldum hjónanna. Nýlega mistókst að selja þennan heittrúargarð þegar í ljós kom að ættbálkur rauðra indíána gerði kröfur til landsins sem hann stend-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.