Tíminn - 10.12.1991, Blaðsíða 10

Tíminn - 10.12.1991, Blaðsíða 10
10 Tíminn__________________________________________________________________________ Þriðjudagur 10. desember 1991 Glæplr eru daglegt brauð f Bandarfkjunum og sórfræðlngar reikna með að hvert mannsbam verðl búið að verða sér úti um skot- vopn um mlðja þessa öld. í Bandaríkjunum verða glæpir og morð á skólagöngunum æ algengari: Gagnfræðaskólanemar koma með skotvopn í skólann í Bandaríkjunum er tala yfir skráða glæpi sú hæsta í heiminum og sífelit fleiri bera vopn á sér eða verða sér úti um þau. Gagn- fræðaskólar landsins eru til dæmis að venjast því að nemendur komi vopnaðir í skólann. í nýlegri rannsókn, sem land- læknisembættið þarlendis hefur látið gera, kom í ljós að rúmlega 2,5 milljónir gagnfræðaskólanem- enda eru vopnaðir byssum, hníf- um, rakvélarblöðum og bareflum. Hlutum sem eru til vandræða. Ef piltar eru eingöngu athugaðir, kemur í ljós að þriðjungur þeirra ber vopn á sér öðru hverju. Mun færri stúlkur virðast vera vopnað- ar, því þegar þær eru meðtaldar, lækkar þessi tala nokkuð eða niður í einn af hverjum fimm. Hjá menntamálaráðuneytinu í Bandaríkjunum eru 12,5 milljónir ungmenna skráð í gagnfræðaskóla þar. Ef fimmtungur nemenda ber vopn, má reikna með að það séu 2,5 milljónir vopnaðra nemenda á göngum bandarískra gagnfræða- skóla. Tala þeirra, sem taka byssu með sér í skólann daglega, hefur aukist um 45 þúsund, úr 90 þúsundum upp í 135 þúsund. Á sama tíma og könnunin fór fram, átti sér stað fjöldi slysa þar sem nemendur með byssur áttu hlut að máli. í skóla í úthverfi Houston skaut 15 ára skólastúlka 17 ára skóla- bróður sinn til bana. í Boston var 17 ára piltur skotinn í öxlina þar sem hann horfði á fót- boltaleik í skólanum. í Los Angeles var skotið á áhorf- endur á fótboltaleik á milli skóla. í Salt Lake City var skotið á kenn- ara sem reyndi að skakka slagsmál. í Longview í Texas endaði rifrildi tveggja nemenda í skotbardaga. Tveir nemendur, sem kom málið ekkert við, særðust. í skóla einum í Chicago gekk nemandi inn í leikfimisalinn og skaut 12 skotum á þá sem þar voru. Aðeins kennarinn særðist í höfuðborginni, Washington, byrjaði skólaárið með skothríð í skóla, sem er í nokkurra mínútna fjarlægð frá Hvíta húsinu. í Washington er tíðni glæpa hæst í landinu og fólk þar kallar ekki allt ömmu sína, en þar vakti þessi at- burður mikla skelfingu. Ritstjóri dagblaðsins Washington Post segir að skólar borgarinnar séu svo illa hannaðir að það sé ekki hægt að halda uppi neinni öryggis- gæslu í þeim; dyr séu margar og aðgengilegar, svo og gluggar. En þrátt fyrir gagnrýni á skóla í Washington, er óhætt að segja að þetta er ekki almennt um landið. Tilraunir til að halda byssum og öðrum vopnum fjarri kennslustof- um hafa verið gerðar. í sumum skólum eru nemendur látnir ganga í gegnum málmleitarhlið, svipað og er að finna á flugvöllum til vopnaleitar. Þá er þeim bannað að læsa skápum sínum og skipað að halda á bókum, leikfimidóti og öðru í glærum pokum eða töskum. Samkvæmt heimildum frá Mið- stöð um öryggi í skólum, þá er að finna málmleitarhlið í fjórðungi af fimmtíu stærstu skólum landsins. Aðrir skólar hafa komið sér upp kerfi, líkt og hjá hemum, að þegar byssuskot heyrast eiga allir að fleygja sér á gólfið. Isumum skólum eru haldnar sérstakar æfingar til að þjálfa nem- endur í slíku. „í Seattle, Oakland og Los Angeles er byrjað að kenna krökkum hvað á að gera þegar óeirðir eða skotárásir eiga sér stað,“ segir Ronald Stephens, framkvæmdastjóri Miðstöðvar um öryggi í skólum. Þrátt fyrir slíkar varúðarráðstaf- anir segir Stephens að tala yfir skotárásir þar sem einhver hefur týnt lífi, hafi ekki minnkað á þessu ári. „Þetta vandamál hefur verið mjög áberandi síðan 1987 og orðið æ al- varlegra eftir því sem árin hafa lið- ið,“ segir Stephens. „Þetta breiðist líka út um landið. Ekki alls fyrir löngu var skólaofbeldi bundið við stórborgir við austur- og vestur- ströndina þar sem unglingagengi og eiturlyfjasalar eru sérstaklega virkir. Núna er tilkynnt um ofbeldi í skólum sem eru Iangt inni f landi, þar sem stórhættuleg vopn eru notuð,“ segir Stephens. í Columbus, Ohio, hafa kennarar fengið leiðbeiningar um hvað skuli gera ef nemendur ráðast á þá. Vopnaeign grunnskólanema er kannski í beinu hlutfalli við skot- vopnaeign almennings í Banda- ríkjunum, en þar eru 201,831,000 skammbyssur, rifflar og haglabyss- ur á skrá. Ekki er vitað hversu mikið af vopnum er óskráð. Sérfræðingar segja að ef svo fer fram sem horfir, muni hver karl- maður, kvenmaður og bam í Bandaríkjunum eiga skotvopn um miðjan þennan áratug. „Krakkar hafa haft vopn með sér í skólann í mörg ár,“ segir Stephens, „en það sem við sjáum núna er, að í stað þess að eiga venjulega vasa- hnífa og hnúajárn em krakkamir með skotvopn. Afleiðingarnar eru hræðilegar." Reuter-SIS Sveinn Sæmundsson. Brotsjóir Bókaútgáfan Setberg hefur gefið út nýja sjómannabók eftir Svein Sæ- mundsson, Brotsjór rís - lífssigling Einars Bjamasonar skipstjóra. Einar er Skaftfellingur sem fór ungur á togara og var á sjónum í hartnær 30 ár. Einar varð skipstjóri um tvítugt. Hann lenti í miklum harðræðum þegar farþegaskip sigldi skip hans niður í fárviðri fyrir Norðurlandi. Þar fórust tveir skipverjar hans, en fyrir harðfylgi hans björguðust aðrir tveir og hann sjálfur. Einar sigldi öU stríðsárin þar sem hættur af völdum stríðstóla ógnuðu hverju fleyi. Válynd veður á hafinu og myrkvun urðu mörgum sjómönn- um þung í skauti. Við erfiðar aðstæður auðnaðist Einar og skipshöfn hans að bjarga skip- brotsmönnum sem í marga daga höfðu verið slasaðir á fleka. Einar Bjamason er búinn bestu kost- um íslenskra sjómanna: óbilandi kjarki, æðruleysi, áræði og heiðar- leika ásamt frábærum hæfileikum til skipstjómar. Sveinn Sæmundsson skrifaði bókina Brotsjór rís. Hann hefur áður skrifað níu bækur um sjómenn, síðast um Guðmund skipstjóra Kjæmested. Sveinn skrifaði ásamt Steinari J. Lúð- víkssyni bókina Fimmtíu flogin ár, at- vinnuflugsögu íslendinga, sem kom út f tveim bindum árin 1989 og 1990, en Sveinn var blaðafulltrúi Flugleiða og fyrirrennara þeirra í rúma þrjá áratugi. Mannanöfn Bókaútgáfan Setberg hefur gefið út bókina Hvaö á bamið aðheita? Séra Karl Sigurbjömsson tók saman. Hvað á bamið að heita? er spuming sem allir verðandi foreldrar velta fyr- ir sér meðan beðið er komu hins nýja einstaklings. Þessari bók er ætíað að hjálpa for- eldrum við að svara þeirri spum- ingu. Hér er birtur Iisti yfir 1500 ís- lensk mannanöfn og gerð grein fyrir merkingu þeirra eftir því sem unnt er. Fjallað er um lög, reglur og sið- venjur sem varða nafngjöf og skím í íslensku þjóðfélagi og tlndur til margvíslegur fróðleikur úr nafnasög- unni. BARNASÖGUR OG ÆVINTÝRIÁ SNÆLDUM Sögumaður Heiðdís Norðf jörð Hörpuútgáfan hefur endurútgefið sex nýjcir sögusnældur fyrir böm. Þær eru: Ævintýrin okkar 1 og 2 - Ævintýri frá annarri stjömu 1 og 2 - Strákurinn sem vildi eignast tunglið - LítiII heimur Qólasnælda). Bamasögur á snældum eiga vax- andi vinsældum að fagna og eru kær- komin hvíld frá sjónvarpinu. Flutn- ingur Heiðdísar Norðfjörð á bama- efni er vel kunnur, glæðir sögumar lífi og eykur þannig enn á gildi þeirra. Sögusnædlumau em fjölfald- aðar í Hljóðrita. Brian Pilkington teiknaði forsíðumyndir. Sögusnældur Hörpuútgáfunnar em nú orðnar 18 talsins og fást f flestum bóka- og hljómplötuverslunum. Peninga- og lána- mál Út er komin bókin Bankar og peningar á 19. og 20 öld eftir Karl Erich Bom. Hann er prófessor í hag- og samfé- lagssögu við háskólann í Töbingen og meðlimur vísindaakademíunnar í Mainz. í bók þessari er rakin framvinda pen- inga- og lánamála síðustu tvær ald- imar; sagt er frá uppruna banka af ýmsum toga; innlendum starfshátt- um banka og alþjóðlegiun samskipt- um þeirra; að auki flytur bókin ör- stutt ágrip af sögu margra kunnra banka. Þýðandi er Haraldur Jóhannsson hagfræðingur. Söluaðili er ísafoldar- prentsmiðja hf. Fyrir litla lestrarhesta Litlir lestrarhestar er bókaflokkur sem gefinn er út af Máli og menningu. Bæk- umar em ætlaðar bömum sem farin em að lesa sjálf og prentaðar með stóm letri, mörgum myndum og góðu línubili. Nú bætast fjórar bækur í þennan flokk, mismunandi að lengd og þyngd: Anís og Ölviður eftir Tove Fagerholm, lítil saga um vináttuna í þýðingu Vilborgar Dagbjartsdóttur; Fleiri böm í Ólátagarði eftir Astrid Lindgren, framhald bókar- innar Bömin í Ólátagarði sem kom út í fyrra; Lottaflytur að heiman, lfka eftir Astrid Lindgren, en báðar bækumóu þýddi Sigrún Ámadóttir; Skólasögur af Frans er svo þriðja bókin um litla prakkarann Frans eftir Christine Nöstlinger í 'þýðingu Jórunnar Sigurðardóttur. Bækumar em allar prentaðar f Prentsmiðjunni Odda.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.