Tíminn - 10.12.1991, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.12.1991, Blaðsíða 9
8 Tíminn Þriðjudagur 10. desember 1991 Þriðjudagur 10. desember 1991 Tfminn 9 Sovétríkin ekki lengur til Laustengt efnahagsbandalag Rússlands, Ukraínu og Hvíta-Rússlands orðið til: SJALFSTÆÐRA Hér á eftir fer hluti af texta samkomulags sem undirritað var á sunnudag í Minsk milli Rússlands, Úkraínu og Hvíta-rússÍands, þar sem lýst er yflr stofnun samveldis sjálfstæðra ríkja. Skjalið undirrituðu þeir Stanislav Shushkevich og Vyacheslaw Kebich, f.h. Hvíta-rússlands; Boris Yeltsin og Gennadiy Burbuiis fyrir Rússland og Leonid Kravchuk og Vitold Fokin fyrir Úkraínu: „Við, lýðveldið Hvíta-rússland, Rússneska sambandslýðveldið, og Úkraína, sem eru stofnaðllar í Ráðstjórnarríkjunum og undlrrituðu Elningarsáttmál- ann X922, og verður héðan í frá vísað til sem samningsaðilar, lýsum því yfir að Ráðstjómarríkin sem aðill að alþjððalögum og landfræðilegum og pólitísk- um veruieika, eru ekki lengur til. Leiðtogar þessara þriggja lýðvelda hafa tekið þessa ákvörðun á grundvelli sameiginlegrar sögu og banda sem þjóðir þeirra hafa bundist í því augnamiði að byggja upp lýðræðislegt réttarþjÓðfélag og til að þróa tengsl þeirra á grund- velli gagnkvæmrar vlðurkenningar á og virðingar íýrir fullveldi hvors annars og regiunnar um jöfn réttindi og afskiptaleysis um innanríkismál hver hjá öðrum. Samningurinn er og gerður t trausti þess að efla vináttu og að samvinna sem verði öllum til gagns þjóni hagsmunum þjóðanna og efli frið og öryggi. Samningsaðilar staðfesta skuldbindingar sínar gagnvart stofnskrá Samein- uðu þjóðanna og gangvart Helsingi sáttmálanum, þau sverja hollustu sína at- þjóðlegum viðhorfum til mannréttinda og réttinda þjóða, ábyrgjast jafnrétti og frelsi borgara sinna óháð þjóðerni þeirra og skuldbinda sig jafnframt til að efla, styrkja og varðveita menningarleg, málfarsleg, og trúarleg sérkenni hinna einstöku þjóðarbrota. Með það fyrir augum að efla samvinnu þessara ríkja og þjóða á jafnréttis- grundvelli og til að hún verði tii sem raests gangs fyrir alla aðila, hefur verið ákveðið að gera sérstakt samkomutag um stjórnmálasamskipti, efnahagsmál, menningu, menntamál, heilbrígðismál, vísindi, viðskipti, umhverflsmái og fleiri svið. Skjai hefur verið undirritað þar sem viðurkennt er sjálfræði viðkomandi ríkja yfír landi sínu og að núverandi landamærum verði ekki breytt, en að þau verði opin og borgarar hafi fulit ferðafrelsi um þau. Aðilar samningsins hyggjast beina samvinnu sinni í þann farveg að varðveita megi og tryggja frið og öryggi á alþjóðavettvangi og að dregið verði úr útgjöld- um til hernaðarmála og vopnaframleiðslu. Þau munu beita sér fyrir útrýmingu kjarnavopna og algerri afvopnun undir alþjóðlegu eftirliti. Samhliða munu samningsaðilar virða vilja hvors annars til að ná því marki að verða kjamorkuvopnalaus svæði og hlutlaus riki. Sam- komulag er um að varðvelta eina yfirherstjóra á sameiginlegu hernaðarlega mikilvægu svæði og yfir kjarnavopnum. Það sem fellur undir sameiginleg vericefni sambandsveldisins eru eftirfar- andi: Samhæfíng stefnumörkunar útávið; að koma á fót sameiginiegu efna- hagssvæðí, Evrópska og evrasíska efnahagssvæðið; tolla og útlendíngaeftir- litsmál; þróun saragöngu- og fjarskiptakerfís; umhverfisvernd og mengunar- varnir; barátta gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Þar sem samningsaðilar eru sér fyllilega meðvitaðir um skelfílegar afieiðing- ar Chernobyl-slyssins fyrir alla heimsbyggðina, hafa þeir komiö sér saman um að sameinast í samstilltu átaki til að yfírvinna áhrif þess. Sérstakt skjal verður undirritað í tengslum við þetta verkefni. Frá þelrri stund sem samkomulag þetta hefur verið gert, mun óheimilt að yf- irfæra gildi og vilja þriðja aðila á þessi ríki, það á líka við um Ráðstjórnarrík- in fyrrverandi, og starfsemi stofnana og stjórnsýslueininga Ráðstjórnarríkj- anna í þessum ríkjum hættir. Aðildarríkin ábyrgjast að allir aðljóðasamningar og skuldbindingar sem gerðar hafa verið af Ráðsljórnarríkjunum standa óbreyttir. Öllum fyrrum lýðveldum Ráðstjóraarríkjanna er heimilt að ganga inn í sam- komulagið sem hér hefur verið gert sem og öðrum ríkjum, svo framarlega sem þau eru sammáia þeim markmiðum og sjónarmiðum sem þar eru sett fram. Borgin Minsk hefur verið valin opinbert aðsetur þeirra stjórnsýslueininga sem sjá um málefni híns nýja samveldis fullvalda ríkja.“ Margir telja að Boris Jeltsín og leiðtogar Úkraínu og Hvíta- Rússlands hafí niðurlægt Gorbatsjov með yfírlýsingunni í fyrrakvöld um að Sovétríkin, sem félagi Lenín sálugi stofnaði árið 1922, séu ekki lengur til. Með yfírlýsingu sinni hafa Jeltsín og félagar hans í raun gert Gorbatsjov að ríkislausum forseta, en ljóst þykir að Gorbatsjov geti ekki haldið Sovétríkjunum saman þegar þijú öflugustu lýðveldin eru gengin úr ríkja- sambandinu. Samkvæmt yfirlýsingunni sem birt er hér í opnunni hafa ríkin þijú myndað laustengt samband, eins konar efnahagsbandalag. Þar með er orðið Ijóst að þau litlu völd sem Gor- batsjov hafði enn í sínum höndum eftir bylt- ingartilraun harðlínumanna í ágúst sl. eru nú frá honum tekin. Hver framtíð þess manns sem kynnti lýðræðið fyrir íbúum Sovétríkj- anna verður, er alls óljóst. Kosyrev utanríkis- ráðherra Rússlands sagði þó í gær að ekki væri loku fyrir það skotið að finna mætti eitthvert opinbert starf handa Gorbatsjov hjá hinu nýja efnahagsbandalagi. Staða Gorbatsjovs hefur verið afar veik allt frá því að valdaránstilraunin var gerð og segja fréttaskýrendur að yfirlýsing- in staðfesti í raun orðinn hlut. Kózyrev sagði í gær að ljóst væri að allir emb- ættismenn Sovétríkjanna yrðu að hætta störf- um, enda fráleitt að halda áfram störfum fyrir ríki sem ekki væri Iengur til. Hann bætti við að líklegt væri að full þörf væri fyrir starfskrafta flestra þeirra í hinni nýju þjóðfélagsskipan. „Gorbatsjov er að því ég best veit við ágæta heilsu og ekki haldinn neinum smitandi sjúk- dómum. Við munum örugglega finna eitthvað handa honum að gera. Hann þarf aðeins að af- sala sér þeim völdum sem hann enn hefur yfir hernum, til hins nýja efnahagsbandalags," Hætt er vlð að grafhýsi Leníns og Rauða torgið verði ekki oftar vettvangur fyrir skrautsýningar Rauða hersins á afmælisdegi byltingarinnar. Ríkjasambandið sem þessi bylting fæddi af sér; Sovétríkin, eru nú liðin undir iok og Gorbatsjov þessa stundina forseti ríkis, sem ekki er lengur til. sagði Kozyrev. Hann var spurður að því hvað hefði legið á að lýsa yfir stofnun efnahags- bandalags lýðveldanna þriggja. Kozyrev svar- aði því til að það væri öllum frjálsum þjóðum heims nauðsynlegt að vita að til hefði orðið nýtt siðað þjóðabandalag sem hyggst gæta mannréttinda þegna sinna og stuðla að friði. Slíkt ríki væri nú orðið til í stað hinna gömlu og óábyrgu Sovétríkja. Hann sagði að ríkjasambandið stæði opið fyr- ir þátttöku A-Evrópuríkja, svo sem Rúmeníu og Búlgaríu. Þá bjóst hann við að Armenía og fleiri Sovétlýðveldi myndu gerast þátttakendur innan skamms. Jeltsín gekk í gær á fund Gorbatsjovs í Kreml í gær til að tilkynna honum formlega um að Sovétríkin væru dauð og hann væri orðinn áhrifalaus. Athygli vakti að hann fór einn full- trúa ríkjanna þriggja á fundinn í Kreml. Bæði Kravsjúk Úkraínuforseti og Sjúskevits forseti Hvíta-Rússlands fóru hvergi. Fundur þeirra stóð á aðra klukkustund en auk þeirra tveggja tóku forsetar Kazakstans, Azerbadsjan og Tád- sekistan þátt í honum. Að fundinum loknum lýsti Gorbatsjov því yfir að hann hyggðist ekki segja af sér embætti forseta Sovétríkjanna. í lýðveldinu Rússlandi, Úkraínu og Hvíta- Rússlandi búa um 70% af íbúum Sovétríkj- anna auk þess sem lunginn úr efnahagslegum og herruðarlegum styrk ríkisins er innan vé- banda lýðveldanna þriggja þannig að án þeirra er útilokað að tala um Sovétríkin. Yfirlýsingin vakti talsverðan óróleika meðal Sovétlýð^eldanna og á Vesturlöndum. Margir óttast nti mjög um að það stefni í algera upp- lausn ogátök milli þjóðabrota og trúarhópa og að hugsanlega verði kjamorkuvopnum beitt. James Baker utanríkisráðherra Bandaríkj- anna heimsækir lýðveldin þrjú síðar í þessum mánuði. Hann sagði í gær að ástæða væri til að óttast um að vopnuð átök brytust út og að gripið yrði til kjamorkuvopna. „Sú hætta er vissulega fyrir hendi að svipað ástand skapist og nú ríkir í Júgóslavíu, að viðbættum kjam- orkuvopnum," sagði Baker við bandaríska sjónvarpsstöð í gær. Kozyrev neitaði því í gær að hætta væri á að kjamorkuvopn kæmust í rangar hendur með- an hið nýja efnahagsbandalag er að festast í sessi. „Það er engin hætta á slíku og það er engin hætta á upplausnarástandi," sagði hann. Lýðveldin þrjú hefðu öll yfir að ráða kjam- orkuvopnum en ætlunin væri að standa við alla samninga og skyldur sem Sovétríkin hefðu samið um í tengslum við kjamorkuvopna- birgðir sínar. Kjamorkuvopnin yrðu áfram undir einni stjóm. í Kasakstan eru einnig kjamorkuvopn og for- seti Kasakstan lýsti því yfir í gær að hann væri sama sinnis og Gorbatsjov að því leyti að hann vildi að nýr grundvöllur ríkjasambands og hemaðarbandalags hinna gömlu Sovétríkja yrði fundinn. Ekki mætti láta ríkjasambandið liðast f sundur. Reuter-sá Stoltir Sovétverkamenn: Skrautsýning — fáránleg blekking kerfis sem byggðist á dellukenningu sem ekki fókk staðist?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.