Tíminn - 09.01.1992, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.01.1992, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 9. janúar 1992 Tíminn MÁLSVARl FRJÁLSLYNDIS, SAMVINHU OG FÉLACSHYGGJU Útgefandi: Tlminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoðamtstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrimsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavlk Slmi: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,-, verð I lausasölu kr. 110,- Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Kommissarakeríl ríkisstj ómarinnar Eitt af því, sem nýsamþykkt fjárlög gera ráð fyr- ir, er flatur niðurskurður á launum og rekstrar- kostnaði ríkisstofnana. Eitthvað virðist flökra að stjórnarherrunum að vafasamt geti verið að þessi markmið náist. Blekið er varla þornað á fjárlögunum þegar for- sætisráðuneytið sendir breytingartillögu til efnahagsnefndar Alþingis við frumvarp um ráð- stafanir í ríkisfjármálum. Tillagan kveður á um það að skipa menn eða nefnd manna til þess að vera fjárhaldsmenn ríkisstofnana. Tillaga þessi er dæmalaus fyrir margra hluta sakir. Með þessu er lýst vantrausti á forustu- menn ríkisstofnana. Tillagan er algjörlega óút- fyllt ávísun um að raða mönnum inn í ríkiskerf- ið eftir geðþótta ríkisstjórnarinnar og einstakra ráðherra. Þetta er því undarlegra þar sem það var eitt af lykilatriðum fjárlaganna að stöðva ný- ráðningar hjá ríkinu. Það er greinilegt að samskipti hinna nýju vald- hafa við ríkisstarfsmenn og forstöðumenn stofn- ana eru ekki nútímaleg. Framkvæmd niður- skurðar og sparnaðar á að vera í gegnum nýtt kommissarakerfi. Með nútímalegum vinnubrögðum ætti að vera hægt fyrir ríkisvaldið að fá forustumenn ríkis- stofnana til samstarfs um sparnað. Ef árangur á að verða, þarf að gera áætlanir til lengri tíma heldur en eins árs um þann sparnað. Ríkisstarfs- menn eru leiðir á því að það sé talað um allan opinberan rekstur þannig að þar vinni ekkert nema ómagar á þjóðfélaginu, eins og því miður ber á. Hins vegar er það ekki leiðin til samstarfs að einhver kommissar, sem stjórnvöldum er þóknanlegur, sé sendur inn í ríkisstofnanir og látinn ganga þar um eins og fíll í glervörubúð til þess að kippa öllum hlutum í lag og spara á stundinni. Slíkt er dæmt til að mistakast. Gallinn við fjárlagagerð síðustu ára er sá að engin stefnumótun hefur farið fram um það í hvaða átt opinber starfsemi, þar á meðal starf- semi ýmissa stofnana, á að þróast á einhverju árabili. Alltaf hefur verið rokið til og alls konar aðgerðir reyndar, flatur niðurskurður eða að- gerðir sem eiga að skila sér á stundinni. Nú keyrir um þverbak í þessu efni. Ekki er vitað til þess að þessar fyrirætlanir stjórnvalda um nýtt kommissarakerfi hafi verið lagðar fyrir fjárlaganefnd Alþingis, sem er þó ný- búin að fjalla um ríkisfjármálin. Hitt er svo rétt að benda á í lokin að hér eru auðvitað kærkomin tækifæri fyrir menn á upp- leið í stjórnarflokkunum að verða kommissarar, og er ekki að efa að eftirspurnin verður mikil. Ahrifalausir þolendur Samkvæmt íslenskri málvenju er ekki hægt að tala um það sem sparnað þegar neitað er að af- henda tilteknum aðila eign sína. Önnur orð eru notuð um fyrir- brigðið. Samkvæmt einni af mörgum sparnaðartillögum ríkisstjórnar- innar er sú að „spara“ 260 milljón- ir króna með því að neita að af- henda ellilífeyrisþegum lífeyri, sem þeir eru búnir að borga gegn- um tíðina með almanna- tryggingagjaldi af launum sínum. En það eru einmitt laun- þegar sem einir verða fyrir að fá ekki réttmætan lífeyri sinn, ef þessi svokallaði sparnaður ríkis- stjórnarinnar nær fram að ganga. Fólkið svikið um rétt sinn Magnús Magnússon, fyrrum fé- lagsmálaráðherra, kallar tillögu þessa siðleysi og bendir á að sumir hverjir hafi í allt að þrjá áratugi greitt reglulega nokkurs konar ið- gjald, það er almannatrygginga- gjald, til að njóta ellilífeyris þegar 67 ára aldri er náð. Ráðherrann fyrrverandi hlýtur að vita hvað hann syngur og hann líkir þessu við að hirða lífeyris- sjóði af fólki, sem safnað hefur í þá og lítur á sem sína eign. Vel má Iíta á þetta sem trygginga- svik, þar sem fé er platað út úr fólki og það fær síöan ekki endur- greitt samkvæmt þeim skilmálum sem það samdi um og greiddi fyr- ir. Þarna gengur ríkið í spor trygg- ingafélaganna, sem leyfa sér upp úr þurru að breyta tryggingaskil- rnálum sér í hag án þess að minn- ast á það einu orði við viðskipta- menn sína og hætt einhliða að greiða bætur fyrir þótt tryggingat- aki hafí staðið 100% við sínar ið- gjaldagreiðslur í þeirri heimsku- legu trú að samningar séu gagn- kvæmir og að þá beri að halda. Allt í plati, segja svo tryggingafé- lög og ríkisstjórn og taka til við að „spara" með því að ganga á bak samninga. Ef sá, sem kaupir tryggingu, hegðar sér á svipaðan hátt, eru það kölluð tryggingasvik og eru refsi- verð. Friðhelgi hinna ríku Sterk er sú árátta ráðamanna að líta á vinnulaun sem sjálfsagðan ránsfeng hvenær sem þeim er fjár vant, sem er alltaf, eða taka sér sjálfdæmi um að „spara". Fjárupptakan frá ellilífeyrisþegum er einvörðungu miðuð við þá sem hafa atvinnutekjur, sem auðvitað eru ekkert annað en launatekjur. Allir aðrir ellilífeyrisþegar fá sitt greitt að fullu, sama hve miklar eignir þeirra og tekjur eru. Þannig eru fjármagnstekjur undanþegnar eignaupptöku fullorðna fólksins. Þeir sem eiga hlutabréf, húseignir, jarðir og hlunnindi, skuldabréf eða hafa tekjur af afföllnum plöggum svo sem húsbréfum og öðru því sem gefur vel í aðra hönd, fá áfram óskerta ellitryggingu og jafnvel hærri en áður, þar sem einhvers konar jöfnun á að eiga sér stað milli þeirra, sem vinna fyrir kaupi, og hinna sem ekkert kaup fá, en geta sem best haft margfaldar tekj- ur á við Iaunþegavesalingana. Þeirra, sem ávallt eru taldir eiga skilið að standa undir sköttum og skyldum umfram aðra þegna þjóð- félagsins. Samkvæmt venjulegu íslensku réttlæti fá tekjuhæstu stéttimar innan launþegahreyfinganna ríf- legan skattaafslátt og er hann heil- agur. Engir fulltrúar Enginn neitar því að horfur í efna- hagsmálum kalla á lækkandi út- gjöld og meiri tekjur ríkissjóðs. En það er undarlegt að á sama tíma og eignafólk og fjármagnseigendur eru skattfríir, og aukast fríðindi hinna efnuðu fremur en hitt, skal ávallt seilst í vasa launþega eftir meiri tekjum hins opinbera, og svo á að spara með því að hirða af þeim ellilífeyrinn. Engu er líkara en að launþegar eigi aldrei fulltrúa meðal þeirra sem leggja á ráðin um skattheimtu og útgjöld lýðveldisins. Nógir eru samt þrýstihópamir í öllum gátt- um löggjafans og framkvæmda- valdsins, þegar verja á rétt og rétt- indi eignamanna og þeirra sem meira hafa handa á milli, svo ekki sé talað um styrkþegana alla og heiðursfólkið sem þjóðin stendur í sífelldri peningaskuld við. Ekki linnir hysteríukastinu Enn eina ferðina hafa ráðuneyti, fjölmiðlar og yfirleitt allt hávaða- gengi samtímans sameinast í ösk- urkór til að rífast og japla og jamla og þvæla á torgum um réttleysi þeirra, sem hvað minnst mega sín í tilverunni. Þeir eiga ekki einu sinni til- verurétt og hræðilega eru þeir margir, sem sjá sig knúna til að vitna um skoðanir sínar um geð- veika afbrotamenn frammi fyrir al- þjóð. Allt frá því að fáfræðin og ruglið um réttleysi þeirra vanheilu ógæfumanna, sem falla undir skil- greininguna geðveikir afbrota- menn, ærðist um í sölum Alþingis og barst þaðan vítt og breitt um kerfin og þjóðlífið, hefur verið haldið á þessum málum af full- komnu siðleysi og án nokkurrar miskunnar gagnvart geðveilum. Ótaldir eru allir þeir aðilar, sem fundið hafa hjá sér hvatir til að leggja steina í götur allra þeirra áætlana, sem beinst hafa að því að finna samastað fyrir þá aumustu meðal geðsjúkra. Svona málum á að vera hægt að skipa að siðlegum hætti. Samastað á að finna og velviljaðir menn, sem eru hnútum kunnugir, eiga að skipuleggja dvalarstað og meðferð án þess að hálf þjóðin þurfi sérstak- lega að tjá sig aftur og aftur um hvað henni sýnist um vistun sjúk- linga ,sem reynst hafa umhverfi sínu hættulegir. Einstakir hagsmunaaöilar í svona málum eru ekki til og fjölmiðlum ber engin skylda til að upplýsa um skoðanir einhverra og einhverra um vistun geðsjúkra. Hysterían í kringum svona mál eru flestum viðkomandi til vansa og vonandi verður hægt að ráða fram úr vandamálum varðandi sjúkt fólk á geðslegri hátt en menn og konur leyfa sér að viðhafa, þegar geðveikir eiga í hlut OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.