Tíminn - 09.01.1992, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.01.1992, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 9. janúar 1992 Tíminn 5 Þórarinn Þórarinsson: Stórmerk bók um Jónas frá Hriflu Ég hef um jólin lesið mér til ánægju og fróðleiks bók Guð- jóns Friðrikssonar um Jónas frá Hriflu. Það kemur ekki á óvart að áhugasamur og efnilegur sagn- fræðingur, sem fer að kynna sér stjórnmálasögu Islands á fyrri hluta þessarar aldar, staðnæmist við Jónas frá Hriflu. Og Guðjón Friðriksson hefur skrifað um Jónas eftirminnilega bók sem gefur glögga mynd af kostum hans og göllum, en vafalítið er Jónas áhrifamesti og athafnasamasti stjórnmála- maður þjóðarinnar á þessum tíma. Hann lét sér fátt óvið- komandi og lét skoðanir sínar óspart í ljós og eignaðist því fleiri aðdáendur og hatursmenn en nokkur stjórnmálamaður annar sem honum var samtímis. Hann sætti harðari gagn- rýni en aðrir og lét engan eiga neitt hjá sér ósvarað. Mér fmnst það nokkuð góð lýsing á Jónasi að amma Jóns Bald- vins, sem vafalítið hefur verið merk kona, hafði á þilinu hjá sér myndir af Jóni Sigurðssyni forseta og Jónasi Jónassyni, merkustu stjórnmálamönnum þjóðarinnar á 19. og 20. öld. Jónas Jónsson frá Hriflu. Ég hafði náin kynni af Jónasi frá því ég var 12 ára og þangað til ég kvaddi hann vel hraustan rétt fyrir andlát hans, er hann samdi við mig um að skrifa greinaflokk um Leifslínuna í Tímann, þegar ég kæmi aftur úr ut- anferð, sem þá stóð fyrir dyrum. Af því varð því ekki, því hann var fall- inn frá þegar ég kom heim aftur. Guðjón Friðriksson lýsir því rétti- lega að Jónas var samstarfsmönnum sínum oft ýmist sem ráðgáta eða op- in bók og eftirminnilegur þeim öll- um. Hann hefur markað dýpri spor í þjóðarsöguna en flestir samtíðar- menn hans. Það er ekki ofsagt. Guð- jón segir að hann hafi verið braut- n’ðjandi og afturhaldsmaður í senn. Eg myndi heldur segja að hann hafi verið bæði framsóknarmaður og íhaldsmaður, eins og hann sjálfur kynnti stefnu sína. Á þeim tíma, sem Jónas var að ljúka við stofnun Tím- ans og Framsóknarflokksins, birti hann í Skími, tímariti Bókmennta- félagsins, eina bestu greina sína og nefndi hana: íhald og framsókn. í upphafi greinarinnar segir: „Breytingagimi og íhaldssemi em tvö andleg öfl sem berjast um völdin í heiminum." Hann rekur síðan hvemig menn skiptast í flokka um þessar tvær stefnu eftir aldri, stétt og Iífskjömm. Góð lífskjör gætu valdið því að menn yrðu of íhalds- samir og vildu halda öllu óbreyttu og þannig skapaðist kyrrstaða. Sem dæmi um þetta nefndi hann breska aðalinn. Léleg lífskjör gætu leitt til byltingarkenndrar breytingagimi. Dæmi um það væm róttækustu ör- eigarnir í Bretlandi, sósíalistarnir. flok greinarinnar segir: „En af tvennu óhæfu er þó einvöld kyrrstaða illu skárri en einvaldur byltingarandi; en svo að vel fari, verða bæði þessi öfl að starfa í sam- einingu. Hvomgt getur starfað eitt saman, né án hins verið. Framsókn og íhald em þær tvær súlur sem halda uppi himni siðmenningarinn- ar. Starf íhaldsins er að geyma arf- inn, eins og ormur sem liggur á gulli, og framsóknarinnar að vera á útverði, finna ný gæði, ný sannindi, dýrmætari en þau sem áður vom til, ryðja þeim til sætis og útvega þeim borgararétt undir vemdarvæng íhaldsins. Þá er sífelld framför, en engin afturför eða hnignun, því að engu er kastað fyrir borð, nema betra sé fengið í staðinn." Málflutningur Jónasar í ræðu og riti bar þess einkenni að hann væri bæði íhaldsmaður og framsóknar- maður. Hann vildi umfram allt halda í íslenska menningu, sem hefði orðið til í sveitunum og henni yrði ekki viðhaldið nema sveitirnar væm blómlegar. Þess vegna yrði að efla þær og stöðva fólksflóttann það- an, sem var í ömm vexti á þeim tím- um. Stærsta baráttumál hans á þess- um ámm var að setja lög um Bygg- ingar- og landnámssjóð, sem átti að stuðla að endurbyggingu býla í sveitum og stofnun nýbýla. Þessi lög áttu eftir að setja nýjan svip á sveit- irnar í háreistum steinhúsum og stórvaxandi grænum reitum í kring- um þau. Annað stórt verkefni var að auka alþýðumenntun í sveitum og ristu margar og veglegar skólabygg- ingar í kjölfar þess. Ný framfaraöld hófst í sveitum landsins. En Jónas gleymdi samt ekki höfuð- borginni. Hann háfði lært í langri utanferð að glæstar borgir geta ver- ið góðar miðstöðvar til að varðveita menningararf þjóðanna. Hann taldi hættu á að fólksflóttinn úr sveitun- um gæti leitt til að fátækrahverfi mynduðust í þéttbýlinu. Þess vegna stuðlaði Jónas að því, í kjölfar lag- anna um Byggingar- og landnáms- sjóð, að lög yrðu sett um verka- mannabústaði og bætt skilyrði til al- þýðumenntunar með stofnun gagn- fræðaskóla í þéttbýli. Þá lagði hann kapp á að koma upp ýmsum menningarstofnunum í höf- uðborginni. Mikilvægt væri að heil- brigðismálin hefðu forgang. Hann studdi því Ingibjörgu H. Bjarnason með oddi og egg í Landspítalamál- inu. Jafnframt vann hann að bygg- ingu Sundhallarinnar sem bætti mjög aðstöðu til íþróttaiðkana og varð mörgum heilsubót. Áður en hann tók sæti á Alþingi hafði hann tekið forystu um bygg- ingu Þjóðleikhússins og myndað um málið samtök með aðstandendum Guðrúnar Indriðadóttur. Þeim tókst að lögfesta skemmtanaskatt sem tryggði fé til byggingarinnar. Eitt fyrsta verk hans sem ráðherra var að tryggja væntanlegri Háskóla- byggingu ríflega Ióð og vinna síðan kappsamlega að byggingunni á ein- um mesta krepputíma í sögu þjóðar- innar. Þegar Álþingishátíðin fór í hönd var mikil þörf fyrir veglegt hótel í höfuðborginni og gerði Jónas þá framkvæmd mögulega með veit- ingu vínveitingaleyfis fyrir Hótel Borg. Á síðustu árum sínum vann hann ötullega að því að Hallgrímskirkja yrði byggð eftir teikningu vinar síns Guðjóns Samúelssonar. Hann átti því þátt í því að byrjað var á tumin- um sem sennilega hefði verið frest- að ella. Þannig fékk Reykjavík eitt glæsilegasta guðshús á Norðurlönd- um. Verka Jónasar gætir þannig víða í höfuðborginni. Guðjón Friðriksson hefur unnið mikið verk með samningu þessarar bókar. Hann hefur kynnt sér margar heimildir og sumar nýjar. Mér er það t.d. ljósara en áður eftir að ég las bókina að Jónas ætlaði sér aldrei að verða leiðtogi jafnaðarmannaflokks, þótt hann ætti þátt í stofnun hans, heldur skarst hann í leikinn vegna þess að verkamenn skorti foringja. Eitt fyrsta verk hans þar var að frnna mann sem gæti tekið við forystunni. Jónas var búinn að ákveða þá að stofna annan flokk sem síðan varð, en það kemur ljóst fram í bréfum hans til Jóns á Reynistað, sem geymd eru á héraðsskjalasafni Skag- firðinga, en þau ná til áranna 1907 til 1920. Mér er það líka ljósara en áður eftir að hafa lesið þessa bók að Fram- sóknarflokkurinn varð eins konar arftaki Ungmennafélags Reykjavík- ur, en þar ólust upp fimm menn sem síðar urðu þingmenn Framsóknar- flokksins. Ekki er úr vegi að geta þess að Tryggvi Þórhallsson varð formaður félagsins árið sem Jónas var ráðinn ritstjóri Skinfaxa, sem lagði grundvöllinn að stofnun flokksins. Ég minnist þess að þegar ég kom til Reykjavíkur 1931 voru gamlir ungmennafélagar kjarninn í Framsóknarfélagi Reykjavíkur. Það er líka ljóst af þessari bók að kynni Jónasar við Benedikt Sveins- son hafa hjálpað honum að tryggja fyrsta sigur Álþýðuflokksins í þing- kosningum í Reykjavík, en Benedikt var þá einn aðalleiðtoginn í þeim armi Sjálfstæðisflokksins gamla sem kallaði sig þversummenn. Fyrsta veturinn sem Jónas var í Reykjavík, leigði hann hjá tengda- foreldrum Benedikts. Tengdamóðir Benedikts átti nokkrar dætur af fyrra hjónabandi og hafði ein þeirra verið með Jónasi og Jóni á Reynistað á Askov, Maren Pétursdóttir, er síðar giftist Baldri Sveinssyni, bróður Benedikts. Það styrkti svo enn tengsl þeirra Jónasar og Benedikts að Guðrún Stefánsdóttir, er varð kona Jónasar, var systkinabam við Benedikt. Þannig tókst Jónasi að fá þversummenn til að kjósa ung- mennafélagann Jörund Brynjólfs- son, sem var efsti maður á lista Al- þýðuflokksins en hafði áður verið í flokki þversummanna. Maður verður því margs vísari með því að lesa bók Guðjóns Friðriksson- ar, sem fjallar á sagnfræðilegan hátt um einn merkasta og mikilhæfasta stjórnmálamann þjóðarinnar fyrr og síðar. Þarf stj ómarskrárbreytingu vegna EES-samningsins? I Noregi þarf til samþykktar samningsins um Evrópskt frfverslunarsvæði þijá fjórðu hluta atkvæða á Stórþinginu, þar eð hann skerti full- veldi Noregs og varðaði þess vegna breytingu á norsku stjómarskránni. Hériendis er hins veg- ar ekki talið að breyting á íslensku stjómar- skránni hlytist af samþykkt samningsins. Hvers vegna? Er fullveldi Islands á annan veg farið en fullveldi Noregs? Eða er íslensku stjómarskránni á annan veg farið en norsku stjómarskránni? Island hlaut 5. janúar 1874 „Stjómarskrá um hin sérstaklegu málefni íslands", sem breytt var 3. október 1903 með útgáfu „Stjómskipunar- laga“ vegna búsetu íslandsráðherra innanlands. „Stjómarskráin byggði og á því að stöðulögin væm bindandi íyrir Islendinga og að grundvall- arlög Dana giltu einnig fyrir Island ... Stjóm- skipun landsins hvíldi samt eftir (ath. 1903) sem áður á málagreiningu stöðulaganna" að Ólafur Jóhannesson sagði í Stjórnskipun ís- lands (Reykjavík 1968, bls. 27 og 29). Eftir gerð Sambandslaganna 1918 „tóku Islendingar for- ræði í öllum sínum málum. í íslensk stjóm- skipunarlög þurfti því að setja fyrirmæli um konung, ríkisráð o.fl.... Var því samið fmmvarp að nýrri stjómarskrá ... Hlaut hún staðfestingu konungs 18. maí 1920 og kom til framkvæmda 1. janúar 1921.“ (Bls. 33-34). Varð hún í megin- atriðum rakin til stjórnarskrárinnar 1874, eins og ráðið verður af samanburði 77. og 62. greina þeirra. ,J4eð stjómskipunarlögunum nr. 97 frá 15. des. 1942 var svo heimilað að gera þær breytingar á stjómarskránni sem beinlínis leiddu af sambandsslitunum við Danmörku... Á gmndvelli þeirra stjómskipunarlaga var svo lýðveldisstjómarskráin sett.“ (Bls. 89) Að fullveldi fslands er ekki beinum orðum vikið í lýðveldisstjórnarskránni frá 1944, en eitt af tilvistarskilyrðum ríkis telst „að samfé- lagið sé stjórnarfars- lega sjálfstætt. í því felst að samfélagið fari með æðstu stjórn eig- in málefna. Með öðmm orðum að samfélagið sé óháð valdamönnum annarra ríkja og fari ekki með sjálfstjóm sína í skjóli þeirra eða umboði." (Bls. 4) „Ýmsir þættir stjórnskipun- ar eiga rætur í venjurétti.“ Allar réttarreglur varðandi stjórnskipun landsins hafa ekki verið upp teknar í stjómarskrána, enda mun slíkt hvergi tíðkast. Stjórnarskráin geymir aðeins gagnorðar meginreglur." (Bls. 9)... En hér er spurningin sú, hvort stjórnskipunarreglur, sem eiga upptök sín í réttarvenjum — stjórn- skipunarvenjum — njóti helgi og vemdar sem stjómarskráratkvæði eða hvort þeim verði breytt eins og réttarvenju almennt með venju- legum lögum. Með öðmm orðum em stjórn- skipunarvenjur verndaðar af 1. mgr. 79. gr. stjskr., þannig að þeim verður hvorki breytt né frá þeim horfið nema með stjórnskipunarlög- um? ... Það getur oft verið mikið matsefiii hvort réttarvenjur séu fyrir hendi. Verða dóm- stólar að meta það ef ágreiningsefni er undir þá borið." (Bls.94)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.