Tíminn - 07.07.1992, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.07.1992, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 7. júlí 1992 Tíminn 5 Þeir, sem rannsakaö hafa persónuna fíoss Perot, segja hann einræðishneigöan og árásargjarnan. Hann viröist þó höföa til stórs hluta bandarískra kjósenda, enn sem komiö era.m.k. Blaðamenn grafast fyrir um skugga- hliðar á Ross Perot Ófeiminn og ákveðinn líktist hann drengnum sem sagði að keisar- inn væri ekki í neinum fötum. Duane Weisen- haus hafði fengið frí í vinnu til að æpa að stuðningsmönnum H. Ross Perot á kosn- ingafundi í suðurhluta Kaliforníu. Duane Weisenhaus er arki- tekt að atvinnu og mætti á fundinn í dökkum fötum og með gult bindi. Hann skar sig úr ánægðum hópi fundarmanna með því að bera stórt spjald, sem letrað var á stór- um stöfum: „Perot er svikahrappur". „Hann er rangur maður í for- setaembættið!“ æpti hann að nokkrum Per- ot-aðdáendum. „Þeg- ar hann loks hefur tekið ákvörðun hrindir hann vilja sínum í gegn.“ Arkitektinn sótti í sig veðrið og fór að lýsa milljarðamær- ingnum frá Texas sem „feitum gelti“, sem væri „tilbúinn að eyða 100 milljónum dollara í kosningaherferð“ vegna þess að kjós- endur í ár „séu ör- væntingarfullir“ að leita að frambjóðanda sem þeim líst á. Fylgismenn væntanlegs keisara sneru sér öskureiðir að ræðumanni. Einn viðstaddra, hvíthærður maður í baðmullarbol með áletruninni „Perot ... nýtt andlit í hópi þreyttra", hrópaði: ,Am.k. eru þetta hans eigin peningar, ekki skattborgaranna" og vísaði þar til vel auglýstra fyrirætlana Perots um að afsala sér þeim opinberu, sjóðum sem standa frambjóðendum repúblikana og demókrata til boða. „Hættu að láta hann líta út eins og Mussolini". Enginn fasista- harðstjóri Perot er enginn fasistaharðstjóri, en margar athuganir, sem gerðar hafa verið á þjóðsögunum sem ganga um þennan hreinræktaða bandaríska milljarðamæring og einfara, hafa leitt í ljós einræðistilhneigingu sem gagn- rýnendum finnst áhyggjuefni. Með at- hugasemd Dans Quayle varaforseta um að Perot væri .skapmikill auðjöf- ur“ var fjömiðlahrægömmum Banda- ríkjanna hleypt lausum á eymastóra Texasmanninn með „get gert“- spek- ina. Eftir gaumgæfilega könnun er Per- ot sakaður um að vera maður sem hafnar málamiðlun og hefúr því leiðst út í hemað eins og tíðkast í viðskipta- heiminum, þar sem hann styðst við njósnir um þá sem hann á í höggi við áður en hann grípur til lokaaðgerða til að leggja þá að velli. Það er hörku- leg aðferð sem hefur aflað honum óvina. Að því kom að hrægammamir álitu að þeir væru búnir að króa bráð- ina af og gerðu opinbert það sem þeir höfðu uppgötvað. Á sama tíma og óyf- irlýstur forsetaframbjóðandinn æddi upp vinsældalistann í skoðanakönn- unum sagði The Wall Street Joumal frá því að strangar siðferðiskröfur Per- ots og ánægja af laumulegu ráða- bruggi hefðu fengið hann til að ráða einkaspæjara til að rannsaka feril keppinauta í viðskiptum og hegðun starfsmanna vegna gmnaðs ffamhjá- halds í hjónabandi. The Boston Globe skýrði ffá því að fyrrum starfsmenn tölvufyrirtækis sem hann stofnaði, Electronic Data Systems (EDS), minntust fyrirmæla um klæðáburð sem leyfðu ekki pils fyrir ofan hné fyr- ir konur og skegg eða yfirskegg á körl- um. f fréttum NBC var sagt frá því að Perot hefði ekki sagt allan sannleik- ann um 700 milljón dollara greiðsl- una, þegar EDS sagði skilið við Gen- eral Motors (GM). The Los Angeles Times hélt því fram að hann hefði einu sinni gert áætlun um að lama bílaframleiðslu GM, stærsta íyrirtækis heims, með því að setja tölvukerfið úr sambandi þegar hann stóð í illdeilum við stjómarformann GM. Perot er sagður hafa kallað þessa áætlun „svið- setningarhandritið að því að sprengja þær“. Og straumi uppljóstrana lauk ekki þar með. Ásakanir um laumuspil til að spilla fyrir minnismerid um fallna í Víetnam Ásakanimar um skuggahliðar Per- ots ná hins vegar ekki lengra en rétt að setja smábeyglur á myndina af góða skátanum sem hefur gert það gott. Áhugi hans á að sýna minningu þeirra, sem létu lífið í Víetnamstríð- inu, hefur orðið til þess að hann hefur verið sakaður um að reyna að spilla fyrir áformum um að reisa granít- minnismerkið þar sem skráð eru nöfn 58.000 fallinna. Perot, sem lagði fram þriðju hæstu fjárhæðina í sjóð sem stóð straum af kostnaði við minnis- merkið, áleit V- lagað, svart mót merkisins lítið minna á hetjuskap og ósmekklega eftirmynd alheimsfriðar- merkisins. „Við fylgdumst með því hvemig hann starfaði bak við tjöldin að því að eyðileggja það. Sú reynsla sannfærði mig um að Perot væri kaldlyndur og viljasterkur maður,“ segir Grady Clay, landslagsarkitekt sem var í forstöðu nefndarinnar sem sá um hönnun merkisins. Gamlir hermenn úr Víetnamstríð- inu, sem gagnrýndu minnismerkið í þeirri mynd sem það hlaut — sumir þeirra vom á mála hjá Perot — sök- uðu Clay um að skrökva því að hann hefði verið sæmdur einu æðsta heið- ursmerki hersins eftir að hafa særst í síðari heimsstyrjöld. Clay gerir Perot þó ekki ábyrgan fyrir þessum orð- rómi. Perot lét þó ekki þar við sitja. Hann gagnrýndi hvemig farið var með fé í sjóðnum, sem safnað hafði verið til minnismerkisins, og sagði „enginn kemst að... enginn fær að sjá pening- ana“. Þegar reikningamir vom lagðir fram til opinberrar endurskoðunar, fundu endurskoðendur engin merki þess að ekki væri farið rétt að öllu í hvívetna. Þegar þar var komið sögu, hafði þegar verið gerð röð sjónvarps- þátta þar sem ráðist var á meðferð sjóðsins og þeir verið sýndir. Jan Scuggs, forseti sjóðsins, fékk eld- skímina í samskiptum sínum við frægasta mann Ameríku sem hefur orðið ríkur af sjálfum sér. „Við viljum aldrei framar verða fyrir reiði hans,“ segir hann. Þetta er ekki einangrað tilfelli. Ákafur áhugi Perots á að finna týnda bandaríska hermenn í Víetnam varð til þess að hann lenti í útistöðum við RichardArmitage, embættismann í Pentagon sem gegndi því starfi að flokka upplýsingar um týnda her- menn. Deilan varð persónuleg þegar Perot sakaði Armitage um að hafa komið óorði á sjálfan sig með því að biðja um náðun fyrir víetnamska konu, sem sakfelld hafði verið fyrir að reka ólögleg spilavítissamtök. Leyni- lögreglumaður fann mynd af Armit- age þar sem hann gekk á strönd með konunni, sem Perot sýndi síðar hátt- settum embættismönnum í vamar- málaráðuneytinu. Að því er segir í frétt í Wall Street Joumal, bað Richard Shlakman, sem á þeim tíma var lagalegur ráðunautur Perots, rannsóknamefnd á vegum þingsins um að komast að því hvort konan hefði fengið peninga úr minn- ingarsjóði Víetnamhermannanna. Shlakman, sem nú er háttsettur í EDS-fyrirtæki Perots í Texas, hefúr sagt eftir að fréttin birtist að hann minnist ekki þessa atviks og hafi aldr- ei vitað til að Perot hafi beitt óheiðar- Iegum njósnaaðferðum. En hann við- urkenndi að Perot væri óvæginn þeg- ar hann sæktist eftir sigri. ,AHir, sem hafa átt í orrustu við hr. Perot, koma úr henni með þá tilfinn- ingu að þeir hafi átt í höggi við ákaf- lega alvarlegan andstæðing," segir Shlakman. „Flestir aðrir eru væm- kærari en hann, svo að þeir fá að lok- um á tilfinninguna að það hafi verið valtað yfir þá.“ Einkaspæjarar ráðnir til persónunjósna Perot hefur ekki borið það á bak aft- ur að hann hafi notast við einkaspæj- ara til að stunda persónunjósnir um starfsmenn, sem grunaðir eru um framhjáhald í hjónabandinu. En Jam- es Squires, talsmaður Perots, segir að „meirihluti njósnatilfellá' hafi verið vegna málaferla. „Þegar lögfræðingur er ráðinn til verks í Bandaríkjunum er næstum viðtekin regla að ráða rann- sóknarmann líka,“ segir hann. Hvað varðar Armitage-málið, segir hann að það væri óljóst hvort einhver leynilegur lögreglumaður hefði haft samband við hann eða hvort Perot hefði sjálfur leitað uppi spæjarann til að rannsaka líf vamarmálaembættis- mannsins. „Enginn veit það með vissu," sagði Squires. Fyrir tveim árum gerði Perot sátt í málssókn sem Richard Salwen, fyrr- um starfsmaður hans, hóf á hendur honum, en hann sakaði Perot um að gera tilraun til að hræða hann í við- skiptadeilu með því að hóta að gera opinbert meint ástarævintýri. Seinna dró hann reyndar úr ákærunni. Sal- wen, sem nú er framkvæmdastjóri tölvufyrirtækis í Texas, vill ekkert láta hafa eftir sér um þetta mál. Joseph Wells, fyrrum starfsmaður FBI sem heldur því fram að hann hafi unnið fyrir Perot, segist ekki geta skil- ið hvers vegna njósnir um aðra ættu að gera menn óhæfa til að sækjast eft- ir forsetaembættinu. „Hvaða embætti er það sem Perot sækist eftir?“ spyr hann. „Er það embætti páfa?“ Þetta er einmitt mergurinn málsins. Eftir æs- ingslega umfjöllun um víxlspor Bills Clinton gera stuðningsmenn Perots sér ekki lengur neinar vonir um að þeirra maður sé gallalaus. „Mér skilst að hann verði ofurlítið stuttur í spuna stundum," segir einn þeirra. Ódýr kosningaherferð milljarðamæringsins Til að koma sér í mjúkinn hjá kjós- endum hefur Perot gortað af því að Iitla kosningaherferðin hans hafi ekki kostað nema 1,4 milljón dollara enn sem komið er, samanborið við þær 17 milljónir sem álitið er að stóru flokk- amir tveir hafi varið til að koma sín- um frambjóðendum á framfæri. Þessi fullyrðing Perots fer í taugamar á keppinautunum, sérstaklega Bill Clinton. Perot sækir í sig veðrið. Þegar Bor- ís Jeltsín Rússlandsforseti vakti aftur til lífsins mál bandarískra hermanna sem saknað er eftir orrustur, hafði Perot jafnvel þá pólitísku kænsku til að bera að fá frestað fram yfir kosn- ingar að mæta við umdeilda yfir- heyrslu öldungadeildar bandaríska þingsins um týnda hermenn í Víet- nam. „Hann er maður framkvæmd- anna,“ segir einn aðdáenda hans. „Og það er slíkur maður sem við viljum fá."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.