Tíminn - 07.07.1992, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.07.1992, Blaðsíða 8
8 Tíminn Þriöjudagur 7. júlí 1992 Hlfii MINNING Sigurður Einarsson frá Kárastöðum Látinn er á áttræðisaldri vinur minn til áratuga, Sigurður Einars- son, sem oftast var kallaður Siggi á Kárastöðum. Okkar leiðir lágu fyrst saman í Bretavinnu á stríðsárunum, en Siggi starfaði þar um tíma sem túlkur fyrir hernámsliðið. Ensku kunni hann vel og hafði lært hana í barnaskóla og svo héraðsskóla á Laugarvatni, en þó líklega mest af því að hafa stundað siglingar með fisk til Bretlands. Og íslenskumaður var Sigurður svo að af bar og var fljótur að reka ambögumar ofan í menn. Eftir Bretavinnuna héldum við saman í vinnu austur í Kaldaðar- nesi í Flóa, síðan gerðumst við báðir bílstjórar í Reykjavík og vorum meðal annars starfsfélagar á Hreyfli í þrjátíu ár. Þessi Iöngu kynni við Sigga á Kárastöðum voru einkar ánægjuleg, enda fór okkur aldrei styggðaryrði á milli, þótt margt drifi á dagana, því að Siggi var vandaður maður og orðvar. Hitt var þó ekki síðra að hann var sérlega orðheppinn og skemmtilegur, enda bráðvel gefinn og menntaður í lífsins skóla, sögu- maður góður og unnandi skáldskap- ar, og einn af þeim bílstjórum af gamla skólanum sem alltaf voru með bók í bflnum til að lesa er stundir gáfust á milli túra. Það vantar mikið þe|ar það vantar Sigga á Kárastöðum. Eg kveð góðan vin með virðingu og söknuði. Kári Cunnarsson Áskriftarloforð Cerist hér með áskrifandi að greina- og ritgerðasafni Þórarins Þórarinssonar fyrrv. ritstjóra og alþingismanns samkvæmt skilmálum sem greinir í kynningarbréfi. Nafn og nafnnúmer ______________________________________________ Heimilisfang ___________________________________________________ Sími ____________________ Ath.: Sendist Skrifstofu Framsóknarflokksins Hafnarstræti 20 101 Reykjavík Sími (91) 624480 Lúðrasveit Reykj avíkur 70 ára í dag, 7. júlí, er Lúðrasveit Reykjavíkur 70 ára. Lúðrasveitin var stofnuð sumarið 1922, og varð þessi elsta starfandi lúðrasveit landsins til við samruna tveggja lúðrasveita sem störfuðu í Reykja- vík fram að þeim tíma. Þær hétu Harpa og Gígja. Mikill kraftur var í stofnendunum í upphafi, sem meðal annars má sjá af því að auk þess að hefja æfingar umsvifalaust, var strax hafist handa við að reisa Hljómskálann, hús sem allir íslendingar þekkja. Byggingin tók ekki langan tíma og strax vetur- inn eftir var leikið í skálanum í fyrsta sinn. Síðan hefur Hljómskál- inn verið aðsetur sveitarinnar. Fyrsti stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavíkur hét Otto Bötcher, og var fenginn til landsins frá Þýska- landi. Hann starfaði hér við góöan orðstír í 3 ár, en þá tók Páll ísóifsson við og var stjómandi sveitarinnar um áratug. Síðan hafa margir frá- bærir tónlistarmenn haldið um tón- sprotann, en lengst allra Páll Pamp- ichler Pálsson, sem Lúðrasveitin fékk til íslands frá Austurríki árið 1949. Hann var stjórnandi allt til ár- ins 1975, eða lengst allra, og hafði mikil áhrif á tónlistarlíf hér á landi. Núverandi stjórnandi er Eiríkur Stephensen, en formaður er Jón Kristinn Snorrason. Fyrstu áratugina var Lúðrasveit Reykjavíkur í fararbroddi þeirra, sem auka vildu iðkun hljóðfæratón- listar í landinu, og ól upp marga góða tónlistarmenn. Tónlistarskól- inn í Reykjavík var í fyrstu til húsa í Hljómskálanum, og félagar í Lúðra- sveit Reykjavíkur komu víða við sögu þar sem lagður var grunnur- inn að því ótrúlega auðuga tónlist- arlífi sem stundað er á íslandi í dag. Öll þessi sjötíu ár hefur Lúðra- sveit Reykjavíkur starfað af fullum krafti og æft reglulega 9-10 mánuði ársins. Síðari ár hefur framboð á tónlist hins vegar verið svo mikið að oft getur reynst erfitt að ná eyrum fólks. Við hátíðleg tækifæri og á stórum stundum í lífi þjóðarinnar finnst fólki hins vegar að lúðrasveit megi ekki vanta. Þær eru því orðnar margar hátíðastundirnar sem Lúðrasveit Reykjavíkur hefur tekið þátt í með Reykvíkingum og öðrum landsmönnum. Alþingishátíðin á Þingvöllum 1930 kom fyrst, en síð- an ein af annarri. Lúðrasveit Reykjavíkur hefur oft leikið við alls konar íþróttaviðburði, svo sem landsleiki í knattspyrnu eða hand- knattleik; þá má nefna heimsóknir erlendra þjóðhöfðingja, vígslur mannvirkja og svo mætti lengi telja. Fimm sinnum hefur Lúðrasveit Reykjavíkur farið í tónleikaferðir til útlanda. Þar eru merkastar þrjár ferðir til Vesturheims. Tónleikaferð- ir innanlands voru tíðar fyrstu ára- tugina, og eru enn farnar. T.d. var LR meðal þátttakenda á landsmóti lúðrasveita, sem haldið var á Höfn í Homafirði í júní. Lúðrasveitarmenn vona að lands- menn eigi eftir að njóta þeirrar tón- listar, sem þeir hafa fram að færa, um ókomna áratugi og eru ákveðn- ir í að gera sitt til þess að þessi merkilega og vinsæla grein tónlist- arinnar haldi hlut sínum í drengi- legri samkeppni við aðrar. (Fréttatilkynning) 11« lll Sumartími skrifstofu Framsóknarflokksins Frá 18. mal er skrifstofa okkar I Hafnarstræti 20, III. hæð, opin frá kl. 8.00 til 16.00 mánudaga-föstudaga. Verið velkomin. Framsóknarflokkurinn. Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 1992 Drætti 1 Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins hefur verið frestað til 10. júll n.k. Vel- unnarar flokksins, sem enn eiga ógreidda miða, eru hvattir til að greiða heimsenda glróseðla fyrir þann tima. Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu flokksins eða I slma 91-624480. Framsóknarfíokkurinn Framsóknarkonur Landssamband framsóknarkvenna gengst fyrir hópferð á Kvennaþingið á Egils- stöðum 20.-23. ágúst n.k. Vinsamlegast látið skrá ykkur strax hjá Jafnréttisráöi, slmi 91-27420, og á skrifstofu Framsóknarflokksins, slmi 91-624480. Framkvæmdastjóm L.F.K. Sumarferð framsóknarmanna Farið verður Kjöl að Blönduvirkjun laugardaginn 8. ágúst. Nánar auglyst slðar. Fulltrúariðið. GARÐSLATTUR Tökum að okkur að slá garða. Kantklippum og fjarlægjnm heyið. Komum, skoðum og gerum verðtilboð. Upplýsingar í síma 41224, eftir kl. 18.00. Ritgerðasafn Þórarins Þórarinssonar Útgefendur ritgerðasafns Þórarins Þórarinssonar, fyrrv. ritstjóra og alþm., beina þeim vinsamíegu til- mælum til væntanlegra áskrifenda að bókinni að þeir staðfesti áskrift sína svo fljótt sem við verður komið og ekki síðar en 10. ágúst nk. Ef nafn áskrifanda á að birtast í heillaóskaskrá, er þetta tímamark nauðsynlegt, því að fyrirhugað er að bókin komi út um 20. september nk. Er verð hennar áætlað kr. 2500-kr. 2900 og ræðst af endanlegum út- gáfukostnaði og áskriftarloforðum. Gert er ráð fyrir að áskriftargjald verði innheimt með gíróseðli, nema um annað semjist. Heimilisfang útgáfunnar er: Skrifstofa Framsóknarflokksins, Hafnarstræti 20, 101 Reykjavík. Sími (91) 624480. Um leið og þessi tilmæli eru hér borin fram, vænta útgefendur þess að vel verði við brugðist, ef leitað verður til væntanlegra áskrifenda símleiðis vegna þessa máls. Til hægðarauka er hér birt eyðu- Þórarinn Þórarinsson. blað um áskriftarloforð. Er þess vænst að sem flestir taki þátt í að heiðra Þórarin Þórarinsson með því að gerast áskrifendur að bók hans svo tímanlega, að nöfn þeirra verði á heillaóskaskrá. (Fri útgáfunefnd) Alþýðuflokkurinn skilgreindur á ný •í forustugrein Alþýðublaðsins 16. júní sl. komst Jón Baldvin Hannibals- son svo að orði um flokk sinn: „Hann hafnar ríkisforsjá og forræðishyggju í efnahags- og atvinnumálum. Hann vill opið þjóðfélag og aukna sam- keppni í þágu almennings, neytenda." Það ætti að vera hverjum manni Ijóst, að þetta er ekki stefna jafnaðar- mannaflokka (sósíaldemókrata), eins og hún er túlkuð af slíkum flokkum á Norðurlöndum, í Bretlandi, Þýska- landi og víðar. Þetta er skilgreining á flokki frjálshyggjunnar, sem er þröngur hópur hægri manna innan Sjálfstæðisflokksins. Jafnaðarmanna- flokkar í Evrópu boða Iýðræðislegan sósíalisma enn í dag, þrátt fyrir hrun kommúnismans, sem var kerfi ein- ræðis og kúgunar, ekki jafnaðar- mennsku. Formanni Alþýðuflokksins á ís- landi er ekki treystandi á neinu sviði stjómmála. Landsmenn hafa gert sér grein fyrir því, að hann hefir leikið tveim skjöldum í samningunum við EB. Lengstum var haldið, að hann veitti viðnám gegn frjálshyggjudekri Jóns Sigurðssonar og þjónkun hans við peningavaldið. Nú hefir hann lagst á sveif með nafna sínum. Þá hef- ir hann látið aðstoðarmann sinn Þröst Ólafsson, gamlan kommúnista sem leiddi KRON til gjaldþrots, semja við sægreifana um áframhald kvóta- keriisins, sem veldur byggðaröskun. Þar með hefir hann brugðist stefnu- máli flokks síns um þjóðareign auð- linda og veiðileyfagjald. Hann er trúr þeirri einu hugsjón sinni að koma ís- lenskum landbúnaði á kné. Þegar frystitogarar sægreifanna hafa þurrk- að upp fiskimiðin, verður kjöt ekki heldur fáanlegt hér, ef Jón fær að ráða. Engan þarf að undra þetta, ef vel er að gáð. Hannibal Valdimarsson, faðir Jóns Baldvins, var að vísu ólíkt svip- meiri persónuleiki en sonurinn, en hann var ærið brokkgengur í pólitík- inni. Hann gerði flokk úr flokki og stofnaði að auki eigin stjómmálasam- tök, sem entust í tæpan áratug. Bróð- ir Hannibals, Finnbogi Rútur, sem var greindastur þeirra frænda, átti líka leið milli flokka. Jón Baldvin sker sig úr að því leyti, að hann beitir flokksmenn sína, sem efnilegir eru, harðræði. Þess vegna er óstöðuglyndi hans og hringlandaháttur hættulegri en hjá föður og föðurbróður. Jón Baldvin heldur bestu mönnum Al- þýðuflokksins niðri, stjakar þeim frá kjöri í flokksstjóm og gefur þeim ekki færi á að hafa áhrif á stefhumótun. Hótun er beitt, ef annað dugar ekki, eins og berlega kom fram á nýafstöðu flokksþingi. Þess vegna á Alþýðu- flokkurinn sér ekki uppreisnar von, meðan Jón Baldvin situr í forsæti. Það var skaði fyrir flokkinn — og enn meiri fyrir alþýðu þessa lands — að ekki tókst að velta honum úr sessi á vordögum. Félagshyggjumaður

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.