Tíminn - 30.01.1993, Blaðsíða 14

Tíminn - 30.01.1993, Blaðsíða 14
14 Tlminn Laugardagur 30. janúar 1993 Sú ákvörðun að leikið verði í Silverdome-höllinni í Detroit í úrslitakeppni HM hefur valdið vanda, en keppt verð- ur undir þaki og á vellinum er gervigras, sem er ekki leyfilegt á HM: Allt lagt undir til aö finna gras sem hentar innanhúss „Minidome“-rannsóknartjaldið, en þar sköpuðu sérfræðingarnir ná- kvæmlega sömu aðstæður og í SHverdome-höllinni. Sérfræðingarnir þrír frá Michigan- háskólanum, sem sjá um gera Silverdome-leikvanginn keppnisfæran fyrir 18. júni 1994. Pontiac Silverdome-höllin I Detroit í Bandaríkjunum tekur 73 þús- und manns I sæti og er undir þaki. Það verður í fyrsta sinn sem leik- ið verður innanhúss í úrslitakeppni HM í knattspyrnu. Það skapaði þó ýmis vandamál. Þegar forráðamenn smábæjarins Pontiac ásamt Detroit í Bandaríkj- unum sóttu um að fá nokkra af leikjunum í úrslitakeppni heims- meistarakeppninnar í knattspymu, gerðu þeir sér grein fyrir því að Sil- verdome-höllin yrði einungis not- uð ef sett yrði alvöru gras á völlinn, en þar hefúr verið notast við gervi- gras. Þeir gáfú FIFA, Alþjóða knatt- spymusambandinu, loforð um að þeir myndu sjá um að á vellinum yrði nothæft gras. FIFA samþykkti þetta og var ákveðið að nokkrir leikjanna myndu fara firam í höllinni, þ.á m. opnunarleikurinn, og verður þetta í fyrsta sinn sem leikið verður inn- anhúss í úrslitakeppninni í knatt- spymu, en Silverdome-leikvangur- inn er undir þaki og tekur 73 þús- und manns í sæti. En loforð þeirra um að setja gras á völlinn hefur heldur betur staðið í þeim. Sett var á stofn rannsóknarstofa og vom fengnir þrír sérfræðingar frá Mich- igan-háskólanum til starfa, en for- ráðamenn í Pontiac og Detroit skipuðu svo fyrir að unnið yrði að rannsóknunum í kyrrþey til að byrja með, til að valda ekki ótta hjá Alþjóða knattspymusambandinu um að ekki tækist að finna réttu grastegundina. Það var að ýmsu að hyggja hjá sér- fræðingunum. Hvemig myndi grasið bregðast við ljósunum í Sil- verdome-höllinni? Hvaða gras vex best innanhúss? Hvaða grastegund væri nógu þétt? Hversu mikinn áburð þarf gras innanhúss, hversu mikið ljós þarf grasið í stað sólar- ljóss og hvemig væri best að haga flutningi á grasinu, sem yrði í fyrstu ræktað utanhúss og síðan fert inn í Silverdome-höllina? Til að rannsaka þetta hafa sérfræð- ingamir þrír skapað nákvæmlega eins aðstæður og em í höllinni, í tjaldi rétt fyrir utan Pontiac. Þar ræktuðu þeir nú ýmsar grasteg- undir og fylgdust með því hvemig þær bmgðust við. Eftir margra mánaða rannsóknir hefur þó verið tekin mikilvæg ákvörðun. Notuð yrði grastegundin Kentucky bluegrass. Með þessari ákvörðun hefúr verið stigið stórt skref í áttina, vonandi þá réttu. Nú hófust fyrir alvöm rannsóknimar í tjaldinu, en sérfræðingamir hafa gefið því nafnið „Minidome". Þar verður skoðað hversu þétt grasið verður við þessar aðstæður og reynt verður að þróa það eftir fremstu getu. Grasið er ræktað í sexköntuðum jámflekum og verður það síðan lagt á leikvöllinn í Silverdome-höll- inni í sumar, þar sem leikið verður á því í USA Cup, en á mótinu keppa sterkustu knattspymuþjóðir heims. Tveir af sex leikjum fara fram í Silverdome-höllinni og ættu sérfræðingamir þá að sjá hversu þolið grasið verður og hafa þeir þá ár til að undirbúa sig betur. Vegna hins harða veturs í Detroit vilja sérfræðingar ekki láta grasið Geröar voru tilraunir meö ýmsar grastegundir f Silverdome-höllinni. Grasið verðurræktaö á þessum járnflekum, sem gerirþað auöveltí flutningum. vaxa þar í vetur, en það myndi veikja grasið mjög. Eftir keppnina í sumar verður grasið tekið af vellin- um og það flutt til Kalifomíu þar sem það fær að njóta betra veðurs í vetur, en það að grasið er ræktað í jámflekum gerir það auðvelt í flutningum. Næsta vor verður grasið enn á ferðinni, því þá verður það aftur flutt til Detroit, þar sem grasið verður að vera komið á völl- inn þann 18. júní, þar sem Banda- ríkjamenn leika fýrsta leikinn í úr- slitakeppninni. Það verður eins gott að sérfræðingamir hafi veðjað á réttu grastegundina, því úrslita- keppni HM í knattspymu, einn stærsti viðburður f íþróttaheimin- um, byggir allt á því. Research Projecís Michigan State University. Turfgrass Science 1994 CUP SOCCER TOURNAMENT Pontiac Silverdome, Ml Körfuknattieikur: Nú er ljóst að Pétur Guðmundsson körfuknattleiksmaður leikur ektó með Val það sem eftir lifir tímabils. Hann lék fyrr í vetur með Breiða- bliki en tilkynnti skömmu fyrir jól að hann væri bættur að leika með ur ekki leikið með Val er að félags- skiptanefnd KKÍ heimilaði ekki fé- • sem þau hefðu bor- ist of seint í félagskiptaregium KKÍ er ekki heimilt að skipta um fé- lag á fímabilinu lö.desember til 15.febrúar nema sérstakar ástæður

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.