Tíminn - 05.10.1993, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.10.1993, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 5. október 1993 Bikarkeppni Bridgesambands íslands 1993: Samvinniiferðir-Landsýn sigurvegarar - dramatík í undanúrslitunum f fyrradag lauk bikarkeppni Bridgesambands fslands en undanúr- slit og úrslit voru spiluð í Sigtúni 9 nú um helgina. Fjórar sveitir áttust við á laugardaginn en úrslitaleikurinn fór fram daginn eftir. Liðsmenn Samvinnuferða spiluðu mjög vel og sigruðu báða leiki sína af miklu öryggi og eru því bikarmeistarar 1993. Sveit Bjöms Theódórssonar komst á dramatískan hátt í úrslitaleikinn þegar hún náði að vinna upp 37 impa mun H.P. Kökugerðar í siðustu 12 spilum undanúrslitanna. Þar meö vom sveitirnar hnífjafnar eftir 48 spil en sveit Bjöms komst áfram eftir bráðabana. Keppnin er hrein útsláttarkeppni og voru 58 sveitir sem hófu leikinn í sumar. Sveitimar fjórar sem komust í undanúrslitin voru sveit Bjöms Theódórssonar, sveit H.P. Köku- gerðar, Sveit Samvinnuferða- Landsýn og sveit TVB16. Allar sveit- imar í undanúrslitunum vom úr Reykjavík nema Kökugerðin sem er frá Selfossi. í undanúrslitunum vom spilaðar fjórar 12-spila lotur, Bjöm Th. gegn Kökugerðinni og Samvinnuferðir gegn TVB 16. Sam- vinnuferðir unnu allar loturnar af miklu öryggi, 39-0, 28-15, 32-8 og 56-5. öllu meiri átök vom hins veg- ar í hinum undanúrslitaleiknum. H.P. Kökugerð vann fyrstu þrjár lot- umar 35-14, 29-17 og 37-33. Það vom því 37 impar sem skildu sveit- imar að þegar aðeins 12 spilum var lokið og vægast sagt á brattann að sækja fyrir sveit Bjöms. En allt get- ur gerst í bridge. Selfyssingamir bytjuðu 4. lotuna mjög illa, lentu í vitlausum samningum og vom óheppnir að auki. Þegar upp var staðið hafði Bjöm sigrað síðustu lot- una með 48-11 imp og hnífjafnað leikinn. Því varð að spila bráðabana, 4 spil. Sveit Bjöms vann síðan bráðabanann, 26-6, og komst þar með í úrslitaleikinn. Að sögn Krist- jáns Haukssonar, keppnisstjóra bik- arkeppninnar, er þetta í fyrsta skipti sem j)essi staða kemur upp. Von- brigðin vom gríðarleg fyrir Selfyss- ingana en að sama skapi fögnuðu menn Bjöms Th. en svo skemmti- lega vildi til að Bjöm Theódórsson átti afmæli daginn eftir og má því segja að úrslitaleikurinn hafi verið kærkomin afmælisgjöf. Úrslitin vom jöfn og spennandi fyrstu þrjár lotumar en hver lota var 16 spil. Samvinnuferðir höfðu þó heldur betur, unnu fyrstu lotuna 50- 30, töpuðu annarri, 2unnu þá þriðju, 45-44. Staðan var því eftir 48 spil af 64 sú að Samvinnuferðir vom 14 impum yfir sem er lítill munur í jafn löngum leik. í síðustu lotunni gekk hins vegar ekkert upp hjá sveit Bjöms, spilar- amir virtust þreyttir og slæm mis- tök komu upp, bæði í sögnum og úrvinnslu. Kann það að nokkm leyti að stafa af því að meðlimir sveitar- innar vom aðeins 5 og því reyndi meir á hvem einstakling en í liði Samvinnuferða sem 3 sterk pör skipa sem dreifðu bróðurlega álag- inu. Samvinnuferðir gjörsigmðu Ný landsnúmer fyrir nýju ríkin í gömlu Júgóslavíu: Gamla Júgóslavía fékk 5 ný númer Þeir sem þurfa að hringja til ríkja sem áður tilheyrðu fyrmm Júgó- slavíu þurfa að hafa í huga að eftir- farandi ný landsnúmer tóku gildi þann 1. október, samkvæmt tilkynn- ingu frá Pósti og síma. Júgóslavía.............381 Króatía................385 Slóvenía...............386 Bosnía-Hersegóvína......87 Makedónía..............389 Síðar verða einnig tekin í notkun ný númer fyrir telexþjónustu sem upplýst er um í síma 06 og gagna- flutningaþjónustu, en upplýsingar um þau númer gefur sími 636336. Hefur fasteignamarkaðurinn í Reykjavík rýrnað um 3 milljarða á ári? Litlu íbúðirnar hækka, þær stærstu snarlækka Meöalverð á fermetra í íbúöum í fjölbýli í Reykjavík var um 1.000 krónum lægra á öðmm fjórðungi þessa árs en á sama tíma í fyrra, eöa um 1,2% að meðaltali. Þegar verðbólga (hækkun lánskjaravísitölu) ertekin með í dæmið samsvarar þetta um 2,5% raunverðslækkun að meðaltali. Þegar síðan litið er á verðþróun íbúða eftir stærð kemur í Ijós aö verð minnstu íbúðanna (1-2ja herbergja) hefur faríð hækkandi. En 3ja og 4 herbergja íbúðimar vom hins vegar ódýrari í vor en fyrír árí og fara verður að fara tvö ár aftur í tímann til aö finna 5 her- bergja íbúðir og stærrí á lægra verði en í vor. Varðandi einbýlis- húsin vekur hins vegar mesta athygli, aö 55% færrí hús seldust á fyrrí helmingi þessa árs en fyrir tveim ámm. Samdrátturinn kemur einnig fram í fíölbýlishúsum þótt í minna mæli sé. A fyrra misseri ársins 1991 bárust Fasteignamati ríkisins kaupsamn- ingar vegna rúmlega 940 fíölbýlis- húsaíbúða í Reykjavík. tæplega 900 ári síðar og aðeins in.i; ,i við 830 á fyrra misseri þessa árs. Þetta er um 12% fækkun á tveim árum, auk þess sem meðalverð hefur heldur farið lækkandi (í 6,6 milljónir á fyrra misseri í ár). Samningum vegna einbýlis/raðhúsa hefur á sama tíma fækkað úr nærri 190 fyrir tveim árum niður í 135 í fyrra og enn niður í aðeins rúmlega 80 hús á fyrri hluta þessa árs, eða um 55% á tveim árum. Hins vegar kem- ur nokkuð á óvart, að meðalsöluverð þessara húsa hefur snarhækkað, úr 8,8 milljónum fyrir tveim árum, í 9,8 milljónir í fyrra og enn upp í 11,4 milljónir á fyrri helmingi þessa árs. Allar þessar upphæðir eru á verðlagi þessa árs, þannig að hér er um að ræða 30% hækkun á raunverði á tveim árum. Það virðist gefa til kynna að þótt seldum húsum hafi fækkað um meira en helming þá hafi þau fáu hús sem seljast farið stækk- andi. Samanlagt söluverð fyrrnefndra íbúða og húsa lækkaði úr 7,9 millj- örðum fyrir tveim árum niður í 6,4 milljarða á fyrrihluta þessa árs. Þetta gæti bent til þess að heildarumsvif fasteignamarkaðarins í Reykjavík hafi verið um 3 milljörðum króna minni á þessu ári heldur en árið 1991. Nafnverð á fermetra í 230 seldum íbúðum í Reykjavík á tímabilinu apr- íl/júní í ár var sem fyrr segir mjög mismunandi eftir stærð. Verð íbúða eftir stærð Hírbtrgi: Krónur Meíulveré fermetn: millj.kr. 2ja 87.850 .... 5,1 3ja 79.500 .... 6,5 4ra 74.100 .... 7,4 Fleiri 61.100 .... 9,0 Meðaltal 79.000 .... 6,6 Samkvæmt þessu var meðalverð á fermetra nær 30% hærra í minnstu íbúðunum heldur en þeim stærstu. En þessu munur hefur síðustu árin yfirleitt verið á bilinu 15-20%. Þá vekur það sérstaka athygli hvað hlutur Byggingarsjóðs ríkisins (gamla lánakerfisins) stækkar sí og æ í lánsfiármögnun íbúða, þótt hann sé löngu hættur öllum lánveit- ingum. Þannig voru áhvflandi lán Byggingarsjóðs ríkisins yfir 27% af heildarsöluverði allra seldra íbúða í Reykjavík á 2. fíórðungi þessa árs, eða um 35% hærri upphæð heldur en húsbréfalán (frumbréf), sem námu 20% af heildarsöluverði á sama tíma. Hlutur húsbréfanna — bæði frum- bréfa og verðbréfa — hefur hins veg- ar farið minnkandi ársfíórðung eftir ársfíórðung og hefur raunar ekki verið minni síðan á 3. ársfíórðungi 1990. Áhvflandi bankalán voru aftur á móti þrisvar sinnum hærri á seld- um íbúðum s.l. vor heldur en síð- ustu tvö árin a.m.k. - HEI sveit Bjöms í síðustu lotunni, 54-1, og unnu þar með bikarmeistaratitil- inn af nokkru öryggi, 175-108. Bikarkeppnin var nú haldin í 16. skiptið en fyrst var hún haldin árið 1978. Aðalsteinn Jörgensen sem spilar í sveit Samvinnuferða vann það afrek að vinna bikarinn í fíórða skipti. Valgerður Kristjónsdóttir af- henti verðlaunin í mótslok. Sigur- sveitin var skipuð auk Aðalsteins þeim Helga Jóhannssyni, Guðmundi Sv. Hermannssyni, Bimi Eysteins- syni, Páli Valdimarssyni og Ragnari Magnússyni. Sveit Bjöms Theódórs- sonar skipuðu auk hans, Gísli Haf- liðason, Kristján Blöndal, Einar Svansson og Stefán Guðjohnsen. Að lokum er hér spil úr undanúr- slitunum í fíórðu og síðustu lotu leiks Bjöms Theódórssonar gegn sveit H.P Kökugerðar. Þegar hér var komið sögu virtust Selfyssingamir komnir með pálmann í hendumar. Sigurvegarar ( bikarkeppni BSl 1993, sveit Samvinnuferða. Frá vinstri Páll Valdimarsson, Aðalsteinn Jörgensen, Ragnar Magnússon, Bjöm Eysteinsson, Helgi Jóhannsson og Guðmundur Sv. Hermannsson. Silfurverölaunahafamir (svelt Bjöms Theódórssonar. Frá vinstri Gfsli Haf- liðason, Bjöm Theódórsson, Stefán Guðjohnsen, Kristján Blöndal og Einar Svansson. Tfmamyndir Pjetur í lokaða salnum opnaði Einar Sveinsson á einu laufi (sterkt) norð- ur sagði pass (sem orkar tvímælis) og Björn Th. gat því í rólegheitun- um sagt tvo tígla. Suður sagði þrjá tígla sem lofuðu hálitunum. Eftir það leist Einari mjög vel á slem- muna og eftir ásaspumingu sagði hann 6 tígla sem eru óhnekkjandi í þessari hendi vegna þess að suður á ekkert lauf. í opna salnum lentu Selfyssingam- ir aftur á móti í því að vegna kerfis- sagna varð vestur sagnhafi í 6 tígl- um. Norður spilaði út lauás og gaf félaga sínum stungu og þar með komu 14 impar í hlut Bjöms Th. -BÞ ítarleg umfjöllun verður um keppnina í næsta helgarblaði Spil 40, vestur gefur; enginn * ÁG98532 rESTUR AUSTUR DGT7 A 3 V ÁG9 4 T7654 4> KDT6 SUÐUR * K96542 V D8743 * G9 * . Vestur Norður Austur Suður 1 + pass 24 34 4 gr. pass 54 pass 64 pass pass pass

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.