Tíminn - 04.01.1994, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.01.1994, Blaðsíða 3
3 Þri&judagur 4. janúar 1994 wmmMM Erlend langtímalán ríkissjóös hœkkuöu um 22 milljaröa eöa 29% á einu ári: Erlendar skuldir ríkisins hækkab 60 milljónir á dag Erlendar skuldir ríkissjóös hafa hækkaö í kringum 60 milljónir á dag s.l. ár. Langtíma erlend lán ríkissjóös og stofnana hans vom komin í tæplega 98 milljaröa króna í septemberlok, sam- kvæmt nýjustu tölum Seðla- bankans. Sléttu ári áður vom þær rúmlega 76 milljarðar. Er- lendar langtímaskuldir ríkis- sjóös hafa þannig hækkaö um 29%, eöa um tæplega 21.800 milljónir kr. á þessu 12 mánaða tímabili. Deilt niöur á alla 365 daga ársins verður niðurstaöan sú, aö skuldimar hafa hækkaö um 60 milljónir króna hvem einasta dag ársins, eöa 2,5 millj- ónir á hverjum klukkutíma (og m.a.s. 415.000 krónur hverja einustu mínútu sem klukkan hefur tifaö). Sé skuldahækkuninni hins vegar deilt niður á ábyrgðar- mennina, íslendinga alla, hefur ábyrgð hvers þeirra hækkað um 82.200 kr. Upphæð sú sem fjög- urra manna fjölskyldan ábyrgist á erlendum skuldum hefur þannig hækað um þriðjung milljónar, eða hátt í þúsund krónur hvem einasta dag á þessu 1 mánaða tímabili. Vekur t.d. athygli, að þessar er- lendu skuldir sem ríkissjóður hefur slegið á ábyrgð þegnanna em litlu lægri upphæð en öll lán sem þeir hafa sjálfir tekið á sama tímabili. Þar með talin öll skuldahækkun einstaklinga (heimilanna í landinu) í íbúða- lánajóðunum (húsbréfum), líf- eyrissjóöum, bönkum og spari- sjóðum. Þeir 98 milljaröar sem ríkis- sjóður skuldaði í erlendum langtímalánum í septemberlok samsvara tæplega 1,5 milljón- um að meðaltali á hverja 4ra manna fjölskyldu á íslandi. Tek- ið skal fram að þar em ekki meðtaldar 45 milljarða kr. er- lendar skuldir ríldsfyrirtækja, sem hækkuöu um 32% á um- ræddu 12 mánaða tímabili. Og nærri 10 milljarða erlendar skuldir sveitarfélaganna em heldur ekki meötaldar. Erlendar langtímakuldir opin- berra aðila námu því í allt um 153 milljörðum króna, eða um 60% af öllum erlendum lang- tímaskuldum landsmanna í septemberlok. Þær höfðu þá hækkað um nærri 31% frá sama tíma ári áður. Erlendar skuldir lánastofnana og atvinnuvega hækkuðu í kringum 20% á sama tímabili. -HEI Steingrímur Hermannsson, formaöur Framsóknarflokksins: Ávarp til lesenda Tímans Góðir framsóknarmenn og ann- aö félagshyggjufólk. Enn verða breytingar á útgáfu Tímans. Útgáfa blaðsins á veg- um Mótvægis h.f. hefur, því miður, mistekist. Þegar fyrri stjóm fyrirtækisins leitaði til Framsóknarflokksins um miðj- an nóvember og bað um stuðn- ing flokksins við útgáfuna, þótti mér sýnt að í óefni stefndi, ef ekki fengjust tíl þátttöku nýir aðilar meÓ reynslu í blaðaútgáfu og fjármagn. Við Finnur Ingólfsson rædd- um þessi mál ítarlega. Niður- staðan varð, að um miðjan nóv- ember stofnaði ég einslega til fundar með Herði Einarssyni og Sveini R. Eyjólfssyni, forystu- mönnum Frjálsrar fjölmiðlunar h.f. Ég fann mér til ánægju að þeir höfðu fullan skilning á því, að þörf væri fyrir dagblað sem höfðaöi til framsóknarmanna og annars félagshyggjufólks. Hins vegar töldu þeir ýmsa ann- marka á því, að koma inn í Mót- vægi h.f. Þeir kváðust þó reiðu- búnir að hugsa málið. Þegar ný stjóm Mótvægis h.f. hafði verið kjörin 6. desember s.I. lagði ég til við nýjan for- mann, Gunnlaug M. Sig- mundsson, að rætt yrði á ný við Frjálsa fjölmiðlun. Það gerði Gunnlaugur. Á Þorláksmessu barst svar. Þátttöku í Mótvægi h.f. var hafnað, en hins vegar kváðust forystumenn Frjálsrar fjölmiðlunar tilbúnir að ræða við forystumenn Framsóknar- flokksins um samvinnu, ef Mót- vægi h.f. ákvæði að hætta útgáf- unni. Á annan í jólum hittumst við á heimili mínu, forystumenn flokksins og þingflokks, til að ræða málið. Við urðum á einu máli um það, að ekki væri ann- að þorandi en að skoða þennan kost nánar eins og ástatt væri um Mótvægi h.f. Næsta morg- un, 27. desember, hittum viö Halldór Ásgrímsson þá Hörö Einarsson og Svein R. Eyjólfsson enn á heimili mínu. Þar settum við fram þau atriöi sem vera þyrftu í samningi, ef úr sam- starfi ætti að verða. Um þau varð fullt samkomulag. Tóku þeir Hörður og Sveinn að sér að gera drög að samningi. Þau fengum við seinna um daginn. Ég geröi nokkrar breytingar við drögin, sem á var fallist. Að svo komnu máli var haft samband við alla þingmenn flokksins og meðlimi fram- kvæmdastjómar. Lýstu þeir all- ir samþykki sínu við aÓ semja við Frjálsa fjölmiðlun h.f. um útgáfu Tímans, ef Mótvægi h.f. hætti útgáfunni. Svo varö mið- vikudaginn 29. desember og vom samningar þá þegar undir- ritaðir eins og kunnugt er. Til að aðgreina útgáfu Tímans sem mest frá útgáfu D.V. ákváðu forystumenn Frjálsrar fjölmiðl- unar að stofna sérstakt félag um útgáfu Tímans. Hlaut það nafn- iö Hmamót h.f. Framsóknar- flokknum er boðið að tilnefna einn mann í stjóm fyrirtækis-v ins. Hefur Gunnlaugur Sig- mundsson tekið það sæti. Mér er ljóst að ýmsum mun koma á óvart aö Framsóknar- flokkurinn skuli ganga til sam- starfs við Frjálsa fjölmiðlun h.f. um útgáfu Tímans. Mér þótti því nauðsynlegt að eyða mis- skilningi með því að gera ítar- lega grein fyrir aðdraganda sam- starfsins. Fáum munu vera það meiri vonbrigði en mér að ekki tókst að sameina félagshyggju- fólk innan Mótvægis h.f. um út- gáfu Tímans. Þegar samningur- inn við Tímamót h.f. er lesinn verður hins vegar ljóst að þar er þess gætt eins og frekast er unnt að ritstjómarstefna blaðsins verði í anda fjálslynds, umbóta- sinnaös félagshyggjufólks. Til að undirstrika þetta er jafnframt ákveðið að ritstjóri blaðsins Hörö átök eiga sér staö í kringum einkavœöingu á SR-mjöli: Krafist fundar í fjár- laganefnd um SR-mjöl Krafist hefur verið fundar í fjárlaganefnd Alþingis til að ræða sölu ríkisins á hlutabréf- unum í SR- mjöli hf. Forsvars- menn Landsbankans fullyröa að ríkisábyrgð sé á lánum sem SR-mjöl (Síldarverksmiöjur ríkisins) hefur tekið hjá bank- anum og hóta að gjaldfella lániö eða jafnvel að fara meö málið fyrir dómstóla. Þorsteinn Pálsson dómsmála- ráðherra vísar því algerlega á bug að ríkisábyrgö sé á lánum SR- mjöls. Hann segir það alvar- legan hlut að forsvarsmenn bankans skuli senda viðskipta- viniun sínum skeyti í fjölmiðl- um í stað þess að ræða beint við þá.Þingmenn Framsóknar- flokksins í fjárlaganefnd Alþing- is hafa krafíst fundar í fjárlaga- nefnd Alþingis vegna sölunnar á hlutabréfum ríkisins í SR- mjöli. Jón Kristjánsson alþingis- maður sagði að Alþingi verði að fá allar upplýsingar um stöðu málsins. Hér sé um mikla fjár- hagslega hagsmuni að ræða fyr- ir ríkið. Það sé Alþingis og fjár- laganefndar að gæta þess að þeir séu ekki fyrir borð bomir. Þorsteinn sagði að það væri al- veg skýrt aö það væm lög í þessu landi sem kveði á um að lán sem Síldarverksmiöjur ríkis- ins tóku skuli vera án ríkis- ábyrgöar. Landsbankanum hafi borið aö færa lán Síldarverk- smiðjanna í bókhaldi sínu í samræmi við þessi lög. Þor- steinn sagðist líta á það sem mjög alvarlegan hlut þegar for- svarsmenn Landsbanka sendi viðskiptavinum sínum skeytí í fjölmiölum eins og þeir hafa gert undanfama daga, en ræði ekki beint við þá. Hann sagði þetta ekki í samræmi við það trúnaöartraust sem ríkja þurfi í samskiptum lánþega og lántak- enda í bankaviðskiptum. Skömmu fyrir áramót var gengið frá samningum við hóp 21 útgeröarfyrirtækis og 4 fjár- málafyrirtækja auk margra starfsmanna SR-mjöls um kaup á hlutabréfum ríkisins í SR- mjöli. Kaupverðið er 725 millj- ónir. Kaupendur hafa frest til 1. febrúar að ganga frá greiðslum, en gert er ráð fyrir að þann dag fari eignaskiptin fram. Tilboði Haraldar Haraldssonar, fram- kvæmdastjóra Andra, og fleiri aðila var hafnaö þó að þaö væri nokkm hærra eða 801 milljón. Ástæöan er að því er sjávarút- vegsráðherra segir að kaupend- ur gátu ekki sýnt fram á að þeir hefðu fjárhagslegan styrk tíl að standa við kaupin. veröi aðeins ráðinn með sam- þykki formanns Framsóknar- flokksins. Jón Kristjánsson al- þingismaður hefur fallist á að gegna starfi ritstjóra fyrst um sinn. Það er félagshyggjufólki mikið ánægjuefni. Ég vil lýsa ánægju rninni með samningana við Hörð Einarsson og Svein R. Eyjólfsson. Að sjálf- sögðu er þeim kappsmál að fyr- irtækið veröi arðbært. Það er einnig afar mikilvægt fyrir okk- ur. Jafnframt er það yfirlýst skoðun þeirra félaga að til þess aö þetta megi takast verði blað- ið að höfða til frjálslyndra, um- bótasinnaðra félagshyggju- manna. Þar fara ennig hags- munir okkar saman. Tíminn verður ekki flokksblað heldur frjálst og óháð blað. Ritstefnan verður ekki undir smásjá blaðstjómar. Henni ræður ritstjóri blaðsins einn. Með því samstarfi sem nú hefur tekist munu stöðugar áhyggjur af fjármálum væntanlega ekki standa útgáfunni fyrir þrifum. Starfsmenn geta því beint öllum kröftum sínum að því að gefa út öflugt blað. Það er einlæg von mín að framsóknarmenn og annað félagshyggjufólk samein- ist um Tímann, geri hann að sínu málgagni og auki sem mest útbreiðslu blaðsins. Þá verður óheillaþróun undanfarinna árá snúið við og því markmiði náð, sem að hefur verið stefnt, að skapa mótvægi á íslenskum blaðamarkaði. Ég óska starfsmönnum og les- endum Tímans farsæls árs. Steingrímur Hermannsson TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS © Sjúklingar með mik- inn læknis- og lyfja- kostnað Umsóknarfrestur vegna endurgreiðslu er til 1. mars n.k. Sjúklingar, sem orðið hafa fyrir umtalsverðum útgjöldum seinni sex mánuði ársins 1993, er bent á að snúa sér til Tryggingastofnunar ríkisins eða umboða hennar og sækja um endurgreiðslu á þar til gerðum eyðublöðum. Umsókn þurfa að fylgja kvittanir vegna útgjalda fyrir læknishjálp og lyf. Kvittanir þurfa að bera með sér nafn útgefanda, tegund þjónustu, fjárhæð greiðslu sjúklings, greiðsludag, nafn og kennitölu sjúklings. Við mat á rétti á endurgreiðslu er tekið tillit til heildarút- gjalda vegna læknishjálpar og lyfja auk tekna hlutaðeig- andi, sbr. eftirfarandi: Séu árstekjur undir ein miljón endurgreiðist 90% kostn- aðar umfram 18 þúsund krónur, séu árstekjur milli ein og tvær miljónir endurgreiðist 75% kostnaðar umfram 30 þúsund krónur og 60% kostnaðar umfram 42 þúsund krónur ef árstekjur eru milli tvær og þrjár miljónir. Ekki er um endurgreiðslur að ræða ef árstekjur eru hærri en þrjár miljónir. Tryggingastofnun ríkisins

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.