Tíminn - 04.01.1994, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.01.1994, Blaðsíða 4
4 Þriðjudagur 4. janúar 1994 STOFNAÐUR 17. MARS 1917 Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjóm og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík. Inngangur frá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmibja Frjálsrar fjölmiölunar hf. Mánaöaráskrift 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu 125 kr. m/vsk. Útgáfufélag: Tímamót hf. Áramót í skugga alvarlegra deilumála Viö áramótin 1994 leggur íslenska þjóðin upp í nýjan áfanga um óþekktar leiðir. Nýir al- þjóðasamningar taka gildi og það reynir á að nýta kosti þeirra fyrir þjóðfélagið og draga sem unnt er úr því neikvæða. Nýtt ár hefst í skugga vaxandi atvinnuleysis og átaka á vinnumarkaði. Sjómannaverkfall er skollið á og afleiðingar þess verða alvarlegri með hverjum nýjum verkfallsdegi sem rennur upp. Eins og fram hefur komið er þessu verkfalli beint gegn ákveðnum þáttum þeirrrar löggjaf- ar sem er í gildi um fiskveiðistjórnun, þ.e. framsali á aflaheimildum milli skipa. Þetta gerir það að verkum að þessi deila er óvenju erfið viðfangs. Dragist sjómannaverkfallið á langinn munu afleiðingarnar skella á með fullum þunga þeg- ar líður á janúarmánuð. Nú þegar hefur at- vinnulíf í heilum byggðarlögum lamast. Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að ein rökin fyrir því að svona er komið eru úrræða- leysi ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegsmálum. Algjört ósamkomulag hefur ríkt um fiskveiði- steftiuna. Fyrst voru málin leyst með því að setja þau til skoðunar í tvíhöfðanefnd sem hlaut nafn sitt af því að hún hafði tvo for- menn. Þegar nefndin hafði loks lokið störfum voru formennimir sendir um landið til að ríf- ast við sjómenn og fiskvinnslufólk. Ráðherr- ann sem bar ábyrgð á málinu kom hvergi ná- lægt. Þegar þeirri fundarferð var lokið var haldið áftam að rífast um málið í ríkisstjórn. Rétt fyrir þingfrestun hafðist það af með harmkvælum að leggja fram frumvarp um fiskveiðistefnuna. EÍdci er vitað um það enn hvort öll ríkisstjórnin styður málið. Þessi ferill hefur valdið því að ágreiningur hefur vaxið í þjóðfélaginu um þetta mál. Það hefur verið látið undir höfuð leggjast að finna leiðir til að mæta þeim vandamálum sem uppi em varðandi þátttöku sjómanna í kvótakaup- um, en því meiri rækt lögð við innbyrðis deil- ur. Hætt er við að miklir erfiðleikar verði á því að ná niðurstöðu í þeirri tímapressu sem yfir- standandi verkfall skapar. Ástandið sem verkfallið skapar er það alvar- legt að einskis má láta ófreistað til að bera klæði á vopnin. Fiskvinnsla og útgerðarfyrir- tæki mega síst við rekstrarstöðvun sem gæti riðið mörgum þeirra að fullu. Miðað við forsöguna er því miður ekki ástæða til bjartsýni. Stjórnarflokkarnir em sundurþykkir í málinu og skortir þann mynd- ugleik sem þarf til þess að ná niðurstöðu. Tíminn óskar þess eigi að síður að þetta alvar- lega mál leysist farsællega og það ár sem nú er að hefjast verði landi og lýð til farsældar. Orbum auknar andláts- fregnir Um leið og Garri óskar lesendum Tímans gleðilegs nýs árs er rétt að eyða misskilningi sem viröist orð- inn nokkuð útbreiddur. Það er brýnt að taka fram aö fréttir af andláti mínu em stórlega orðum auknar, ekki síður en hjá Mark Twain forðum. Hið rétta er að Garri er hress og vib hestaheilsu. Sú fiskisaga sem komst á kreik um brotthvarf Garra úr hringiöu þeirrar sápuópem sem fjölmiðla- umræba á íslandi er, á því ekki viö rök að styðjast. Dallas og Tíminn Sannleikurinn er sá ab síbustu tvo til þrjá mánuði hefur fram- haldsþáttaröðin á Tímanum ekk- ert gefib eftir hinni sívinsælu am- erísku Dallas-þáttaröö, enda hafa sviptingamar í kringum blaðið veriö slíkar að Ewingamir á South Fork gætu veriö fullsæmdir af þeim. Inn á blaðið hafa Bobbíar og J.R.-arar bæöi komið og farið og stórfengleg áform skipulögð milli þess sem valdabarátta var ásmnduð með hlutabréfakaupum og sölu að hætti olíujöfranna í Dallas. Allar þessar sviptingar hins vegar eiga sér ekki stoö í raunvemleikanum vegna þess ab þetta var bara draumur, eins og hjá Pamelu í Dallas. Bobby er sem sé kominn úr smrtunni og er ekki dáinn frekar en Garri og Pamela er vöknuö og allt er orðið gott á ný eftir 25 þátta martröð. Garri er lifandi, Jón Kristjánsson ritstjóri, Tíminn kemur áfram út af milum krafti og lítur ekki á sig sem mót- vægi við sjónarmiö Framsóknar- flokksins. Vinsamleg eftirmæli Það veröur ab viðurkennast aö Garra þótti erfitt að verða vimi að eigin útför, jamvel þótt sú útför GARRI væri aöeins draumur. Þaö iljaði þó heldur að sjá hlýleg eftirmælin í Tímanum og gerbi martröðina bærilegri en ella. Svipaða sögu má segja um vingjarnleg ummæli Össurar umhverfisrábherrans í garb Garra, sem fram komu í ein- hverjum þætti þessarar óvenju- legu draumaópem eftir að ráð- herrann var sakaður um aö vera vondur við fiska. En þótt það sé freistandi ab hugsa vel til ráðherrans fyrir hvað hann mælti vingjamlega til Garra í draumi, þá gengvu slíkt þó eng- an veginn upp. Sá veruleiki sem ráðherrann og ríkisstjómin sem hann situr í er ábyrg fyrir að hafa skapað í landinu, er því miður með slíkum endemum aö enginn draumur dugar sem smyrsl á sár- in. Ríkisstjórnin, meö forsætisráb- herra í fararbroddi telur sig nú vera komna á lygnan sjó og hafa forustumenn þjóöarinnar gumaö af stöðugleika og emahagsárangri nú um áramótin. Staðreyndir tala hins vegar allt öðm máli enda er þjóðfélagið nánast lamað vegna vinnudeilna, skuldasöfnun ríkis- sjóbs nær nú himinháum met- um, og þúsundir landsmanna búa vib atvinnubrest og jamvel sult á meðan aðrir veltast um í vellyst- ingum. Garri treystir sér einfald- lega ekki til aö sitja hjá í drauma- landinu og láta vinsamleg orb einhvers rábherra í sinn garð verða til þess ab hann kyssi vönd- inn. Tímabili draumfara er sem sé lokið og Garri enn á sínum stab og tekur hlutverk sitt sem tals- manns réttlætis og framfara af- skaplega alvarlega. Garri Tíminn er dauður - lengi lifi Tíminn Kóngurinn er látinn, lengi lifi konungurinn. Eitthvað á þessa leib hljóðar opinber andlátsfregn þjóðhöfðingja af guös náb. Þetta þýðir auövitaö aö þótt einstak- lingur hverfi yfir móðuna miklu heldur jarðlífib áfram og ríkið líð- ur ekki undir lok meö þeim sem áöur hélt um stjómvölinn. Aörir taka við. Tíminn hemr lengi átt vib upp- dráttarsýki að stríöa, meira og minna heimatilbúna og er slæmskan oftast af mannavöld- um. En blaðið hefur yfirleitt náð aö hrista af sér slenið og verið all- hresst með köflum en slegiö nið- ur aftur þegar einhver hómópat- inn hefur bmggað því helst til sterka ólyfjan. En þar sem Tíminn hefur líf á viö níu ketti stendur hann af sér flesta raun þótt fyrir komi að ein- hverjir séu móbir eftir þegar fyrir- gangurinn hefur verib hvað . mestur. Endurnýjun lífdag- anna Rétt einu sinni hefur blaöið nú endumýjun lífdaganna eins og fuglinn Fönix sem reis alheill úr öskunni eftir ab hafa bmnnið á báli eða einherjar í Valhöll sem særðust til ólífis í bardögum flesta daga en risu upp á kvöldum og svölluðu fram á rauðanótt og risu úr rekkju ab morgni og skundubu út á vígvöllinn á ný. Endurreisn Tímans er ekkert ein- A víbavangi angrab fyrirbrigði og á sér ótal fordæmi á jörðu sem og í öömm heimum. Blaðið sem komib hefur út í rúmlega þrjá aldarfjórðunga á sér fjölskrúbugan feril þar sem skiptast á skin og skúrir en alla sína lífdaga hefur Tíminn staðið í stormum sinnar tíðar og eki legið á liði sínu í sókn og vöm þeirra mála sem hæst bám hverju sinni. Framsóknarflokkurinn stofnaði og rak blabiö sem málgagn sitt og hefur blab og flokkur ávallt átt samleið með dulitlum útúrdúmm sem aldrei gátu gengið til lang- frama. Framsókn og Tíminn em tengd sögulegum og pólitískum bönd- um sem ekki verba rofin án þess að tjón hljótist af. Svo sterk em þessi tengsl að ,þótt upp hefjist menn í flokki og á blaði sem upp- hefja þau í orði, ab eftir sem áöur líta allflestir á Tímann sem mál- svara Framsóknar og við það situr hvab sem hver segir og áætlar. í ólgusjó Útgáfufélög hafa veriö stofnuð um Tímann og þau hrakist um í ólgusjó hlutafjárlaga og misjafn- lega grundaöra kalkúlasjóna. En þótt hlutafélög hverfi í glat- kismna er Tíminn ekki hrapabur fyrir ættemisstapa og nýtur end- umýjunarhæfni sinnar og gerist jafnvel íhaldssamur upp á gaml- an mób og skartar nú m.a. höföa- letrinu sínu góba sem Ríkarður myndhöggvari skar honum fyrir margt löngu. Nýtt fyrirtæki tekur ab sér rekst- ur gamla málgagnsins. Framsókn- arflokkurinn ræður ritstjóra og útgefandinn telur ab Tímanum hæfi ekki annað en að vera sam- stíga þeim flokki sem óx úr sama jarbvegi og blaðið og er sú sam- fylgd orðin löng og yfirleitt gæfu- rík. Engin ástæða er til að ætla annað en að sú samvinna sem hér er stofnað til gangi hnökra- laust fyrir sig og að flokkur, rit- stjóm og útgefandi hafi innbyrð- is smbning án þess að neinn þess- ara aðila troði hinum um tær. Tíminn er nú að hefja sitt 78. aldursár og allt hans æviskeiö hemr hann gegnt mikilvægu hlutverki í íslenskri þjóðmálaum- ræðu og enn á hann erindi við alla þá sem skoða vilja málin frá sem flesmm hliöum. Langlífi blabsins er ekki bundiö vib mislöng tímaskeib einstakra stjómenda heldur hitt, að því auönist að vera vettvangur heil- brigðra skoðanaskipta og þeirrar fjölbreytilegu upplýsingar sem nauðsynleg er í nútíma þjóöfé- lagi. Ekki ber aö harma þau feil- spor sem kunna aö hafa verið stigin á löngum ferli en víkja öll- um bölmóði frá og taka unditsíö- ari hluta tilkynningarinnar sem minnst er á hér í upphafi - lengi lifi Tíminn. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.