Tíminn - 04.01.1994, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.01.1994, Blaðsíða 8
iwJIlW Þriöjudagur 4 janúar 1994 Luciano Pavarotti ásamt bandaríska listmálaranum Louise Woodward á verönd sumarhússins í Pesaro. Listakonan málabi myndina af söngvaranum. Pavarotti meb nýja efnisskrá Luciano Pavarotti fceddist 1935 í Modena á Ítalíu. Eftir kennarapróf nam hann söng í Mantua. Pavarotti er einn hœstlaunaöi söngvari heims og er aubur hans metinn á ríflega tvo milljaröa ísl. króna. Sigurganga hans hófst 1961 þegar hann bar sigur úr býtum í alþjóölegri söngvarakeppni í Reggio Emilia í Bologna. Þá varö frumraun hans á óperusviöinu sama áriö er hann var Rodolfo í „La Boheme" eftir Puccini, sem enn þann dag í dag er eitt eftirlcetishlut- verk hans. í kjölfariö komu sönghlutverk í Amsterdam og Covent Garden-óperunni íLondon. 1965 söng hann í fyrsta sinn í Scala-óperunni í Mílanó, 1968 var þaö svo Metrópólitan-óper- an í New York. 1988 komst hann í Heimsmetabók Guinness fyrir aö hafa veriö klappaöur fram 165 sinnum í Berlín þegar hann söng Nemorino úr „Ástardrykk" Donizettis. Pavarotti og Adua kona hans eiga þrjár dcetur og heimili í Pesaro, Modena, Monte Carlo og New York. Ekki er langt síðan þær sögur gengu fjöllunum hærra aö nú liöi sennilega aö því aö stór- söngvaradagar Lucianos Pava- rotti yröu á enda runnir en nú viröist hann hafa gengiö í nokk- urs konar endumýjun lífdag- anna. Hann var oröinn svo þungur og mikill utan um sig aö heilsu hans stafaöi hætta af en nú hefur honum tekist aö losa sig viö eitthvaö af aukakílóunum og er vonandi heilsunni þar meö borgiö fyrst um sinn. Hann segist vera hættur öllum íþróttaiökun- um og fari ekki lengur í göngu- feröir í svalri rigningu og alls , ekkí án trefils, reyndar sé þaö bara um hásumariö sem hann fer út fyrir dyr án þess aö hafa hatt, en þetta séu einu varúðanáöstaf- animar sem hann geri til aö hlífa röddinni. Auk þess sem hann gætir þess að fá nægan svefn. „Ég er oröinn eins og eldri kona," segir hann. Þar sem umræður um holdafar hafa til þessa verið söngvaranum viökvæmar var það meö hálfum huga sem blaöamaður þýsks blaðs haföi orö á því í viötali ný- lega aö nú væri næstum hægt aö segja aö hann væri orðinn grannur. Hógvær benti söngvar- inn á að heppileg skyrta ætti sinn þátt í því, en „ég á líka sjálf- ur þátt í þessari breytingu," sagöi hann, ekki laus vib stolt. Og varöandi heilsufariö sagöist hann vera viö ágætis líöan, syngja, kenna, synda, hlæja, og sé hægt aö fara fram á meira? Og blaöamaður heldur áfram aö spyrja. - En á árinu 1992 og á fyrstu mánuðum ársins 1993 varð að af- lýsa tónleikum hjá þér. Eru tón- leikahaldarar famir að líta á þig sem „hœttusþil"? „Þab er fásinna. í örfá skipti gat ég ekki sungið vegna veikinda. í Róm var ég skorinn upp viö brjóskþófa í hné og það hefur líka komið fyrir aö ég hef kvefast. En í hvert skiþti sem ég tek mér hlé heitir þaö strax taugaáfall eöa einhvers konar hættuástand." - En hléið var nokkuð langt. „Já, eftir þrjátíu ára linnulaust strit hlýtur maöur aö mega leyfa sér smátíma til aö hvílast og íhuga, tímabil þar sem maöur lætur þrýstinginn lönd og leiö." - Áttu þar við þrýstinginn sem fýlgir öllum þessum sýningafjölda? „Eg kem reyndar alls ekld mjög oft fram. Nei þrýstingurinn fylgir frekar öllu umstanginu, eftirtekt- inni sem veitt er öllu sem ég geri og segi. Auðvitað kitlar það hé- gómagimdina á sinn hátt en þaö íþyngir mér líka mikiö þegar þaö tekur á sig neikvæöa mynd." - Ertu nú að tala um gagnrýnend- ur sem hafa ekki alltaf verið vin- samlegir ujpþ á síðkastið? „Ég er að æfa upp nýja efnisskrá og vil ekki láta trufla mig viö það. Þess vegna hef ég engin dag- blöö lesib aö undanfömu. Eg treysti miklu meira á mat áheyr- enda. Þeim verður aö líka þaö sem ég er aö gera. Áheyrendur em vissulega mitt yfirvald. Og ég trúi aö ég sé nokkum veginn samhljóma þeim. Auövitaö er sú áhætta fyrir hendi þegar ég syng fyrir hálfa milljón manns í Central Park í New York, aö ein- um eöa öömm gagnrýnanda líki ekki efnisskráin. En ég set enga efnisskrá saman fyrir gagnrýn- endur. Áheyrendum veröur aö líka hún." - Einhvem tíma sagðir þú að það að sytigja fyrir skara áheyrenda vceri eins og að sofa hjá þeim. Get- urðu skýrt fyrir lesendum hvað þú áttir við með þessum orðum? „Þaö get ég ómögulega þar sem ég hef aldrei sagt neitt þessu líkt. Og ef ég hef sagt þaö þá hef ég ekki veriö alveg edrú, og þegar ég er ekki alveg edrú gef ég hinar fá- ránlegustu yfirlýsingar. Eitt skipti á sviðinu er allt annað en atlot í rúminu. Ég titra nefnilega af hræðslu síöustu sekúndumar áö- ur en ég stíg á sviöiö og þaö er ekki fyrr en ég stend á sviöinu og sé áheyrendur fyrir framan mig aö ég næ stjóm á mér aftur. Þaö er eins og aö dansa á línu, hætt- an á aö falla af línunni er alltaf fyrir hendi." - Og hvers vegna hefurðu alltaf bogna nögl hjá þér þegar þú ferð á svið? „Hjátrú. Ég er ótrúlega veikur fyrir hjátrú. Ég held aö nöglin gefi frá sér hagstæöa útgeislun á efnisskrána mína." - Hvaða atriði hefurþú í huga þeg- ar þú setur saman efnisskrá fýrir tónleika? „Ég hugsa alltaf um þaö, aö fólkiö sem kemur á tónleikana mína býst viö aö fá eitthvað fyrir peningana sína, eitthvaö sem veitir því hamingju, eitthvaö sem það nýtur. Og þess vegna færist ég ekki undan aö syngja vinsæla söngva, reyndar Ííka í þeirri von aö vinna á mitt band þá sem ekki hafa enn komist í snertingu viö sígilda tónlist." - Þér líður sem sagt vel í hlutverki hins mikla vinsœldameistara? „Tónlist er ekki bara fyrir fáa út- valda. Þegar ég hóf feril minn fyrir 30 ámm var það markmiö mitt að flytja klassíska tónlist til fólksins. Eg get sagt, án þess að ýkja, aö þaö hefur mér tekist. Ég hef flutt hverjum og einum góba tónlist. Ég get glaöst yfir árangr- inum þegar ég lít til baka." - Og þá líklega einnig yfir eigin fjárhagslegri afkomu. Með alþýðu- söngvum og sígildum dœgurlögum sem þú syngur á leikvöllum og í íþrótthöllum ertu smám saman orðinn margfaldur milljónamœr- ingur. „Ég er atvinnumaöur. Ég er í at- vinnugrein þar sem fólk veröur fátækara meö aldrinum. Ég þekki nægilega marga tenóra sem hafa ekki átt til hnífs og skeiöar við ævilok til aö vita það. Ég vildi ekki upplifa slík örlög. Þaö er ástæöan fyrir því aö list mín kostar sitt." - Hálfa milljón dollara fyrir tón- leika undir bemm himni? „Þaö væri ágætt. Það em reynd- ar ótrúlegar upphæöir í gangi." - Hversu háar í alvöiu? „Eg hef lært að halda sumum hlutum fyrir mig sjálfan og ég tala helst ekki um peninga. Ég læt nægja að segja: Þegar ég kom fram í fyrsta sinn fékk ég 80 doll- ara og þaö veitti mér nákvæm- lega sömu gleöi og nú þegar ég fæ, er mér ánægja aö segja, marg- falt meira fyrir að koma fram." - Það eru ekki allir eins hrifhir af fjöldaframleiðslunni á tónleikun- um þínum undir berum himni og þú. Þeir halda því fram að tónlist- inni sé fómað fyrir viðskiptalega hagsmuni. „Meö þeim tónleikum hef ég gert ópemna vinsæla. Þegar ég byrjaði fyrir þrjátíu ámm fóm kannski tvö prósent þeirra sem hlusmöu á tónlist í óperuna. Nú næ ég áreiöanlega til fimmtíu prósenta þegar ég syng ítalskar ópemaríur." - Geturðu raunvemlega sungið þessar ítölsku aríur betur en nokkur annar, eins og oft er haldið fram? „Nei, kannski var þaö svo áöur fyrr þegar erlendu söngvaramir gátu ekki alveg tileinkaö sér mngumáliö. Nú em áreiöanlega bandarískir söngvarar bestir, þeir hafa fyrsta flokks raddir." - Er kannski inni í myndinni að þú eigir eftir að syngja heila óþem í Hyde-^ða Central Park? „Aldrei. Óperan á heima í leik- húsinu, í mesta lagi á sviöinu í Verona eöa í Orange, rómversku hofi, væri líka möguleiki, en alls ekki á fótboltavelli, þar er ekkert andrúmsloft fyrir nokkuö eins yndislegt og óperan er. Nei, slíkt og þvílíkt geri ég aldrei. Ég ætia hins vegar að halda ljóöasöng- kvöld á íþróttavöllum áfram." - Verður endurtekning á hinum frœgu tónleikum í Caracalla-böð- unum í Róm? „Nei, það er ekki hægt aö endur- taka slíkt." - Vegna þess að topptenórsöngvar- amir þrír, Pavarotti, Domingo og Carreras vilja ekki syngja saman meir? „Það væri hægt aö skipuleggja aftur slíkt þar sem viö, þveröfugt við þaö sem aftur og aftur má lesa í blööum og tímaritum, er- um vel kunnugir og bemm virð- ingu hver fyrir öbmm sem lista- manni. En tónleikamir í Carac- alla-bööunum vom alveg sérstak- ir, einstakir, og ótrúleg fagnaöarlæti. Næstum eins mikil og í Berlín fyrir fimm ámm, þeg- ar ég var kallaöur fram 165 sinn- um í „Ástardrykk" Donizettis og fékk inngöngu í Heimsmetabók Guinness."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.