Tíminn - 24.11.1994, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.11.1994, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 24. nóvember 1994 5 Ingvar Gíslason: Gömul uppeldisregla í molum Hugleiöing um bindindisdag fjölskyldunnar Nýlega var auglýst eftir stúlku til að taka þátt í útvarpsgamni á rás 2 og teldö fram að stúlka sú yrði að „lifa heilbrigðu lífi", sem lýst var þannig að hún mætti hvorki reykja né drekka mikið kaffi. Þetta sýnist ekki mikilsvert at- vik. Þó er það á sinn hátt upplýs- andi um skoöun margra á því, hvað það sé að lifa heilbrigðu lífi. Með dálítið meinlegri gagnálykt- un mætti segja sem svo að stjórn- endur rásar 2 teldu kaffidrykkju skaðlegri fyrir stúlkur en áfengis- neysla eða notkun annarra vímu- og fíkniefna. Nú hef ég enga löngun til að gera stjórnendum rásar 2, heimilisvinum okkar út- varpshlustenda, upp skoðanir. En samt rifjar þetta litla atvik upp fyrir mér þá staðreynd að ágætt fólk, ekki síst ungt fólk, er ekki einhuga um, hvaða nautna- lyf séu einkum skaöleg líkams- heilsu manna og andstæð heil- brigðu líferni, ef þeirra er neytt. Tóbak er að vísu ofarlega á blaði, ef ekki efst, enda engum smá- sköðum sem það á að valda lík- amshreystinni auk þess sem það mengar svo andrúmsloftið að viðstöddum stafar af því hætta og kallast óbeinar reykingar. Hins vegar er reynt að fela skaö- semi áfengisnautnar með róman- tísku hjali um hinar góbu hliðar þess ab neyta „höfgra vína'' og hvernig draga má úr óhollustu kaffis með því að skola því nibur í „koníökum" eins og sérfræðing- ar heimilisblaðanna eru vísir til ab orða það, þegar þeir eru að lýsa áfengi sem heilsu- drykk í neyslumenningarþáttum sínum. Gegndrepa af alkóhóli Nú get ég að vísu ekki bent á sjálfan mig sem einhvern sérstak- an fyrirmyndarmann um bind- indi og boðun þess. Enda ætla ég ekki að gera það. Hinu get ég ekki neitað, ab mér ofbýður sú áfeng- isdýrkun, sem breiðst hefur út hér á landi á síðari árum og rekin er í nafni siðmenningarhug- sjóna, sem felast í því ab hvetja Islendinga til að taka upp drykkjuhætti Suður- og Miö- Evr- ópumanna og fólks í öbrum sam- félögum, sem segja má að séu gegndrepa af alkóhóli, en ís- VETTVANGUR „Hér hefur orðið á stór- breyting hin síðari ár. Það sem vekur manni óhug um þessar mundir, þegar horft er til fíkni- efnavandans almennt, þ.á m. áfengisneyslu, er sú staðreynd, að ung- lingadrykkja fer mjög vaxandi. Aðhald íþeim efhum er meira og minna brostið. íþví sambandi leyfi ég mér að fullyrða að meginástœð- an fyrir þessu er sú að gamla, íslenska uppeldis- stefhan, sem réði afstöðu foreldra til áfengisneyslu unglinga, hefur verið brotin á bak aftur." lenskir feröalangar viröast aldrei sjá nema yfirborðið af. Má það heita kjarni ferðareynslu íslend- inga upp á síbkastið, að þeir hafa aldrei séð drukkinn Frakka, ítala eða Spánverja, né heldur Breta, Þjóbverja eba Hollending, jafn- vel ekki íra, að ógleymdri lofsam- legri hófdrykkju Dana. „í útlönd- um sér aldrei vín á nokkrum manni," segir í ferðasögum. Þótt tappi sé tekinn úr flösku, er hon- um óðara stungið í stútinn aftur! Ef þetta væri satt, er aldrei nema réttmætt að reyna að fá íslend- inga til að laga sig að þessum sið- um. En mestan part eru þetta missýnir. Þessi „fyrirmyndar- drykkjumenningar-þjóðfélög" eru gegnsósa af alkóhólisma, af- leiðingum daglegrar áfengis- neyslu frá morgni til kvölds. Ef íslendingar ætla ab taka upp siði drykkjumenningarþjóðanna, er óhætt að fullyrða að þá bliknar sá vandi, sem nú er við ab stríða fyr- ir sakir drykkjusýki hér á landi og þykir þó ærinn. Þá mundi sann- ast orðskviðurinn: „Svo skal böl bæta ab bíði annað verra." Það sem ég hef séð með eigin augum og kynnst af afspurn, veldur því að ég hef fyrir mér allt aðra mynd af drykkjuháttum og drykkju- menningu drykkjumenningar- þjóðanna en dregin er upp í ís- lenskum ferðasögum. Ekki ber þar minna á drykkjusjúkum aumingjum á almannafæri en hér heima, þar sem allt á aö vera svo ömurlegt í þeim efnum. Hóp- drykkjur í útlöndum hafa á sér nákvæmlega sama snið og ís- lensk fjöldafyllirí. Hið sama er auðvitað að segja um annan drykkjuskap og drykkjuskapartil- efni. Ahrif áfengis á einstaklinga fara að öðru jöfnu ekki eftir þjóð- erni, nema ef vera skyldi (sem mig grunar) að langdrukknar þjóbir um aldir og einstaklingar af þeim sýni önnur viðbrögð við sídrykkju víns, öls og snapsa en vib, sem eigum til þeirra ab telja, sem mann fram af manni brögð- ubu aldrei áfengan drykk eða gerðu ekki betur en að finna á sér í kaupstaðarferð eba réttum. Slík var reyndar drykkjuómenning ís- lendinga öldum saman, að flestir vom edrú alla ævi. Obbinn af þeim, sem drykkjuskaparorð fór af, drakk sjaldan, sumir illa þegar viö bar. Með þessu er ég ekki að sniöganga þá staðreynd, ab drykkjuskapur var mörgum ís- lendingi til vansa á ýmsum tím- um. Það átti t.d. við um ofan- verba öldina sem leið, en þjóðleg vakning um bindindismenningu kom þá til skjalanna og haföi heillavænleg áhrif áratugum saman, svo aö þeirra gætti fram eftir liðinni öld. Aðhald brostib Sú aldamótavakning í bindind- ismálum, sem hér um ræðir og verður fyrst og fremst rakin til Góbtemplarareglunnar, skapaði þá alþýðlegu uppeldisstefnu, sem lengi réði á íslenskum heimilum, innan fjölskyldna og frændgarðs, að vara börn og unglinga við áfengisdrykkju, gera allt slíkt fikt ungmenna ab ómennskusök. Enda þótti það tíðindum sæta framan af öldinni og lengi fram eftir, ef unglingur varð kunnur að því ab neyta áfengis. Hér hefur orðið á stórbreyting hin síðari ár. Það sem vekur manni óhug um þessar mundir, þegar horft er til fíkniefnavand- ans almennt, þ.á m. áfengis- neyslu, er sú staðreynd, að ung- lingadrykkja fer mjög vaxandi. Abhald í þeim efnum er meira og minna brostið. í því sambandi leyfi ég mér að fullyrða að meg- inástæðan fyrir þessu er sú að gamla, íslenska uppeldisstefnan, sem rébi afstöbu foreldra til áfengisneyslu unglinga, hefur verið brotin á bak aftur. Það for- takslausa bann, sem heimili og skólar lögðu á áfengisneyslu æskufólks í nafni aga og heil- brigðis, hefur vikib fýrir agaleysi misskilins hegðunarfrelsis, ein- hvers konar uppeldisleti, og mót- sagnakenndri afstöðu til heil- brigðis og hollra lífshátta. Þessi uppeldisregla fól að vísu í sér þá afstööu hjá ýmsum (sem sumir kalla tvískinnung), að gera grein- armun á því hvað væri bannað börnum og unglingum en leyft fullorðnum. En þessi „tvískinn- ungur" er að mínum dómi góð- kynjaður. Á því hlýtur að vera munur hvaða agaráðum uppal- endur beita börn og unglinga á mótunarskeibi og því hvernig menn tala um fyrir fullorðnu fólki, eða viöurkenna valfrelsi þess. Ef svo væri ekki, væri eins gott að leggja niður alla tilburði til uppeldis. Foreldrar bera ábyrgb Á bindindisdegi fjölskyldunn- ar er nú brýnast að foreldrar geri sér grein fyrir að mesta áfengis- böl þjóðarinnar um þessar mundir er vaxandi drykkjuskap- ur unglinga. Ástæbunnar til þessa vanda ættu foreldrar ab leita af sjálfsdáðum fyrir eigin at- hugun, gefa sér tíma til að hugsa um hann. Slík athugun ætti að leiða til þess að foreldrum yrbi ljóst að drykkjuskapur unglinga hverfur því aöeins að þeir séu aldir upp í því að áfengi sé heilsu- spillandi fíkniefni, að áfengi sé unglingum bannvara, enda er svo að lögum. Til þess aö ala börn og unglinga upp í slíku vib- horfi, þurfa foreldrar ab leggja þab á sig að veita þeim þá hand- leiðslu um þroska, siðgæði og hegðun, sem allt uppeldi miöar að. Ég ætla ekki ab kveöa upp úr um þab, hvernig slík handleiösla á ab fara fram. Hún hlýtur þó alltaf að vera fólgin í samblandi af fortölum og fræðslu, aga og reglufestu, því ab tómlæti er eng- in uppeldisdygb. Það ætti t.d. að vera vandalaust ab sýna ungling- um fram á áhættur samfara áfengisneyslu, ab áfengi veldur heilsutjóni, er ávanabindandi og enginn heilsudrykkur í hvaða formi fínnar markaðsvöm sem þess er neytt. Það er líka óhætt að uppfræða börn og unglinga um þab, að „vínmenning" hefur enga algilda merkingu, frekar en orðið menn- ing eitt og sér. „Vínmenning" verður ekki flutt á milli landa, og má einu gilda, hvaða vínmenn- ingarmódel er valið. Þar sem „vínmenning" er sögb ríkja, er vert að minnast þess ab afleiðing- ar áfengisneyslu á heilsufar segja þar mjög til sín. Þær koma fram í afbrotum og stórglæpum og hvers kyns meinum félagslegs eðlis. Þessar þjóbir eru mengabar af alkóhólisma af öllu tagi. Það er engin „innræting" að upplýsa unglinga um þetta og nota í upp- eldisskyni. Foreldrar eiga því ekki að óttast það að vera brugðið um öfgar, þótt þeir gylli ekki fyrir sér „drykkjumenninguna" í alkó- hólmettuðum þjóðfélögum Evr- ópulanda og annarra slíkra sam- félaga. Að gylla „áfengismenn- ingu" er uppeldisregla af versta tagi. Þvert á móti er það höfub- skylda heimilanna, foreldranna, að vara vib áfengisdýrkun af ekki minni sannfæringu en gert er þegar önnur ávana- og fíkniefni eiga í hlut. Sú uppeldisregla svar- ar kostnaði. Höfundur er fyrrum ritstjóri Tímans. Nornaveiðar Eitt af þjóðareinkennum íslend- inga er hversu vel þeir fylgjast með því sem er að gerast í kring- um þá og um leið hvað þeir virð- ast samstíga í mörgu sem þeir taka sér fyrir hendur. Sumir myndu sjálfsagt nota orðið „dellufólk" yfir það sem ég á við þegar ég tala um þjóðarein- kenni í þessum skilningi. Þetta einkenni er ef til vill ljós- ast þegar lífsgæðakapphlaupið er háö af sem mestri hörku: Allir þurfa aö fá allt eins og hinir og helst um leiö. Þetta á viö í einka- lífi jafnt og í atvinnulífinu, allir kaupa fótanuddtæki, sólbekki, skíði, hjól eða hvaba della sem það nú er sem gengur yfir, eða stofna fyrirtæki í loödýrarækt eba fiskeldi, opna veitingahús, mynd- bandaleigu eða sólbabsstofu. Fyrir fáum dögum gerðust at- buröir sem ég vona að geti valdiö vakningu, straumum eða straum- hvörfum í íslenskum stjórnmál- um, en það var þegar dómgreind- arlítill ráöherra varð að segja af sér vegna ávirðinga sem svo sann- arlega voru einstakar og ámælis- verðar. Um þann atburð hefur margt verib rætt og ritað, og á sjálfsagt enn eftir ab verða um langa hríð. Eitt var þaö sem ráðherrann sagði í tilfinningaþrunginni kveðjuræðu sinni, sem nú hefur aftur skotið upp kollinum í þjób- arsálinni. Hann sagðist ekki hafa orðið var viö ab „hinir" legðu sín spil á borbið, og til dæmis hefði ekkert heyrst um að prófessor vib Háskólann yröi látinn víkja, en sá hafbi gerst sekur um hib sama og tryggingaryfirlæknirinn sem lát- inn var taka pokann sinn, úttrob- Frá mínum bæjar- dyrum LEÓ E. LÖVE inn af peningum skattborgar- anna. Já, þessa dagana er um þab rætt, hvort prófessorinn eigi ekki líka að fá reisupassann og ein- hvern veginn finnst mér að þjóð- arsálin vilji sjá meira blóð renna. Ekki ætla ég ab leggja neinn dóm á þab, hvort ávirbingar þess- ara tveggja manna skuli metnar á sama hátt, einhvern veginn finnst mér aö þar geti veriö ólíku saman að jafna vegna mismun- andi starfa þeirra hjá ríkinu. Hitt er aftur alvarlegra, ef nú er að fara af stað umræða, og vænt- anlega í framhaldi af því kröfur þjóðarsálarinnar, um aö allir sem eitthvaö hafa misstigið sig skuli segja af sér. Þab er alvarlegra vegna þess ab ef tilfinningar og einhverjir óljósir en sterkir straumar í þjóðarsálinni eiga að rába ferðinni, getum viö lent á braut óvæginna og ósanngjarnra dóma sem kvebnir eru upp af hinum svokallaða dómstóli göt- unnar. Þegar slíkum nornaveib- um lyki svo að nokkrum tíma liðnum, værum viö ef til vill búin aö tapa miklu af þeim ávinningi sem siðferðisvitund þjóbarinnar hefur nýlega hlotnast. Þab er vibkvæmt mál að krefj- ast afsagnar manna sem hafa misstigiö sig á vegferð sinni sem starfsmenn okkar allra. Þótt við viljum öll tileinka íslensku þjóð- félagi hefðir nágrannalandanna um að þeir víki úr starfi sem brugðist hafa trausti samfélags- ins, megum við ekki gleyma því ab í þeim löndum hefur hefðin byggst upp á löngum tíma og óskráðar reglur mótast. Þær reglur eru orðnar svo þróaðar og félags- lega vel úr garði gerðar, ab engum dettur í hug að kalla þær lögin sem dómstóll götunnar dæmir eftir. Höldum áfram á þeirri braut sem þjóðarsálin þvingaði stjóm- málamanninn réttilega inn á, en gætum þess að fara ekki út af hennr, því þá fer illa. Látum ekld nýja „afsagnardellu" taka völdin dellunnar einnar vegna. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.