Tíminn - 24.11.1994, Blaðsíða 16

Tíminn - 24.11.1994, Blaðsíða 16
16 ðfttftofl LANDBÚNAÐUR Fimmtudagur 24. nóvember 1994 Vélar og þjónusta hf.: Nýjar gerðir af Case dráttarvél- um vekja athygli Vélar og þjónusta hf. kynntu á þessu ári nýja og endurbætta gerö af Case dráttarvélum, sem ab sögn þeirra Magnúsar Sigurgrímssonar og Ágústar Schram, sölumanna hjá Vélum og þjónustu, hafa vakiö mikla athygli hér á landi. Um er aö ræöa 3200 og 4200 línur, en auk útlitsbreytinga hafa veriö geröar nokkrar breytingar á bún- aöi vélarinnar. Magnús segir mikla eftirspurn hafa veriö eftir þessum vélum, en segir jafnframt aö fyrirtækiö hafi ekki haft nægilega mikiö fram- boö af vélum til aö sinna öllum óskum kaupenda. Þeir hafi því brugbib á það ráö aö selja vélarn- ar fram í tímann, allt fram á næsta ár. Þessi mikla eftirspurn hafi komið þeim í opna skjöldu, en geröar hafi verið ráðstafanir til að slíkt gerist ekki aftur. Helstu breytingar á þessum nýju geröum eru að þær eru með nýja alsamhæfða gírskiptingu, sem er nú hægra megin við öku- manninn, auk þess sem útliti vél- arinnar hefur veriö breytt. Viö það hafi verið tekið tillit til óska viðskiptavina. Ágúst segir ástæöu vinsælda þessara nýju Case-véla ekki síst vera ab verðið hafi verið sérlega hagstætt. í heyvinnuvélum segir Magnús að fyrirtækiö bjóöi upp á mjög álitlegan kost í rúllupökkunarvél- um. Um er aö ræða Silomac- pökkunarvél, sem framleidd er á Irlandi. Með þessari vél er bæði hægt aö nota breiðfilmu, 750 mm og 50 mm filmu og hér á landi hefur hún verið boðin meb Sýnishorn af nýju geröunum af Case, sem hlotiö hafa góöar viötökur íslenskra bœnda. stýrisbúnaði úr ökumannshúsi. Vélin er afar vel smíðuö og sterk- byggb, en að sama skapi stöðug. Undir henni eru mjög breiðir flothjólbarðar. Vélin er framleidd af McHale Engineering á írlandi og er í eigu tveggja bræðra, sem eru bændasynir og hafa alist upp í því umhverfi. Vélin hefur náð gríðarlegum vinsældum á írlandi og Englandi og á síðustu árum hefur hróbur hennar borist víðar. Ágúst segir þessar vélar hafa selst upp hjá fyrirtækinu, en þær séu væntanlegar um áramótin. Hann segir verðið vera mjög sam- keppnisfært við abrár vélar, en hún hafi þó ýmislegt fram yfir þær. Frá sama fyrirtæki koma Silo- mac rúllubaggagreipar, sem eru að sama skapi traustbyggðar. Magnús segir stöðuga þróun í heyvinnslutækjum frá KRONE. Sem dæmi megi nefna að frá þeim komi í vor ný rúllubindivél með hnífabúnaði og möguleika á breytilegri baggastærð. Frá KRONE er einnig hægt að fá mjög afkastamikla dragtengda sláttuvél, með knosara, sem af- kastar allt að fjórum hekturum á klukkustund. ■ Staðalbúnaður: Rúmgott hljóðeinangrað ökumannshús með rúðuþurrkum og vinnuljósum að framan og aftan, aurhlífum yfir framhjólum, tvö vökvaúrtök, lyftutengdur dráttarkrókur, sveifludráttarbeisli, hliðarsláttustífur, 150 amperstunda raf- geymir, tectyl ryðvörn, vélartengd loftdæla, tveggja hraða aflúrtak, útvarp og segulband. ZETOR 6320 68 hö ............kr. 1.152.000,- án vsk. Hausttilboð kr. 1.092.000,- ZETOR 6340 4x4 m/vendigír 68 hö. kr. 1.384.000,- án vsk. ZETOR 6340 T 4x4 78 hö.......kr. 1.420.000,- án vsk. Leitiö nánari upplýsinga hjá sölumönnum okkar G/obust Lágmúla 5, s:681555 ZETOR 68 og 78 hö með betrí tæknibúnaöi en nokkru sinni fyrr > Nýr fullsamhæfður gírkassi > Nýtt Danfoss hydrostatic vökvastýri > Nýtt vökvakerfi > Ný og stærri kúpling í öllum fjórhjóladrifnum Zetor vélum NOTAÐAR BÚVÉLAR OG TÆKI TIL SÖLU Jaróýta, DRESSER TD8 með ripper og skekkjanlegri tönn. Árgeró 1990, e(<in 4400 tíma. Fiat Agri 80-90 4wd. Árgeró 1990. Ekin 1150 klst. Meó ALÖ 540 ámoksturstækjum. 80 hestöfl. Same Exploder Turbo 4wd 90 hestöfl m/vendigír, árgeró 1986, ásamt SIGMA 4 ámoksturstækjum. Ekin 2500 tíma. Massey Ferguson 350 2wd, 47 hö, árgerð 1987, ekin 1800 tíma. Massey Ferguson 390 2wd 80 hö dráttarvél árgerð 93, ekin 800 tíma Massey Ferguson 3070 árgeró 1989, ekin 2900 tíma, 4wd Massey Ferguson 3070 4wd 93 hö Trima 1620 árgerð 1989 Massey Ferguson 3065 2wd 85 hö árgerð 1992, ekin 487 tíma Zetor 521 2wd 1987 ekin 1700 tíma Universal 600 60 hestöfl 2wd árgerð 1979 CASE 685 2wd 68 hö árgerð 1986 ekin 3500 tíma WELGER RP 12 rúllubindivél 120x120 árgeró 1989 WELGER RP 12 rúllubindivél 120x120 árgerð 1989 MF 828 rúllubindivél fastkjarna árgerð 1991 stærðir 60 til 180x120 Claas R44s rúllubindivél 120x120 árgerð 1989-9 Kemper heyhleósluvagn 24 rúmmetra árgerð 84 Kemper heyhleðsluvagn 24 rúmmetra, árgerð 84 International heybindivél, árgerð 74 . = = Ingvar fi = 8 Helgason hf. vélasala Sævarhöföa 2, SÍMI 91-674000.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.