Tíminn - 01.02.1995, Síða 2

Tíminn - 01.02.1995, Síða 2
2 Wmntm Miövikudagur 1. febrúar 1995 Tíminn spyr... Telur&u a& frumkvæ&i sjálf- stæ&ismanna á Vestfjör&um í sjávarútvegsmálum muni styrkja flokkinn í kosningabar- áttunni til Alþingis? Árni Johnsen, þingmaöur Su&- urlands: „Allt frumkvæöi sjálfstæðis- manna er af hinu góöa og síðan fjöllum viö ítarlega um máliö. Þessar tillögur koma í sjálfu sér ekkert á óvart og er ekkert nýtt að opnað sé uppá sóknarmarksleiö- ina. Það eru bæði plúsar og mín- usar í þessu og svo þarf bara að Halldór Blöndal samgönguráö- herra, Norburlandi eystra: „Þab eru skiptar skoðanir innan Sjálfstæðisflokksins í sjávarút- vegsmálum. Ég kann ekki að meta hvaöa áhrif þab mundi hafa ef flokkurinn talaöi einum rómi. Það hefur alltaf legið fyrir að þing- menn Vestfjarða hafa verið með nokkuö sérstakar skoðanir í sjáv- arútvegmálum. Þessvegna koma tillögur þeirra ekkert á óvart og ég geri ráð fyrir því aö þingmenn annarra flokka, sem bjóöa sig fram fyrir vestan, muni ganga í þeirra slóð. Sjávarútvegsmálin eru alltaf til umræðu og skoðanir skiptar. Þarna er verið ab takast á um mjög mikla hagsmuni, vegna þess aö menn standa mismun- andi vel í baráttunni. Ég hef ítrek- aö bent á það að hringlandahátt- ur í þessum málum á undanförn- um árum hefur fyrst og fremst bitnað á þeim sem hafa þorsk- veiðar að uppistöðu, m.a. á smá- bátasjómönnum." Árni M. Mathiesen þingma&ur, Reykjanesi: „Já, ég held aö það muni gera það og gott fyrir flokkinn að hafa lif- andi umræðu um þessi mál, jafn- vel þótt þessi umræða hafi farið fram einhverntíma áöur. Forsend- ur eru alltaf að breytast og gott ab skoða hlutina uppá nýtt." Einar Már Guömundsson — fimmti íslendingurinn sem vinnur til Bókmenntaverölauna Noröurlandaráös: „ Lí klega er ég bæði einfari og solóisti" Þaö var venju fremur erilsamt á heimili Einars Más í Grafarvoginum í gœr. Einar og börnin í húsinu voru þó tiibúin til ab tylla sér nibur eitt andartak. Tímamynd cs Einar Már Guömundsson, rit- höfundur, vakna&i við gott sím- tal frá útlöndum í gær. Honum var tilkynnt a& hann hef&i hlot- iö Bókmenntaverölaun Norður- landará&s. „Þetta var nú frekar þægilegt," vi&urkenndi Einar Már í samtali vi& Tímann í gær- morgun. Þá haf&i hann ekki undan að tala vib bla&amenn, erlenda og innlenda, sem heimtuðu skyndiviðtöl fyrir fjölmibla sína. Svolítill innspýtingur „Ég ætla nú að átta mig á þessu í rólegheitum og svo kemur það í ljós hvað þetta þýðir fyrir mig sem rithöfund," sagði Einar Már. „Þetta er eflaust einhver auka- kynning á mínum verkum og svolítil innspýting og það er auð- vitað prýbilegt." Það er bók Einars Más, Englar alheimsins, sem hann fær verð- laun sín fyrir. Dómnefndin um bókmenntaverðlaun Norður- landarábs tilkynnti um úrskurð sinn á fréttamannafundi í Hels- inki í gærmorgun. Sá úrskurður var einkar ánægjulegur fyrir ís- lensku þjóbina. Gebsjúkur maöur skoöar umheiminn Rök dómnefndar hljóða svo: „Með ljóðrænni vitfirringu skobar geðsjúkur maður sib- menninguna og umheiminn. Skopskynið leibir í ljós alvöruna. Sjálfhæbnin klæðist barnslegum búningi. Skáldsagan veitir innsýn í þann veruleik sem við höfum vanist að telja eðlilegan." Verölaunin, sem Einari Má falla í skaut, nema 350 þúsund dönsk- um krónum, eða um þab bil 3,5 milljónum íslenskum, skattfrítt. Sigurður A. Magnússon, rithöf- undur, er annar fulltrúa íslands í dómnefndinni, en hinn er Jó- hann Hjálmarsson, ljóbskáld. Sig- urður hefur mebal annars þetta að segja um Engla alheimsins: „í Englum alheimsins er gerb tilraun til ab skilja hina ólíku strauma sem fara í gegnum vit- skertan heila og lesandinn fær sterka tilfinningu fyrir hinum óviðráðanlega sjúkdómi sem þjakar hinn efnilega ungling. Les- andinn upplifir líka hvernig Páll heldur persónulegum einkennum sínum og nær sambandi við aðra í þeirri blöndu af brjálæði og mannlegum tilfinningum sem vib eigum öll sameiginleg, en hann getur ekki hamib og er því settur úr leik." Mikil ánægja í Grafarvogi Einar Már og fjölskylda hans, Þórunn Jónsdóttir, fóstra, og fimm börn þeirra, búa í Miðhús- um 9 í Grafarvogshverfi. Þar hafa þau hjón kynnst hinum dæmi- gerðu húsbyggingaþrautum ís- lendingsins. „Við lifðum þetta af. Maður tók málið skref fyrir skref; sumir hafa víst farið of hratt í bygginga- mennskunni; við höfum reynt ab vera varkár og höfum reyndar verib þab," sagði Einar Már. Dagurinn í gær hefur áreiðan- lega verið einn hinn ánægjuleg- asti í lífi fjölskyldunnar. ' Strax eldsnemma í gærmorgun var sími heimilisins rauðglóandi af hamingjuóskum vina, kunn- ingja og ættingja — að ekki sé tal- að um fjölmiöla hinna ýmsu landa. Kvikmyndahandrit og skáldsaga „Ég er núna í ýmsum verkefn- um. Aðallega er ég að skrifa sögu, en svo fer ég á milli í kvikmynda- handrit með Friðrik Þór. Ég er aö hugsa myndir núna, maður getur reynt að móta kvikmyndahandrit óháð því hvort það verður nokk- urn tíma filmað. Kannski hefur Friðrik eba einhver annar áhuga, hver veit? Þetta er nú að verða svo mikill iðnaður hér á landi og þar er Friðrik náttúrlega kóngurinn," sagði Einar Már. „Ég hef haft ritstörf að aðal- starfi frá því að ljóðabækurnar mínar komu út fyrir meira en tíu árum, altjent geri ég ekki annaö. Maður hefur nú einsett sér að lifa á ritlist og þá dugar ekki að skrifa bara skáldsögur. Ég er víst óskap- lega mikill öfgamabur. Þetta er eins og Small Faces í gamla daga, It's all or nothing ..." Ætlast ekki til aö hlutirnir séu ein- faldir Einar Már segir að aubvitað sé þaö erfitt í litlu landi að baslast áfram við ritmennskuna. „En í rauninni þekkir mabur ekkert annað. Ég ætlast ekki til að hlutirnir séu einfaldir. Oft þarf maður að leggja höfuðið í bleyti og sjá fram úr ýmsu. Höfundar þurfa að skrifa ýmislegt, greinar, smásögur og hluti sem eru að hluta til baráttan fyrir lífsbjörg- inni. En þetta er nú bara eins og allir þurfa að gera." Vogastrákur úr Reykjavík Einar Már Guðmundsson er 40 ára gamall, hann fæddist 18. sept- ember 1954, Reykvíkingur, uppal- inn í Vogahverfi. Foreldrar hans eru þau Anna Pálmadóttir, skrif- stofumaður, Hafnfirðingur, og Guðmundur Gubmundsson, bif- reiðarstjóri, Reykvíkingur. „í æsku hafbi ég talsverðan íþróttaáhuga, kom svolítið við sögu hjá Knattspyrnufélaginu Val, en hef nú meiri samúð með Þrótturum í dag. Einhvern veginn átti það aldrei við mig að vera í libi. Líklega er ég bæði einfari og sólóisti," segir Einar Már í samtal- inu við Tímann. Hann segist hafa byrjað fyrst að skrifa að einhverju gagni um tvítugsaldurinn. Mikil fjölbreytni úr ritsmiöju Einars Más Ljóðabókin Er nokkur í kóróna- fötum hér inni? kom út árið 1980, Sendisveinninn er einmana sama ár og Róbinson Krúsó snýr aftur árib eftir. Síðan varð tíu ára bið eftir ljóðabók frá Einari Má, en þá kom út bókin Klettur í hafi með málverkum eftir Tolla. Fyrsta skáldsagan kom út 1982 og vakti þegar mikla og verð- skuldaða athygli. Það var Riddar- ar hringstigans. Þeirri bók fylgdi Einar Már eftir með skáldsögunni Vængjasláttur í þakrennunum, bók sem verulega var tekiö eftir. Síðan komu Eftirmáli regndrop- anna áriö 1986 og Raubir dagar 1990. Eftir Einar Má liggja líka barnasögur, Fólkiö í steininum og Hundakex. Einnig smásagnasafn, Leitin að dýragarðinum. Þá hefur hann þýtt bækur eftir Ian Mc- Ewan og unnið að kvikmynda- handritum, Börnum náttúrunnar og Bíódögum, ásamt Fribriki Þór Friðrikssyni. Er þá hreint ekki allt upp talið sem komið hefur úr rit- smiðju Einars Más Guðmunds- sonar. Þess má geta að skáldsögur hans hafa verib þýddar á öll Norðurlandamálin, Riddarar hringstigans líka á þýsku og ensku. Einar Már þykir hið mesta prúðmenni og elskulegur í allri framkomu. Og hann er bjartsýn- ismaður, enda hlaut hann Bjart- sýnisverðlaun Bröstes árið 1988.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.