Tíminn - 01.02.1995, Page 13

Tíminn - 01.02.1995, Page 13
Mi&vikudagur 1. febrúar 1995 WÍVÚUU 13 Þorrablót Þorrablót framsóknarfélaganna í Reykjavík verbur haldib föstudaginn 3. febrúar nk. í félagsheimili Skagfirbingafélagsins, Stakkahlíb 1 7 (Gamla KRON-verslunin). Húsib opnar kl. 19.30 og borbhald hefst kl. 20.30. Hljómsveitin Jón forseti leikur fyrir dansi. Mibaverð er kr. 2.500. Miðasala verður á skrifstofu Framsóknarflokksins mibvikudag, fimmtudag og föstu- dag og einnig verður selt vib innganginn á meban húsrúm leyfir. Allar nánari upp- lýsingar eru veittar á skrifstofu Framsóknarflokksins í síma 624480. Skemmtinefndin Framsóknarvist Spilum félagsvist á Hvoli, Hvolsvelli, sem hér segir: Sunnudag 5. febrúar kl. 21.00 Sunnudag 19. febrúar kl. 21.00 Gób kvöldverblaun öll kvöldin. Mætum öll. Framsóknarfélag Rangœinga BELTIN UMFERÐAR RÁÐ Tölum ekki í farsíma áferö! ilsæ IFERÐAR Gefins hvolpar 8 vikna hvolpar fást gefins. Upplýsingar í síma 95-11141 e&a 91 - 73932 eftir kl. 19.00. if Elskulegur eiginmabur minn og fabir okkar Ólafur Sveinsson bóndi Grund, Reykhólasveit verbur jarbsettur frá Reykhólakirkju laugardaginn 4. febrúar kl. 2 eftir hádegi. Blóm og kransar vinsamlega afþakkabir en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Dvalarheimilib Barmahlíb, Reykhólum. Minningarkort fást á símstöbinni í Króksfjarbarnesi og í Barmahlíb. Kvebjustund verbur í Fossvogskapellu fimmtudaginn 2. febrúar kl. 10.30. Lilja Þórarinsdóttir Gubmundur Ólafsson Unnsteinn Hjálmar Ólafsson Rebekka Eiríksdóttir frá Sandhaugum andabist í Landspítalanum 28. janúar. Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli og fósturbörn. Stjörnurnar í Hollywood kaupa frœgöina dýru veröi: Lifa í sífelldum ótta um líf sitt Það er dýru verði keypt að vera frægur. Sharon Stone er sögð geyma haglabyssu undir rúminu sínu, Wesley Snipes gengur með 9 mm hálfsjálfvirka skammbyssu og Julia Roberts gengur með 35 kalíbera Smith og Wesson byssu. Þessi þrjú eru á meöal tuga stjarna í Hollywood, sem hafa vopnbúist vegna stöðugs ótta um líf sitt. Þau eru búin að breyta villum sínum í virki og vopnabúr og flestir hafa lífverði sér til verndar allan sólarhring- inn. Robert De Niro, Bill Cosby, Jo- an Rivers, Howard Stern og Har- vey Keitel hafa öll orðið sér úti um byssuleyfi frá New York lög- reglunni. Cosby, sem bregður sér ekki út úr húsi án þess að vera með hlaðna skammbyssu innan klæða, segir: „Ég á fimm börn og ber mikla ábyrgð. Ókunnugir „aðdáendur" hafa margsinnis vikið sér að mér og hótað hinu og þessu og þess vegna ber ég skammbyssu. Ég mundi ekki hika við að nota hana, ef ég teldi að lífi mínu væri hætta búin." Cybill Shepherd segir svipaða sögu: „Sjáið hvað kom fyrir John Lennon. Þaö var aðdáandi hans sem drap hann. Og Ronald Reag- an. Hann var með öflugustu ör- yggisgæslu heims, en samt var hann skotinn. Það líöur ekki sá dagur að ég hugleiði ekki hvort einhver brjálaður aðdáandi reyni að gera mér miska." Johnny Depp viöurkennir að hafa fengiö 6 morðhótanir alls. Af þeim sökum fékk hann ineð- limi úr „Hells Angels" til aö gæta sín. „Það eru verulega veikir menn aö abbast upp á mig stundum. Sumir myndu ekki hika viö að myrða mig, ef þeir fengju tækifæri til. Þess vegna keypti ég mér skammbyssu og er Sharon Stone geymir haglabyssu undir rúminu sínu. Whitney Houston fer ekki út fyrir hússins dyr öbruvísi en öryggisverbir séu búnir ab skipuleggja þab meb löngum fyrirvara. Þá er heimili hennar líkt vib virki. með her manna í vinnu mér til verndar," segir Depp. Julia Roberts hefur verið ofsótt af ástsjúkum aðdáanda í Kali- forníu um skeiö, sem bæöi hefur hótað henni naubgun og lífláti ef hún þýðist hann ekki. Kunnr ugir segja aö þetta hafi mikil áhrif á hana og hún sé verulega langt niðri andlega af þessum sökum. Sharon Stone hefur alls fengiö 12 hótunarbréf frá sjúkum aðdá- endum, og það varð til þess að hún keypti 12 skota haglabyssu, sem veitir henni öryggiskennd. „Ég er náttúrlega einnig með fjölda öryggisvarða og allt er skipulagt þegar ég fer út, hvar ég sitji á veitingahúsi, í bíói o.s.frv. Þá er ég í stöbugu sambandi við FBI. Allir, sem eru frægir, fá óhugnanleg btéf og starf FBI- mannanna er að meta alvöru málsins. Eftir að ég keypti hagla- byssuna, sem ég geymi undir rúminu mínu, líður mér aðeins skár og ég myndi ekki hika við að skjóta þann sem reyndi ab ráðast á mig að næturlagi," segir Sharon. Gavin De Becker rekur öflug- asta öryggisfyrirtækið í Los Angeles og eru um 100 stjörnur undir hans verndarvæng. Á meöal þess, sem menn á hans snærum gera, er að fylgjast meö þeim sem ásótt hafa fólk og hlot- ið dóm fyrir. Yfirleitt eru menn aðeins útilokaðir í stuttan tíma frá samfélaginu eftir að hafa orð- ib of nærgöngulir, en síðan er þeim sleppt aftur út og endurtek- ur sagan sig í fjölda tilfella. Á meðal þeirra, sem De Becker ber ábyrgö á, eru Madonna, Cher, John Travolta, Michael J. Fox, Olivia Newton-John, Brooke Shi- elds, Sean Penn, Robert Redford, Tina Turner og Joan Rivers. Af þessu má sjá hve alvara málsins er umfangsmikil og hlýtur einka- líf þessa fólks að vera í molum af þessum sökum. Þaö er því stór spurning hvort verðið, sem stjörnurnar greiða fyrir frægð, auð og frama, sé ekki fullhátt þegar allt kemur til alls. ■ TIIVIANS Nýi Bond-leikarinn ótt- ast um líf dóttur sinnar Pierce Brosnan, sem um þessar mundir er þekktastur fyrir ab leika James Bond í nýjustu myndinni um „súperagentinn", hefur nýlega viðurkennt aö hann óttist mest af öllu að dótt- ir hans deyi ung. Ástæöan er ættgengt krabbamein, sem hefur höggvið mörg skörð í fjölskyldu Brosnans. Það var krabbamein í móður- lífi sem dró bæði eiginkonu Brosnans, Cassie, og móður hans til dauða og segist hann lifa í nánast stööugum ótta um að dóttir hans Charlotte, 23ja ára, verði næst á dauðalistanum. Hann segir eftirlit vera stöð- ugt með henni og læknar hafi ráölagt að hún eignist börn sín fyrir þrítugt og láti síðan fjar- Febginin Charlotte og Pierce Brosnan. lægja legið. Sjálf segir Charlotte aö henni líði stundum eins og hún sitji á tímasprengju. ■

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.