Tíminn - 08.02.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.02.1995, Blaðsíða 4
4 Mit>vikudagur 8. febrúar 1995 flfjfflM STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Vinnubrögð utanríkisrábherra í janúar síöastliönum sendi Ríkisendurskoöun frá sér skýrslu um bókhald og fjárreiöur sendi- ráös íslands í London. Þessi skýrsla snerti eink- um starfssviö menningarfulltrúa þar í borg. At- hugun Ríkisendurskoöunar tekur til áranna 1991-1994. Niöurstööur skýrslunnar hljóta að vekja at- hygli, ekki einungis vegna fjárreiöna embættis menningarfulltrúa, heldur vegna sérkennilegra starfshátta utanríkisráðherra sem hún leiðir í Ijós. Ráðning menningarfulltrúa í London byggir á 11. grein laga um utanríkisþjónustu íslands, sem gefur heimild til að ráöa viðskiptafulltrúa, blaðafulltrúa, fiskifulltrúa eöa menningarfull- trúa. Þrátt fyrir þessa heimild í lögum kemur fram í skýrslunni aö mjög einkennilega er staðið að ráöningu þessa starfsmanns. Viðbótarstaða er ekki fyrir hendi í sendiráðinu, heimildir á fjár- lögum fyrir áriö 1994 eru óglöggar og ekkert samráð virðist hafa verið haft við sendiherrann í London um málib. Ekki var um ab ræða neina kynningu hér heima á þessari ákvörðun eða for- sendum að baki hennar. Einnig segir svo í niöurstööum Ríkisendur- skoðunar: „Það er aðfinnsluvert að menningarfulltrúinn hafi getað ef honum bauð svo við að horfa leit- að beint til ráðherra eba rábuneytis um af- greiðslu einstakra framkvæmdaatriða án þess að hafa yfirmann sinn í sendiráöinu með í ráðum." Tíminn leggur ekki neinn dóm á störf Jakobs Frímanns Magnússonar í kynningu íslenskrar menningar í London, né þann forgang. sem menningarkynningar í Bretlandi hafa. Sú skoð- un skal þó látin í ljós ab þörf er á ab efla slíka starfsemi á erlendri grund. Hvað sem þessu líður, þá bregbur skýrsla Rík- isendurskoðunar ljósi á vinnubrögð hjá utanrík- isráðherra sem eru ólíðandi og rýra álit utanrík- isþjónustunnar. Það er ljóst að utanríkisráðherra hefur ráðið eftir geðþótta starfsmann í sendiráð erlendis, og sami starfsmaður getur eftir geð- þótta leitað til hans framhjá sendiherranum, sem er hans yfirmaður. í stjórnsýslunni er áríðandi að fylgja reglum og að festa ríki. Þetta gildir um öll svið hennar. í utanríkisþjónustunni getur öll lausung og geð- þóttaákvarðanir beinlínis skaðað ímynd íslensks stjórnarfars. í utanríkisþjónustu þróaðra lýðræð- isríkja gilda ákveðnar og fastmótaðar reglur. Pól- itísk einkavinavæðing á þar ekki heima. Skýrsla Ríkisendurskoðunar er áfellisdómur yfir vinnu- brögbum utanríkisráðherra. Þetta mál er í rauninni einn hluti í raðmynd ótrúlegs ferils ráðherra Alþýðuflokksins í pólit- ískum embættaveitingum síðustu ár. Það er mál að linni. Kolkrabbinn og kommúnistar Pólitískir eftirskjálftar hrista nú sálarlíf Alþýðubandalagsins um land allt. I Reykjavík hafa Alla- ballar í nógu að snúast vegna þess að enn einu sinni hafa verið dregnar fram SÍA-skýrslur um rauðliðana í Austur- Evrópu á ár- um kalda stríðsins. Allir sömu gömlu kommarnir hafa enn einu sinni verið dregnir fram í dags- ljósið til að svara fyrir um „Aust- ur-Evróputengsl" sín, og að þessu sinni er sök þeirra sú að um þá eru til skýrslur hjá Stasi. Efnislega hefur þessi umræða farið margoft fram áður og í sjálfu sér er ágætt að halda mönnum við efnið, enda Allaballar yfirleitt manna duglegastir við að gera lítið úr tengslum sínum við kommún- istaríkin og láta meira að segja sérstaklega líkindalega gagnvart hægriöflunum í þjóðfélaginu um þessar mundir. Hins vegar eru þessir gömlu kaldastríðs- jarð- skjálftar ekki sérstaklega áhuga- verðir nú til dags og eftirskjálft- arnir mestir í hugarheimi þeirra hægrimanna, sem enn nærast á hatri kalda stríðsins. Eftirskjálftar ÚA- málsins Á Akureyri eru hins vegar áhugaverðari hlutir að gerast, en það eru eftirskjálftamir í Alþýðu- bandalaginu eftir ÚA-málið. Þar í bæ er flokkurinn í greinilegri til- vistarkreppu, sem eðlilegt er um flokk sem telur sterkara að bjóöa fram á sínum flokkslista fólk, sem ekki er í flokknum og viðurkennir ekki að vera í flokknum og kallar sig óháð. Eftir ÚA-málið hafa þær raddir gerst æ háværari að Kol- krabbinn sé búinn að finna sér ör- uggt skjól í Alþýðubandalaginu. Sumum flokksmönnum gengur illa að sitja undir fullyröingum og vangaveltum um hvort Kolkrabb- inn sé hluti hins nýfengna óháöa liösauka Alþýðubandalagsins á Akureyri eöa hvort Alþýðubanda- lagið hafi beinlínis sótt um að fá að verða einn af örmum Kol- krabbans. í það minnsta er þrýst- GARRI ingurinn orðinn það mikill í und- irdjúpum flokksins að upp úr sauð um helgina og í gær varð op- inber klofningur í flokknum al- veg niður í rót. Tilbúin að víkja Oddviti flokksins í bæjarmál- um, Sigríður Stefánsdóttir, er greinilega langt frá því að vera óumdeildur foringi flokkssystk- ina sinna í þessu máli, enda var þaö hennar persónulegi slagur sem tryggði Kolkrabbanum stuðning Alþýðubandalagsins og þar með viðunandi niðurstöðu í ÚA-málinu. Samkvæmt fréttum hefur hún nú boðist til að víkja sem bæjarfulltrúi, ef krafa verði gerð um þaö frá flokknum. Þessi sami oddviti skipar jafnframt þriðja sætið á lista Alþýðubanda- lags og óháðra í alþingiskosning- um í vor, þannig að ljóst má vera að sjónarmið hennar í ÚA-málinu og öðrum málum teygja sig víða í flokknum. Raunar bendir líka flest til þess að sinnaskipti Al- þýðubandalagsfélaganna á Akur- eyri komi það seint fram, að ekki reynist fært að snúa við þeirri þró- un sem búið var að hrinda af stað. Garri er því þeirrar skoðunar að Alþýðubandalagið á Akureyri muni um ókomin ár verða í hug- um kjósenda brennimérkt Kol- krabbanum. Það er vont mál fyrir flokk sem vill gefa sig út fyrir að vera trúverðugur sósíaldemókra- tískur launamannaflokkur. Og þó það sé e.t.v. annars eðlis, þá bæt- ist þessi skortur á trúverðugleika hjá Akureyrarflokknum við trú- verðugleikavandræði flokksins á landsvísu, þar sem Kolkrabbinn sjálfur er sífellt að minna á tengsl flokksins og stuðning við komm- úníska harðstjóra á tímabili kalda stríðsins. Alþýöubandalagið á því við óvenjulegan vanda að glíma, sem er aö skilgreina og ákveða hvaða tengsl það vill hafa við kommúnista annars vegar og Kol- krabbann hins vegar. Garri Hugarfóstur dellumakara Nú dynja yfir tilboðin um stór- iðju og tröllauknar virkjanafram- kvæmdir með tilheyrandi fjárfest- ingum upp á hundruð milljarða, enda stutt til kosninga. Ekki líður svo dagur að iðnaðar- ráðherra tilkynni ekki vænleg til- boð um erlendar fjárfestingar um álverksmiðjur, sinkverksmiðjur og raforkusölur um streng til út- landa. Og svo undarlega vill til að erlendu fjárfestarnir banka upp á hjá iönaðarráðherra og bjóða gull, atvinnu og orkukaup rétt fyrir kosningarnar. Fyrir síðustu þingkosningar stóð þáverandi iðnaðarráðherra með tilboð um álverksmiðju eða - verksmiðjur í höndunum, og einnig var verið að athuga væn- legan kost á ab búa til kapal í Reykjavík, sem leggja átti til Hol- lands og selja um hann rafmagn úr gríðarmiklum orkuverum sem enn eru ekki til, en Blanda og Krafla anna svo prýðilega offram- leiðslunni á raforku. Loforb og efndir Ráðherrann, sem lofabi stóriðju og erlendum fjárfestingum fyrir síöustu kosningar, sá öll sín lof- orö hrynja eins og hátimbruð spilaborg. Sá hann þann grænst- an ab hætta í pólitík og fara að stjórna peningamusterum, fyrst heima og síðan erlendis. En af því ab núverandi iðnaöar- rábherra er oröinn uppiskroppa með kosningaloforð til að standa ekki við aö kosningum loknum, rær hann á gömul mið og dular- fullar fréttir um nývakinn áhuga forríkra fjárfesta á íslandi fara að berast ótt og títt. Undirkontóristi í einu af féiög- unum sem standa aö Alusuisse, telur að jafnvel geti komið til greina að stækka bræðsluna í Straumsvík, og umsvifalaust er farib að reikna út atvinnuumsvif, raforkuverð og fjárfestingaaura, sem streyma eiga til landsins. Og skyndilega eru allir orðnir sér- Á víöavangi fræðingar í heimsmarkaðsverði á áli og söluhorfum næstu áratug- ina. Orkufirma í Bretlandi veit allt í einu allt um vatnsföll á íslandi og vill nú kaupa eins mikið rafmagn og nú er framleitt í landinu. Svona til að byrja með. Nú er bara ab drífa í að byggja orkuver, sem framleiða eins mikið og Sogiö og öll þau hin samanlagt, og leiða orkuna til Bretlandseyja í tveim sæstrengjum. Ameríkanar vilja fjárfesta í sinkframleiðslu og verða þau mál rædd fram að kosningum. Aflvaki í kosningaslag Kísiljárn var mikill aflgjafi fyrir atvinnulífið fyrir einhverjar kosn- ingarnar, og voru fyrirheitin hönnuð fyrir 300 milljónir, sem ríkissjóður borgaöi með glöbu geði. En einhvern veginn kemst heimurinn af án sinkframleiöslu á íslandi, enn sem komið er að minnsta kosti. Ekki kæmi á óvart þótt sá draumur verði endurvak- inn fyrir þessar kosningar, og sá kvittur heyrist aö ríku útlending- arnir séu farnir ab líta Keilisnes hýru auga á nýjan leik. En þá kosningabrellu verður annars erf- itt að endurtaka með árangri. En eins og elstu menn muna var reis.t þar mikið álver á kjörtímabilinu — eða næstum því. Orkuframkvæmdir og stóriðju- draumar eru iðnaðarráðherrum og reyndar öllum ráðherrum í kosningaham mikill aflvaki. Með fyrirheitum um mikla atvinnu og öflugt fjárstreymi til landsins um ókomna tíð er aubvelt að fela úr- ræðaleysi í atvinnumálum og beina athyglinni frá skuldugasta ríkissjóði í Evrópu, miðaö við höfðatölu ráðherra að sjálfsögðu. Nú eru íslendingar búnir að vera í EES á annaö ár og engin af boðuðum tækifærum hafa litið dagsins ljós. Erlendar fjárfestingar eru engar, en útstreymi fjár úr landinu þeim mun meira. Engar skýringar eru gefnar á hvað fór úr- skeibis eða hvort fyrirheitin voru aldrei annað en hugarfóstur dellumakara. En nú er bjartara framundan. Þreföldun orkuframleiðslu er á næstu grösum, verksmibjur verða reistar og reknar og rafmagn selt úr landi í stórum stíl. Það er alveg dagsatt, ab minnsta kosti fram að kosningum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.