Tíminn - 08.02.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.02.1995, Blaðsíða 5
Mi&vikudagur 8. febrúar 1995 iMm 5 Páll Pétursson: Landbúnaður á krossgötum í síðustu viku fóru fram umræður á Alþingi um skýrslu landbúnaðar- ráðherra um framkvæmd búvöru- samningsins. Skýrslan var gerð að beiðni Alþýðubandalagsins og unn- in af framkvæmdanefnd búvöru- samninga. Skýrslan er mjög vægilega orðuð. Þó er hún harður áfellisdómur yfir ríkisstjórninni og landbúnaðarráð- herra. Skýrslan sannar ljóslega hrörnun, samdrátt og fátækt í sveit- um landsins. Einkum er þetta svakalegt í sauðfjárræktinni. Þar er samdrátturinn slíkur að bú, sem var með framleiðsluheimildir fyrir 400 fjár við upphaf samningsins, er nú með 260. Þetta hefur valdib 40-60% tekjulækkun og eru nú sauðfjár- bændur einungis hálfdrættingar á við abra í launum. Sumir hafa getað aflai einhverra tekna utan bús, en augljóst er að menn eru ab éta upp eignir sínar og auka við skuldir. Svona lítil bú veita ekki fulla at- vinnu fyrir tvo og dulið atvinnu- leysi er orðið mjög mikið. Þar við bætist ab Atvinnuleysistrygginga- sjóbur er nánast lokaður fyrir bændafólki, þótt það sé skattlagt til hans. Mikil fórn Þegar búvörulögunum var breytt VETTVANCUR „Ég held að öllum sann- gjömum mönnum hljóti að vera Ijóst að svona ástand er óþolandi og hér verður að grípa til aðgerða. Sum- um kynni að virðast ein- faldast að faekka þeim sem landbúnað stunda. At- vinnuástand í landinu er þannig að sveitafólk hefur að litlu að hverfa með stór- felldum þjóðflutningum úr sveitum í þéttbýli. Þar þyrfti auk þess að byggja yfir sveitafólkið." 1992 til að samræma þau samn- ingnurh, benti ég á þab í þingræbu að með þessum búvörusamningi hefbi bændastéttin tekið á sig mikl- ar fórnir. Það hefur sannast ræki- lega, en þar að auki hefur ríkisvald- ið hvergi nærri staðib vib sinn hluta samningsins. Þar vantar uppá 2435 milljónir, samkvæmt samhljóða áliti landbúnabarnefndar Alþingis. Þar á ofan er rétt að benda á að fjár- veitingar til landbúnaðarmála hafa verið skertar á samningstímanum um marga milljarða og hefur eng- inn atvinnuvegur orðið fyrir viðlíka skerðingu. Niðurstaðan er sú að á gildistíma búvörusamnings hefur hag bænda hrakað stórlega og staða þeirra er miklu verri nú en við upphaf samn- ings. Þetta á sérstaklega við um sauðfjárbændur, en framleiðsla kindakjöts hefur ein kjöttegunda búið við framleiðslutakmarkanir. Ég held að öllum sanngjörnum mönnum hljóti ab vera ljóst ab svona ástand er óþolandi og hér veröur að grípa til aðgerða. Sumum kynni að virðast einfaldast að fækka þeim sem landbúnað stunda. At- vinnuástand í landinu er þannig að sveitafólk hefur að litlu ab hverfa með stórfelldum þjóbflutningum úr sveitum í þéttbýli. Þar þyrfti auk þess að byggja yfir sveitafólkib. Lofum bændum aí> bjarga sér Miklu skynsamlegra er að skapa fólki aðstöðu til að búa áfram í sveitunum. Lítið stoðar að hækka verð á dilkakjöti til neytenda, en markaðshlutdeild þess dregst sífellt saman. Eina færa leiöin er aö heim- ila bændum að framleiða meira. Innanlandsmarkaðurinn er of lít- ill til að geta tekið við framleibslu- aukningu og því er óhjákvæmilegt að hefja aftur af alvöru útflutning á dilkakjöti. Með búvörusamningn- um var horfið frá greiðslu útflutn- ingsbóta. Síban hefur viðhorfib breyst talsvert. Skilningur á hrein- leika matvæla hefur aukist og með- höndlun á kjöti hefur tekið fram- förum. Ef til kæmi tímabundinn mark- absstubningur við dilkakjötsút- flutning, gæti hann orðiö þjóðhags- lega hagkvæmur og alþjóðasamn- ingar skapa ákveðin tækifæri. Mark- aðsstuðningurinn yrði að hafa inn- byggðan hvata til aö ná sem hæstu verði og því væri eðlilegt ab binda hann við prósentu af skilaverði til framleiðenda. Þess má geta að tals- verbum fjármunum hefur verib var- iö til markaðsstuönings við sjávar- útveg og iðnað. Landbúnabur á sér framtíð Við afgreiðslu fjárlaga fyrir jólin bárum við Jón Helgason fram til- lögu um að verja jöfnunargjöldum, sem innheimt verba af innfluttum búvörum, til markabsstuðnings við útflutning. Tillagan var felld, en eft- ir umræöuna um búvörusamning- inn tel ég að það sé að skapast pólit- ískur skilningur á því að styðja þurfi útflutninginn. Verði þab ekki gert og sauðfjárbændum ekki heimilað að bjarga sér, verður að taka margar fjölskyldur á félagslegt framfæri, því ekki trúi ég því að vilji sé fyrir því að láta fólk svelta á íslandi. Framkvæmd búvörusamningsins er áfellisdómur um landbúnabar- rábherra og ríkisstjórnina. Mestu máli skiptir þó ab breyta stefnunni. Landbúnaður á rétt á sér á íslandi og getur meira ab segja átt blómlega framtíð. Höfundur er alþingismabur. Enn af ósigri hugsjónamanns Nemendaleikhúsib: TANCO eftir Slawomir Mrozek í þý&ingu Bríetar Hé&insdóttur og ÞrándarThoroddsen. Leikstjórn: Kjartan Ragnarsson. Leikmynd og búningar: Hlín Cunnarsdóttir. A&sto& vi& búninga: Cu&- rún Au&unsdóttir. Lýsing, hljó& og tækni- vinna: Egill Ingibergsson. Frumsýnt í Lind- arbæ 3. febrúar. Það var á fyrsta ári leikhússóknar minnar í Reykjavík ab ég sá Tangó, þennan leik Pólverjans Mrozeks, í Iðnó. Mér þótti sýningin skemmti- leg og grípandi, en nú man ég fátt úr henni nema lokaatriðið, þar sem sigurvegarinn Eddi steig tangódans- inn vib Efgeníus, fulltrúa gamla tímans, sem gengur fúslega undir ok nýs kúgara. — Þetta leikrit var mjög ferskt og tímabært, sýning þess viðburbur. Það er í senn gró- tesk og raunsæisleg athugun á gild- ishruni og upplausn þjóðfélagsins, sjálfsagt einkum miðað við austan- tjaldslöndin þá, en á aubvitab líka erindi við aðra. Þetta er sýmbólskur skopleikur, efnið absúrd en leikur- inn rökvíslega saminn. Á þetta leik- rit sama erindi til okkar nú og fyrir rúmum aldarfjórðungi? Það virðist Kjartan Ragnarsson telja, því ég geri ráb fyrir að hann hafi ráðið miklu um að leikritið er tekiö upp nú handa nemendum Leiklistarskólans ab glíma við. Kjartan skrifar athyglisverða grein í leikskrá og lýsir verkinu eirís og þab horfði vib honum ungum: dæmi- saga ætluð umræðunni í kommún- ískri Austur-Evrópu. Svo segir Kjart- an: „Eftir ab ég sá sýninguna í Ibnó í gamla daga, velti ég aðallega vöng- um yfir því hver af persónunum væri kommúnisminn. Eru það pabbi og mamma sem hafa lagt allt í rúst með sljóleika og virbingar- leysi við eldri verbmæti? Er það Eddi, sem höfundurinn leggur til að sé meb Hitlersskegg? (Kannski hef- ur hann ekki þorab ab fyrirskrifa Stalín-skegg). Eða er það jafnvel Ar- túr sjálfur?" í framhaldi af þessu bendir Kjart- an á tengsl leiksins við samtímann, 68-kynslóðina og uppeldisaðferbir hennar, afturhvarf til fortíbar og svo framvegis, Rússland í dag, jafn- LEIKHÚS CUNNAR STEFÁNSSON vel Jeltsín, eða Pólland, Lech Wa- lesa. Þetta er abeins sönnun þess ab verk eins og Tangó má nota á marg- víslegan hátt, og líklega er það orb- ib klassískt. Það er ákaflega vel skrif- að samkvæmt sínum aðferðum. Persónumótun skýr og rökvísleg, fá- ránleikinn hefur traustan grunn í athugun höfundar á raunverulegu lífi og aðstæðum fólks. Sannast ab segja er allt hér kunnuglegt þegar að er gáð. Leikurinn gerist á heimili mið- aldra hjóna, Elenoru og Stomils, sem hafa snúið baki vib öllum borg- aralegum sibaboðum. Karlinn klæð- ir sig ekki einu sinni, veit að hann er kokkálaður en hefur ekki þrótt til að gera neitt í því og vefur um sig einhverjum blóðlausum hugleið- ingum. Síðan er þarna lágstéttar- maburinn Eddi, viðhald frúarinnar, og tvær gamlar manneskjur, Efgen- ía gamla, amman, og frændinn Efg- eníus, ung stúlka, Alla, sem engan vilja hefur. — Inn í þetta umhverfi kemur svo sonurinn Artúr, sem er eldheitur og einbeittur hugsjóna- maður og vill endurreisa „röð og reglu" á þessu heimili, beygja það undir borgaralegar dyggbir. Það mistekst hrapallega, fjölskyldan hefur hvorki þrótt né vilja til neins, Artúr fer sjálfur ab hika og drekkur sig svo fullan þegar hann á að mæta í eigin kirkjubrúðkaup. Þessu lýkur svo að ruddinn Eddi tekur öll völd, drepur hugsjónamanninn og lætur eftirlifendur dansa eftir sinni pípu. „Hann verður kannski ekki svo vondur við okkur," segir Efgeníus. Ekki sérlega uppörvandi niðurstaða. Það var gaman að rifja Tangó upp í Lindarbæ á föstudagskvöldið. Og alltaf forvitnilegt ab sjá unga og upprennandi leikara. Þó er ég ekki viss um að þetta hafi veriö heppi- legt viðfangsefni fyrir svo ungt fólk, ef markmiðib er ab skila sterkri sýn- ingu á verkinu. Til að skila öllum blæbrigöum leiksins, tvíveðrungi skops, háös, hugsjónahita, grimmd- ar, kúgunar, þarf einfaldlega þrosk- aba leikara. Nemendurnir ungu komu að sönnu ágætlega fyrir og vel má hafa ánægju af sýningunni. En þá þarf áhorfandinn að setja sig í sérstakar stellingar. Það hefur ekki alltaf verið naubsynlegt í Nemenda- leikhúsinu, þegar verkefnin hafa hæft ungu fólki vel, og oftast eru þau valin með það fyrir augum. En þannig er því sem sagt ekki háttaö um Tangó. Tveir eldri leikarar leggja hér nemendunum lið. Jórunn Sigurðar- dóttir leikur ömmuna Efgeníu. í samhengi sýningarinnar er hún ágætlega valin í hlutverkið, þótt hún væri aubvitað alls ekki nógu gömul í „venjulega" sýningu. Jór- unn spilar gömlu konunni á sann- færandi hátt, mætti þó vera enn skoplegri. — Jasek Godek er pólskur maður sem búið hefur lengi á ís- landi og talar lýtalausa íslensku, þó með örlitlum hreim, og gaf sýning- unni framandleikablæ — eða Hún hefir verið mjög til umræðu upp á síðkastið. Ein helsta ástæban er sú, að verkalýðshreyfingin vill breyta henni, ef ekki næst sam- komulag um að hætta verðtrygg- ingu fjárskuldbindinga með öllu. Þab er vissulega ekki vonum fyrr, því að lánskjaravísitalan var bæði gölluö í byrjun og henni hefir verib breytt til hins verra. Upprunalegur galli hennar var sá, ab byggingavör- ur reiknast í henni, en þær eru háð- ar meiri sveiflum í hagkerfinu en aðrir þættir. Það þykir ekki heppi- legt, þegar reynt er ab vibhalda stöðugleika. Um miðjan 9. áratug- inn voru vinnulaun látin ganga inn í lánskjaravísitölu. Af því leiðir, að við hverja kjarabót verkamanna hækka íbúbarskuldir þeirra. Vakti furðu, að launþegasamtökin skyldu tengdi verkið við uppruna sinn. Leikstíll hans sker sig nokkuð mikið frá hinum, en annars leikur hann þennan aldna furbufugl sómasam- lega. Þá eru það nemendurnir fimm. Fjarri sé mér að gefa þeim einkunn- ir, það gera aðrir. Sem títt er um nemendasýningar fannst mér eng- inn skera sig sérstaklega úr. Þab væri þá helst Sveinn Þórir Geirsson sem lék Edda og gaf honum býsna sterka og ógnvekjandi návist. Það má mikib vera ef þarna er ekki kjör- inn mabur til ab túlka hrjúfa töffara (svipað og er sérgrein Valdimars Arnar Flygenring). Halldóra Geir- harðsdóttir lék Elenoru og Kjartan sætta sig við slíkt. Sá háttur var á hafður í öðrum löndum, sem beittu verðtryggingu, að hafa vísitölu neysluvöruverös sem mælieiningu. Það er mikill misskilningur ab svonefnd Ólafslög hafi innleitt verbtryggingu fjárskuldbindinga. Hún gilti um húsnæbislán (að hluta) þegar árib 1955 og um skylduspamað ungmenna 1957. Ár- ib 1964 voru spariskírteini ríkis- sjóðs ab fullu verbtryggð og 1972 bréf byggingasjóbs ríkisins. Árið 1976 komu svonefnd vaxtaaukalán til sögunnar. Þau tíðkuðust erlendis í stað verðtryggingar, einnig breyti- legir vextir á langtímalán. Við hefb- um betur haldið áfram á þeirri braut. Árið 1977 tók Seðlabankinn aö greina vexti í tvo hluta: grunn- vexti og verbbótaþátt. Það var til Guðjónsson Stomil, bæði blátt áfram og fallega. Sama er'aö segja um Öllu Pálínu Jónsdóttur. Mest mæðir á Bergi Þór Ingólfs- syni sem leikur Artúr. Hann er lát- inn skera sig alveg úr í klæðaburði, í dökkum jakkafötum meö bindi, til ab túlka borgaralega sniöfestu. Bergur Þór kemur vel og drengilega fyrir í hlutverkinu, en auðvitað skortir hann talsvert á þrótt og myndugleik til ab valda því spá- mannlega hlutverki sem þessi ungi maður á að gegna — um sinn ab minnsta kosti. Atriðið í kirkjunni var býsna gott, en þar er leikið á alla ólíkinda- strengi og leikmyndin er skemmti- leg, rýmið í Lindarbæ hlaðið mun- um auk þess sem hengt er í loftið. Yfirleitt má segja að sýningin gangi vel upp innan sinna marka og beri vott um góða vinnu Kjartans Ragn- arssonar með þessum ungu leikur- um. Við óskum þeim öllum góðs gengis á hinni grýttu og erfiöu braut sem þau hafa nú lagt á. LESENPUR þess gert ab auðvelda bönkunum að láta vexti fylgja verðbólgu. Með þessu var stigið lokaskrefið í átt til laga nr. 13/1977 um stjórn efna- hagsmála, ranglega nefnd Ólafslög. Þau lög gerðu ráð fyrir verðtrygg- ingu launa samhliða verðtryggingu fjárskuldbindinga. Nú hefir kaup- gjaldsvísitalan hins vegar verib af- numin, og er þá ekki lengur grund- völlur fyrir verbtryggingu fjárskuld- bindinga. Finnar hættu kauptrygg- ingu 1967 og verðtryggingu jafnframt. Annað þótti óviðeigandi. Það knýr á um afnám verbtrygging- ar hjá okkur núna, að fjármagns- flutningar milli landa hafa verið gerðir frjálsir. Við verðum þá að hafa sama vaxtakerfi og viðskipta- lönd okkar. Bankamaður Lánskjaravísitalan

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.