Tíminn - 08.02.1995, Blaðsíða 9

Tíminn - 08.02.1995, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 8. febrúar 1995 dmfitro 9 Einstaklingur á rétt á 53.596 kr. á mánubi Nýjar reglur um fjárhagsað- stob frá Félagsmálastofnun Reykjavíkur gera ráb fyrir því ab einstaklingur hafi 53.596 krónur á mánuði til rábstöf- unar, en hjón eba sambýlis- fólk 96.472 krónur. Reglurnar mibast vib það ab fjárhagsab- stobin mibist vib sömu upp- hæb og einstaklingur meb ör- orku, fulla tekjutryggingu og 50% uppbót fær frá Trygg- ingastofnun ríkisins. Félagsmálaráð Reykjavíkur hef- ur afgreitt hinar nýju reglur og er þær hafa hlotið samþykki Borgar- ráðs, sem Gubrún Ögmundsdótt- ir formaður Félagsmálaráðs full- yrbir ab verði í þessum mánubi, ganga þær í gildi þannig ab fjár- hagsaðstoð veröur greidd í sam- ræmi vib þær, a.m.k. frá og með 1. mars nk. Guörún lét þess getið að fulltrúar minnihlutans í Borg- arrábi hefðu ekki greitt atkvæði gegn reglunum í félagsmálaráði og þótt þeir hefbu setið hjá við atkvæðagreiðsluna væri ekki um pólitískan ágreing aö ræða. í Borgarráði hefði verið óskað eftir viðbótarupplýsingum um málið, en engin ástæða væri til ab ætla að það fengi ekki framgang þar. Því mætti ætla að þær yrðu komnar í gildi um næstu mán- aðamót. Þetta kom fram á fréttamanna- fundi sem formaður Félagsmála- ráðs og félagsmálastjóri efndu'til í gær. Þar kom ma. fram ab um þessar mundir eru um 13% þeirra sem fá fjárhagsaðstoð hjá stofn- uninni í launaðri vinnu, en hana fær líka um fjórbungur einstæðra foreldra í Reykjavík. Þab kom fram á fundinum að hinar nýju reglur muni ekki hafa í för með sér kostnabarauka fyrir Reykjavík, sé miðað vib sama fjölda þeirra sem fá fjárhagsað- stob. Skýringin er sú ab þær regl- ur sem starfað hefur verið eftir til þessa fólu í sér margháttabar „heimildargreibslur", en með þessari breytingu er gert ráð fyrir ab þær verði afnumdar. Nýju reglurnar gera ráð fyrir því að bamabætur, barnabóta- auki og meðlagsgreiðslur skerði ekki upphæð þeirrar fjárhagsaö- stoðar sem barnafólk á rétt á. í fjárhagsaðstob er ekki gert ráð fyrir húsnæðiskostnaði, en til ab mæta honum er almennur réttur til húsaleigu- eða vaxtabóta. Með breytingum á reglunum er verið ab mæta ákvæbum laga um félagslega þjónustu sveitarfélaga frá 1991 og þar hafa eftirfarandi markmið verið lögð til grundvall- ar: Ab tryggja jafnan rétt til fjár- hagsaðstoöar, þar sem tekið er mið af „fjárhagslegum raunveru- leika" en ekki einstaklings- bundnu mati á aðstæðum í hverju tilviki, eins og verið hefur; að reglurnar séu einfaldar og skýrar, og afgreiösla umsókna Frá fundi í Félagsmálastofnun, talib frá vinstri: Sigríbur lónsdóttir féiagsfræbingur, Lára Björnsdóttir félagsmála- stjóri, Gubrún Ogmundsdóttir formabur Félagsmálarábs Reykjvíkur og Anni Fiaugen forstöbumabur fjölskyldu- deildar stofnunarinnar. fljótvirkari en verið hefur; og loks ab útreikningur fjárhagsaöstoðar verði í höndum fólks sem er sér- staklega rábið til þeirra starfa og fjárhagsaðstoðin verði þá aðskil- in frá annarri þjónustu sem stofnunin veitir. Skv. þeinj reglum sem Félags- málastofnun hefur unnið eftir nemur upphæð fjárhagsaðstobar til einstaidings 43.504 krónum á mánuði, en síðan hefur verib hægt ab sækja um margvíslega aðstoö aðra, m.a. vegna húsnæð- iskostnaðar, og hefur þörfin þá verið metin í hverju tilviki. Frá þeim starfsháttum hefur nú verið horfib og verður öll fjárhagsað- stoð framvegis háð reglum sem liggja frammi þegar fólk kemur til að sækja þjónustu í stofnunina. ■ Póstur og sími: 10 þús. númer duttu út Um tíu þúsund símanúmer urðu sambandslaus í um eina og hálfa klukkustund í gaer- morgun. Truflun þessa má rekja til rafmagnsleysis sem varb í Vesturbergi í Reykjavík, en þar er einnig ný stafræn símstöb til húsa. Þab voru númer sem byrja á 67 og 87 sem duttu út, auk þess sem GSM móðurstööin datt út í tvær og hálfa klukkustund. Rafmagns- laust varö í Vesturberginu um kl. 23. 30 í fyrrakvöld, en þegar sím- stöðin missir rafmagnið út, skipt- ir hún sjálfkrafa yfir á vararaf- hlöður, sem eiga ab endast í átta tíma. Stöðin á síban sjálfkrafa ab skipta aftur þegar rafmagn kemst á að nýju, sem þab gerði um einni og hálfri klukkustund síbar. Stöð- in skipti hins vegar ekki að nýju, þar sem öryggi hafði farið í töflu í stöðinni. Engin aðvörun barst frá símstöðinni þess efnis, sem gerast á sjálfkrafa, en hún er aö öllu jöfnu mannlaus. Gekk stöðin því á vararafhlöðunum í átta tíma, eba allt þar til þær höfðu verið tæmdar. Þá duttu númerin út. ■ LÁTTU SKRÁ ÞIG / VINNINGSLIÐ HHÍ95. VIÐ.DRÖGUM KX FEBRÚAR, Við eigum eftir að draga út yfir 100 vinninga frá einni milljón og upp í 25 milljónir króna. Auk mikils fjölda hálfrar milljóna króna vinninga og lægri. 2. FLOKKUR: DREGIÐ 10. FEB. • 1 vinningur á kr. 10.000.000 kr. 10.000.000 4 vinningar á kr. 2.000.000 kr. 8.000.000 - 4 vinningar á kr. 1.000.000 kr. 4.000.000 16 " á kr. 200.000 kr. 3.200.000 • 10 " á kr. 500.000 kr. 5.000.000 40 " á kr. 100.000 kr. 4.000.000 . 48 " á kr. 125.000 kr. 6.000.000 192 " á kr. 25.000 kr. 4.800.000 • 820 " á kr. 70.000 kr. 57.400.000 3280 " á kr. 14.000 kr. 45.920.000 1200 " á kr. 12.000 kr. 14.400.000 4800 " á kr. 2.400 kr. 11.520.000 • 2 aukav. á kr. 250.000 kr. 500.000 8 aukav. á kr. 50.000 kr. 400.000 10425 kr. 175.140.000 TROMPMIÐI Enn er tækifæri til að vera með í vinningsliði HHÍ95. Eftirsóknarverðustu vinningar árisins eru: 18 milljónir samtals í mars, 45 milljónir samtals í desember og glæsi- álbifreiðin AUDI A8 á gamlársdag. Allir þessir vinningar verða eingöngu dregnir úr seldum miðum og ganga því örugglega út. Þetta eru óvenju miklir vinningsmöguleikar. Láttu ekki þetta einstaka tækifæri fram hjá þér fara! jsj HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings $u þér%fa £g triund1 §

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.