Tíminn - 19.09.1995, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.09.1995, Blaðsíða 2
2 Wímimi Þri&judagur 19. september 1995 Tíminn spyr... Á a& rýmka löggjöf um manna- nöfn eins og áformab er í dómsmálará&uneytinu? Gu&rún Kvaran, forstö&umab- ur Or&abókar Háskólans: Nú veit ég ekki hvernig þeirri löggjöf veröur háttaö þannig að þaö er svolítiö erfitt aö segja til um það. Ég tel hinsvegar ab ákaf- lega variega eigi aö fara í aö rýmka reglur um mannanöfn þar sem þau eru hluti af oröaforban- um og það þarf að gæta þess hluta orbaforöans á sama hátt og viö gerum t.d. meö nýyrðasmíö. Það þarf að halda vel utan um ís- lenska tungu. Pálmi Matthíasson, sóknar- prestur Bústa&akirkju: í raun get ég ekki tjáö mig um þær breytingar sem talaö er um vegna þess ab ég hef ekki séö þær. Það er alveg ljóst aö þaö þarf aö vera ákveðin íhaldssemi í gangi gagnvart mannanöfnum ef við ætlum að viöhalda því sem er ís- lenskt. Hinsvegar má hlibra til í mörgum tilvikum þar sem um ræöir hefö í fjölskyldum þó svo ab nöfnin hafi ekki áunnib sér hefö skv. reglum mannanafna- nefndar. Á þeim nótum finnst mér rétt að hliðra til en ég get ekki tjáö mig frekar um þetta mál þar sem ég hef ekki séö þetta frumvarp. Gu&rún Helgadóttir, varaþing- ma&ur Alþý&ubandalags og rit- höfundur: Já, ég held aö þaö sé nauösyn- legt. Þetta var óttalegt klúöur og þaö þarf aö vinna þessa vinnu aö meira eöa minna leyti aftur. Þaö er t.d. orðiö hálfskrýtiö þegar tölvur eru farnar að ráöa því hvað fólk heitir. Þ.e.a.s. þegar lengd nafnanna varö að vera takmörk- uö til aö þjóöskráin tæki við þeim. Þaö eru ekki tölvurnar sem eiga ab stjórna okkur heldur öf- ugt. Þetta er bara eitt dæmi af mörgum um vitleysuna í þessum málum. Rœtt um þríeina forystu Sjálfstœöisflokksins, formann og tvo varafor- menn. Konur saekja á um breytingar á landsfundi í nóvember en óvíst Sumir efast um þörfina fyrir annan varaformann Miklar vangaveltur eru nú ígangi um hver veröur þriöji maöurinn í forustu- sveitinni. Sta&a annars varaformanns Sjálfstæöisflokksins, eins konar a&alritara flokksins, ver&ur eitt helsta umfjöllunarefni lands- fundar Sjálfstæ&isflokksins í byrjun nóvember næstkom- andi. Þessi sta&a, þríein forysta flokksins, er nú rædd vegna há- værra krafna kvenna í flokkn- um um hærri hlut þeirra í flokknum. Máliö er nú til skoö- unar innan framkvæmdastjórn- ar flokksins og flokkast sem sér- lega vi&kvæmt mál. Konur inn- an Sjálfstæöisflokksins áttu ekki gengi aö fagna í prófkjör- um flokksins fyrir kosningarn- ar síbastliöiö vor. A&eins fjórar þingkonur sitja nú í þingflokki sem telur 25. Þær konur hlutu lítil völd vi& myndun ríkis- stjórnar. Óánægjan hefur kraumab síban. Annar varafor- ma&ur á a& slá á sársaukann. Tíminn hefur hleraö að innan flokksins séu menn hreint ekki á einu máli um þörfina eða ágæti slíkra breytinga. Jafnvel konur innan flokksins telja að engin þörf sé fyrir hina nýju stööu. Birna Fribriksdóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Kópavogi, er for- maður Landssambands sjálfstæð- iskvenna. Hún sagbi í gær aö um málið gæti hún ekkert sagt aö svo stöddu. Eitt væri þó ljóst, þaö væri enginn hörgull á konum til aö gegna embætti annars varafor- manns í flokknum. Þaö gætu margar konur leyst af hendi með miklum sóma. Hún kvaöst þess fullviss aö slík breyting gæti oröiö flokknum og öllu starfi innan hans til góðs. Birna sagbi hins vegar að slík staða, ef af yrði, væri ekki merkt konu sérstaklega. Staða annars varaformanns Sjálfstæðisflokksins vekur upp margar spurningar. Til dæmis þá hvort landsfundur kjósi endilega konu í embættiö. Hins vegar er ljóst aö embættib, ef landsfundur ákveöur að stofna til þess, er þaö sett upp nánast eingöngu til að konur komist til valda í flokkn- um. Landsfundur mun því kjósa konu en ekki karl sem annan varaformann. Þá er það spurningin um þaö hvaöa kona eigi aö hreppa hið háa embætti. Varla yrði þaö þing- mabur, enda mun það ekki hug- mynd sjálfstæðiskvenna. Frekar einhver þekkt og virt sjálfstæðis- kona, jafnvel varaþingmaöur flokksins. Loks velta sjálfstæðismenn því fyrir sér hvaöan slíkur embættis- maður eigi að koma. Landsbyggð- arkonur telja að forysta flokksins sé nægilega merkt Reykjavík með Davíð sem formann og Friörik varaformann. Þaö sé því ljóst að annar varaformaöur veröi úr öðru kjördæmi, auk þess sem það verði kona. Fá nöfn kvenna eru í umræð- unni enn sem komið er. Sé litib á varaþingmenn flokksins, þá kem- ur í ljós aö konur eru þar ekki margar í kjördæmum utan Reykjavíkur. I Reykjanesi var hlutur kvenna afar rýr eins og kunnugt er. Á Vesturlandi er Þrúður Kristjánsdóttir skólastjóri í Búðardal annar varamaöur. Á Norðurlandi vestra er Þóra Sverr- leiðis annar varamaður, á Vest- fjörðum er Hildigunnur Lóa Högnadóttir framkvæmdastjóri þriöji varamaður. Svanhildur Ámadóttir, bæjar- fulltrúi á Dalvík á Norðurlandi eystra, og Drífa Hjartardóttir, bóndi á Keldum á Suðurlandi, eru hins vegar báðar fyrstu varamenn flokksins í sínum kjördæmum. Nöfn beggja munu í pottinum, þegar rætt er um hugsanlega vara- formenn flokksins. En nöfnin munu fleiri þótt leynt fari. Margir telja að þingkonurnar fjórar, Sólveig Pétursdóttir, Lára Margrét Ragnarsdóttir, Sigríður Þórðardóttir og Arnbjörg Sveins- dóttir, muni koma sterklega til álita þrátt fyrir aö landssamband sjálfstæðiskvenna kunni aö hafa aðrar hugmyndir, til dæmis þá að sækja annan varaformann í svo- kallaða grasrót flokksins. Einmitt þessar konur urðu útundan vib úthlutanir á stöðum í vor og vilja setjast til borðs með Davíð Odd- syni og Friðriki Sophussyni. Sagt var... Ósmekkleg barsmíb „Barinn fyrirvaralaust í andlitib" Fyrirsögn DV í gær. Hvab átti bófinn a& gera? Átti hann kannski ab segja: „Fyr- irgefib en væri ybur sama þótt ég léti hönd mína vaba í andlit ybar?" Hraeddlr álfar en saklauslr „Álfarnir hafa ekkert gert og eiga ekki hlut að máli varðandi óhöppin. Þeir eru hræddir vegna þessara fram- kvæmda en eru samþykkir því, ab steinninn sem flytja á, verbur færður þangab sem hann var upphaflega eba um hálfan til einn metra. Hann má þó ekki færa nema meb böndum og mjög varlega." Segir Regína Hallgrímsdóttir í DV sem spjallar vib álfa sem hafbir hafa verib undir rangri sök. Latur, lítil hey „Drap kúna til ab losna vib heykaup" Fyrirsögn Regínu Thorarensen í DV. Flokkast slíkt ekki undir skammtíma- lausnir? Fáránlegur raunverulelki „Þetta er jafnvel svo, ab raunveruleik- inn virbist stundum einhver fáránleg eftirlíking af leikhúsinu." Segir Aulis Sallinen óperuskáld í Mogg- anum. Skemmtileg þversögn óneitan- lega. Umræðan um kaup og kjör þing- manna/rábherra er farin ab fara í taugarnar á fjármálaráðherra. Á fundi með aðilum vinnumarkaðar- ins er sagt að Fri&rik hafi bebið fyrir sérstök skilaboð til flokksbróð- ur síns, verkalýðsleibtogans Magn- úsar L. Sveinssonar, sem stýrir láglaunafélaginu VR. Skilaboðin voru þau ab Fri&rik spur&i hvort Magnús L. væri tilbúinn að skipta vib sig á launum. Hann taldi a& verkalýðsleiðtogar væru að kasta grjóti í glerhúsi. Laun þeirra al- mennt væru ráðherralaun, og vel það ... • Af öllum fyrirtækjum landsins heföi prentvillupúkinn í Símaskrá '95 átt að láta Orbabók Háskólans í friði. í skránni stendur á bls. 76 ab bréf- sími Obrabókar sé þetta eða hitt. Gu&rúnu Kvaran, forstöðumaður Orðabókarinnar, hins heil musteris réttritunar og vandabs máls, sagði í gær ab hún hefði ekki vitað af villunni. Hún myndi skrifa Pósti og síma bréf með ósk um lagfær- ingu.... • í pottinum heyrist nú að mikill hvellur hafi orðib í félagsmálaráðu- neytinu þegar Kristinn Hrafnsson fréttamaöur á Sjónvarpinu hafi ver- ið búinn ab fá ab vita um tillögur flóttamannaráðs áður en búið var að kynna tillögurnar fyrir rábherra. Sagan segir að félagsmálarábherra hafi kunnað því illa að hafa fengið spurningar og upphringingar um málib ábur en hann fékk að sjá til- lögurnar. Nú munu menn spyrja sig: hver lak? /-----------\ isdóttir bóndi á Stóru-Giljá sömu- Maraþon í þúsund ár Eflir 1S ár heldur mara- þonhlaupit) upp a haltt prihja púsund ára nert uppreisn gegn er " |.ersa. bo.hu n.bu. heríoringja Grískur herntah. Miltíaöes. GET £6 F£/V6/£> /)Ð ////)(/PF TÍl/ PFÓSENT M/)PPÞO///-/l/)UP ?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.