Tíminn - 19.09.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.09.1995, Blaðsíða 4
4 Þriöjudagur 19. september 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: |ón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gu&mundsson Ritstjórn og auqlýsinqar: Brautarholti 1. 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: Isafoldarprentsmibja hf. Mána&aráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Hið miöstýröa vald Kosningar til Evrópuþingsins í Svíþjóð voru nú um helgina og vekja niðurstöður þeirra athygli fyrir ým- issa hluta sakir. Andstæðingar Evrópusambandsins hafa sótt í sig veðrið, en jafnaðarmenn hrapað í fylgi. Léleg kjörsókn, um 40%, hefur einnig vakið mikla at- hygli, en þetta eru óvenjulegar tölur í norrænum ríkjum þegar kosningar eru annars vegar. Þegar þessar tölur eru skoðabar, er rétt í upphafi að gera sér grein fyrir því að hér er ekki um almennar þingkosningar að ræða, heldur kosningar til Evrópu- þingsins. Evrópuþingið er fjarlægara almenningi heldur en þjóðþing viðkomandi ríkja og það setur vafalaust sitt mark á kosningaþátttökuna. Þetta eitt er þó ekki næg skýring á hinni lélegu þátttöku í kosningunum og hún ætti að vera sænsk- um stjórnmálamönnum og fylgjendum Evrópusam- vinnunnar nokkurt umhugsunarefni. Ekki verður annað séð en ab stór hópur sænskra kjósenda hafi setið heima til þess að lýsa andstöðu sinni við Evr- ópusambandið og vonbrigðum meb aðild Svía að því. Sænskir jafnaöarmenn börðust hart fyrir þessari aðild, og lýstu þeim ávinningi sem af henni mundi hljótast. Sá ávinningur hefur látið á sér standa, þótt sagt sé að ýmis teikn bendi tíl batnandi efnahags í Svíþjóð. Astæðnanna er einnig vafalítið að leita til tilfinn- inga sem eru djúpt í þjóðarsál Svía. Svíþjóð var efna- hagslegt stórveldi og fylgdi hlutleysisstefnu í utanrík- ismálum. Kosningar til þings á erlendri grund er fólki, sem alist hefur upp í þessu umhverfi, framandi. Svíþjóð er vissulega enn öflugt ríki efnahagslega, en uppgangur á því svibi er stórum meiri í nágrannarík- inu Noregi, sem er utan Evrópubandalagsins. Afskiptaleysi Svía um málefni Evrópuþingsins ætti einnig að vera aðvörun fyrir forustumenn þess og Evrópusambandsins. Hætt er við að almenningur í abildarlöndunum finni minni og minni samkennd með því miðstýrða bákni sem Evrópusambandið er. Þessi afstaða fólks er málefni sem forustumenn þess komast ekki hjá því að ræða í framtíðinni. Smá- smugulegar reglugerðir um allt milli himins og jarð- ar eru ekki til þess fallnar að skapa fjöldafylgi með þessari samvinnu. Það verbur ekki komist hjá um- ræðu um það hvort áherslurnar eru réttar, hvort ekki þarf að einfalda báknið frekar en að flækja það. Jafnaðarmannaflokkar um alla Evrópu hafa verið í fylkingarbrjósti í Evrópusamrunanum og jafnaðar- mannaflokkurinn í Svíþjóð er þar engin undantekn- ing. Úrslitin þar eru aðvörun til jafnaðarmanna að horfa gagnrýnum augum á það sem er að gerast í Evr- ópu, en umgangast samrunann ekki eins og trúar- brögð. Við íslendingar höfum einn slíkan trúarhóp jafnaðarmanna hér á landi. Eigi Evrópusambandið að eiga einhverja framtíð fyrir sér, verður þessi samvinna að hafa samhljóm með almenningi í aöildarríkjunum. Ef svo verður ekki, verður Evrópusambandið pappírsskrímsli sem venjulegu fólki stendur stuggur af, og Evrópuþingið samkunda fólks sem er saman komið til þess að tala um allt milli himins og jarðar, án takmarks eða til- gangs. Karlmenn í útrýmingarhættu Þaö er einhver alvarlegur mis- skilningur á ferbinni í jafnréttis- umræbunni á íslandi í dag. Konur sem kalla sig kvenréttindakonur eru enn ab hamast á karlinum og stilla honum upp sem upphafi og endi alls ills í heiminum. Karlinn, sem óvinur og kúgari kvenna, er hins vegar ekki lengur vibeigandi greining á ástandinu, hafi hún einhvern tíma veriö þaö, og því eru karlfjandsamlegar kvenrétt- indakonur söguleg tímaskekkja og þrasib um hver vaskar upp, passar börnin eba áreitir hvern kynferöislega á vinnustaö ekki lengur á mælendaskrá samtím- ans. í staö þessarar gamalkunnu og útþvældu jafnréttisumraébu virö- ist ný tegund umræbu um kyn- hlutverk vera ab ryöja sér til rúms, umræöa um vandamál sem er mun alvarlegra en gamala jafn- réttisumræban og er í raun allt í senn: jafnréttismál, umhverfis- mál og efnahagsmál. Þetta er um- ræöan um ab bjarga karlmannin- um. Karlmenn eru einfaldlega í útrýmingarhættu og hættumerk- in birtast bæði á hinu líffræðilega svibi og því félagslega. Krókódílamenn? í sjónvarpinu á dögunum var sýnd fræðslumynd um þaö hvernig ýmis aukaefni frá iðnað- arframleiðslu í heiminum hafa orðib til þess að skerða karl- mennsku hjá hinum ýmsu dýra- tegundum. Ástæðan er sú aö fjöl- mörg þeirra efna, sem sleppt er út í umhverfið, hafa svokölluð „öst- rógen-áhrif", þ.e. þau virka á dýr- in eins og kvenhormón. í þessari fræöslumynd voru sýnd dæmi um þab hvernig krókódílategund í Flórída var ab deyja út vegna þess ab karldýrin voru orðin van- sköpuð, ófrjó og tvíkynja. Jafn- framt voru líkur leiddar að því að maðurinn færi ekki varhluta af samskonar áhrifum og bent á luiuu iKuii naia atiuga a upþH vaski." Uppvaskið í hans huga vaif ekki spurning um nauðsyn eðaf skylduverk, heldur áhugamál. Karlar of mjúkir Göran telur aö nútímakarlar hafi gengiö of langt í áttina aö mjúka manninum. Maður, sem skipti vökutíma sínum milli vinnu og fjölskyldu, veröi á end- anum óspennandi makakostur. Konur elski hinar sterku týpur og ætlist því til að karlar geti verið allt frá Rambó til^hins mjúka manns. Það sé auglióo— hægt, en GARRI aukna tíðni vansköpunar kyn- færa karla, minnkandi frjósemi þeirra og minni gæða sæðis. í þessu ljósi verður hugtakiö „krókódílamaður" skelfilegt með öðrum hætti en sem smápíu- og kvennaskelfirinn sem Megas söng um. Þessi östrógen-áhrif hafa vak- ið verðskuldaðan óhug víðar en í fræðslumyndinni í sjónvarpinu og eru fjölmiðlar að vakna til vit- undar um þessa miklu ógn, eins og sjá mátti í Time eða Newsweek nýlega. Ef áfram heldur sem horf- ir, leiða þessi östrógen-áhrif til umbreytingar karlkynsins þannig að mannkyniö stendur uppi meö eintómar geldar karlkonur. Of mjúkir Þessi válegu tíðindi bætast við ógnvekjandi fréttir af félagslegum „östrógen-áhrifum", sem steðja að norrænum karlmönnum sér- staklega. í ljós hefur komið aö karlar á Norðurlöndum eru að glata hæfileikanum til að vera karlar og skilgreiningin á kyn- hlutverki þeirra er öll komin í óvissu. Hér var í síöustu viku staddur sérfróður Svíi um þessi mál í tilefni af sérstöku átaki gegn ofbeldi karla. Samkvæmt merki- legri frétt í Tímanum um helgina um þetta mál, þá kemur fram hjá Svíanum að konur séu allsráðandi í uppeldi barna, en karlmennsku- ímyndin sé hins vegar víðs fjarri og sveinbörnin kunni einfaldlega ekki að vera karlar þegar þeir verða stórir. Þegar þeir ætli að vera karlmannlegir, brjótist það út með óeðlilegum hætti. Svíinn bendir líka á að karlar séu orðnir svo mjúkir að þeir eru að glata karlmennskueiginleikum sem þeim eru nauðsynlegir og eðlilegir. Þetta segir Svíinn hafa gengið svo langt að sænskir karlar séu hættir að vera „spennandi makakostur". Garra þykir einsýnt að úr því að Svíar eru farnir að tala um að karlmenn séu of mjúk- ir sé málið nokkuð alvarlegt og augljóst að norrænir karlmenn „sem eru sko alls engar gungur" séu í útrýmingarhættu. Búast má við að ef karlar væru fuglategund eða hvalir, þá væri Greenpeace fyrir löngu búið að hefja baráttu fyrir að friða þá. Það ætti að vera gamaldags kvenrétt- indakonum — þeim sem enn telja karlmanninn sem slíkan vera sinn mesta óvin — ærið um- hugsunarefni. Garri Brimbrjótar kjarabaráttunnar Alþingismenn vinna þjób sinni ómælt gagn. Þeir skaffa þjónustu, framkvæmdir, atvinnu- og skatta- lög. Þingmennirnir eru eins og út- spýtt hundsskinn að starfa fyrir kjósendur sína upp á hvern dag sem guð gefur og spara aldrei fé né fyrirhöfn til ab sinna krefjandi störfum sem þeim em lögð á herð- ar. Æösta markmið kjörinna full- trúa á löggjafarsamkundunni er að efla og bæta kjör fólksins í landinu, sem trúir þeim fyrir for- sjá sinni og veitir þeim brautar- gengi til ab vinna af heilindum ab hagsmunamálum lands og lýðs. Þingheimur hefur aldrei bmgb- ist þessum skyldum sínum og lát- ið flokkshagsmuni eða þrýsti- hópa kjördæmanna ráða gjörðum sínum, eins og alþjóð veit af löng- um og góbum kynnum af þeim ósérhlífna hópi, sem lætur tii leið- ast að setjast inn á Alþingi vegna áskorana og þrýstings aðdáenda sinna. Til marks um fórnarlundina er ab allir sem einn lækka þingmenn- irnir úr 350 þúsund króna mánaö- arlaunum og þaðan af meira þegar þeir setjast inn í þingsal. Engin dæmi eru um að kosin sé manneskja til alþingissetu, sem lúta þarf ab lægri launum í lífs- stríbinu utan þinghelginnar. Þetta em 500 þúsund kr. emb- ættismenn og 600 þúsund kr. rit- stjórar búnir ab endurtaka svo oft að það hlýtur að vera satt. Þab sem höfóingj- arnir hafast aö Margfræg þjóbarsátt var gerð fyrir allmörgum árum og er inntak hennar það, að láglaunaliöiö stendur í staö til aö passa upp á veröbólguna og er það kallaö stöð- ugleiki. Nómenklatúran, sem sam- anstendur aballega af embættis- mönnum meö Hæstarétt í broddi fylkingar og efnuðum familíum, nýtir sér arfborinn sjálftökurétt til að hygla sér og sínum og kjörin hjá eðalstéttunum batna ár frá ari. Á víbavangi Samanburðarfræöi og skrýtnar for- sendur eru brúkaðar til aö sýna auötrúa almúga fram á ab svona eigi þetta að vera og ab grænt sé rautt og rautt svart. Það skilja allir (nema ég). En guði sé lof, að nú eru alþing- ismenn búnir að taka af skariö í kjarabaráttunni. Þeir lækka á sér skattana, láta velmegandi Kjara- dóm hækka kaupið sitt og ryöja þannig brautina fyrir annaö lág- launafólk til að sækja sér sinn rétt. Þjóöarsátt og hag- ræbing í rúst Viðbrögðin láta ekki á sér standa. Þjóðarsáttin, sem verið hefur sem fleinn í holdi láglauna- fólksins, er rokin út í veður og vind. Veri Alþingi margblessab! Sá hluti þjóðarinnar, sem þrúg- aöur er af lágum launum og gluggapósti, fylgir fordæmi þing- manna sinna og heimtar viðun- andi lífskjör, lægri skatta og hærra kaup. Baráttumóðurinn er magn- aður á útifundum og hvarvetna eru viöbrögbin hin sömu. 700 opinberir starfsmenn harð- neita að láta svipta sig bílahlunn- indum, eins og fjármálarábu- neytið áformaði, og allt niður- drepandi hagræbingar- og sparn- aðarhjal á hvergi upp á pallborbib lengur. Fjárlögin hljóta að taka mið af skattalækkunar- og kauphækk- unarstefnu Alþingis, og velmeg- unin blasir við þeim stóra hópi þjóðarinnar sem deilt hefur bág- um kjörum með alþingismönn- um sínum til þessa. Engin hætta er á öbru en ab for- ysta alþingismanna í kjaramálum sé vel ígrunduð. Forsætisnefnd og formenn þingflokka héldu með sér strangan fund um málin fyrir helgina og ákváðu aö láta kanna hver launaþróun hefur veriö í landinu undanfarin ár. En það var einmitt á þeirri sömu launaþróun sem þingmenn sam- þykktu eigin kauphækkun og skattafríðindi á sumarþingi. Eru þetta sannkölluð gæöavinnu- brögð, enda ekki vib öðru að búast af því öðlingsfólki sem fórnar sér fyrir þjób sína með því að taka ab sér að sitja á Aiþingi og setja sjálfu sér lög. Merkast viö þab Alþingi sem nú situr hlýtur að vera það, að nú hafa þingmenn tekið ab sér forystu í kjarabaráttu láglaunafólksins og hefur tekist að rústa þjóðarsáttina, enda hefur farib fé betra. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.