Tíminn - 19.12.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.12.1995, Blaðsíða 4
4 Þri&judagur 19. desember 1995 MfMt STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gubmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Óvissan staðfest Kosningarnar í Rússlandi sýna aö þetta annaö mesta stórveldi jaröarinnar er enn í mikilli pólit- ískri jafnt sem efnahagslegri upplausn. Þetta upp- lausnarástand hefur nú fært gamla kommúnista- flokknum umtalsvert kosningafylgi og þegar þess- ar línur eru ritaöar stefnir í aö kommúnistar veröi sigurvegarar þingkosninganna á sunnudag. Þá viröist gengi þjóöernisöfgamannsinns Zhirinov- skys enn verulega mikiö. Þetta tvennt er því mikiö áfall fyrir þá sem höföu vonast eftir sigri borgara- legra umbótaflokka. Meöal þeirra sem þessi niöur- staöa skapraunar er eflaust Boris Jeltsín forseti sem fyrir kosingarnar lýsti því yfir í sjónvarpsávarpi aö hann teldi brýnt aö Rússar „höfnuöu öflum fortíö- arinnar" og aö þaö væru hættuleg mistök ef full- trúum þessara fortíöarflokka yröu fengin völd. Fréttaskýrendur eru aö sönnu ekki sammála um þaö hversu alvarlegt áfall kosninganiöurstaöan á sunnudag er lýöræöisþróuninni í Rússlandi og for- setanum Boris Jeltsín. Sumir benda á aö saman- lagöur styrkur kommúnista og þjóöernisöfga- manna sé nú svipaöur og hann var í síöustu kosn- ingum, munurinn sé aöeins sá aö kommúnistar séu sterkari en þjóöernissinnar veikari. Þá benda menn á aö rússneska þingiö, Dúman, sé þrátt fyrir allt ekki sá aflgjafi sem menn vilji vera láta og aö staöa þess gagnvart framkvæmdavaldinu, forseta <?g ríkisstjórn, sé frekar veik. í framhaldi af því hafa menn freistast til aö segja aö e.t.v. hafi ekki oröiö neinar stórfenglegar breytingar með kosn- ingunum. Hvað sem öllu líöur verður þó ekki hjá því komist að viöurkenna að umbótaöflin unnu ekki þartn sigur sem þau þurftu og því er enn auk- ið á óvissuna í stjórnarfari þessa mikilvæga heims- veldis. Forsetakosningar hafa veriö boöaöar eftir hálft ár og eölilega velta menn því fyrir sér hvort Jeltsín muni fara fram enn eitt kjörtímabil, þrátt fyrir heilsuleysi og andbyr af ýmsu tagi. Margir telja aö hann eigi mikla möguleika á kosningu og sé jafn- vel sá eini sem raunhæft er að ætla að geti j,stöðv- að öfl fortíðarinnar". Vissulega er þaö kaldhæðni örlaganna að svo mikilvægir þættir í framvindu mannkynssögunnar yltu á þessum eina manni, sem vestrænir sjónvarpsháhorfendur hafa hlegið aö vegna óhefðbundinnar framkomu í sjónvarpi viö hátíðleg tækifæri. En hvort sem Rússland stefnir nú aftur til kommúnískrar fortíöar eða ekki, þá er ljóst aö stjórnmálastööugleiki í þessu víðlenda ríki stendur á brauðfótum. Ovissa og aftur óvissa er þaö sem einkennir stjórnmálin og þaö eitt út af fyrir sig hefur víðtækar afleiðingar. Rússland er kjarnorku- veldi og stórveldi sem vill blanda sér í heimsmála- umræöuna og blandar sér í heimsmálaumræðuna með virkum hætti. Óvissan í stjórnarfarinu inn á viö smitar út í alþjóðasamstarfið, flækir þaö og tor- veldar á marga lund. Þaö er því ekki síst á sviði al- þjóðlegra samskipta sem niðurstöðu kosninganna á sunnudag mun gæta með neikvæðum hætti. Kosningarnar staðfestu óvissu og óöryggi en á al- þjóðlegum vettvangi er afar mikilvægt aö óvissa, tortryggni og misskilningur nái ekki aö einkenna og spilla samvinnu ríkja. Þjóbsöngur og íþróttir Garri vill skora á Framsóknar- flokkinn í Reykjanesi og for- ráðamenn þingflokks framsókn- armanna ab hleypa Unni Stef- ánsdóttur varaþingmanni ekki á þing. Unnur er nefnilega búin ab heita því að flytja frumvarp um nýjan þjóðsöng og gefur til kynna að ástæðan sé sú að það sé svo erfitt að syngja gamla þjóðsönginn um „Gub vors lands" á fótboltaleikjum. Unnur, sem sjálf er íþróttamaður og komin af íþróttamönnum úr Vorsabæ, er hér auðvitað að bera á borð gamlan draum íþróttaibnabarins, en úr þeim herbúbum hefur oft heyrst kvartað undan þjóbsöngnum. Enda stendur ekki á stuðningi við málflutning hennar úr herbúðum skipulagðra keppnisíþrótta. En aðför íþróttahreyfingarinnar að þjóðsöngn- um er auövitað ekki annað en dæmi um þá lág- kúru og meðalmennsku sem ______________________________ tröllríöurþjóðfélaginu. Þaber erf- f ADDI itt ab syngja þjóbsönginn og þá á ________Vlrtl\l\l bara að skipta um þjóðsöng, svo um Sókrates" sem hitti jú beint í mark á sínum tíma og auðvelt ætti að vera fyrir fótboltabullur að kyrja í upphafi og endi fót- boltaleiks. Gamli þjóðsöngurinn hefur afar mikilvæga skírskotun hjá fjölmörgum þegnum þessarar nýfrjálsu þjóðar. Hann er hátíb- legur og órjúfanlega samofinn lýðveldinu, fánanum og þjóð- inni. íþróttaiðnaðurinn með allri sinni hags- munagæslu og yfirbyggingu hefur hins vegar ekki skilning á því, frekar en svo mörgu öðru. Þar hafa menn mestan áhuga á að sparka bolta og svo snúa þeir sér í hring. Metna&arleysi Miðað við þann keppnisanda, sem lagt er upp ____________ með í þessari hreyfingu, er ein- kennilegt að það skuli ekki vera _____ meiri metnaður til stabar en svo ab allt sem er erfitt sé dæmt einhverjar íþróttabullur geti gargað hann á áheyr- endapöllum. í staðinn vilja menn ýmist fá „Eld- gömlu ísafold" (sic!) af því að lagið hljómar svo „fótboltalega", eins og Garri heyröi einn íþrótta- forustumann fullyrða, eba eitthvert annað álíka „íslenskt" lag. Sönglagakeppni? En íþróttamönnum finnst erfitt að syngja þjóð- sönginn. Þá verður eitthvað undan ab láta og sumir hafa verið að nefna að hafa bara sönglaga- keppni um besta þjóðsönginn. Þjóðin er vön slík- um keppnum úr Evróvision og vissulega má til sanns vegar færa að fjölmörg ágætislög hafa kom- ið þar fram. Þjóðsöngur með skagfirskri sveiflu að hætti Geirmundar hlýtur því að koma til greina, svo framarlega sem auðvelt sé fyrir íþróttamenn aö syngja hann. Eða þá eitt af hinum vinsælu lög- um Sverris Stormsker, eins og t.d. „Syngjum öll ómögulegt. I staðinn fyrir að líta á það sem ögrun og tækifæri að læra ab syngja þjóðsönginn, vilja menn breyta honum. Garra sýnist ungmennafé- lagsandinn nú vera nokkuð fjarri og ástæða aö kalla hann til leiks á ný. Með sama áframhaldi munu menn vilja breyta sjálfum íþróttunum þannig að það verði ekki svona ansi erfitt að ná ár- angri í þeim. Menn eru raunar þegar komnir vel á veg í þeim efnum, því stærstur hluti þeirra, sem telja sig til íþróttaáhugamanna, iðka engar íþrótt- ir aörar en að horfa á íþróttir. Garri er því þeirrar skoðunar að íþróttakonan Unnur Stefánsdóttir, sem er þekkt fyrir kraftmikil afrek á íþróttasviðinu, sé komin í afar slæman fé- lagsskap íþróttaiðnabarins með þessum tillögu- flutningi sínum. Garri treystir því hins vegar ab Stefán faðir hennar, stórhlaupari frá Vorsabæ, taki dóttur sína á teppið og leiði hana í allan sannleika um íslenska þjóðsönginn. Þá væri kannski hægt að hleypa stúlkunni inn á þing að nýju. Garri Trúnaður við heimildarmenn Agnes Bragadóttir. Hérabsdómur Reykjavíkur kvab fyrir helgi upp þann dóm að Agnesi Bragadóttur, blaða- manni á Morgunblaöinu, væri „skylt ab koma fyrir dóm sem vitni til skýrslugjafar í RLR-máli nr. 3455/95". Umrætt mál snýst um það hvort blaða- manni ber að veita Rannsókn- arlögreglunni upplýsingar um heimildarmenn sína varðandi greinaflokk, sem hann skrifaði um fjármálalega niðurstööu varðandi viðskipti Sambands íslenskra samvinnufélaga ann- ars vegar og Landsbankans hins vegar. Trúnabur blaðamanna við heimildarmenn er lykilatriði frjálsrar fjölmiblunar og einn af hornsteinum siðareglna blaða- manna um allan hinn sibmenntaða heim. Óvíða hefur þessu grundvallaratriði veriö ögrab af yfir- völdum, enda almennt viðurkennd sem sjálfsagður og naubsynlegur hluti af leikreglum lýðræbisins. Belgískur hryllingur Þó hafa komið upp tilfelli þar sem menn hafa réttlætt undantekningar frá þessu, og er þá eink- um mibað vib að ef mannslíf eða heilsa fólks sé í hættu, geti verið réttlætanlegt að gera und- antekningar. í Belgíu í haust fór ------------ fram talsverð umræða um þessi mál í tengslum við rannsóknina á Willy Claes. Þótti framganga rannsóknaraöila þá vera með ólíkindum, en til aö komast framhjá trúnaði blaðamanna viö heimild- armenn var m.a. framkvæmd húsleit á ritstjórn- um og heimilum blaöamanna. Þó hagsmunir þeir, sem voru í húfi í Belgíu, hafi verið miklir og vörðuðu m.a. framtíð NATO, þá þótti framkoma stjórnvalda gjörsamlega forkast- anleg og niðurstaðan varð raunar sú að þab skilaði mjög takmörkuðum rannsóknarárangri að ráöast gegn fjölmiðlunum. I úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur segir um forsendur dómsins: „Þess er þá fyrst að geta að þess sér hvergi stab í gögnum málsins að sá aðili, sem trúnaður viröist hafa verið brotinn gagnvart, hafi látið uppi álit um að hann hafi skaðast vegna greinarskrifanna rannsókn." eða ab athugasemdir hafi verib gerðar viö þau af hans hálfu. Nær- lægast væri því að láta við svo búið sitja. Allt að einu veröur hér að líta til fleiri þátta. Eins og áður er við vikið, beinist grunur rannsóknara að tiltölulega fámennum hópi manna, sem liggi þá allir, sekir jafnt sem saklausir, undir grun um ætlað þagnarskyldubrot.... Einnig verður í þessu samhengi aö líta til hlutverks þess abila sem hratt rannsókninni af stað, þ.e. banka- eftirlits Seðlabankans. Eins og nafn þeirrar stofnunar gefur til kynna er hún eftirlitsstofnun með bönkum og sparisjóðum. Myndi það rýra mjög skilvirkni eftirlitsins ef þeir sem eftirlitinu sæta gætu með því sem sýnist vera yfirboröslegar skýr- ingar og svör komið sér undan Á víbavangi Ekki merkilegar forsendur Eins og af þessu má ráða eru það ekki stórfeng- legar forsendur til þvingunaraðgerða gegn blaða- manni aö halda uppi trúnaðartrausti almennings á forustumönnum í Landsbankanum. Þab er held- ur ekki blaðamanna að sjá um að bankaeftirlitið njóti trausts bankamanna. Á það skal fallist að það er ömur- leg staðreynd ab meðal stór- -------------- hvelanna í Landsbankanum skuli vera svo lítilsigldir einstaklingar að þeir treysta sér ekki til að standa við orð sín að eigin fmmkvæði og taka afleiðingum þess ab hafa rofið trúnað. Hins vegar er jafnvel enn ömurlegra að rannsóknaraðilar ætli ab kúga svipaðan trúnaðar- brest út úr blaðamanni Morgunblaðsins. Niðurstaða Héraðsdóms eru því mikil von- brigði, en enn er von, þar sem málinu hefur verið vísaö til Hæstaréttar. Verði niðurstaðan þar á sömu lund og í Héraðsdómi, er viðbúið að blaða- maður Morgunblaðsins muni enn neita að gefa upplýsingar um heimildarmenn sína, enda er það hið eina siðlega sem hann getur gert í stöbunni. Þá er spurning hvort Agnes Bragadóttir þarf aö hafa vistaskipti og fer tímabundið úr vist hjá Matthíasi Johannessen ritstjóra til sonar hans Haraldar fangelsisstjóra. Vonandi þarf ekki til þess að koma. -BG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.