Tíminn - 19.12.1995, Blaðsíða 11

Tíminn - 19.12.1995, Blaðsíða 11
Þri&judagur 19. desember 1995 11 Fj arrænn en magnabur Híbýli vindanna. Böbvar Cubmundsson. Mál og menning. Tilviljunin og vonin eru kannski sterkustu öflin í lífi hverrar mann- eskju. Svo mikiö er víst að tilviljun- in og þörfin fyrir að betrumbæta sjálfan sig, afkomendur, umhverfi og lífsafkomu eru aflvélar þessarar viðamiklu sögulegu skáldsögu Böðvars Guðmundssonar. Sagan segir frá því hvernig for- eldrar Ólafs fíólín ná saman af til- viljun, þegar Jörundur hundadaga- konungur hleypir föngum út í frels- ið á valdadögum sínum. Sagan fylg- ir svo Ólafi frá æsku þar sem hann býr með móður sinni og systur sem alþýðlegur stritarasonur fátæklinga. Það er ekki fyrr en systir hans giftist sér eldri presti að Olafur verður að manneskju. Séra Jón tekur ástfóstri við þennan dreng, kennir honum ýmislegt til munns og handa, út- vegar honum fiblustreng, sem Jón Sigurðsson forseti sendir frá Köben, og þar með þá andlegu næringu sem Ólafur mun þarfnast á lífsleið- inni. Jón deyr meðan Ólafur er enn barn að aldri og þá hefst baslið. Ól- afur kvænist Sæunni og getur ekki hamið í sér náttúruna, þannig að stúlkugreyið verbur sífellt þungað. Svo kemur að þau geta ekki séð fyr- ir sér og þurfa að segja sig til sveitar. Þar með upphefst átakanlegt en ást- ríkt basl ungra hreystilegra hjóna. Dugur manna á 19. öld var ekki mældur í dugnaði, heldur ætterni, bústofni og jarbnæði og því varðar engan um tónlistarhæfileika Ólafs eba handlagni, því hann er og verð- ur ómagi sem óþarfi er að borga fyr- ir smávægileg viðvik. Af tilviljun og þránni eftir betra lífi lenda Sæunn og Ólafur í bylgju vesturfara á síöasta fjórbungi 19. aldar. Enn fleiri tilviljanir og ofur- mennskir kraftar eru virkjaðir til ab Böövar Guömundsson. BÆKUR LÓA ALDÍSARDÓTTIR uppfylla þrána, sem verður til þess að beygðum hópi íslendinga tekst ab nema land í Kanada. Hrygglengj- an réttist af og Ólafur fíólín verður sinn eigin herra, að vísu í skuld, og hreppsnefndarmaður. En baslið er ekki úti enn og lífiö á Nýja íslandi reynist engu aubveldara en á Frón- inu. Ólafur bugast á ný, þrátt fyrir að vera loks orðinn maður með mönnum og fær jafnvel stundum að vera fyrir mönnum. Það er í raun með ólíkindum hvernig Böðvari tekst að magna upp tilfinningar persóna og þar með hughrif lesenda með þeim stíl sem hann tileinkar sér í sögunni. Hann gerir sér ljóst ab feta þarf aðra leiö að efninu en venja er til, svo að bókin verði ekki líflaus endurtekn- ing á þeim hillumetrum sem til eru af íslenskum basl- og vesturfarasög- um, svo sem gerst hefur í kvik- myndagerð er segir frá stríöinu í Ví- etnam og seinna heimsstríði. Stíll og efnistök eru á þann veg að text- inn verður nánast eins og milli- göngumaður persóna og lesenda. Tónninn er fjarrænn, jafnvel fjar- Iægur, og allt að því ópersónulegur og meb honum tekst Böðvari að vekja upp hlutlæga samúð lesanda með fólki og örlögum þess. Hljóm- list textans er óvanaleg, ekki síst vegna þess að textaheimurinn hleypir inn í sig öllu frá kúkaþörf barna til unaðssemda músíkur. Fleiri höfundar hafa lýst súrsætum þef baðstofanna og öbrum búkþefj- um og - þörfum, en hér er allt sam- ankomið. Lyktarskynið, tóneyrab, myndvísin og hughrifin fá öll sinn hlut í bókinni, en það var ekki síst ánægjulegt að heyra barnsorg og sjá hlandblauta barnsrassa á óþægileg- um stundum. Þaö er nefnilega oft með ólíkindum hvað börn í skáld- sögum eru stillt þegar það hentar fullorðnum, en hér skynjar lesand- inn alltaf nærveru barnanna. Þau geta rifist, heimtað og vælt — þótt þau séu fátæklingabörn á 19. öld, sem mér var kennt í barnabókun- um að væru alltaf sátt við hverja ögn sem ab þeim væri rétt. Baslið er þvílíkt og raunirnar sem herja á þetta vesalings fólk, að þab er afrek hjá Böðvari að setja á bók vitræna en jafnframt tilfinninga- ríka sögu, sem er laus viö tepruskap og væmni. Til allrar lukku var þab ekki fyrr en í lok sögu sem breytni Ólafs fí- ólín verður ótrúverðug og skemmdi því einungis fyrir síðustu síbunum. Þab er óskiljanlegt hví Ólafur vill snúa aftur heim, hann hefur ekkert að hverfa til. Segist vilja sameina böm sín, en ætlar ab skilja soninn eftir á Nýja íslandi. Þessi hand- vömm breytir því þó ekki að þessi bók er afskaplega vönduö í alla aðra staði og höfundi sínum til sóma. Drög að góðri sögu Sex augnablik. Þorgrímur Þráinsson. Fróbi. Þorgrímur brýtur upp hefðbundið línulegt form unglingasagna í nýjustu bók sinni, sem fjallar um Eirík Eirík Rögnvaldsson, vini hans, fjölskyldu og stelpurnar sem hann hrífst af. Eiríkur Eiríkur, sem heitir í höf- uöib á báðum öfum sínum, ætlar að verða rithöfundur. Sextán ára gamall notar hann því sumarfríið til að skrifa ævisögu sína. Lesend- ur fylgjast svo meö lífi Eiríks þetta sumar, en söguþráburinn er brot- inn upp með köflum úr ævisög- unni. Með þessu móti fá lesendur inngrip í bæði persónu Eiríks, hvernig hann bregst raunverulega viö aðstæðum og hvernig mann- eskja hann vill gefa sig út fyrir að vera, en sú hlið snýr að lesendum í ævisögunni. Þetta form getur gefið mikla möguleika, sem Þorgrímur nýtir sér ekki fyllilega í sögunni, þar sem munurinn milli Ævisögu-Ei- ríks og Hversdags-Eiríks er ekki nógu mikill til að hann nái að dýpka persónu hans. Áhersla er lögð á stórkarlalega drætti í fari Eiríks, sem gengur vel upp í ævi- sögu, en þeir drættir loða við hinn raunverulega Eirík sem söguhöfundur segir frá. Aörar per- sónur eru einnig fremur svip- myndir heldur en manneskjur, sem er samt sem áður i samræmi við heildarmynd sögunnar. Ka- raktereinkenni sumra svipmynd- anna voru þó býsna frjó og má þar helst nefna áhuga Emilíu, blindu stúlkunnar sem Eiríkur verður hrifinn af, á umhverfis- Þorgrímur Þráinsson. BÆKUR LÓA ALDÍSARDÓTTIR hljóbum sem hún tekur upp á segulband og nýtur þess ab hlusta á þegar hún er heima við, en auk þess áttu fleiri persónur skemmti- lega spretti og var húmorinn og frásagnarmáti Eiríks í ævisögunni meginkostir bókarinnar. Það, sem viröist helst verða þessari sögu að falli, eru álags- punktarnir sem segja frá dramat- ískum atburbum, dauða, barns- hvörfum og erfiðu upphafi lífs- göngu ungrar stúlku. Víst er raun- veruleikinn oft ótrúlegri en skáldskapurinn og þótt dramatísk æska Emilíu viröist yfirdrifin, þá er ekkert fráleitt í henni. Hins veg- ar er ekki nóg að koma Lærdómi Lífsins að hjá lesendum skáld- sögu, það þarf að vinna úr hon- um. Að öðrum kosti virkar slík dramatík ekki, eða réttara sagt: þá kemur hún fyrir eins og illa unn- inn afþreyingariðnaður, sem ein- ungis er ætlaö ab kitla taugar og grátkirtla en ekki sellur. Boðskap- ur bókarinnar er þó mikilsveröur og ekki ætlaður til að slæva lands- ins unglinga fjöld. Sögunni lýkur á táknrænni athöfn, sem endur- speglar þennan boðskap. Sögu- hetjan og vinur hans gera sér grein fyrir því að það er á brattann ab sækja. Þeir sjá fram á það ab klífa þurfi fulloröinsfjallið og von- ast til ab um síöir verði árangur erfiðisins þroski og fullorbinsár. { bókinni eru ýmsar góðar hug- myndir aö sögu. Sögu sem hefði getaö orðið virkilega áhugaverö — með frekari úrvinnslu og yfir- legu — en verbur það ekki vegna þess að lesandi hefur það á tilfinn- ingunni ab hann sé ab lesa hand- rit en ekki fullkláraða bók. ■ CEISLADISKAB Liðtækt bítlaband Komdu í byssó. Tríó |óns Leifssonar. Útgefandi: Ceimsteinn. Tríó Jóns Leifssonar er ný sveit á plötumarkaönum, en fyrsta geislaplata tríósins „Komdu í byssó" kom út fyrir skömmu. Alls eru 16 lög á plöt- unni og eru þau flest erlend lög, sem hljóörituð voru á tónleik- um. Bandinu viröist takast einna best upp í flutningi eldri „standarda", eins og í lögum eftir þá félaga John og Paul og fleiri. Það má því með nokkrum sanni halda því fram aö Tríóið sé liðtækt bítlaband í flutningi laga eins og t.d. Oh Darling og I'm Down. Á geisladisknum er einnig að finna nokkur frumsamin lög, sem varla munu teljast til tíma- mótaverka vegna þess hvað þau eru álík annarri iðnaðarfram- leiöslu, sem gengið hefur í ung- linga landsins á undanförnum árum. Hinsvegar dregur aulaleg- ur húmorinn, sem er skotið inn á milli einstakra laga, plötuna töluvert niður. Af þeim sökum hefði alveg mátt klippa hann út, þótt meint grín hafi kannski notiö sín í kynningu á milli laga á tónleikum. Aftur á móti leynir sér ekki að meölimir sveitarinn- ar taka sjálfa sig ekki alltof há- tíðlega og til marks um þaö er kannski nafn sveitarinnar og heiti plötunnar, en alls eru fimm manns í bandinu. Það eru þeir Tómas H. Jóhannesson, Jó- hann G. Jóhannsson, Þorgils Björgvinsson, Vilhjálmur Goöi Fribriksson og Bergur Geirsson, sem aðdáendur Bubba Mort- hens kannast mætavel við. En Bergur hefur m.a. verið bílstjóri Bubba á ferðum hans um land- ið, rótari o.fl. Það er útgáfufyrirtæki Rúnars Júlíussonar, Geimsteinn í Kefla- vík sem gefur plötuna út, en hún var hljóörituö að mestu leyti á tónleikum á Gauki á Stöng í haust sem leið. -grh Hressilegt rokk frá Deep Jimi Seybie Sunsicks Rock 'n' Roll Circus. Deep )imi and the Zep Creams. Útgefandi: Ceimsteinn. Dreifing: Japis. Þeir félagar í rokksveitinni Deep Jimi and the Zep Creams sendu nýlega frá sér nýja geislaplötu, sem heitir Seybie Sunsicks Rock 'n' Roll Circus, sem er hressileg rokk- plata með leikrænum tilþrifum og mikilli leikgleði. Við hlustun fer ekki á milli mála að menn hafa haft gaman af því sem þeir voru að gera og sköpunargleðin ríður ekki við einteyming. Þarna er því á feröinni hressilegt rokk á alþjóða- vísu, sem ætti ab gleöja alla unn- endur góðrar rokktónlistar. Þessi nýi geisladiskur Deep Jimi er sá fyrsti sem sveitin sendir frá sér síðan áriö 1992, þegar platan Funky Dinosaur kom út. Eins og kunnugt er reyndu kapparnir fyrir sér vestanhafs á. sínum tíma, en sú tilraun ránn einhverra hluta vegna út í sandinn. Þeir em því væntan- lega reynslunni ríkari og aldrei að vita nema hún komi þeim að gagni síöar meir. Fyrir utan sjálfa geislaplötuna og efni hennar hefur umslagib vakið töluveröa athygli, en þaö er allt handunnið og gert úr gömlum plötuumslögum. Það eru því engin tvö eintök nákvæmlega eins, sem gefur útgáfunni aukiö vægi. Alls eru 12 lög á plötunni, sem öll eru skrifuö á hljómsveitina, en hana skipa þeir Björn Árnason sem spilar á bassa, orgel, píanó og hljómborb, Júlíus Guðmundsson á trommur, flautu og sítar, Sigurður Eyberg sér um sönginn og leikur auk þess á munnhörpu, og Þór Snorrason á gítar. Platan var hljóð- rituö í Upptökuheimili Geim- steins, sem er á neöri hæb einbýlis- húss Rúnars Júlíussonar í Keflavík. Hann er jafnframt framleiðandi plötunnar og útgefandi. -grh I góbum sköpum Papar. Stöbin hf./Japis 1995. Hljómsveitin Papar leikur kelt- neska tónlist, eins og nafn sveitar- innar gefur til kynna, og þó hér séu prýðis hljómlistarmenn á ferðinni viröast þeir ekki taka sjálfa sig mjög hátíölega. Á þessum geisladiski eru að nafninu til fimmtán lög, en þrjú þessara laga eru í raun ekki annað en stef og heildarflutningurinn á „lögunum" tekur aðeins nokkrar sekúndur. Það er í anda skemmti- gildisins, sem er í fyrirrúmi á þess- um diski, eins og raunar nafn hans bendir til. Lögin eru flest í írskum þjóðlagastíl og/eba þjóðlagarokkstíl og hljóðfæraskipan og heildar- hljómur er líka í þeim anda. Þó eru skemmtilegar undantekn- ingar á þessu, eins og sú súrrealíska hugmynd að útsetja „Stál og hníf- ur" í diskóútsetningu — sem raunar kemur ágætlega út! Galsinn er áberandi í gegnum alla plötuna, en-hana mætti flokka sem „stuðplötu", þess megnuga ab hleypa fjöri í hvaða samkvæmi sem er. Frægast hefur lagið Jameson orö- ið í flutningi Papanna og er þaö á þessum diski. Þetta er þó hreint ekki besta lagiö á plötunni, því lög ein* og „Mennirnir", „Brúökaup VllU kokks" og síðast en ekki síst lagið „Kiddi" eru öll ágætlega flutt lög. -BG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.