Tíminn - 19.12.1995, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.12.1995, Blaðsíða 6
6 Wínmnn Þri&judagur 19. desember 1995 Fimm virkjanakostir í athugun vegna stóribjuframkvœmda: Engin stórvirkjun þeirra á mebal Gert er ráö fyrir að aflþörf þriggja nýrra stóriöjufyrir- tækja, sem ákveðið eða fyrir- hugað er að koma á fót hér á landi, verði um 280 megawött og árleg orkusala til þeirra verði allt að 2300 gígawatt- stundir. Þarna er um að ræða stækkun álversins í Straums- vík, sem talið er þurfa viðbót- arorku um allt að 115 megaw- ött eða 950 gígawattstundir, stækkun Járnblendiverk- smiöjunnar á Grundartanga þurfi um 55 megawött og allt að 450 gígawattstundir og hugsanlegt nýtt álver og er þá miðað viö 60 þúsund tonna álver Columbia Aluminium Corp., sem tæki um 110 megawött eða allt að 900 gíga- wattstundir. Til að afla orku fyrir þennan stóriönaö gera iðnáðarráðu- neytið og Landsvirkjun ráð fyrir verulegum orkuframkvæmdum á næstu árum þar sem aukning afkastagetu Blönduvirkjunar verður fyrsta viðfangsefnið. Vegna stækkunar álversins í Straumsvík er gert ráð fyrir stækkun Blöndulóns á árinu 1996, virkjunar fimmta áfanga Kvíslarveitu á árinu 1997 og að sett verði ný vatnshjól í Búr- fellsvirkjun á árunum 1997 og 1998. Vegna álvers Columbia Aluminium verði ráðist í fyrsta áfanga Nesjavallavirkjunar 1997, fyrsta og annars áfanga gufuvirkjunar í Bjarnarflagi í Mývatnssveit á árunum 1997 og 1998, Hágöngulón 1997 og annars áfanga Nesjavallavirkj- unar 1998. Vegna stækkunar Járnblendiverksmiðjunnar úr tveimur ofnum í þrjá, verði Vatnsfellsvirkjun byggð á árinu 2000. Auk þessara framkvæmda mun þurfa að flýta endurbótum á Sogsstöðvunum og ljúka þeim að mestu á árinu 1997 í stað árs- ins 1999, eins og áformað hefur verið. í fimmta áfanga Kvíslarveitu felst að veita efstu kvísl Þjórsár um veituskurð yfir í Hreysiskvísl þaöan sem vatni er veitt um skurð og lón til Þórisvatns. Stækkun Blönduvirkjunar felst í því að miðlunarlón virkjunar verður stækkað úr 220 gígalítr- um í 400 og gert er ráð fyrir 40 megawatta gufuvirkjun í Bjarn- arflagi. Vatnsfellsvirkjun verður staðsett við núverandi vatnsveg frá Þórisvatni að Krókslóni. Samkvæmt upplýsingum iðnað- arráðherra hefur þegar verið veitt leyfi fyrir hluta þessara framkvæmda, þaö er Kvíslar- veitu og stækkun Blönduvirkj- unar. Umfangsmiklar rann- sóknir hafa veriö stundaðar vegna annarra virkjunarkosta, einkum við Hágöngulón og í Bjarnarflagi, en stefnt er að vinnslu á sérstöku mati vegna umhverfisáhrifa vegna Vatns- fellsvirkjunar á næsta ári. ÞI. Alþingismenn sem detta út af þingi: Eiga bágt á at- vinnumarkaði Þegar þingmaður dettur út af þingi, tekur við erfið atvinnu- Ieit. Kristín Einarsdóttir, fyrr- verandi þingkona Kvennalista, hefur þá sögu að segja í blaði Bandalags háskólamanna. „Mér kom mjög á óvart viðhorf manna á vinnumarkaðnum gagnvart fyrrverandi alþingis- mönnum í atvinnuleit," segir Kristín. Hún hafði samband við at- vinnumiðlunarfyrirtæki í sumar, grennslaðist fyrir um starf mark- aðsfulltrúa sem auglýst hafði ver- ið. Möguleikar hennar voru góðir í byrjun, lífeðlisfræöingur og fyrr- verandi kennari í ýmsum deild- um Háskóla íslands. „En þegar kom þar aö í samtalinu að ég væri líka fyrrverandi alþingismaöur, breyttist tónninn skyndilega. Þá var starfið allt í einu ekki við mitt hæfi og drengurinn vildi sem minnst af mér vita," segir Kristín. Segir Kristín að hún hafi orðið vör við svipuð viðhorf víðar í at- vinnuleitinni í sumar. Hafi máls- metandi menn í samfélaginu raunar sagt sér, að það yrði ekki auðvelt fyrir hana að fá starf — beinlínis vegna þess að hún væri fyrrverandi alþingismaður. En Kristín fékk vinnu. Félag há- skólakennara reyndist hafa annað viðhorf til þingmanna og taldi þingmannsreynslu frekar kost en löst á umsækjanda. Situr Kristín Einarsdóttir nú í Sumarhöllinni við Dunhaga og er nýr fram- kvæmdastjóri félagsins frá því í september. Hún segir reynsluna frá Alþingi koma sér til góða. -JBP Frá framkvœmdum viö stœkkun Isai. Isal leggst gegn áfram- Ríkissjóður seilist haldandi byggö sunn- í erfbafé fatlaðra Aœtlab framlag til Framkvœmdasjóbs fatlabra miklu lœgra en s.l. 4 ár: /1 • • / Þroskahjálp og öryrkjabandalag- fyrirhugaöa aftengingu á bótum líf- an Hafnarfjaröar ið skora á stjórnvöld að hætta við fyrirhugaða aðför að Fram- kvæmdasjóði fatlaðra. Lögum samkvæmt skuli tekjur Erfðafjár- sjóðs renna óskiptar til Fram- kvæmdasjóðs fatlaðra. „Hingað til hafa allar ríkisstjórnir virt þetta ákvæði og því finnst sam- tökunum fráleitt að þessu skuli breytt nú, þar sem endurskoða skal lög um málefni fatlaðra á ár- inu 1996," segir í áskorun sam- takanna. í fjárlagafrumvarpi 1996 segir: „Fjárveiting til Framkvæmdasjóðs fatlaðra (FF) verður 257 m.kr. Áætl- aðar tekjur af erfðafjárskatti 1996 eru 390 m.kr. og rennur mismunur- inn í ríkissjóð til greiðslu á kostnaði við stofnanir fatlaðra." Áætluö fjár- veiting til FF er bú rúmlega 70 millj- ónum króna lægri en fyrir ári, þótt tekjur af erfðafjárskatti séu nú áætl- aðar 80 milljónum kr. hærri en við fjárlagagerð fyrir 1995. Á árunum 1991 til 1994 voru ár- legar tekjur Erföafjársjóðs frá tæp- lega 280 milljónum (1992) upp í tæplega 410 milljónir (1994). Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag íslands skora sömuleiðis á Alþingi að hætta við eyrisþega við almennt kaupgjald í landinu, enda yrðu lífeyrisþegar þá alfariö háðir geðjjóttaákvörðun Ál- þingis með afkomu sína. „Engum öðrum þjóðfélagshópi er boðiö upp á aö búa við slíkt öryggisleysi og lít- ilsvirðingu." ■ íslenska álfélagið hefur farið fram á það við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði að ekki veröi byggt á þegar skipulögðum svæöum fyrir sunnan núver- andi byggð í Hafnarfirði. Er þar um aö ræða óbyggð svæði í áttina að þeim stað sem Sædýrasafnið var á. í bréfi sem fyrirtækið sendi bæjaryfirvöldum í Hafnar- firði 21. nóvember síðastlið- inn koma fram óskir um að ekki verði byggt á tilteknum Samvinna við landsbyggð- ina um stóriðjumál Svavar Gestsson, þingmaður Reykvíkinga og stjórnarmað- ur í Landsvirkjun, boðaði í umræðum á Alþingi um samninginn um stækkun ál- versins í Straumsvík, tillögu um skipan sjö manna nefnd- ar, er kanna eigi möguleika á því hvaða stóriðjufram- kvæmdum megi koma fyrir á landsbyggðinni. Ljóst sé aö af fyrirhuguðum framkvæmd- um á subvesturhorni landsins muni hljótast röskun á byggö og aukið ójafnvægi í búsetu á landinu frá því sem nú er. Finnur Ingólfsson iðnabarráð- herra sagði að í raun væri skip- un slíkrar nefndar óþörf, vegna þess að þegar væri farib að vinna að þessum málum á veg- um ibnaðarráöuneytisins. Ætl- unin væri að sú vinna fari fram í samvinnu við sveitarstjórnir á viðkomandi svæðum og kostir yrðu þannig kannaðir og metn- ir í náinni samvinnu heima- menn. Steingrímur J. Sigfússon, þing- maður Norðurlands eystra, sagði iðnaðarráðherra aðeins vera að draga gamlar hugmyndir um staðarval uppúr skúffum Jóns Sigurðssonar, forvera síns í iðn- aðarráðuneytinu, sem engu hafi skilað til landsbyggöarinnar. Finnur Ingólfsson kvað mikil- vægt að vinna þessi mál í náinni samvinnu við heimamenn og ætti stjórnarandstaðan ekki að þurfa að amast við slíkum vinnubrögðum. ÞI. svæðum þar sem íbúðabyggð hefur veriö skipulögð. Þetta kom fram í umræðum um samninginn um stækkun ál- versins á Alþingi á laugardag. Það var Hjörleifur Guttorms- son, þingmaður Austuriands, sem vakti máls á þessu í þriggja og hálfrar klukkustundar langri ræðu sinni um málið. Hann vitnaði í bréf Álfélagsins og sagði þetta forkastanleg vinnu- brögð að senda þetta erindi til Hafnfirðinga eftir að samning- urinn hafi verið undirritaður og jafngildi þau hálfgildings hótun í þeirra garð. Þetta muni gera bæjaryfirvöldum erfiðara fyrir um að markaðssetja þessi byggingasvæði og sagði að í þessu fælust hugmyndir um frekari stækkun álversins í framtíðinni. Hjálmar Árnason, þingmað- ur Reyknesinga, tók einnig til máls um þetta atriði og kvað bæjaryfirvöld í Hafnarfirði telja að með þessu hafi íslenska álfé- lagið komið í bakið á þeim og setti þetta ákveðinn blett á málið í heild. ÞI.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.