Tíminn - 04.04.1996, Blaðsíða 13

Tíminn - 04.04.1996, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 4. apríl 1996 13 ¥ john Travolta sem orrustuflugmaburinn Vic Deakins sem stelur kjarn- orkusprengju í Broken Arrow. 10. Eyes of an Angel (1991) 11. Shout (1991) 12. Look Who's Talking Too (1990) 13. Experts, The (1989) 14. Look Who's Talking (1989) 15. Perfect (1985) 16. Staying Alive (1983) 17. Two ofa Kind (1983) 18. Blow Out (1981) 19. Urban Cowbcy (1980) 20. Grease (1978) 21. Moment by Moment (1978) 22. Saturday Night Fever (1977) 23. Carrie (1976) 24. Devil's Rain, The (1975) ■ Ab hætti Bretanna Vonir og væntingar (Sense and Sensibility)***l/2 Handrit: Emma Thompson. Byggt á samnefndri skáldsögu |ane Austen Leikstjóri: Ang Lee A&alhlutverk: Emma Thompson, Kate Winslet, Hugh Crant, Alan Rickman og Greg Wise Stjörnubíó Öllum leyfb Breska leikkonan Emma Thompson hlaut á dögunum Óskarsverðlaun fyrir besta hand- ritiö sem byggt er á áðurútgefnu efni fyrir Vonir og væntingar. Það verður að teljast veröskuldað því hún nær að gera sígildri skáldsögu Jane Austen hátt undir höfði og jafnframt að draga fram það besta úr henni þannig að frá- sögnin samræmist frásagnarmáta kvikmynda. Útkoman er vönd- uð, vel leikin og umfram allt skemmtileg mynd að hætti Bret- anna. Sagan gerist í Englandi á 19. öld og segir af ástarmálum tveggja systra, Elinor og Mari- anne Dashwood, leiknum af Emmu Thompson og Kate Wins- let, sem yeröa ærið flókin. Ástæð- an er ekki að þær geti ekki gert upp á milli karlmanna heldur ýmsar flækjur sem skapast aðal- lega vegna vandræðagangs karl- anna og stífra leikreglna í þessum málum. Elinor, sú eldri, lætur-til- finningar sínar sjaldan í ljós en Marianne er hins vegar alltaf á útopnu og um leið auðsærð. Ást- arsorgin veröur þó hlutskipti þeirra beggja og það er allt annað en auðvelt fyrir þær að láta mál- in þróast sér í hag. Efnistök og umgjörð Vona og væntinga minna oft á verk sam- starfsmannanna Ismail Mer- chant, James Ivory og Ruth Pra- wer Jhabvala sem einnig hafa gert sígildum bókmenntum Breta skil á hvíta tjaldinu, m.a. Ho- ward's End og Room with a View, sem byggja á bókum E.M. Forsters. Handrit Emmu Thomp- son hefur það þó fram yfir um- rædd verk að hún er óhrædd vib að leyfa vænum skammti af gríni að fljóta með. Öll verkin eiga það sammerkt ab vera öðrum þræði ádeila á siði, viðmið og hræsni Viktoríutímans í Englandi. Þab er fátt betra en dálítið af háði og spaugi til að koma ádeilu til skila og þetta gerir frásögnina líflegri án þess að skuggi falli á alvarlegri hliöar sögunnar. Þaö er alveg ljóst aö myndin væri hvorki fugl né fiskur ef leik- ararnir næðu sér ekki á strik. Eins og vib var ab búast er Emma Thompson mjög góð í hlutverki Elinor og ekki er hin unga Kate Winslet síðri sem Marianne. Hugh Grant leikur ástina í lífi Eli- nors, klaufskan í tali og háttum, hlutverk sem hann hefur oft leik- ið áður og fer léttilega með. Að lokum er rétt að minnast á Alan Rickman>einn af vanmetnari leikurum Breta, en hann stendur sig með mikilli prýði að venju. Vonir og væntingar er fyrst og fremst stórsigur fyrir Emmu Thompson en þáttur leikstjórans, Ang Lee, er einnig stór. Vonandi verður framhald á samstarfi þeirra því byrjunin gerir meira en að lofa góðu. ■ Þegar íslenski osturinn er kominn á ostabakkann, þegar hann kórónar veislumatinn - bræddur eða djúpsteiktur - eða er einfaldlega settur beint í munninn m0 BÓNDABRIE : Með kexinu, brauðinu "V' og ávöxtunum. Mjög góður djúp- eða smjörsteiktur. ... .DALABRIE Á ostabakkann og með kexi og ávöxtum. DALA BRIE 30 g Góður að grípa til! HVITLAUKS- OSTUR Við öll tækifæri og frábær í sósur. GRÁÐAOSTUR Tilvalinn til matargerðar - í súpur, sósur eða til fyllingar í kjöt- og fiskrétti. Góður einn og sér! CAMEMBERT Einn og sér, á ostabakkann og í matargerð. LÚXUSYRJA'Wi Mest notuð eins og hún kemur fyrir en er einkar góð sem fylling í kjöt- og fiskrétti, Bragðast mjög vel djúpsteikt. (mjónMostiii* DJUPSTEIKTUR CAMEMBERT Sem smáréttur eða eftirréttur. RJÓMAOSTUR : Á kexið, brauðið, í s< og ídýfur. OSTAKAKA Sem ábætisréttur, með kaffinu og á veisluborðið. PEPPERONEOSTUR Góður f ferðalagið. HVÍTUR KASTALI Með ferskum ávöxtum v, eða einn og sér. SmjöbS^'

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.