Tíminn - 07.08.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.08.1996, Blaðsíða 4
4 Miövikudagur 7. ágúst 1996 ÍMmt STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gu&mundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Jæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1700 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 150 kr. m/vsk. Ofbeldi og niðurlæging Helstu fréttir af verslunarmannahelgi eru um gengdarlausan drykkjuskap, fíkniefnaneyslu og ofbeldi af ýmsum toga. Veður var rysjótt um land allt um verslunarmannahelgina og ekki síst þar sem fjölmenn mót voru haldin. Fjöldi manns lenti í hrakningum af þeim sökum og eru ófagrar lýs- ingnar af rifnum og foknum tjöldum og í hvaða ástandi fólk var sem verið var að bjarga í húsa- skjól. Samkomur verslunarmannahelgar eiga lítið skylt við þær fjölskylduhátíðir sem mótshaldarar vilja halda fram að þær séu. Og þeir eru ódeigir við að skella skuldinni af þeim ómenningarbrag sem á þeim er á aðra. Löngu fyrir hverja verslunarmannahelgi er farið að auglýsa hvar fjörið verður og fjölmiðlar ýta undir og beina fjölda ungmenna sem öðrum á til- tekna staði. Gróðasjónarmiðin ein ráða ferð. Þeir sem sjá um samgöngur reyna að flytja eins marga og unnt er á mótsstaði og ráða síðan ekkert við að koma fólki til baka í tæka tíð og úr verður ábyrgðarlaus ringulreið. Svipað má segja um þá sem selja inn á svokallaðar hátíðir. Fólki er hrúgað inn á skemmtisvæðin eða tjaldstæði og þegar eitt- hvað bjátar á er það hlutverk lögreglu og björgun- arsveita að bjarga fólki hverju frá öðru eða undan óveðri, sem enginn vill vita að von er á og skellur svo á sauðdrukknum og ósjálfbjarga hátíðargest- um. Ár eftir ár endurtaka svipaðar sögur sig á mis- munandi stöðum á landinu. Ófurölvi og uppdóp- aðir hátíðagestir verða sjálfum sér og öðrum til skammar og skapraunar. Ofbeldi, svo sem nauðg- anir og barsmíðar eru hluti hátíðanna og ber margt ungmennið þess menjar ævilangt að taka þátt í útihátíð. Og alltaf er fjöldi manns að mæla öllu þessu bót. Þeir sem efna til skemmtanahaldsins þylja sömu tugguna aftur og aftur. Það eru aöeins örfáir ung- lingar sem hegða sér illa og koma óorði á alla hina. Annars eru allir stilltir og prúðir og skemmta sér fallega. Og það er segin saga að alltaf eiga það að vera unglingar á gelgjuskeiði sem hegða sér illa, og aðeins fáir þeirra. En á Akureyri er staðfest að meðalaldur þeirra sem verst létu og komust undir manna hendur fyr- ir skemmdarverk og annað skrílsæði var um tví- tugt. Varla nein börn það. Vitnisburður íbúa á Akureyri um hvernig bær- inn þeirra var leikinn um helgina er óræk sönnun þess hvað þar fór fram, þótt hinir eiginlegu söku- dólgar beri blak af öllum ósómanum. Þeir sem standa fyrir útihátíðum og flutningi fólks landshorna á milli til að taka þátt í fjöldafyll- iríi með tilheyrandi afleiðingum ættu að fara að sýna meiri ábyrgð á gjörðum sínum og vondu skipulagi. Þetta lið þykist alltaf vera sárasaklaust af því sem aflaga fer og kenna í sífellu einhverju öðru um þegar allt fer úr böndunum og ofbeldið og nið- urlægingin tekur völdin. Vinsamleg hjálparhönd Ólafur Ragnar Grímsson forseti íslands segir í vibtali viö Morg- unblaðið um helgina að pólitísk umræða á íslandi þurfi ákveð- innar endurnýjunar við hvað varðar innihald og umræðustíl. Margir geta eflaust tekið undir þessi orð forsetans, enda hefur margoft komið fram í þjóðarsál Rásar 2 að pólitíkin á Islandi er samansuða af stagli, sömu frös- unum og sömu loforðunum ár eftir ár. Þjóöarsálin virðist líka sammála um að það sé sami rass- inn undir öllum þessum pólit- íkusum þannig að sífellt sé verið að endurtaka sama gamla stefið. Ríó tríóið orðaði þetta á eftir- minnilegan hátt í söngtextan- um sínum: „Fólk er yfirleitt, orðið ósköp þreytt..." Nýr bandamaður Og nú hefur þjóðarsálin eignast nýjan banda- mann í forseta lýðveldisins sem líka var orðinn óttalega þreyttur á þessu pólitíska stagli sem ein- kennir ísland og íslensk stjórnmál. í Morgunblað- sviðtalinu segir Ólafur einmitt: „Þetta eru oftast sömu málin ár eftir ár, aftur og aftur. Mér fannst ég vera farinn að kunna þau utan að og mér hefur alltaf þótt utanbókarlærdómur dálítið leiðinlegur. Þess vegna var það mér að ýmsu leyti skemmtileg tilbreyting fyrir ári ári að láta af forystustarfi á vettvangi stjórnmálanna og geta fariö að helga mig öðrum málum sem fólu í sér meiri ögrun." Þessi reynsla Ólafs Ragnars sem nú sér stjórn- málavafstrið utanfrá er vitaskuld nokkuð sem aðr- ir stjórnmálaforingjar úr öðrum stjórnmálaflokk- um hafa mikinn áhuga á að heyra meira um, enda líka eflaust orðnir þreyttir á endurtekningum stjórnmálanna. Þetta á ekki hvað síst við um þá foringja sem ekki eiga að baki jafn litríkan og fjöl- breyttan stjórnmálaferil og Ólafur. Endurtekning- in og stöðnunin hlýtur einfaldlega að vera að gera út af við slíka menn og koma þá sérstaklega upp í hugann formenn gömlu flokkanna, menn eins og Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokks- ins, Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðu- flokksins og Davíð Oddsson formaður Sjálfstæðis- GARRI flokksins. Það er ekki nóg með að landsmálaumræðan sem þessir menn þurfa að taka þátt í sé full endurtekninga, heldur er innra starfið hjá þeim í til þess að gera föstum skorðum. Því má ijóst vera — þrátt fyrir að menn séu að reyna að kalla slíkt til- breytingarleysi stöðugleika — að að endurtekningarnar of- sækja þessa stjórnmálaforingja með jafnvel enn meiri krafti en þær gerðu forseta lýðveldisins á sínum tíma. Villuráfandi flokks- formönnum bjarg- ab? En það er hins vegar til marks um hversu langt Ólafur Ragnar er kominn frá sínu gamla hlutverki sem stjórn- málaforingja í þjóðmálastaglinu, að hann er af höfðingsskap tilbúinn til að liðsinna öðrum stjórnmálaforingjum, eins og t.d. Halldóri, Jóni Baldvin og síðast en ekki síst Davíð Oddssyni um það hvernig þeir geti losnað út úr þeirri pólitísku stöðnun sem þeir sitja fastir í. Svo enn sé vitnað í viðtal Moggans við Ölaf: „Ég tel reyndar að þetta rútínueðli íslenskra stjórnmála sé stjórnmálaum- ræðunni í landinu fjötur um fót. Ég held ef ég gæti orðið fyrrum starfsfélögum mínum í öllum flokkum á Alþingi að liði sem forseti þá væri það kannski í því að ræða við þá um nauðsyn þess að innleiða ferskleika og endurnýjun í viðfangsefni og stafshætti þings og stjórnvalda." Ólafur Ragnar sýnir með þessum ummælum sínum að hann er hafinn yfir hversdagslega flokkapólitík og hefur tekið að sér alveg nýtt hlut- verk, sem er hlutverk eins konar landsföður stjórnmálamanna á forsetastóli. Ólafur hefur boð- ið villuráfandi stjórnmálaforingjum aðstoð við að ná áttum þannig að upp megi rísa fersk, inni- haldsrík og gagnleg stjórnmálaumræða í landinu. Ekki er aö efa að stjórnmálaforingjar muni fagn- andi fylkja sér undir forustu Ólafs í þessum efn- um. Garri Þjóðleg hátíðahöld Það bar til tíðinda um helgina að meðal þeirra sem voru drukknir á bindindismótinu á Galtalæk voru unglingarnir ekki verstir, aö sögn mótstjór- ans. Hann er líka borinn fyrir því hve forsetahjón- in skemmtu sér vel og er ánægjulegt að þjóðin skuli loks hafa fengið sér þjóðhöfðingja sem hafa smekk fyrir hinum sérstæðu og stórfenglegu há- tíðahöldum sem efnt er til fyrstu helgina í ágúst ár hvert. Mikil uppsöfnuð reynsla er af skemmtanahaldi um verslunarmannahelgi. í Eyjum hefur þjóðhá- tíð verið haldin allt frá 1874 og með síaukum glæsibrag ár frá ári. Þangað flykkjast ungir sem gamlir til að horfa á brennu á Fjósakletti og gleðj- ast með glöðum. Þar er margt til skemmtunar, eins og þegar tjöldin sveipast ofan af þúsundum drukkinna og dópaðra hátíðargesta og lögregla og björgunarsveitir taka til höndum að drösla votum og hröktum í hús. Það er íþróttaæskan sem stendur fyrir hátíðleg- heitunum sem ávallt takast eins vel og eiga hátíð- arhaldarar aldrei nógu sterk orð til að lýsa því í fjölmiðlum hve allt heppanast nú dæmalaust vel. Undir það taka landabruggarar og dópsalar á öllu hæverskari hátt. ------------- bátar Egils í veislusiðum og ganga til leika með svipuðu hugarfari og svipmesti sonur íslenskrar menningar. Litlu skinnin eftirlitslaus Fornar dyggbir endurvaktar Hallól, sögðu Akureyringar þegar tíu þúsund manns dreif að til að samfagna heimamönnum yfir helgina. Þar var haldin fjölskylduhátíð, eins og víðar, og gekk þar allt vonum framar. Auglýsingaherferð stóð yfir vikum saman til að laða fólk sem víðast að á Akureyrarhátíð. Tókst hún svo vel að enn fleiri komu til að fagna hall- óinu en hinir bjartsýnustu höfðu reiknað með. Það verður að fara í háklassískar bókmenntir vorar til að finna samjöfnuð við hallóhátíðina á Akureyri. Þegar Egill Skallagrímsson fór út að skemmta sér gerði hann sér leik að því að krækja auga úr drykkjufélögum sínum og æla yfir þá og umhverfiö. Þetta var leikið nákvæmlega eftir á hallóhátíð- inni í höfuðstað Norðurlands og sýnir að enn er dugur í íslenskum kempum og eru þær ekki eftir- Einu óróaseggirnir sem gerðu bæjarstjórninni í hallóbænum gramt í geði voru foreldrar fyrir sunnan sem sendu börn sín eftirlitslaus á fjöl- skylduhátíð fyrir norðan. Tvítugir krakkar gerðu pólitíinu gramt í geði og rústuðu slysavarðstofuna og létu flestum látum nema góðum. En allt voru þetta bestu skinn sem réðu ekkert við þótt þau limlestu hvert annað og nauðguðu stúlkum þegar vel bar í veiöi. En allt er það foreldrunum að kenna að senda litlu skinnin á þrítugsaldri eftir- litslaus á fjölskylduhátíð fyrir norðan. Og ekki er nema von að stúlkum sé nauðgað á fleiri sólarhringa útihátíðum. Mótshaldarar neita að borga sérfræðingum Stígamóta í guðrækilegu kynlífi og hátterni hátíðargesta laun fyrir að halda uppi góðum skikk og siðlegu líferni á margfræg- um fjölskylduhátíðum. Því fer sem fer og það er ekki Stígamótum að kenna að meyjar í þjóðhátíð- ---------------------------- ar- og hallóbæum lendi í þeim óvæntu hrakningum að strákar VlOðVaílgl gerist fulldjarftækir þegar sú vonda náttúra hellist yfir þá drukkna og dópaða og þeir grípa til þeirra kroppa sem hendi eru næst þegar svo vill verkast. En það er eins og annað bara foreldrunum að kenna að senda blessaða prúðu piltana sína eftir- litslausa á samkomur íþróttafélaga og bæjar- stjórna, sem segja allt heppnast prýðilega og fjöl- miðlar skila svo prýðilega til þeirra fáu lands- manna sem ekki ekki héldu verslunarmannahelg- ina hátíðlega. Svo er gleðilegt að fá að frétta hve Umferðaráð stóð sig vel og á margfaldar þakkir skyldar fyrir prúðmannlega umferð. Skítt með öll slysin og ölvnaraksturinn. Við hlustum ekki á rövl um það fremur en að hátíðahöld hafi ekki farið fram eins og íþróttafrömuðir og bæjarstjórar vilja vera láta. Ekkert skyggir á nema fylliríið í Galtalæk en það er bót í máli að þjóðhöfðingjar okkar skemmtu sér þar hið besta að bestu manna yfirsýn. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.