Tíminn - 07.08.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.08.1996, Blaðsíða 7
Miövikudagur 7. ágúst 1996 7 Deilur heilsugœslulœkna og sérfrœöinga blossa upp í uppsögnum hinna fyrrnefndu, sem Gunnar Ingi Gunnarsson segir aö séu alvöru uppsagnir, geröar fyrir hálfu ári. Gunnar Ingi um „innrásir" sérfrœöinga á sjúklinga"markaöinn": Heilsugæslukerfib í borginni er ab hrynja 120 heilsugæslulæknar eru hættir störfum viö heilsu- gæslustö&var landsins, fjórir hafa dregið uppsagnir sínar til baka. Heilsugæslulæknar eru með uppsögnum sínum að slá skjaldborg um heilsu- gæslukerfi landsmanna, sem sett hefur verið á fót fyrir gíf- urlegt fjármagn á undanföm- um ámm og er enn í upp- byggingu. Heilsugæslulæknar segja að kerfið sé að hrynja, einkum á höfuðborgarsvæð- inu þar sem starfið minnki með sífellt með aukinni þjón- ustu sérfræðinga. Knúið er á um reglur sem tryggja heilsu- gæslukerfinu líf. Þessu til við- bótar vilja læknar heilsu- gæslustöðva nýja kjarasamn- inga, en þeir hafa verið lausir í hálft annað ár. Hættir — en bíöa átekta Í gær örlaði á alvöru viðræð- um læknanna. og samninga- nefndar ríkisins. „Við erum flestallir hættir, en það er spurningin hvaðan læknar eiga að koma til að taka við af okkur," sagði Gunnar Ingi Gunnarsson heilsugæslu- læknir í samtali við Tímann í gær. Af læknum að vera eru heilsu- gæslulæknar ekki með há laun, raunar slök laun miðað við sér- fræðinga almennt, en ágæt miðað við margar aðrar starfs- stéttir. En deila heilsugæslu- lækna landsins við heilbrigðis- yfirvöld og fjármálavaldiö hef- ur verið vægast sagt óljós í hug- um alls almennings. En eins og fyrr greinir gengur hún út á þetta tvennt, — vörn fyrir dýrt heilbrigðiskerfi og launahækk- anir. Heilsugæslulæknar eru hættir störfum, en bíöa engu að síður átekta. Þetta verður að teljast samningatækni, enda þótt læknarnir viðurkenni það ekki. Læknafélagiö blandar sér í máliö Gunnar Ingi segir að bréf sem Læknafélag íslands hafi sent frá sér að morgni síðasta dags júlí- mánaðar hafi sett óvænt strik í reikninginn. Þar var farið fram á að stjórnin varaði menn við, bað menn að koma og ræða við stjórnina ef stöður 120 heilsu- gæslulækna yrðu auglýstar lausar til umsóknar. „Á þessu atriði strandaði allt fyrir miðnætti hins fyrsta ágúst. Samninganefnd ríkisins vildi ekki taka við gagntilboði sem við vorum tilbúnir með þennan morgun. Þar af leiddi að samn- inganefnd ríkisins vissi ekki hvað bar á milli efnislega," sagði Gunnar Ingi Gunnarsson heilsugæslulæknir í Árbæ. Samningaumræðum var slitið áður en heilsugæslulæknar gátu viðrað tilboð sitt! Gunnar Ingi segir að sér finnist það ekki fag- mannlega að verki staðið. Það hafi verið augljóst mál að ríkis- sáttasemjari gæti ekki höndlað Frá samningafundi heilsugœslulœkna. vandamál af þessu tagi. Hann hafi ýtt málinu frá sér. Rofar til í deilunni? Að kvöldi frídags verslunar- manna var síðan haldinn ftrnd- ur að frumkvæði Ólafs Ólafs- sonar landlæknis. Þar mættu samninganefnd ríksins, Gunn- ar Ingi fyrir hönd heilsugæslu- lækna, tveir fulltrúar úr stjórn Læknafélags íslands, og land- læknir og aðstoðarlandlæknir. Á fundinum var farið yfir deilumálið sem snýst að því best verður séð mest um forms- atriði. Gunnar Ingi Gunnarsson segir að andrúmsloftið hafi ver- ið gott. Raunhæfur möguleiki sé nú fyrir hendi að setja deil- urnar niður. „Ég tel að nú séu mun meiri líkur á að eiginlegar samnin- gaumræður geti farið af stað. En til þess að svo megi verða, þarf stjórn Læknafélags íslands að koma saman og ráða ráðum sín- um, og það ætlar hún að gera í dag, þriðjudag. Heljartök á ríkissjóöi Margir hafa undrast uppsagn- ir tuga lækna á nákvæmlega sama tíma. Eru þetta uppsagnir eða tilraun til að ná heljartök- um á ríkissjóði í launadeilu? Og er slík aðgerð í raun og veru heilbrigð sem verkfallsaðgerð? „Málið er það að það var sam- eiginlegur skilningur okkar allra að heilsugæslan væri að hrynja í Reykjavík. Og það er engin spurning að svo er og engar ranghugmyndir. Heilsu- gæslan í borginni er á undan- haldi á sama tíma og sérfræð- ingum fjölgar afar hratt. Við sá- um það fyrir ári síðan að ef þetta héldi áfram þá mundi þetta rekstrarform á heilbrigðis- þjónustu utan spítalanna kannski eiga eftir fimm til tíu ár. Við sögðum sem svo að það væri búið að mennta okkur til að starfa með ákveðnum hætti til að veita ákveðna skipulagða þjónustu. Gildandi lög kveða á um þetta skipulag, en það fær aðeins að vera í friði í dreifbýl- inu. En viö viljum ekki sjá skipulagið hrynja til grunna, og það er nánast fullkomin sam- staða um þetta um land allt. Við sögðum að við værum oft búnir að vara við, en núna var gripið til þessara örþrifaráða, viö sögðum að við mundum allir hætta ef ekki yrði gripið í taumana," sagði Gunnar Ingi. Bankaö upp á hjá Friöriki Viðræður við heilbrigðisráðu- neyti tóku lengri tíma en reikn- að hafði verið með. Ráðherra notfærði sér þann rétt sinn að framlengja uppsagnarfresti læknanna til 1. ágúst. I júlíbyrj- un gaf ráðherra út yfirlýsingu á blaðamannafundi þar sem lýst var stefnunni í málum heilsu- gæslunnar næstu árin. Á þetta féllust heilsugæslulæknar og sögðu að ef ráðherra tækist að ná fram markmiðum sínum, þá mundi það bjarga heilsugæslu- kerfinu. „Við sögðum það í uppsagn- arbréfum okkar að við gætum ekki rætt um kaup og kjör með- an þessi þáttur væri óafgreidd- ur. En sögðum jafnframt að ráð- herrann hlyti að skilja að ef þetta mál leystist yrðum við að endurnýja kjarasamninga okk- ar, sem voru búnir að vera laus- ir í hálft annað ár. Við bönkuð- um upp á hjá fjármálaráðherra samkvæmt því sem við höfum alltaf sagt Ingibjörgu Pálma- dóttur. Það hittist nú svo á að þær viðræður fóru af stað á hin- um framlengda uppsagnar- fresti. Síðan verður til ágrein- ingur en auðvitað getur enginn sagt að ágreiningur sem varð til í júlí, sé forsenda uppsagna sem urðu til í febrúar, hálfu ári áð- ur," sagði Gunnar Ingi Gunn- arsson. Launakjör heilsugæslu- lækna En hver eru kjör lækna á heilsugæslustöðvum landins? Gunnar Ingi segir að launa- kjörin hjá heilsugæslulæknum hafi hrunið á síðustu árum. Sjálfur hafi hann haft 300 þús- und krónur á mánuði á síðasta ári. Þau laun hafi hann fengið fyrir að vera yfirlæknir heilsu- gæslustöðvar, stjórnarformaður Læknavaktarinnar, stjórnar- maður í stjórnarnefnd Ríkis- spítalanna og í heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar - - auk þess að ganga vaktir. „Við höfum hrunið í tekjum undanfarin ár," sagði Gunnar Ingi. Hann sagði að menn gengju núna út frá því að stefna Ingi- bjargar Pálmadóttur heilbrigð- isráðherra kæmist í fram- kvæmd. Þarmeð væri málum borgið. Ef ekki hefði komið til þessarar umræðu og aðgerða hefði heilsugæslukerfið á höf- uðborgarsvæðinu hreinlega hrunið á skömmum tíma. Á tímabilinu ágúst til nóvember- loka 1995 hafi komið 19 sér- fræðingar inn á sama vinnu- markað í Reykjavík. Það segði sína sögu. Hjúkrunarfræöingar í lækna staö „Verkfall" heilsugæslulækna, eða læknislausar heilsugæslu- stöövar í 6 daga, hafa ekki skap- að sýnilegan glundroða í heil- brigðismálum, ekki enn sem komið er, sem auðvitað er furðulegt. Fólk virðist finna önnur úrræði. Auk þess féllust heilsugæslulæknar á það fyrir helgi að gegna neyðarþjónustu á landsbyggðinni. Fyrstu dagana var álag á hjúkrunarfræðinga heilsu- gæslustöðvanna gífurlegt að sögn Ástu Möller formanns Fé- lags íslenskra hjúkrunarfræð- inga. Ásta sagði að hjúkrunar- fræðingar hafi verið á bakvökt- um vegna ástandsins og hafi þeir reynt að sinna skjólstæð- ingum víða um land í fjarveru læknanna og reynt að meta þörfina á að kalla til lækni. Fé- lagið hefur skorað á heilbrigðis- og fjármálayfirvöld að aflétta því sem það kallar „ófremdar- ástandi í heilbrigðisþjónust- unni", og ganga til samninga nú þegar. „Hjúkrunarfræðingar munu hér eftir sem hingað til sinna frumskyldu sinni og veita skjól- stæðingum sínum lið í þeirri von að samningsaöilar misnoti sér ekki ábyrgðartilfinningu hjúkrunarstéttarinnar," segir Ásta Möller. -JBP

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.