Réttur


Réttur - 01.10.1934, Side 38

Réttur - 01.10.1934, Side 38
Mnu versta af þessum æfintýramönnum í stjórnarsessi Þýzkalands. Virðing sú, sem þessi stjórn kunni að eiga sér meðal sumra ríkja, er hugðu á hernaðarbandalag við Þýzkaland, hlaut að verða að engu, þegar svona .greinilega kom í ljós, hversu fallvalt, gerfúið og gagn- sýrt af klíkuskap og sundurþykki nazistaalræðið var orðið. 2. júlí lét Hitler kalla saman ríkisþingið, til þess að sýna hæfileika sína í sérgrein nazistanna: samningu aftúrvirkra laga. — Hitler lætur lífláta nokkur hundr- uð manna. Síðan lætur hann „ríkisþingið“, sem skipað er af honum sjálfum og stofnsett með kosningasvikum og ofbeldi, samþykkja lög, er heimila honum þá glæpi, sem hann er búinn að drýgja tveim dögum áður. Á þingfundinum 2. júlí heldur Hitler ræðu, þar sem hann þykist ætla að gefa landslýðnum skýrslu um undir- rót atburðanna. Þar lýsir hann vel undirbúnu samsæri, sem Röhm og aðrir hinna myrtu nazistaforingja hafi undirbúið gegn stjórninni, í því skyni að steypa henni og taka síðan völdin í sínar hendur. Von Schleicher átti að hafa staðið í sambandi við erlend ríki og rekið víð- tæka landráðastarfsemi. Yfirleitt átti að telja mönnum trú um, að þarná hefði „afturhaldið“ verið á ferðinni og reynt að svíkja þjóðina í hendur erlendu valdi, en Hitler og hans klíka hefði með fádæma hugprýði og stjórnkænsku komið í veg fyrir, að þær ráðagerðir tækjust, og þannig bjargað þjóðinni frá yfirvofandi ógæfu. Miklu fróðlegri en slíkar reyfarasögur voru afhjúp- anir Hitlers sjálfs á hinni ótrúlegu spillingu, sem þró- azt hefir í herbúðum nazistanna. Allur heimurinn vissi að vísu um sóun nazistabroddanna á ríkisfé, um svallið, drykkjuskapinn og ólifnaðinn, sem meðal þeirra hafði viðgengizt. Þó mun að minsta kosti mörgum af áhang- endum Hitlers hafa hnykkt við, er þeir heyrðu af munni Hitlers í ríkisþingræðu hans, af munni Göbbels í þýzka útvarpinu, hversu ótrúlega víðtæk þessi spilling hafði 134

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.