Réttur


Réttur - 01.05.1937, Qupperneq 29

Réttur - 01.05.1937, Qupperneq 29
virðingarverðum tilraunum til þjóðnýtingar á ríkis- fjármagninu til styrktar hinum smáa manni í lífsbar- áttu hans. Enn hefir Framsóknarflokkurinn beitt sér fyrir þjóðnýtingu á kjöti og mjólk. Loks hefir hann beitt sér fyrir beinum ríkisrekstri á ýmsum þýðingar- mestu greinum utanríkisverslunarinnar og ríkis- rekstri á íslenzkum stóriðnaði, þar á meðal „hrundi Framsóknarflokkurinn í framkvæmd.... stærsta fyr- irtækinu, sem ríkið starfrækir“, eins og formaður Framsóknarflokksins kemst að orði af réttmætu stolti um síldarverksmiðjuna á Siglufirði, í dagblaði flokks- ins 20. apríl 1937. Ég held að það sé ógerningur fyrir nokkurn vinstri- foringja að koma því inn hjá vinstrikjósendum í land- inu að ágreiningur um þetta efni geti orðið vinstri- fiokkunum að samvinnuslitum. Ágreiningur um þetta mál innan vinstrifylkinganna er tilbúinn íoringja- ágreiningur, sem á sér engar rætur í þjóðinni. Annað lagafrumvarp sem vinstriforingjarnir hafa forðazt að koma sár saman um, er um vinnulöggjöf. Vitanlega er í frumvarpi því sem Framsókn hefir lagt fram, margt sem vinnandi menn, félög þeirra og flokk- ar geta ekki fallizt á. Það er utan umgerðar þess sem hér er sagt að fara að gagnrýna einstök ákvæði í þessu frumvarpi. Ég ætla að láta mér nægja að benda á þetta frumvarp sem skýrt dæmi þess, hvernig vinstri flokkur getur stundum talið hagkvæmt að rétta í- haldinu, ef ekki alla höndina, þá að minnsta kosti litla fingurinn, í von um að halda friði við þá og hafa þá góða. Eiga nú aðrir vinstriflokkar að rjúka upp til handa og fóta og segja Framsókn upp hollustu og trúnaði fyrir bragðið, en taka í þess stað upp baráttu gegn henni eins og illvígum hægriflokki? Ég held að það væri mjög illa ráðið. Um vinnulöggjöf er það að segja, að vitaskuld er það ekki nema æskilegt að til sé slík löggjöf, og að 109

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.