Réttur


Réttur - 01.05.1937, Blaðsíða 46

Réttur - 01.05.1937, Blaðsíða 46
er skiljanlegt, þrátt fyrir allt. En að verkalýður Ev- rópu bregðist verkalýð Spánar, eins og orðið hefir, er furðulegra. Raunar er það ekki sjálfur verkalýð- urinn, sem hefir brugðizt, heldur forráðamenn verka- lýðsins, eins og það eru ekki þjóðirnar, heldur for- ráðamenn þeirra, sem brugðizt hafa. En staðreynd er, að verklýðsstétt Evrópu hefir ekki notað sitt stór- kostlega' vald til hjálpar stéttarbræðrum sínum á Spáni og stéttarsystrum. Það er orðið til minkunar miklum hluta af verklýðsstétt Vestur-Evrópu, að hún skuli hafa látið það viðgangast fram á þennan dag, að fámennur hópur manna, sem tengdari er bur- geisastéttinni en verklýðsstéttinni, viðhaldi klofningu hennar. En þetta eru náttuglurnar, sem sitja að stjórn í II. Alþjóðasambandinu og Amsterdamsambandinu. Hér skal ekki rætt um hin almennu samfylkingartil- boð Alþjóðasambands kommúnista og Rauða verk- lýðsfélagasambandsins, sem öllum hefir verið hafnað. En í sambandi við Spánarmálin hafa þessi síðarnefndu sambönd hvað eftir annað boðið þeim fyrnefndu til sameiginlegrar baráttu, sem ekki færi út fyrir tak- mörk beinnar liðveizlu við spönsku alþýðuna. Slíkt tilboð var fyrst sett fram 1934, í tilefni af uppreisn- inni í Astúríu. Allar slíkar tilraunir hafa verið árang- urslausar. Jafnáðarmannaflokkur Spánar hefir hvað eftir annað krafizt þess af sínu eigin alþjóðasam- bandi, að þessari baráttueiningu yrði komið á, en for- ingjar alþjóðasambandsins hafa látið allar slíkar kröfur liðsmanna sinna sem vind um eyru þjóta. Loks fengu þó spánskir jafnaðarmenn því fram- gengt, að hin tvö alþjóðasambönd sósíaldemókrata efndu til fundar um Spánarmálin 10.—11. marz í London. Fundurinn var haldinn fyrir stranglega lukt- um dyrum, og ræða Bevins, aðalframsögumannsins, var ekki birt. Sendinefnd spánskra jafnaðarmanna, sem borið hafði fram kröfu um það, að kölluð yrði saman alþjóðaráðstefna allra andfasistískra félaga og 126

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.