Réttur


Réttur - 01.07.1937, Blaðsíða 10

Réttur - 01.07.1937, Blaðsíða 10
ustu við sinn eigin málstað. Gagnið af samfylkingu al- þýðunnar á móti auðvaldinu er auðvellt að útskýra jafnvel fyrir þeim fáfróðustu, en það er hætt við að það verði torvelt að útskýra fyrir slíku fólki hvaða vit sé í að kjósa innbyrðis sundurþykka vinstrifylk- ingu. Takist samfylking fyrir næstu kosningar í Reykjavík, þá stendur baráttan í bænum milli upp- lýsingarinnar og íhaldsins. Upplýsingin gegn íhaldinu, — það er til þessarar upplýsingarstarfsemi sem vinstriflokkarnir verða að samfylkja, hvað sem hver segir. Og þeir skulu sam- fylkja hvað sem hver segir. Og samfylkingu þeirra skal síðan fylgja sú fullkomna sameining vinstriflokk- anna um róttæka stjórnarstefnu, sem mun útrýma með öllu auðvaldsskipulaginu hér á landi og byggja upp samvirkt lýðræðisríki á íslandi. Onnur perséna í eintcilu. Eftir Halldór Stefánsson. Þú lokar útihurðinni á húsi þínu og gengur út á götuna, lítur snöggvast til baka og virðir fyrir þér með velþóknun framhliðina á þessu fallega einbýlis- húsi, sem þú hefir látið byggja þér í samræmi við þínar núverandi óskir og kröfur þær, sem þú nú- orðið gerir til lífsins og lífið gerir til þín. Það er þess virði þetta hús, að þú stanzir andar- tak til þess að horfa á það. Það er bæði fagurt og hefir kostað mikla peninga, og það stendur þarna, á þessari dýru lóð, eins og minnismerki um full- komnun þína. Þú getur að sönnu byggt þér ennþá stærra hús og miklu dýrara, eða mörg hús, því það eru engin takmörk fyrir því, hvað þú getur orðið ríkur og. hvað þú getur afrekað mikið. En hversu miklar og stórar, sem þær byggingar yrðu, mundi 170

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.