Réttur


Réttur - 01.01.1940, Page 64

Réttur - 01.01.1940, Page 64
•étríkjunum og hélt þeirri fyrirætlun alveg fram að yfir- «tandandi stríði (heldur henni vitanlega enn í laumi). Höf. spyr (bls. 63) hverju Þýzkaland hafi tapað á því að tapa heimsstyrjöld og að hvaða gagni Englandi hafi komið velmegun öldum sarnan, öryggi gegn innrásum óvinaþjóða og sigur í heimsstyrjöld. Og hann játar að hvorugu geti hann svarað. Það er von, því hann setur þetta reikningsdæmi skakkt upp. Önnur uppsetning mundi hafa sýnt honum, hve miklu þjóðirnar báðar, þ. e. almenningur, hafa tapað við stríðið, en auðvald og aft- urhald beggja landa grætt. Enda er það auðvald beggja landanna, sem steypti þjóðunum út í hið nýja stríð í von um að sleppa sjálft úr eyðileggingu, hvorir sem sigraðir verða. Reeds er brezkur heimsveldissinni og sér þessvegna ekki þá lausn, sem hefði getað varðveitt friðinn frá 1919. Hvernig gætu slíkir menn, þótt gáfaðir og góðviljaðir væru að öðru leyti, samið frambúðarfrið í núverandi styrj- öld? Skapadægur, eftir F. E. Sillanpáá, þýdd af Haraldi Sig- urðssyni, útg. Mál og menning, 1940. Skáldsaga þessi er ævisaga Toivola-Jussa, sem fæddist 1857 og var skotinn af finnskum hvítliðum, þegar rauða stjómin í Finnlandi hafði verið yfirbuguð með þyzkri hjálp í heimsstyrjald- arlokin. Þjóðarörlög, sem höfðu verið að skapast smátt •og smátt, síðan hann fæddist, og veltu loks skriðu borg- arastyrjaldarinnar af stað, opinberast öll í þessari bók um Jussa, ef hún er vandlega lesin. Þó að höf. ma^tti ekki vera mjög bermáll, þegar hún kom út, árið 1919, fellst í henni bitur og þung ádeila á meðferð finnskra leiguliða og hryllingur yfir aðförum hinnar sigrandi borgarastéttar. Enginn veit þegar Skapadægur eru skrif- uð, hverjar hefndir kunna að koma síðar og hve ómót- stæðileg örlög sigurvegararnir voru að fella á sig. Pessi saga Nóbelsverðlaunahöfundarins varð upphaf frægðar hans, enda er mikið í hana spunnið á fleiri en % 64

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.