Réttur


Réttur - 01.04.1974, Side 29

Réttur - 01.04.1974, Side 29
Straumhvörf 1 Portugal Alvaro Cunhal. Umskiptin í Portúgal 25. apríl 1974 eru merki þess, hve illa Atlandshafsbandalaginu gengur að halda nýlendum í Afríku áfram undir herraþjóð og alþýðunni heima fyrir undir fasisma Nato. Portúgal hefur eytt 40% allra útgjalda sinna á fjárlögum í nýlendustríðið. Það var stutt og hvatt til þessarar kúgunar af hinum Nato-ríkjunum. Portúgal fékk þýskar, fransk- ar og ítalskar flugvélar, ensk skip og öll þau morðvopn frá Bandaríkjunum, sem þau beittu í Vietnam: napalm, eitur og sprengjur. Nato reyndi þannig að hjálpa fasistum Portú- gals við múgmorðin í Afríku, en frelsishreyf- ingarnar í Angola (MPLA), Mosambík (Frelimo) og Guinea-Bissau (PAIGC) reynd- ust of sterkar. Þegar skynsamir herforingjar eins og Spinola sáu að Portúgal gat ekki unnið stríðið, lagði hann til að samið yrði við frelsishreyfingarnar, — í bók sinni „Framtíð Portúgals", er út kom 22. febrúar. Svar fasistastjórnarinnar var að setja hann frá. En þorri yngri liðsforingjanna stóð með honum og á bak við voru og þeir hlutar borgarastéttarinnar, sem sáu að nýlendustríð- ið var að eyðileggja Portúgal. En með byltingunni 25. apríl var fasism- inn felldur og þeim öflum alþýðu, er haldið hafði verið í fjötrum í meira en fjörutíu ár, var gefinn laus taumur. Það eru tvenn öfl, sem eru undirrót bylt- ingarinnar: annarsvegar frelsisbarátta ný- lenduþjóðanna, hinsvegar undirokuð alþýða heima fyrir. Það háttar nokkuð misjafnt til um nýlend- urnar þrjár og það má ekki gleymast, er vandamál byltingarinnar í Portúgal eru rædd, að auðvald Bandaríkjanna gín eins og gamm- ur yfir þeim auðæfum, sem þar er að finna: 1. Gi/inea-Bissau er að mestu fátækt land- búnaðarland — og PAIGC, frelsishreyfingin, hefur þegar frelsað tvo þriðjunga landsins 101

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.