Réttur


Réttur - 01.04.1974, Page 43

Réttur - 01.04.1974, Page 43
bundið sig til að tryggja verslun og viðskipti Islands með hagkvæmum samningum. Þetta eru þung rök, sem ég ætla að hv. alþm. kunni að draga réttar ályktanir af.” Skýrar gat ráðherra, bundinn þagnar- skyldu, vart sagt undir rós, hvernig „samn- ingurinn" væri til kominn. Sigurður Hlíðar gat orðað það skarpar í skilgreiningu sinni.1 Þótt ríkisstjórn Islands og þorri alþingis- manna beygði sig fyrir ofbeldi, þá voru þó margir þessara aðila enn langt frá því að vera andlega uppgefnir. Hófust nú átökin um hvort þjóð vor, er hún loks eygði möguleik- ana á endurreisn frjáls lýðveldis eftir sex alda nýlendukúgun, skyldi framvegis játast undir einhverskonar yfirráð þess „Mammons- ríkis Ameríku'',I"’) er nú hafði í bili náð henni undir arnarvæng sinn úr klóm breska ljónsins. II. Auðhringar og undirgefnir í innlimunarherferð Auðhringar Bandaríkjanna höfðu haft nánustu samvinnu við auðhringa Þýskalands og gert þeim með samningum um einkaleyfi á uppfinningum sínum mögulegt að vígbúa Hitler-Þýskaland og Japan! Atti þetta ekki síst við um samstarf Standard Oil og I.G.F., t.d. um framleiðslu bensíns. Eftir að Banda- ríkin drógust inn í stríöið varð oft að beita hörðu, til þess að tryggja að upplýsingar hringanna kæmu stríðsrekstri Bandaríkjanna að fullum notum og að því kom að sett var niður þingnefnd í öldungadeildinni til þess að rannsaka hin ískyggilegu sambönd amerískrar stóriðju við auðhringa óvinanna. En formaður þeirrar nefndar varð Harry Truman og hann sá um að ekkert kæmi út úr „rannsókn". Hann var frá upphafi hinn tilvaldi vikapiltur auðmannanna í Wallstreet. 115

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.