Réttur


Réttur - 01.10.1974, Side 12

Réttur - 01.10.1974, Side 12
rótum og á því hljómgrunn þar, ekki að- eins hjá nýfasistum. Og jafnvel í Englandi eru þegar „einkaherdeildir" að verki og eflast við átökin á Irlandi. Enn þá hættulegri eru þó hugsanlegar her- foringjauppreisnir eftir fyrirmyndinni frá Chile. Vitað er að Nato h.afði undirbúið slík- ar aðgerðir í öllum þessum löndum: hernað- arlega valdbeitingu gegn lýðræðinu, ef „lýð- urinn" leyfir sér að greiða atkvæði öðru vísi en auðvald Nato vill, — og þá auðvit- að með lýðræðið á vörunum. Vafalaust var þá einnig reiknað með bandarískri hernað- aríhlumn, ef með þyrfti. (Til þess var 6. flotinn hafður svo nærri Italíu). Þó eru allar slíkar aðgerðir miklu vafa- samari nú en fyrir þrem til fjórum árum. Fall fasismans í Portúgal og Grikklandi, — pólitískt gjaldþrot þeirra herforingjaklíkna, sem CIA og Bandaríkjastjórn hafa stutt til valda, — ósigur Bandaríkjanna í Víetnam og hneykslin heima fyrir, — og að síðustu upplausnarferli Nato (Frakkland og Grikk- land úr hernaðarsamstarfi) — allt hefur þetta haft áhrif í þá átt að gera Bandaríkin deigari til íhlutunar gegn lýðræðisstjórnum í Evrópu og gert herforingja efasamari um hvort uppreisn þeirra heppnist. Allt er undir því komið að allur verka- lýðurinn standi sameinaður gegn slíku ofbeldi hœgra megin frá og hafi unnið samúð milli- stéttanna. Gagnvart allsherjarverkfalli alls verkalýðs í stóriðjulandi stendur herforingja- uppreisn ráðþrota: það sýndi allsherjarverk- fall þýskra verkamanna 1921 gegn valda- ráni Kapps og klíku hans, — og Heath fékk í fyrra að finna fyrir samtökum ensku námu- verkamannanna, þegar enskt íhald ætlaði að beita hörðu. Það „fer skjálfti um hinn gelda gróðalýð sem æpir sífellt hærra á vald og vinning" — svo notuð séu orð Jóhannesar úr Kötlum í „Tregaslag" — þegar verkalýðurinn tekur að sameinast um stefnu, sem vekur samúð millistéttanna með honum. Með minnkandi möguleikum auðvalasins á að beita þeim valdránsaðferðum, sem að framan er greint, mun því yfirstétt Vestur- landa, auðhringarnir, leggja höfuðáhersluna á að þróa það vopnið, sem reynst hefur henni haldbest: ala á ágreiningi innan verkalýðsins og fylla í krafti valds síns yfir fjölmiðlunum alþýðuna með hverskonar hleypidómum, sem á einn eða annan máta gætu orðið „ópíum fyrir fólkið". Þó er Ijóst að það brotna nú skörð í þann blekkingamúr, sem auðvaldið hefur hlaðið utan um sig í þeim efnum: „Lýðræðis"-hjalið reynist innantóm- ara, þegar ljóst er hve botnlaust hyldýpi spillingar, lyga, múmþægni og eiðrofa birt- ist á æðstu stöðum fyrirmyndarríkisins: Bandaríkja Watergate’s og Víetnamstríðs. Og jafnvel í haldgóðan múr kaþólsks aftur- halds brotnuðu skörð í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni um skilnaðarlöggjöfina á Italíu. En hinsvegar sýna síðustu kosningar í Vestur- Þýskalandi hve lífseigt afturhaldið er þar, þegar lygapressa Springers og kaþólsk hræsni plægja þann jarðveg, er nasisminn spratt upp úr. Vestur-Þýskaland er nú sterkasta auðvaldsríki Evrópu. Auðmannastétt þess er í nánu sambandi við auðhr'mgavald Banda- ríkjanna. Af þessu þýska auðvaldi, sem áður studdi Hitler til valda og Bandamenn lofuðu að uppræta í stríðslok, stafar nú höfuðhættan að auðvald Vestur-Evrópu sigri í komandi stéttaátökum. Það dugar ekki að draga neina fjöður yfir það, hver hætta er á ferðum í Vestur-Þýska- landi. Það land er nú fjölmennasta og auð- ugasta ríki Atlandshafsbandalagsins í Evrópu, ótvírætt forusturíki þess auðvaldsbandalags í þeim heimshluta. Hitlerdýrkun og komm- únistaofsóknir ríða þar húsum. Atómvopn 204

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.