Réttur


Réttur - 01.01.1981, Blaðsíða 53

Réttur - 01.01.1981, Blaðsíða 53
Enskþýska útgerðarauðvaldið rænir lífsbjörginni frá Grænlendingum ísland og Grænland þurfa að tengjast órjúfandi vináttu og samstarfsböndum Nú hefur það gerst í janúar 1981 að ensk-þýska útgerðarauðvaldið í Efnahagsbanda- laginu hefur knúið það fram með ofbeldi og hótunum að togarar þess fái að veiða all- mikinn þorsk á fiskimiðum Grænlendinga. Er það ,,þýski” togarahringurinn, Nord- deutsche-Hochseefischerei, sem á hér mestra hagsmuna að gæta og frekastur er, en hann er eign breska risafyrirtækisins Unilever, sem er annað stærsta auðfyrirtæki utan Bandaríkjanna — og höfum við íslendingar löngum fengið að kenna á arðráni þess og yfirgangi. Danir beygðu sig eins og aumingjar fyrir þessum hótunum stórlaxanna. Þeir eru vanir því að ofurselja lífskjör þeirra þjóða, sem þeir hafa náð tangarhaldi á. Við íslendingar munum það frá „svínafleskssamningnum” 1901, er þeir ofurseldu Bretum landhelgi okkar upp í landsteina að heita má (3 mílur). Grænlendingar mótmæla þessum svívirðingarsamningi og stjórnmálamenn þeirra herða nú undirróðurinn að úrsögn Grænlendinga úr Efnahagsbandalaginu 1982. Það er háttur auðdrottna gagnvart ný- lendum að þurrausa auðlindir þeirra, ef þeir geta. Danir hafa þurrausið sumar námur í Grænlandi svo sem kolanámuna í Quatdligssat og lokað síðan, en rænt aðrar í heila öld eins og kreolitnámurnar í Ivigtut, — og tala svo með hroka um að þeir hendi ölmusu í Grænlendinga, en þegja um arðránsfyrirætlanirnar: Græn- land er ríkt af úranium t.d. Danska ný- lendustjórnin eyðilagði að mestu hina fornu frumbyggja menningu og atvinnu- hætti Grænlendinga, en færði þeim syphylis og fleiri slík „menningarfyrir- brigði” ásamt nokkrum raunverulegum menningar-endurbótum. íslendingar hafa sýnt þessari næstu nágrannaþjóð sinni alltof litla samúð í 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.