Réttur


Réttur - 01.10.1985, Blaðsíða 4

Réttur - 01.10.1985, Blaðsíða 4
störfum hér á landi um 20 þúsund — á 10 árum. Nú er talað um það sem óvinnandi verk að tryggja 30.000 manns störf til aldamóta og fullyrt að lífskjör hljóti að fara versnandi á komandi árum. Ríkis- stjórn Steingríms Hermannssonar hefur komið kaupmætti launa niður á það stig sem var 1953, þ.e. kaupmætti tímakaups, og framundan er svartnættið eitt sam- kvæmt þjóðhagsáætlun ríkisstjórnarinn- ar. Áframhaldandi lágt kaup og léleg lífs- kjör á komandi árum. Svar Alþýðubanda- lagsins við þessum árásum á lífskjörin og spám um versnandi lífskjör á komandi árum er krafa um nýja sókn í atvinnulífinu. Afrek núverandi ríkisstjórnar En lítum aðeins á hin síðustu ár nánar og afrek núverandi ríkisstjómar í atvinnu- málum: 1. Vextir hafa verið hækkaðir þannig að allt atvinnulífið í sjávarútvegi, iðnaði og landbúnaði er að sligast undan okr- inu. Skip eru boðin upp á nauðungar- uppboði svo að segja vikulega: Sölvi Bjarnason BA, Sigurfari II, Grundar- firði, Helgi S., Keflavík, Kolbeinsey, Húsavík, Bjarni Herjólfsson, Stokks- eyri og Óskar Magnússon, Akranesi. Öll þessi skip hafa verið seld á nauð- ungaruppboðum síðustu mánuðina. 2. Ríkisstjórnin hefur beint fjármagni bankanna til verslunarinnar. Þar hefur komið fram að útlán til sjávarútvegs- ins jukust á sl. ári frá ágúst 1984 til ágúst 1985, um 900 milljónir króna. Á sama tíma jukust útlán til verslunar- innar um 2,3 milljarða króna. Kaup- sýslan er gælugrein ríkisstjórnarinnar — hún leggur rækt við eyðsluna en vanrækir framleiðsluna og keyrir kjör fólksins niður. Laun eru nú um 75% af því sem þau voru (kaupmáttur kaup- taxta) 1982 en þjóðartekjur á mann hafa á sama tíma minnkað um 4%. 3. í iðnaðinum er tekin upp erlend stór- iðjustefna. Ríkið er dregið út úr at- vinnurekstrinum af fyllsta tillitsleysi til þess eins að þjóna kreddumeisturum íhaldsins. Skipasmíðaiðnaður og ullar- iðnaður stendur illa. 4 skip, raðsmíða- skip, standa uppi í skipasmíðastöðv- unum, fullbúin og fá ekki að veiða neitt nema vexti. 4. Átak í rafeindaiðnaðinum var stöðvað á fyrstu árum þessarar ríkisstjórnar, en þar á að vera vaxtarbroddur fyrir tugi þúsunda starfa á komandi árum. 5. Samstarfsnefnd um framkvæmd iðn- aðarstefnu hefur verið lögð niður. 6. Opinber innkaupastefna, sem beindist að því að innlend fyrirtæki keyptu inn- lendar vörur, hefur verið formlega af- munstruð. 7. Framlög ríkisins til iðnþróunar hafa dregist saman. 8. Ekki er staðið við langtímaáætlun um rannsóknir í þágu atvinnuveganna. Mörg iðnfyrirtæki ramba á barmi gjald- þrots. Umskipti Hér hefur því algjörlega skipt um frá því sem var í starfstíð Hjörleifs Gutt- ormssonar í iðnaðarráðuneytinu: 1. Pá var samþykkt á alþingi stefna um iðnþróun og framkvæmd hennar falin samstarfsnefnd. Sú nefnd var lögð niður. 2. Pá var Iagt aðlögunargjald á innfluttar iðnaðarvörur til þess að draga úr inn- flutningi til þess að veita íslenskum iðnaði skjól og um leið til þess að afla 180
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.