Réttur


Réttur - 01.10.1985, Side 4

Réttur - 01.10.1985, Side 4
störfum hér á landi um 20 þúsund — á 10 árum. Nú er talað um það sem óvinnandi verk að tryggja 30.000 manns störf til aldamóta og fullyrt að lífskjör hljóti að fara versnandi á komandi árum. Ríkis- stjórn Steingríms Hermannssonar hefur komið kaupmætti launa niður á það stig sem var 1953, þ.e. kaupmætti tímakaups, og framundan er svartnættið eitt sam- kvæmt þjóðhagsáætlun ríkisstjórnarinn- ar. Áframhaldandi lágt kaup og léleg lífs- kjör á komandi árum. Svar Alþýðubanda- lagsins við þessum árásum á lífskjörin og spám um versnandi lífskjör á komandi árum er krafa um nýja sókn í atvinnulífinu. Afrek núverandi ríkisstjórnar En lítum aðeins á hin síðustu ár nánar og afrek núverandi ríkisstjómar í atvinnu- málum: 1. Vextir hafa verið hækkaðir þannig að allt atvinnulífið í sjávarútvegi, iðnaði og landbúnaði er að sligast undan okr- inu. Skip eru boðin upp á nauðungar- uppboði svo að segja vikulega: Sölvi Bjarnason BA, Sigurfari II, Grundar- firði, Helgi S., Keflavík, Kolbeinsey, Húsavík, Bjarni Herjólfsson, Stokks- eyri og Óskar Magnússon, Akranesi. Öll þessi skip hafa verið seld á nauð- ungaruppboðum síðustu mánuðina. 2. Ríkisstjórnin hefur beint fjármagni bankanna til verslunarinnar. Þar hefur komið fram að útlán til sjávarútvegs- ins jukust á sl. ári frá ágúst 1984 til ágúst 1985, um 900 milljónir króna. Á sama tíma jukust útlán til verslunar- innar um 2,3 milljarða króna. Kaup- sýslan er gælugrein ríkisstjórnarinnar — hún leggur rækt við eyðsluna en vanrækir framleiðsluna og keyrir kjör fólksins niður. Laun eru nú um 75% af því sem þau voru (kaupmáttur kaup- taxta) 1982 en þjóðartekjur á mann hafa á sama tíma minnkað um 4%. 3. í iðnaðinum er tekin upp erlend stór- iðjustefna. Ríkið er dregið út úr at- vinnurekstrinum af fyllsta tillitsleysi til þess eins að þjóna kreddumeisturum íhaldsins. Skipasmíðaiðnaður og ullar- iðnaður stendur illa. 4 skip, raðsmíða- skip, standa uppi í skipasmíðastöðv- unum, fullbúin og fá ekki að veiða neitt nema vexti. 4. Átak í rafeindaiðnaðinum var stöðvað á fyrstu árum þessarar ríkisstjórnar, en þar á að vera vaxtarbroddur fyrir tugi þúsunda starfa á komandi árum. 5. Samstarfsnefnd um framkvæmd iðn- aðarstefnu hefur verið lögð niður. 6. Opinber innkaupastefna, sem beindist að því að innlend fyrirtæki keyptu inn- lendar vörur, hefur verið formlega af- munstruð. 7. Framlög ríkisins til iðnþróunar hafa dregist saman. 8. Ekki er staðið við langtímaáætlun um rannsóknir í þágu atvinnuveganna. Mörg iðnfyrirtæki ramba á barmi gjald- þrots. Umskipti Hér hefur því algjörlega skipt um frá því sem var í starfstíð Hjörleifs Gutt- ormssonar í iðnaðarráðuneytinu: 1. Pá var samþykkt á alþingi stefna um iðnþróun og framkvæmd hennar falin samstarfsnefnd. Sú nefnd var lögð niður. 2. Pá var Iagt aðlögunargjald á innfluttar iðnaðarvörur til þess að draga úr inn- flutningi til þess að veita íslenskum iðnaði skjól og um leið til þess að afla 180

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.