Réttur


Réttur - 01.10.1985, Síða 5

Réttur - 01.10.1985, Síða 5
sérstakra fjármuna til iðnþróunarverk- efna. 3. Starfsskilyrði iðnaðarins almennt voru bætt til mikilla muna með efldu afurða- lánakerfi iðnaðarins og afnámi aðflutn- ingsgjalda. 4. Rannsóknar- og þróunarstofnanir iðn- aðarins voru efldar. Utflutningsmið- stöð iðnaðarins fékk aukið fé úr ríkis- sjóði. Stofnuð fræðslumiðstöð iðnað- arins. 5. Komið var á fót iðnráðgjafastarfsemi í landshlutunum. 6. Hafin var skipuleg leit að verkefnum fyrir smáfyrirtæki. 7. Efnt var til samstarfs við einstakar iðn- greinar um þróunarátak sem skilaði aukinni framleiðni. 8. Undirbúin var stofnun íslenskra meðal- stórra fyrirtækja með aðild ríkisins og hefur steinullarverksmiðja nú tekið til starfa. Þessi dæmi ættu að nægja til þess að sýna þá gífurlegu breytingu sem orðið hefur í yfirstjórn atvinnumála hér á landi. Eftir aðeins fimm missera stjórn Fram- sóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins liggur þetta fyrir: 1. Rekstrargrundvöllur atvinnugreina er óviss og ótraustur. 2. Engar ráðstafanir hafa verið gerðar til þes að auka þjóðarframleiðslu á komandi árum. Lögð hefur verið fram á alþingi núlláætlun til þriggja ára sem þýðir verri kjör og lakari afkomu en nú er um að ræða. 3. Leitað er fanga í erlendum stórfyrir- tækjum um uppbyggingu fyrirtækja hér á landi. Því er haldið fram af ríkisstjórninni að hún hafi orðið að taka við miklum er- lendum skuldum. Það er rétt að erlendar skuldir eru miklar. Hennar svar er hins vegar ekki það að auka þjóðarframleiðsl- una til þess að létta skuldabyrðina. Svarið er einfaldlega niðurskurður. Þetta eru gömul afturhaldsúrræði — ekkert annað. Þess vegna er nú lífsnauðsyn fyrir þjóðina að sameinast um nýja sókn í atvinnulíf- inu. Það er í fyrsta lagi forsenda betri kjara fjölskyldnanna sem nú eru að kikna undan oki vinnuþrældómsins og í öðru lagi ein aðalforsenda sjálfstæðis þjóðar- innar á komandi áratugum. Hvaða möguleikar eru til í íslensku atvinnulífi? í þessari grein ætla ég aðeins að tæpa á því helsta sem unnt er að benda á af möguleikum í íslensku atvinnulífi. Tekið skal fram að þetta eru engar töfralausnir, „patentlausnir“. Forsenda þess að unnt sé að laða fram þessa möguleika er sam- hæfing hagkerfisins alls. Sjávarútvegurinn Stóriðja Islendinga er sjávarútvegur- inn. Hann hefur verið undirstaða hag- vaxtar á síðustu áratugum og verður enn: 1. Með nýjum vinnsluaðferðum er unnt að margfalda verðmætin. Bent hefur verið á í þingsályktunartillögu Guð- mundar J. Guðmundssonar að aðstæð- ur eigi að vera til þess að auka útflutn- ingsverðmæti sjávarafurða um þriðjung. Fundnar hafa verið leiðir til tvífryst- ingar sjávarafla þannig að fiskurinn verði frystur strax og hann kemur úr sjónum og unninn síðar eftir aðstæð- um. Þetta skapar möguleika til þess að breyta frystihúsunum í betri vinnustaði, til þess að hækka kaup verulega og til þess að taka upp vaktavinnu í fiskiðn- aðinum. Þetta þýðir um leið aukin 181

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.