Réttur


Réttur - 01.08.1986, Blaðsíða 36

Réttur - 01.08.1986, Blaðsíða 36
I • ’ gera byltinguna þar. Stundum hefur mér dottið í hug, hvort ég ætti að senda hann son minn aftur til jarðarinnar, þangað sem þörfin er mest: í „Mammonsríki Ameríku“ — eins og hann Matthías minn skýrði það ágæta land, sem forðum var „frelsisins fimbulstærð“, áður en Mamm- on var sendur úr Víti af „furstanum“ þar til að leggja það undir sig og umhverfa því svo, að voldugir þrælar hans þar gætu tortímt mannkyninu, sem ég hef skapað og oft verið svo stoltur af. En ég þori ekki að senda hann aftur, máske mundu þeir krossfesta hann á ný eða það sem verra væri: loka hann inni í einni goðastyttunni á Fimmtutröð3 og láta hann kveljast af að heyra í sífellu lofsöng- inn um peningana og almætti þeirra — því þá myndi ég gráta enn sárar en nú yfir kvölum mannanna barna, er ég fyndi van- mátt minn að geta ekki frelsað hann úr þeirri dýflissu og heyra son minn hrópa til mín „Faðir! Hví hefur þú yfirgefið mig?“ En ég ætla ekki að hryggja ykkur meö áhyggjum mínum. Og ég mun ekki láta syndaflóð í annað sinn dynja á jörðina. Hættan er nú að útsendarar vítis tendri þar bál sem í þeirra heimahögum og þá er dásamlegasta tilraunin sem ég hef gert: með sköpun heimsins og mannkynsins eyðilögð að eilífu. En vinir mínir — og þú sérstaklega Skúli minn, vertu velkominn. Ég veit að það sem þú hefur skrifað niðri á jarðríki verður til að opna augu margra þar. Gakk nú með mér inn í fögnuð félaga þinna.“ Þeir félagarnir þökkuðu Maríu góð- gerðirnar og héldu þangað, er drottinn leiddi þá í lundinn þar sem félagarnir fornu sátu, er farið höfu á undan. Og það hýrnaði brúnin á Skúla, er hann heilsaði Jóhannesi úr Kötlum, Pétri Sumarliða- syni, Puríði sinni og öllum gömlu vinun- um. Og Skúli tók fast í höndina á drottni allsherjar, er hann kvaddi hann og sagði: „Þakka þér fyrir bátsferðina miklu og lendinguna góðu. Við munum reyna að hjálpa þér í þinni baráttu hérna megin eftir okkar getu, — og ég vona að það, sem við eftir létum af andlegum vopnum á jörðu niðri megi nýtast þar vel í orrust- unni um líf og hel, sem þar er háð.“ Og þeir kvöddust gömlu bátsfélagarnir og hétu að hittast brátt aftur hjá henni Maríu. Einar Olgeirsson. SKÝRINGAR: 1 Sjá „Tveir á báti“ í „Bréf úr myrkri" bls. 142, útg. 1961. 2 Sjá „Bréf til Láru“ 2. útg. 1925. bls. 182, er Þór- bergur sannfærir Drottinn réttlætisins um að breyta skipulaginu „í ríki útvaldra". — Sjá og í „Rétti“ 1974: „Meistari Þórbergur í „ríki út- valdra", bls. 245-246. 3 Sjá sögu Uptons Sinclair: „Smiður er ég nefndur", sem Ragnar Kvaran þýddi og mig minnir að „Bókmenntafélag jafnaðarmanna" hafi gefið út forðum. Sjá og kvæði Einars Ben- ediktssonar: „Fimmtatröð!" 148
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.