Réttur


Réttur - 01.08.1986, Blaðsíða 57

Réttur - 01.08.1986, Blaðsíða 57
lagsmanna í stríðinu og hreyfingar kommúnista og sósíal-demókrata voru sterkar í ríkjum fasismans eftir lok heimsstyrjaldarinnar. Þessi staða neyddi atvinnurekendur og ríkisvald til samstarfs við verkalýðshreyfing- una. Hlutverk verkalýðsforystunnar varð að halda launakröfum innan „skynsamlegra“ marka eða m.ö.o. að halda launahækkunum innan ramma framleiðniaukningar í iðnaðinum og tryggja fyrirtækjunum þannig lág- marksgróða sem þau sættu sig við mið- að við það sem gerðist á (heims)mark- aðnum. í staðinn fengu launþega- hreyfingarnar aukin völd í stjórnkerfi stéttasamvinnunnar, blandað hagkerfi og velferðarkerfi sem þandist út með tímanum. En þetta stéttasamvinnu- kerfi grundvallaðist á því að fram- leiðniaukning og þensla væri til staðar og það hrundi því á áttunda áratugn- um þegar þær forsendur voru ekki lengur fyrir hendi. Ástæðan var sú að annars vegar hafa laun tilhneigingu til að breytast aðeins til hækkunar og mjög erfitt er að ná fram launalækk- unum. Þessi tilhneiging launabreyt- inga stafar af styrkleika launþega- hreyfinganna og hinnar almennu hug- myndafræði launþega um réttlát laun eins og minnst var á hér að framan. Hins vegar hrundi stéttasamvinnu- kerfið vegna styrkleika einokunarauð- hringa sem gerir þeim kleift að tryggja sér nægilegan gróða með því að lækka ekki vöruverð í samræmi við minnk- andi eftirspurn. Við þessar aðstæður tók auðvaldskreppan á sig mynd „stöðnunarverðbólgu“, eða m.ö.o. aukið atvinnuleysi fór saman með aukinni verðbólgu. Ólíkt kreppum á fyrri tímaskeiðum auðvaldskerfisins urðu fyrirtækin ekki eins auðveldlega gjaldþrota sem leiddi til þess að fram- leiðslutæki lækkuðu í verði og fram- leiðslan gat hafist að nýju með þolan- legu gróðahlutfalli enda lækkuðu laun einnig samfara auknu atvinnuleysi kreppunnar. Hinar keynesísku ríkis- stjórnir reyndu að draga úr hagsveifl- um með auknum ríkisumsvifum en þar sem staða einokunarauðhringa styrktist stöðugt og stöðugt meira fjár- magn þurfti til að auka framleiðnina (í samræmi við lögmál stærðarinnar) og vegna þess að ríkisumsvifin beindust einkum að aukinni „sóunarfram- leiðslu“ (þ.e. hergagnaframleiðslu og geimferðaáætlanir) minnkaði framboð framleiðslutækja sem hefðu verið á markaðnum og leiddi til þess að fram- leiðslutæki lækkuðu enn síður í verði í kreppunni — þurftu ríkisumsvifin að aukast hlutfallslega stöðugt meira og með auknum ríkisumsvifum jókst verðbólgan án þess að draga úr at- vinnuleysi enda tóku ríkisaðgerðirnar ekki á sjálfu meini kreppunnar, þ.e. uppþornun gróðamöguleika þeirra tæknikerfa sem ólu af sér þensluskeið- ið eftir seinni heimsstyrjöldina. (Þess ber að sjálfsögðu að geta að leitin að nýrri grundvallartækni er harla erfið vegna sjálfræði vísinda og tækniþró- unar en á það verður að leggja áherslu að þær tækninýjungar sem koma fram á sviði sóunarframleiðslunnar auð- velda þessa leit ekki í sama hlutfalli og það fjármagn sem lagt er í aukna só- unarframleiðslu, þarna er ekki beint samband á milli). Línuritið á næstu síðu sýnir þróun gróðahlutfallsins hjá vestrænum fyrir- tækjum á síðustu áratugum. 169
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.