Réttur


Réttur - 01.08.1986, Blaðsíða 20

Réttur - 01.08.1986, Blaðsíða 20
Magnússon, í Holti séra Jakob Láruss. og ein- stöku ungmennasambanda-formenn, sem við höfum nefnt það við. Sigurður Nordal verður með. Oddur Björnss. á Akureyri hefir dvalið hér um tíma, hann verður með og tekur að sér að gefa ritið út fyrir 2-300 kr. Það leggjum við fram með 10-20 kr. hlut á mann í félaginu eftir því hvað það verður fjölmennt. Eg er viss um að við fáum einhverja heima í okkar sýslu, þaðan ætti það helzt að stjórnast hefir okkur komið saman um. Ef sæmilega vel gengur að selja þetta rit t.d. með stuðningi ung- mennafélaga, þá er hugmyndin sú að halda áfram, þó einungis á þeim grundvelli að það beri sig nokkurn veginn. Fara einkum hægt á stað en hafa svo tvö hefti á ári síðar ef vel tekst. — Eg vona að þú takir þessu vel, það er ekki ætlunin að steypa sér í neitt gapafyrirtæki, heldur mynda andlegt félag með einstökum mönnum úr sem flestum héruðum til þess að vinna á móti gróða- brallsverzluninni og formspólitík flokkanna. Það hlýtur að geta komið einhverju góðu til leið- ar, ef um nokkra framtíð er að ræða. Af því við erum nú farnir að hugsa fyrir efni ritsins, viljum við endilega biðja þig að skrifa rit- gerð um „Georgismann" — sögulega drætti hans frá upphafi og kjarnapúnkta kcnningarinnar. Vonum að þú verðir fyllilega með — enda treysti eg á fleiri heima. Dálítið höfum við skift með okkur efni, og mest verður um þessa stefnu.“ Síðast í bréfinu vekur athygli setningin: „Pað er í efni að hleypa jafnaðar- mennsku-straum hér í verkamannafélag- ið. Eigum von á Ólafi Friðrikss. frá Akur- eyri“, svo að einhver pólitísk afskipti hef- ur bóndinn í Baldursheimi haft í Reykja- vík þetta árið og ekki verið tengslalaus við lífið þar. í því ljósi má skoða orð Jóns bróður hans um þingmennskuna í bréfinu sem vitnað var til hér að framan. X Upp úr þessu hefst svo ganga RÉTTAR í íslensku þjóðlífi sem staðið hefur síðan, eða í 70 ár. Fyrsta hefti fyrsta árgangs er ársett 1915 og formálinn dagsettur 1. des- ember það ár. En af bréfunum má ráða að það hafi ekki komist út fyrr en um eða eftir áramót, enda er annað hefti árgangs- ins ársett 1916 og 2. árgangur síðan 1917. Mun því rétt að telja RÉTT sjötugan á þessu ári fremur en í fyrra. Ritnefnd þessa fyrsta heftis er skráð á titil- og kápusíðu. Hana skipa: „Benedikt Jónsson frá Auðnum, Jónas Jónsson frá Hriflu, Þórólfur Sigurðsson í Baldurs- heimi, Páll Jónsson á Hvanneyri, Ben- idikt Bjarnarson í Húsavík, Bjarni Ás- geirsson á Knarrarnesi. En aðalútgefandi og ábyrgðarmaður er skráður Þórólfur Sigurðsson. í öðru hefti árgangsins er rit- nefndar ekki lengur getið né síðar, en Pórólfur einn skráður ritstjóri allt þar til hann selur ritið eftir 10 ár. En það eru einkunnarorð ritsins sem mesta athygli vekja. í upphafi voru þau skráð á kápusíðu en síðar flutt inn á titil- síðu sem þau síðan mörkuðu alla rit- stjórnartíð Þórólfs. VÉR BIÐJUM EIGI UM NEINAR NÁÐARVEITINGAR EÐA SÉRRÉTTINDI, EN VÉR HEIMTUM RÉTTLÆTI, EIGI AÐEINS LAGALEGT, HELDURNÁTTÚRLEGI RÉTTLÆTI. Á undan formálanum í fyrsta hefti er örstutt hvatning undirskrifuð af Sigur- geiri Friðrikssyni frá Skógaseli: „RÆKTUN LÝÐS OG LANDS Hér býr lítt ræktuð þjóð í óræktuðu landi. Góðir menn í landinu vilja allir eitt — allir eitt: Ræktun lýðs og lands. Þarna er markið. Allir góðir menn í landinu ættu að fylkja sér um það, berjast undir því og bera það fram til sigurs.“ Þetta eru sömu einkunnarorð og Sam- band þingeyskra ungmennafélaga undir forystu Þórólfs hafði gert að sínum við 132
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.