Réttur


Réttur - 01.08.1986, Side 20

Réttur - 01.08.1986, Side 20
Magnússon, í Holti séra Jakob Láruss. og ein- stöku ungmennasambanda-formenn, sem við höfum nefnt það við. Sigurður Nordal verður með. Oddur Björnss. á Akureyri hefir dvalið hér um tíma, hann verður með og tekur að sér að gefa ritið út fyrir 2-300 kr. Það leggjum við fram með 10-20 kr. hlut á mann í félaginu eftir því hvað það verður fjölmennt. Eg er viss um að við fáum einhverja heima í okkar sýslu, þaðan ætti það helzt að stjórnast hefir okkur komið saman um. Ef sæmilega vel gengur að selja þetta rit t.d. með stuðningi ung- mennafélaga, þá er hugmyndin sú að halda áfram, þó einungis á þeim grundvelli að það beri sig nokkurn veginn. Fara einkum hægt á stað en hafa svo tvö hefti á ári síðar ef vel tekst. — Eg vona að þú takir þessu vel, það er ekki ætlunin að steypa sér í neitt gapafyrirtæki, heldur mynda andlegt félag með einstökum mönnum úr sem flestum héruðum til þess að vinna á móti gróða- brallsverzluninni og formspólitík flokkanna. Það hlýtur að geta komið einhverju góðu til leið- ar, ef um nokkra framtíð er að ræða. Af því við erum nú farnir að hugsa fyrir efni ritsins, viljum við endilega biðja þig að skrifa rit- gerð um „Georgismann" — sögulega drætti hans frá upphafi og kjarnapúnkta kcnningarinnar. Vonum að þú verðir fyllilega með — enda treysti eg á fleiri heima. Dálítið höfum við skift með okkur efni, og mest verður um þessa stefnu.“ Síðast í bréfinu vekur athygli setningin: „Pað er í efni að hleypa jafnaðar- mennsku-straum hér í verkamannafélag- ið. Eigum von á Ólafi Friðrikss. frá Akur- eyri“, svo að einhver pólitísk afskipti hef- ur bóndinn í Baldursheimi haft í Reykja- vík þetta árið og ekki verið tengslalaus við lífið þar. í því ljósi má skoða orð Jóns bróður hans um þingmennskuna í bréfinu sem vitnað var til hér að framan. X Upp úr þessu hefst svo ganga RÉTTAR í íslensku þjóðlífi sem staðið hefur síðan, eða í 70 ár. Fyrsta hefti fyrsta árgangs er ársett 1915 og formálinn dagsettur 1. des- ember það ár. En af bréfunum má ráða að það hafi ekki komist út fyrr en um eða eftir áramót, enda er annað hefti árgangs- ins ársett 1916 og 2. árgangur síðan 1917. Mun því rétt að telja RÉTT sjötugan á þessu ári fremur en í fyrra. Ritnefnd þessa fyrsta heftis er skráð á titil- og kápusíðu. Hana skipa: „Benedikt Jónsson frá Auðnum, Jónas Jónsson frá Hriflu, Þórólfur Sigurðsson í Baldurs- heimi, Páll Jónsson á Hvanneyri, Ben- idikt Bjarnarson í Húsavík, Bjarni Ás- geirsson á Knarrarnesi. En aðalútgefandi og ábyrgðarmaður er skráður Þórólfur Sigurðsson. í öðru hefti árgangsins er rit- nefndar ekki lengur getið né síðar, en Pórólfur einn skráður ritstjóri allt þar til hann selur ritið eftir 10 ár. En það eru einkunnarorð ritsins sem mesta athygli vekja. í upphafi voru þau skráð á kápusíðu en síðar flutt inn á titil- síðu sem þau síðan mörkuðu alla rit- stjórnartíð Þórólfs. VÉR BIÐJUM EIGI UM NEINAR NÁÐARVEITINGAR EÐA SÉRRÉTTINDI, EN VÉR HEIMTUM RÉTTLÆTI, EIGI AÐEINS LAGALEGT, HELDURNÁTTÚRLEGI RÉTTLÆTI. Á undan formálanum í fyrsta hefti er örstutt hvatning undirskrifuð af Sigur- geiri Friðrikssyni frá Skógaseli: „RÆKTUN LÝÐS OG LANDS Hér býr lítt ræktuð þjóð í óræktuðu landi. Góðir menn í landinu vilja allir eitt — allir eitt: Ræktun lýðs og lands. Þarna er markið. Allir góðir menn í landinu ættu að fylkja sér um það, berjast undir því og bera það fram til sigurs.“ Þetta eru sömu einkunnarorð og Sam- band þingeyskra ungmennafélaga undir forystu Þórólfs hafði gert að sínum við 132

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.