Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.2006, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.2006, Blaðsíða 1
Laugardagur 25.3. | 2006 [ ]Ruben Gallego| Hann ólst upp á barnaheimili þar sem honum var ætlað að deyja | 6Hallmundarkviða | Hið dróttkvæða ljóð lýsir eldgosinu er Hallmundarhraun rann | 8Einar Pálsson | Hljóðbók með fyrirlestrum hans kemur út í dag | 16 Lesbók Morgunblaðsins Þ ú stökkst eiginlega fram á völlinn albú- inn og hefur frá því haustið 2001 gefið út eitt smásagnasafn, skrifað 5 leikrit og eina skáldsögu. Fyrr í vetur var leikrit þitt Brim tilnefnt af Íslands hálfu til Leikskáldaverðlauna Norð- urlanda. Fyrir Brim hlaustu Grímuna sem leikskáld ársins árið 2004 og í fyrrahaust var sýning Vesturports valin besta sýningin á stórri leiklistarhátíð í Moskvu. Þú hefur sannarlega vakið athygli og verið af kastamikill. Samt spyr fólk enn: Hver er Jón Atli Jónasson? „Er þetta fyrsta spurningin?“ Já, hver er maðurinn? „Stundum þegar ég les eitthvað um sjálfan mig í blöð- unum þá er eins og ég eigi að vera eitthvert óskabarn eða svona upprennandi eftirlætissonur þjóð- arinnar í listum. Það er hlutverk sem ein- hver annar verður að taka að sér. Það sem ég get sagt þér er að ég er bogmaður og ef mér leiðist þá fer ég.“ Og eitthvað meira? „Þegar fór að hilla undir þrítugsaldurinn fór mig að langa til að skrifa. Þetta var ekki eitthvað sem ég hafði meðvitað stefnt að. Ég var orðinn 28 ára þegar hugsaði alvarlega út í það að skrifa. Áður hafði ég fengist við ým- islegt, verið á sjó og stundað störf hér og þar.“ Hvað með nám? „Ég var í Menntaskólanum við Hamrahlíð og fór til Kaupmannahafnar að læra og lærði ýmislegt, listasögu o.fl. en fann ekki alveg mína hillu. Það var svo fyrir hálf- gerða slysni að ég fékk útgáfusamning hjá Eddu og Kristján B. Jónasson útgáfustjóri tók dálítinn sjens þegar hann ákvað að gefa út smásagnasafnið mitt eftir að ég hafði látið hann hafa eina blaðsíðu til að lesa.“ Spennandi vinnustaður Og þar rúllaði boltinn af stað. „Já, en ég fann mig ekkert sérstaklega vel í hópi rit- höfunda þó að ég væri búinn að gefa út bók með smásög- um. Þetta var ekki minn vettvangur einhvern veginn en um svipað leyti var efnt til leikritasamkeppni í Borg- arleikhúsinu og ég sendi inn verk sem var svo valið til uppsetningar. Þar fann ég spennandi vinnustað sem er leikhúsið.“ Þetta var Draugalest, eitt af þremur leikritum sem sett voru upp á Nýja sviðinu, hin tvö voru Sekt er kennd eftir Þorvald Þorsteinsson og Belgíska Kongó eftir Braga Ólafsson. Hafðirðu velt því fyrir þér að skrifa fyrir leik- hús áður en að þessu kom? „Ég hafði kynnst leikritum í gegn um að lesa verk Samuels Becketts og Pinters í kjöl- farið og fannst það spennandi. Leiktexti er öðruvísi en bókmenntatexti og mér fannst ég sjá möguleikana í leik- húsinu eftir að lesa Beckett. Mig langaði að spreyta mig á þessu. Mér fannst þetta mjög skemmtileg reynsla, Stef- án Jónsson leikstýrði og við fengum Einar Örn og Curver Thoroddsen, eins og Bibbi heitir núna, til að gera tónlist og höfðum hana á allan tímann. Þetta var ekki sýning sem áhorfendum fannst beinlínis skemmtileg og einhvern veginn hitti ég þarna strax á afstöðu gagnvart leikhúsinu og áhorfendum sem er mér mjög mikilvæg. Í stað þess að skemmta áhorfandanum – sem er eiginlega hin íslenska leikhúshefð, ef hún er á annað borð til – þá vildi ég draga áhorfandann inn í debatt, umræðu um efnið. Skora hann á hólm. Sýningin fór heldur misjafnlega ofan í fólk. En ég kynntist Stebba og það var ómetanlegt.“ Fyrir þá sem hafa nasasjón af AA-samtökunum er al- veg ljóst að höfundurinn er kunnugur því sem þar fer fram. „Já, ég gjörþekki AA-samtökin og boðskap þeirra. Og það sem mér þótti áhugavert við að setja upp leikrit sem AA fund er að þar hittist fólk sem er að kljást við lífshættulegan sjúkdóm og er að reyna að tala sig Spottarnir í fuglinum Morgunblaðið/Brynjar Gauti Jón Atli Jónasson hefur á undanförnum árum haslað sér völl sem eitt af okkar fremstu leikskáldum. Frá því hann sendi frá sér smásagnasafn haustið 2001 hefur hann skrif- að fimm leikrit, átt hlut í tveimur kvikmyndahandritum og framundan er frumsýning á nýju leikriti. Eftir Hávar Sigurjónsson havar@mbl.is  4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.