Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.2006, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.2006, Blaðsíða 6
6 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 25. mars 2006 Þ að er í raun kraftaverk að Ruben Gallego skuli vera á lífi. Hann fæddist á þeim tímum í Sov- étríkjunum þegar mjög fötluð börn voru nánast dæmd til dauða með vistun á sérstökum stofn- unum. Hann segir þó að mörg börn í Rússlandi hafi það síst betra í dag. Gallego situr í hjólastól og skrifar bækur sínar á tölvu með vísifingri vinstri handar. Í september 1968 skömmu eftir innrás Rússa í Tékkóslóv- akíu fæddi Aurora Gallego tvíbura á sjúkrahúsi komm- únistaleiðtoga í Kreml í Moskvu. Annar þeirra dó og hinn, Ruben, fæddist líkamlega fatlaður. Móðir og barn voru flutt á lokaða stofnun fyrir utan Moskvu og faðirinn lét sig hverfa. Þegar Ruben var 18 mánaða var móður hans tilkynnt að sonur hennar væri látinn. En það var ekki satt því Ruben lifði og hans beið æska á ótal stofnunum. Afi Rubens, Ignacio Gallego, var aðalritari hins Moskvuhliðholla spænska kommúnistaflokks. Það er ein af ástæðum þess að Ruben var ekki „látinn fjara út“ eins og algengt var með fötluð börn. Starfsfólkið sagði við hann að móðir hans væri „negrahóra“ sem hefði yfirgefið hann og að hann ætti engan að. Fóstrurnar sögðu að það væri best fyrir hann og alla aðra ef hann léti verða af því að deyja. En Ruben dó ekki því lífs- vilji hans er sterkur. Eftir fall Sovétríkjanna 1991 flúði hann með hjálp starfs- túlku frá elliheimili þar sem honum hafði verið komið fyrir. Fyrir fimm árum fann Gallego móður sína sem þá vann fyrir Radio Europe í Prag. Nú búa þau saman í Freiburg í Þýskalandi ásamt hálfsystur hans Önnu. Ruben Gallego hef- ur skrifað tvær bækur. Fyrsta bók hans Hvítt á svörtu hefur verið þýdd á 20 tungumál og selst víða í metupplögum. Hvítt á svörtu hlaut virtustu bókmenntaverðlaun Rúss- lands, Bookerverðlaunin, árið 2003. Í byrjun desember heim- sótti Ruben Gallego Stokkhólm. Á alþjóðlegum degi fatlaðra 3. des. var hann aðalgestur á vel sóttum fundi í Stokkhólmi um fötluð börn í Rússlandi, reyndar var svo fullt að vísa þurfti fjölda fólks frá. Gallego var einnig gestur sænska PEN klúbbsins og bókaforlagsins Ersatz. Ég hitti Ruben Gallego á þriðja degi Stokkhólms- heimsóknar hans. Ég kom aðeins of snemma og rakst á hann og móður hans Auroru í anddyri hótelsins. Hann stakk upp á því að við færum inn í morgunverðarsal- inn og ók á undan okkur þangað. Það er sérstök tilfinning að hitta höfund jafn grípandi frá- sagna og hans. Ruben Gallego reyndist vera rólegur og þol- inmóður maður sem ljómar þegar hann talar um skák og vini sína. Blm.: Skrifaðir þú sögur þegar þú varst á barnaheim- ilunum? RG: Nei, nei, aldrei, mér var bannað það. Það var eins alls staðar. Ég var oft fluttur á milli stofnana og bjó m.a. Í Trubtjevsk, Nizjnij Lomov, Novotjerkassk, fyrir norðan Rostov í Suður- Rússlandi . Starfsfólkið á barnaheimilunum sagði að af því að ég lifði í besta ríki í heimi, Sovétríkjunum, þá væri ég heppinn að fá húsaskjól, fæði og menntun. Í hinum kapítalísku Bandaríkj- um voru nefnilega allir fatlaðir drepnir með eitursprautu, sögðu þau. Stundum þegar lífið var mjög erfitt óskaði ég þess að ég hefði fæðst í Bandaríkjunum. Ég skammaðist mín fyrir að borða. Stafsfólkið sagði að við fatlaðir ættum að vera þakklátir fyrir að fá mat. Því í raun og veru værum við að taka mat frá þeim sem þyrftu meira á honum að halda. Geim- förunum til dæmis. Ég vorkenndi alltaf vesalings geimför- unum sem sultu vegna okkar. Á tímabili reyndi ég að hætta að borða en þá hótaði starfsfólkið með því að senda mig á geðveikrahæli og þar var allt mun verra. Ég skammaðist mín fyrir að geta ekki uppfyllt kröfur hinna fullorðnu. Um leið sannfærði ég sjálfan mig um að ég hefði það samt gott.“ Blm.: Hvers vegna? RG: „Af því að kennararnir sögðu að í Bandaríkjunum lét- ust þúsundir verkamanna úr hungri daglega. Okkur var líka sagt að raðirnar fyrir framan sovéska sendiráðið í New York væru margir kílómetrar, vegna þess að svo margir vildu flytja yfir í sælu Sovétríkjanna.“ Blm.: Trúðir þú þessu? RG: „Já, en þegar ég var tíu ára spurði ég kennara eftir kennslustund hvort það væri ekki erfitt að komast áfram á gangstéttunum í New York fyrst þar lægju öll þessi lík.“ Blm.: Og hvað sagði hann? RG: „Fyrst sagði hann að ég væri of lítill fyrir svona spurningar, síðan að ég mætti ekki tala um þetta við nokkurn mann.“ Lifði af eins og dýr Jafnvel þótt bókin fjalli um æsku sem líkist martröð þá skín von og lífsgleði í gegn. Ruben segist ekki hafa haft neina sér- staka aðferð við að halda þetta út. RG: „Ég hafði ekkert val. Ég lifði af eins og dýr lifa af. Eins og ég lít á lífið þá er ekki til neitt réttlæti. Annað hvort er maður sterkur og kemst af eða maður er veikburða og deyr.“ Blm.: Ertu bitur? RG: „Ég ólst upp með fullorðnum sem sögðu að ég væri einskis virði og að fötlun mín væri mér að kenna. Það verður að vera svarið við þessari spurningu.“ Blm.: Hvaða máli skiptu bækur þig í æskunni? Ruben brosir og segir: „Það var mjög mikilvægt að fá að lesa. Bækurnar skiptu mig öllu máli. Ég las og las. Jack London var í miklu uppáhaldi. Ég las allt sem ég komst yfir og sumir góðir kennarar færðu mér bækur. Það er þó ekki vegna þess að ég veit svo mikið um víkinga sem ég skrifa um þá í einni sögunni, bara af því að bardaginn var þeirra leið að tjá sig. Eins og skákmeistarinn sem lést með kónginn í hend- inni.“ Blm.: Nýja bókin þín fjallar um skák. RG: „Já það er skáldsaga en einnig sjálfsævisöguleg. Á rússnesku heitir hún Ég sit á ströndinni og fjallar um tvo vini á stofnun sem tefla. Bókin hefur einnig komið út á spænsku og þar heitir hún Ajedrez eða Skák. Skák heillar mig vegna þess að hún er falleg og sterk en það er enginn sem meiðir neinn. Skák er bardagi og grimm eins og hnefa- leikur, en baráttan fer fram í huganum. Ég las allt sem ég komst yfir um skák, einnig skáldsögur Nabokovs og alla mögulega aðra. Ég tefli líka en les helst mikið um skák. Þeg- ar ég var ungur var Spasský ein af hetjum mínum. Og þegar ég frétti að Ísland hefði tekið á móti Fischer, hugsaði ég: Frábært, ég myndi vilja hitta hann. Hann er búinn að finna upp aðferð við að lesa rússneskar skákbækur, svo við gætum talað saman.“ Ég segi Ruben að ég hafi séð Fischer tvisvar sinnum í fyrrasumar í bókabúð í Reykjavík, það finnst honum gaman að heyra. RG: „Þið eruð ekki með her heldur, er það nokkuð? Ég myndi vilja fara til Íslands. Það væri gaman ef þú þýddir bókina, ég skal hjálpa þér, þú sendir mér bara tölvupóst. Ég hef verið í góðu sambandi við flesta mína þýðendur og þeir sent mér spurningar ef einhverjar eru.“ Ég lofa að athuga málið. Fyrsta bók Rubens Gallego hefur verið þýdd á yfir 20 tungumál þar á meðal kínversku og víetnömsku. Hann ferðast um til að tala um bókina og til þess að vekja athygli á aðstæðum fatlaðra barna í Rússlandi. Hann segir stofnanir hafa batnað fyrir börn þeirra sem eiga peninga. En mörg börn í dag lifa við aðstæður sem eru jafnvel verri en þær sem hann lýsir í bók sinni. Gallego starfar einnig að því að auka meðvitund fólks um mannréttindi og tjáningarfrelsi fatlaðra. Blm.: Í sumar setti leikhús í Moskvu upp leikrit byggt á bók þinni um lífið á barnaheimilum. RG: „Já, dag einn var hringt i mig og ég þekkti strax rödd mannsins í símanum. Það var leikarinn Tabakov sem vildi setja upp leikrit byggt á bókinni. Ég var alveg í skýjunum, bara yfir því að hlusta á hann. Það voru mjög mikilvægar stundir í æsku minni þegar ég fékk að sjá bíómyndir. Margar hetjanna voru talsettar eða leiknar af Tabakov... og svo hringdi hann í mig. Ég varð alveg fjarskalega glaður. Leik- sýningarnar gengu síðan vel í Moskvu en nú er þeim lokið, ég veit ekkert um framhaldið.“ Þú deyrð hjá mér Blm.: Hvernig hafa félagar þínir af stofnunum í Rússlandi tekið bókinni? RG: Sumir hafa haft samband við mig og eru ánægðir. Það voru miklar umræður í Rússlandi þegar hún kom út og vann Bookerverðlaunin. Sasja sem er með í bókinni, hann er nú farinn að vinna sem bóksali, voða duglegur. Hann er vanur að rétta fólki bókina mína með þessum orðum: „Það er enginn spurning hvort þessi bók sé góð eða vond, það verða bara allir að lesa hana.“ Ruben brosir þegar hann talar um Sasja vin sinn. Aurora Gallego, móðir Rubens, situr með í viðtalinu, (en vill ekki vera með á mynd.) Ég spyr hana hvernig henni hafi orðið við þegar sonur hennar hafði uppi á henni í Prag fyrir fimm árum. Hún lítur alvarleg á mig og segir: „Það var algert áfall. Mér var sagt að hann væri dáinn fyrir 32 árum og svo birtist hann allt í einu. Það var spænskur sjónvarpsframleiðandi sem gerir þætti um týnt fólk sem hjálpaði honum að hafa uppi á mér. Ég var þá veik af krabbameini, nýbúin að fara í gegnum meðferð. Spænski leikstjórinn vildi fara með Ruben aftur til Rússlands en þá sagði ég nei, þú verður hjá mér. En ég er að deyja, sagði Ruben, því hann var með alvar- legan ristilsjúkdóm. Og ég sagði þá við hann: Allt í lagi, ef þú ert að deyja þá deyrð þú hjá mér.“ Ruben horfir á móður sína. Blm.: En þú ert lifandi. RG: „Já, það var farið með mig á sjúkrahús í Madrid. Ég þakkaði skurðlæknunum lífgjöfina og lofaði færni þeirra. En þeir litu til himins og sögðu að það væri eitthvað meira að verki.“ Blm.: Ertu trúaður? RG: „Ég er slæmur kaþólikki.“ Blm.: Hvað er það? RG: „Ég er kaþólskur en geri ekki helminginn af því sem ég á að gera. Fer ekki í kirkju til dæmis. En ég er skírður og ég trúi því að það sé til guð. En ég held ekki að hann haldi neinni sérstakri verndarhendi yfir mér. Fyrir honum er ég bara eins og allir aðrir.“ En Ruben Gallego er ekki eins og allir aðrir. Hann er hetja og hann skrifar sjálfur á fyrstu síðu bókarinnar Hvítt á svörtu: Dæmdur til að vera hetja Rússneski rithöfundurinn Ruben Gallego fæddist fyrir 37 ár- um í Moskvu. Hann skrifaði skáldævisöguna Hvítt á svörtu sem hefur verið þýdd á 20 tungumál. Í henni lýsir hann hörmulegri æsku sinni á mörgum stofn- unum út um öll Sovétríkin og hvernig honum með járnvilja og þolinmæði tókst að lifa af. Ruben Gallego Ef þú hefur hvorki hendur né fætur, og ert þar að auki munaðarlaus, þá ertu dæmdur til að vera hetja. Svart á hvítu Skáldævisaga um uppvöxt á sovéskum barna- og elliheimilum. Eftir Helgu Brekkan helga.brekkan @bredband.net

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.