Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.2006, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.2006, Blaðsíða 13
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 22. júlí 2006 | 13 Níunda plata hiphop-sveitarinnarRoots er væntanleg í plötu- búðir í lok ágúst. Hljómplatan sem ber nafnið Game Theory kemur út hjá plötufyrirtækinu Def Jam sem rapparinn og hiphop-mógúllinn Jay-Z stýrir en stuttu eftir að fréttir um samninginn spurðust út sögðu gárungarnir að nú myndi listrænn metnaður sveitarinnar víkja fyrir kampavíni og kavíar. Meðlimir sveitarinnar láta þessar glósur samt sem vind um eyru þjóta og halda því þvert á móti fram að á plötunni víki sveitin hvergi af þeirri braut sem hún hefur markað sér undanfarin fjórtán ár sem hún hefur verið starfandi. Leið- togi sveitarinnar, trommarinn ?uest- love segir í viðtali við Rolling Stones tímaritið að þegar hann liti yfir hip- hop-sviðið í Bandaríkjunum taki hann eftir því að enginn tónlist- armaður eða hljómsveit hafi sjálf- stæði til að hætta gleðskapnum sem einkennt hefur hiphop-senuna und- anfarin misseri. „Þessi plata er sú metnaðarfyllsta sem við höfum gert hingað til og hún fjallar um alvar- lega hluti sem kemur við hinn al- menna mann.“    Í nýjasta hefti Q tímaritsins er all-löng umfjöllun um hljómplötuna The Joshua Tree sem írska sveitin U2 sendi frá sér árið 1987. Platan sem átti í upphafi að heita The De- sert Songs er nefnilega talin vera sú plata sem átti mestan þátt í að gera U2 að alþjóðlegri súpergrúppu, ekki síst fyrir þær sakir að með plötunni náði U2 loksins eyrum Bandaríkja- manna. Þremur árum áður sendi U2 frá sér plötuna The Unforgettable Fire og í kjölfarið fór Bono í ferða- lag til Eþíópíu þar sem hann vann í flóttamannabúðum og við önnur mannúðarstörf þar í landi. Ferða- lagið til Eþíópíu hafði mikil áhrif á Bono og síðar hefur hann sagt að við heimkomuna hafi hann skilið að í vissum skilningi væri ekki minni eyðimerkur að finna í hinum vest- ræna heimi þar sem andlega auðn væri að finna hvarvetna. Kvað upp- runalega heiti plötunnar The Desert Songs vera tilkomið vegna þessara vangaveltna en þrátt fyrir að nafn- inu hafi að lokum verið breytt má finna vísanir í þessar pælingar á plötuumslagi The Joshua Tree en þar standa fjórmenningarnir í U2 í miðri Kaliforníueyðimörkinni í landi allsgnægtanna, Bandaríkjunum.    Fyrsta sólóplata Thom Yorke,söngvara Radiohead, kom út á dögunum og hefur platan fengið hlýjar móttökur víðast hvar, bæði hjá gagnrýn- endum og leik- mönnum. Sveitin gerði hlé á tón- leikaferð sinni um Bandaríkin í júlí og er líklega um fyrirferð sóló- plötunnar að ræða. Samkvæmt innanbúð- armönnum í sveitinni hefur hún á þessu ári verið dugleg við að semja og æfa nýtt efni fyrir næstu plötu sveitarinnar en fyrirhuguð er tónleikaferð um Evr- ópu í ágúst og má þá þykja líklegt að sveitin spili ný lög í bland við eldri. Erlend tónlist Scratch úr Roots. U2. The Joshua Tree Thom Yorke H ann hafði um tíma unnið á bryggjunni en svo seig á ógæfuhliðina eftir að verk- fallið skall á. Á meðan á þessu stóð þjónaði hún til borðs á matsölustaðnum og hugsaði til hans öllum stundum. Þau höfðu ekki mikið á milli handanna, en ástin var þess virði að strita og puða í skítastarfi. Ef þau treystu á hvort annað og ástina, myndi þetta allt saman reddast. Saga Tomma og Ginu, sem fyrst var gefin út fyrir tveimur áratugum, árið 1986, á þeirri plötu Bon Jovi sem kom þeim á kortið, Slippery When Wet, mun ávallt eiga stað í hjarta mér. Ég hef allar götur síðan haft nokkuð dálæti á Bon Jovi, þó ég fari nú ekki hátt með það. Sér- staklega ekki þar sem þeir virðast undanfarin ár hafa gefið út sömu lögin aftur og aftur. Í gegnum huga þrettán ára unglingsstúlku, sem horfði á hárprúðan rokkara þeysast um of- lýst svið í alltof þröngum gallabuxum, fóru und- arlegar hugsanir á sínum tíma. Í fyrsta lagi botn- aði ég ekki í því af hverju Tommi ynni með hundum (e. dogs) í laginu Livin’ on a Prayer (e. Tommy used to work on the docks), enda enskukunnáttan takmörkuð. Hins vegar var ég fljót að átta mig á því að fiðringurinn í maganum þeg- ar Jon Bon Jovi hoppaði um sviðið var ekkert annað en ást. Og í fleiri ár var Bon Jovi sá eini rétti. Til að líkj- ast goðinu voru keyptar níðþröngar glanssokkabuxur, hárið tjásað og hýru auga rennt til leðurjakka með kögri sem var þó aldrei keyptur enda ógurlega dýr á þess tíma mæli- kvarða. Systir mín, þá tveggja ára, benti reyndar á að ég líktist meira David Cover- dale, forsprakka Whitesnake, sem ég tók auðvit- að mjög nærri mér. Grínast með glysrokkið Tónlist Bon Jovi naut gríðarlegra vinsælda síð- ari hluta níunda áratugarins og eitthvað fram á þann tíunda þó þær hafi aldrei náð sömu hæðum og með Slippery. Bon Jovi lék stelpurokk í þeim skilningi að flestir aðdáendurnir voru kvenkyns. Inni á milli voru þó strákar sem sungu með, en flestir aðeins í laumi. Það komst síðar í tísku að gera grín að Bon Jovi líkt og öllu sem fylgdi níunda áratugnum. Fljótlega eftir að tíundi áratugurinn gekk í garð afneituðu aðdáendur Europe, Poison og fleiri glysrokkara hljómsveitunum og sneru sér að Nirvana eða Metallica. Farið var hæðnisorðum um Bon Jovi, gert grín að þröngu buxunum og tjásaða hárinu og laglínurnar úr lögum á borð við Wanted og You Give Love a Bad Name sungnar í falsettu við gríðarlega kátínu við- staddra. En ég hló ekki. Trygg mínum manni. Bon Jovi og fleiri „eighties“-hljómsveitir fengu nokkra uppreisn æru í dögun nýrrar aldar. Þó lög þeirra væru þá nær eingöngu leikin á nokkurs konar grímuböllum, þar sem allir klæddust sér til gamans „eighties“-fatnaði; grifflum, strokkum og glansskyrtum með lakkr- ísbindi, vaknaði tónlist Bon Jovi og félaga til lífs- ins á ný. Það þótti bara nokkuð svalt að vera Bon Jovi-aðdáandi og út úr skápnum komu margir slíkir. Hinn trausti hljómur sem alltaf hefur fylgt Bon Jovi hefur hins vegar að undanförnu gert sveitinni meiri miska en hitt. „Kom þetta lag ekki út um jólin 2000?“ spyr fólk er það heyrir nýjasta „smellinn“. „Neiiii,“ segi ég og undirbý í huganum varnarræðuna sem ég hef flutt und- anfarinn áratug eða svo. En síðustu árin hef ég bara þagað. Því það er orðið tímabært að sleppa hendinni af fyrstu ástinni, Bon Jovi, hætta að verja vandræðalega endurvinnslu hans. Sumir vilja meina að honum hafi tekist hið ómögulega, að hrista af sér stimpil níunda áratugarins. Ég get ekki tekið undir það, fyrirgefðu, elskan. En ég fæ samt enn smá fiðring í magann þeg- ar fyrstu hljómar Livin’ on a Prayer heyrast í út- varpinu. Það breytist aldrei. Fyrirgefðu, elskan Poppklassík Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is Eitt af því skemmtilegasta við þá ágætumynd Broken Flowers var tónlistin,óhemju fjölbreytt og skemmtilegblanda af tónlist úr ólíkum áttum. Innan um klassíkina, þungarokkið og poppið var sér- kennileg blanda af djassi, fönki og afrískum takti sem setti sterkan svip á myndina, undirleikur leit- arinnar að tilgangi sem myndin snerist um. Bland- an sú var með tónlist eftir eþíópískan tónlistar- mann, Mulatu Astatke, sem var meðal frumherja í eþíópískum djassi. Eþíópískur djass varð til á næturklúbbum Addis Ababa á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar þar sem menn bræddu saman bandaríska soul- tónlist, fönk og djass og þjóðlega eþíópíska tónlist. Þannig má heyra í músíkinni djassspuna, súran fönkgítar, fjöl- snærðan afrískan takt og sjóðandi hammond. Mikið af tónlistinn er sungið, megnið jafnvel, og söngvararnir alla jafna framúrskarandi, enginn þó betri en Mahmoud Ah- med, sem er sennilega þekktasti tónlistarmaður Eþíópíu hér á Vesturlöndum og einn fremsti söngv- ari Afríku. Hann væri eflaust enn þekktari ef heimaland hans hefði ekki verið undir marxískri harðstjórn á níunda áratugnum og ill- eða ómögu- legt að fá leyfi til að fara úr landi. Skóburstari, sendisveinn og kokkur Mahmoud Ahmed er fæddur í Addis Ababa 1941, af Gouragué-kyni, en sá þjóðflokkur býr í suðvest- urhluta landsins. Hann fékk snemma áhuga á tón- list en lítil tækifæri til að rækta þann áhuga. Hann aflaði sér aukatekna sem skóburstari og hafði það sem aðalstarf eftir að hann flosnaði upp úr skóla og fékk svo vinnu á Arizona-næturklúbbnum í Addis Ababa 1962, fyrst sem sendisveinn og síðan í eld- húsinu í uppvaski og sem kokkur. Haile Selassie hafði verið við völd áratugum saman, krýndur konungur 1928 og keisari 1930. Hann hafði beitt sér fyrir ýmsum umbótum sem voru ýmist of róttækar fyrir íhaldsöfl með orþódox- kirkjuna í broddi fylkingar, eða ekki nógu róttækar að mati menntamanna. Tilraun til stjórnarbylt- ingar var gerð 1960 að undirlagi manna í líf- varðasveit keisarans sem nutu stuðnings róttækra menntamanna. Keisarinn brást við með ýmsum til- raunum til umbóta og meðal annars var slakað á klónni varðandi tónlistarútgáfu en fram að því mátti ríkisstofnunin Agher Feqer Mahber ein gefa út tónlist. Þetta hrinti af stað mikilli grósku í eþíóp- ískri tónlist, ekki síst þegar tónlistarmenn í rík- ishljómsveitum tóku að spila annað en lúðrasveita- músík í frístundum og stjórnvöld létu það afskiptalaust. Lúðrasveit lífvarða keisarans Klúbbar eins og Arizona, sem voru eiginlega ólög- legir, urðu athvarf tónlistarmanna úr her- og lög- reglulúðrasveitum og á Arizona var húshljóm- sveitin skipuð tónlistarmönnum úr lúðrasveit lífvarða keisarans. Söngvari með þeirri sveit var Tlahoun Gèssèssè, sem þá var mesta söngstjarna Eþíópíu, og hinn ungi Ahmed komst þannig í tæri við suma fremstu listamenn Eþíópíu á þeim tíma. Hann lærði prógrammið utanað og þegar Gèssèssè forfallaðist eitt sinn bað Ahed um að fá að taka lag- ið með sveitinni. Það gekk svo vel að áður en varði var hann kominn með fasta vinnu sem söngvari í lúðrasveit lífvarðanna og söng með þeirri sveit í ell- efu ár. Það er lán tónlistaráhugamanna að ungur áhugamaður um tónlist, Amha Eshete, ákvað að stofna útgáfufyrirtæki og tók að hljóðrita þessa nýju gerð eþíópískrar tónlistar og gaf svo út smá- skífur og stórar plötur á merkinu Amha. Þetta var í upphafi áttunda áratugarins og þá var Ahmed far- inn að syngja með nýrri hljómsveit, Ibiz-sveitinni, sem spilaði reglulega á Ras-hótelinu í Addis Ababa. Blómaskeiði lýkur Þetta blómaskeið eþíópískrar tónlistar stóð þó ekki lengi því spenna hafði aukist í landinu smám saman – annars vegar voru menntamenn sem vildu rót- tækar breytingar á eþíópísku samfélagi og hins vegar íhaldssamir sem sáu upplausn og lausung í hverju horni og vildu færa flest í gamlar skorður. Eftir að upp komst að stjórnvöld höfðu leynt fyrir þjóðinni hungursneyð vegna þurrka í Wollo-héraði 1972–73 jókst verulega fylgi við maríska róttækl- inga og eftir ólgu í hernum var sett saman rann- sóknarnefnd liðþjálfa til að leita úrbóta. Hún var ekki lengi að gera upp við sig hvað ætti að gera, steypti keisaranum og tók völdin, kom á marxískri harðstjórn í landinu og lét myrða Haile Selassie. Í Eþíópíu kalla menn harðstjórnarárin Derg-tíma, eftir nafni nefndarinnar. Einn nefndarmanna var Mengistu Haile Mariam, sem á heiðurssess meðal helstu harðstjóra og illvirkja mannkynssögunnar. Eitt af því fyrsta sem hreinlífismarxistarnir bönnuðu var starfsemi næturklúbba og stóð það bann í fimmtán ár. Menn máttu taka upp tónlist en ekki spila hana opinberlega nema fyrir útlenda gesti eða frammámenn innan stjórnarinnar. Hvað útgáfuna varðaði var skylda að á hverri plötu (snældu) sem gefin var út urðu að vera að minnsta kosti tveir lofsöngvar um stjórnvöld. Á endanum lagðist plötuútgáfa af að mestu og þegar Mengistu var loks steypt 1991 var eiginlega áþekkt ástand í eþíópískum tónlistarheimi og menn þekkja af æv- intýrinu um Buena Vista Social Club – skoðana- og menningarkúgun stjórnvalda varð til þess að ríkjandi vinsæl tónlistarstefna staðnaði, hætti að þróast og breytast í takt við tímann og flestir helstu tónlistarmenn landsins hættu að spila á besta aldri. Þegar menn síðan fara að kynna sér eþíópíska tón- list frá áttunda áratugnum er það eins og að taka sér far í tímavél eða rekast á týndan fjársjóð – tón- list sem stenst samanburð við það besta sem samið var og spilað annars staðar í heiminum með skír- skotun í það sem almennt var á seyði í tónlist á þessum tíma en þó gersamlega einstakt, svo fram- andleg þrátt fyrir kunnuglega tilburði að hún hljómar sem tónlist frá annarri vídd. Fyrst komust menn á Vesturlöndum almenni- lega í tæri við Mahmoud Ahmed með plötunni Erè mèla mèla sem Crammed Discs-útgáfan belgíska gaf út 1986 og Hannibal gaf síðan út í Bretlandi. Á þeirri plötu syngur Ahmed með Ibiz-hljómsveit- inni, en platan var tekin upp 1972. Á síðustu árum hefur plötum með honum fjölgað nokkuð, en alla jafna eru menn að gefa út gamlar upptökur. Erè mèla mèla er sígild plata og afskaplega skemmtileg en líka er óhætt að mæla með Soul of Addis sem Earthworks gaf út fyrir áratug eða svo. Live in Paris hefur stundum fengist hér á landi, en á þeirri plötu eru tónleikaupptökur frá 1994. Útgáfuröðin Ethiopiques Þó Mahmoud Ahmed hafi notið mikilla vinsælda hjá Eþíópíumönnum víða um heim er sá áhugi á eþíópískri músík sem opinberast í Broken Flowers ekki sprottinn af vinsældum hans heldur af áhuga eins manns, Francis Falceto, sem byrjaði að gefa út gamla eþíópíska tónlist 1997. Hann samdi við Amha Eshete um afnot af upptökum Amha- útgáfunnar, þar á meðal umtalsverðu af tónlist sem aldrei var gefin út, og taldi forsvarsmenn Buda- útgáfunnar frönsku á að hrinda úr vör útgáfuröð sem helguð yrði þessari gósentíð tónlistarinnar í Eþíópíu, Ethiopiques. Fyrsta platan hét líka Gullár nútímatónlistar og síðan hafa þær komið út fleiri, sú 21. nú í byrjun þessa árs. 7. platan í röðinni var Erè mèla mèla með Mahmoud Ahmed endur- útgefin, en alls er þrjár plötur í útgáfuröðinni helg- aðar honum, en hann á að auki stök lög á mörgum af plötunum. Ekki hef ég heyrt alla seríuna, á sennilega tíu til fimmtán af plötunum, en af þeim sem ég hef heyrt bendi ég á 1. plötuna, þá 3., 4., 7. (Erè mèla mèla), 8. 14. og 17. en á henni er einmitt goðsögnin sjálf, Tlahoun Gèssèssè. Tónlist frá annarri vídd Fátt er sérkennilegra við fyrstu hlustun en eþí- ópískur djass, bræðingstónlist sem til varð á átt- unda áratugnum í næturklúbbum Addis Ababa og fékk meðal annars að hljóma í kvikmyndinni Broken Flowers. Þar voru liðsmenn lúðrasveita hers og lögreglu í aðalhlutverkum með stöku snilldarsöngvara eins og Mahmoud Ahmed. Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Djassari Mahmoud Ahmed sem eitt sinn var kall- aður Elvis Eþíópíu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.