Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.2006, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.2006, Blaðsíða 15
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 22. júlí 2006 | 15 Í DOKTORSRITGERÐ sinni um sögu tónlist- ar á Íslandi segir Bjarki Sveinbjörnsson að vit- undin um „hinn íslenska tónlistararf, þ.e. kór- ana, ættjarðarlögin og þjóðskáldin … [hafi verið] mjög sterk á fyrstu árum aldarinnar. Jókst hún til muna við tilkomu Ríkisútvarpsins og þá viðleitni þess að „ala þjóðina upp“ í tón- listarlegum skilningi. Sáu sumir hlustendur ákveðna hættu í útsendingum útvarpsins og bentu á í bréfum og greinum að það bæri að við- halda hinum íslenska söngarfi og verja hann „árásum“ og áhrifum frá útlöndum.“ Þessi þjóðerniskennd er enn við lýði, kannski vegna þess hve lítil þjóðin er. Eins og Sigurður Gylfi Magnússon benti á í grein á Kistunni í upphafi þessa árs þá virðist ákveðin minnimátt- arkennd stýra umræðu ráðamanna og fjöl- miðlafólks um ágæti Íslendinga. Má draga þá ályktun að þessi minnimáttarkennd hafi að ein- hverju leyti haft áhrif á opinbera menning- arstefnu. Mörg dæmi eru til um það; í lögum um Sinfóníuhljómsveit Íslands segir t.d. að hljóm- sveitinni beri að leggja sérstaka áherslu á ís- lenskar tónsmíðar og í Skálholti hefur ný tónlist svo til eingöngu verið eftir íslensk tónskáld. Vissulega er þetta gott og blessað. Íslensk tónlist er eitt af því sem gefur tónlistarlífinu hér sérstöðu en hins vegar má ekki gleyma því að menningarlífið á landinu er jafnframt hluti af stærri, alþjóðlegri heild. Það voru erlendir menningarstraumar sem lyftu upp tónlistarlíf- inu á Íslandi á fyrri hluta síðustu aldar, en þá fluttu hingað framúrskarandi erlendir tónlist- armenn sem höfðu gríðarleg áhrif. Efnilegir tónlistarnemendur hafa líka allar götur síðan sótt framhaldsnám í frábærum tónlist- arháskólum í útlöndum, en það hefur ekki haft minna að segja fyrir tónlistarlífið. Þetta er mikilvægt að hafa í huga. Það er allt- af nauðsynlegt að bera íslenska tónlist saman við hið besta í hinum stóra heimi, hvort sem það er á sviði nýsköpunar eða á vettvangi óp- eruflutnings. Annars dagar okkur uppi í sjálfs- ánægju og meðalmennsku. Af þessum ástæðum verð ég að lýsa gleði minni yfir því að hin rúmenska Doina Rotaru sé eitt af staðartónskáldunum á sumartónlistarhá- tíðinni í Skálholti í ár. Rotaru er afburðagott tónskáld og það er ómetanlegt að fá einstöku sinnum að máta íslenska tónlist við það sem slíkur tónlistarmaður hefur samið. Á fyrri tónleikum Caputhópsins með tónlist Rotaru voru á dagskránni fimm verk og voru þau fyrir mismunandi hljóðfæraskipan. Öll voru þau snilldarlega samansett og voru greinilega innblásin af ýmiss konar „eþnískri“ tónlist, sér- staklega japanskri. Gamla andatrúin í Japan heitir Shinto og miðast að því að koma á sam- bandi við ósýnilega heiminn (eins og flest trúar- brögð á einn eða annan hátt) og gegnir tónlist þar mikilvægu hlutverki. Svipuð hugsun virtist liggja að baki tónsmíðunum eftir Rotaru. Framvindan í tónlistinni fór ekki svo mjög eftir þeim formúlum sem gestir á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands eiga að venjast, heldur var áferðin sjálf aðalatriðið og hún var meistaralega útfærð á tónleikunum. Alls konar áhrifshljóð komu stöðugt á óvart og sköpuð annarsheimslega stemningu sem maður finnur varla annars staðar nema þá helst í tónlistinni eftir George Crumb. Stemningin var svo mergj- uð að einstakt hlýtur að teljast. Sérstaklega verður að nefna Dincolo (Hand- an) í flutningi Eydísar Franzdóttur óbóleikara og Franks Aarnink slagverksleikara, en þar var hljóðheimurinn svo dulúðugur og forn- eskjulegur, svo lygilega fagur að ég man ekki eftir öðru eins. Einnig verður að minnast á Clocks sem er fyrir flautu, óbó, selló, gítar, sembal og slagverk. Eins og nafnið gefur til kynna er hún hugleiðing um tímann og byggðist tónlistin því á fjölbreytilegum rytma, en und- irliggjandi var þó einhvers konar púlsleysi sem náði yfirhöndinni í lokin. Þannig skapaðist mynd af tímanum er eyðir öllu á endanum, rétt eins og gríski guðinn Krónus er át börninn sín. Venjulegt klukknatif endaði þar með á goð- sagnalegum nótum. Japanskur garður Ekki voru tónleikarnir á laugardaginn síðri. Tvö verk eftir Rotaru voru þar frumflutt og hét annað þeirra Prana-Apana. Þeir sem stunda jóga kannast væntanlega við hugtakið prana, en það er lífsorkan sem á að vera hægt að stjórna með viljanum og önduninni. Hér vísar prana til þess þegar lífsorkan rís; apana þegar hún hníg- ur niður aftur. Þetta heyrðist glögglega í tón- listinni sem var markvisst flutt af Kolbeini Bjarnasyni flautuleikara, Sigurði Halldórssyni sellóleikara og Frank Aarnink er áður var nefndur. Tónlistin var ýmist úthverf, lífleg, hnitmiðuð og formföst, eða innhverf og heillandi óljós. Hitt frumflutta verkið bar nafnið Japanese Garden. Í japönskum görðum er oft byggt á aldagömlum reglum sem eiga að skapa sérstök hughrif. Stundum er talað um Zen-garða og er þá vísað til áhrifa frá görðum í japönskum Zen- klaustrum, en auðvitað eru ekki allir japanskir garðar af þeirri gerðinni. Ætla má þó að garð- urinn sem hér var sýndur í tónum hafi verið slíkur garður. Þar spilaði Kolbeinn Bjarnason á bassaflautu en umhverfis hann var garður af óljósum blásturshljóðum af tónbandi. Andrúmsloftið var hugleiðslukennt – en ann- ars brestur mig orð til að lýsa tónlistinni. Hún var svo undursamlega sérstæð og leikur Kol- beins svo blæbrigðaríkur og tilfinningaþrung- inn að það er ekki nokkur leið að segja frá því á prenti. Árni Kristjánsson píanóleikari hélt því fram í bókinni Hvað ertu tónlist? að slík músík byggist „… ekki atburðum og orðnum hlutum. Hún er „skáldskapur loftsins“, líf, án efnis, ævarandi. Hún byggist á fjarstæðum, – ekki veruleika“. Gildi slíkrar tónlistar er þó einmitt að hún skapar möguleikann á að gera hið fjar- stæðukennda raunverulegt; hún er þess um- komin að gera tilvist andans áþreifanlega. Það átti sér stað á tónleikunum. Ljóst er að þeir sem heima sátu misstu af miklu. Án efa var þetta með því athyglisverð- asta sem heyrst hefur í Skálholtskirkju í lengri, lengri tíma. Samanburður við það besta Jónas Sen Rotaru Tónlistin var ýmist úthverf, lífleg, hnitmiðuð og formföst, eða innhverf og heillandi óljós. TÓNLIST Sumartónleikar í Skálholti Kammertónleikar Doina Rotaru: Dor, Dincolo, Umbre III, Aux Portes du Reve, Clocks. Flytjendur: Kolbeinn Bjarnason, Eydís Franzdóttir, Frank Aarnink, Sigurður Halldórsson og Guðrún Óskarsdóttir. Stjórnandi: Guðni Franzson. Fimmtudagur 13. júlí. Doina Rotaru: Quatrotempi, Japanese Garden, Prana-Apana, Clocks. Sömu flytjendur og stjórn- andi. Laugardagur 15. júlí. Lesbók mælir með… Myndlist Í dag verður opnuð í GalleríinuAnima sýningin Múni. Sýningin er áhugaverð fyrir þær sakir að um „einkasýningu“ tveggja listamanna er að ræða. Árni Þór Árnason og Maríó Múskat (öðru nafni Halldór Örn Ragnarsson), sem eru báðir á lokaári í myndlist við LHÍ, hafa sameiginlega búið til málverk (á sama striga) síðan síðasta sumar og sýna nú það sem þeim þykir sjálfum markverðast úr því samstarfi. Við- fangsefni sýningarinnar er því hvernig nálgun málverksins kemur út sem heild út frá tveimur ólíkum einstaklingum. Kvikmyndir Lesbókinni er óhætt að mæla meðævintýramyndinni Pirates of the Carribbean: Dead Man’s Chest sem frumsýnd verður hérlendis 26. júlí. Myndin hefur slegið sölumet vestanhafs og verður líklega tekju- hæsta mynd ársins. Umsagnir gagn- rýnenda vestanhafs eru reyndar á ýmsa vegu: sumum þykir myndin eitthvað slakari en sú fyrsta, haldin „bölvun framhaldsmyndarinnar“. Aðrir tala um bráðgóða æv- intýramynd. Flestir eru þó sammála um að Johnny Depp stendur sig bráðvel, eins og hans er von og vísa. Reuters Alvöru sjóræningi Johnny Depp er í hlutverki Jacks Sparrow og er sagður standa sig vel. Leikkonan Keira Knightley miðar hér byssu að Depp í atríði úr myndinni. Tónlist Það getur verið mögnuð upplifunað að heyra flinka organista spinna á stóra Klais-orgelið í Hall- grímskirkju, og því mælir Lesbók eindregið með tónleikum Sophie- Véronique Cauchefer-Choplin í kirkjunni á hádegi í dag, eða annað kvöld kl. 20. Í dag ætlar Sophie- Véronique að leika franska org- eltónlist, en svo fær húnað sjá lítið íslenskt lag – sem hún væntanlega þekkir ekki. Hún fær að spila einu sinni í gegnum það, áður en hún þarf að taka flugið í spuna. Þetta leikur hún eftir hlé annað kvöld, en á fyrri hluta þeirra tónleika verða verk eft- ir snillingana Mendelssohn, Pierné, Mulet og Duruflé. Lesarinn Ég hef nýlega lokið við að lesatvær ólíkar bækur sem gæti virst heldur langsótt að tengja sam- an. Önnur bókin, Fullur skápur af lífi eftir Alexander McCall Smith, er uppfull af ein- földum lausn- um á flóknum hlutum. Í hinni bókinni, Creating classroom where teac- hers love to teach and students love to learn eftir Bob Sornson, ríkir svipuð hug- myndafræði. Í henni er með reynslu- sögum nokkurra kennara sýnt fram á mikilvægi þess að kennarar leggi sig fram um að skapa andrúmsloft í kennslustofunni sem einkennist af umhyggju, þeir myndi tengsl við nemendur og kenni þeim að bera ábyrgð á gjörðum sínum. Aðferðirnar sem lýst er í bókinni eru einfaldar, gætu jafnvel virst barna- legar á köflum en virka samt skyn- samlegar á sama hátt og einfalda spekin sem einkennir bækurnar um kvenspæjararann Mma Ramotswe. Í hvorugri bókinni gildir máltækið „með illu skal illt út reka“ heldur er sú hugsun í öndvegi „að það sé ljósið sem uppræti skuggana“. Og höf- uðstef beggja bókanna er hlýja í garð manneskjunnar og áhersla lögð á mikilvægi þess að sýna fólki sam- kennd og virðingu svo það blómstri og þroskist laust við ótta eða und- irlægjuhátt. Það sem þessar tvær bækur eiga sameiginlegt kristallast best í orðum Mma Potokwane reyndrar for- stöðukonu munaðarleysingjahælis þegar hún bendir á að hegðunarvand- kvæði spretti yfirleitt af öryggisleysi og eina leiðin til að takast á við þau sé með ást. Kannski þykir einhverjum barnalegt, ef ekki hreinlega kjána- legt, að halda fram mikilvægi ástar í glímunni við hegðunarvandkvæði barna. Sú spurning læðist hins vegar að mér hvort tilhneiging okkar til að flækja hlutina stafi af ótta við að vera annars talin barnaleg eða kjánaleg? Edda Kjartansdóttir Edda Kjartansdóttir Dagbókarbrot Ludwig van Beethoven skrifar út- gefanda sínum Breitkopf und Härt- el. Úr bréfasafni Beethovens í ís- lenskri þýðingu Árna Kristjáns- sonar. Hávallaútgáfan 2002. Vínarborg 26. júlí 1809 Kæri herra!Yður hefur sennilega skjátlast er þér tölduð mig vera við góða heilsu. – Hér hefir nú um skeið ríkt hið mesta hörmungarástand, og vil ég að þér vitið að ég hefi ekki síðan 4. maí verið fær um að koma nokkru heilsteyptu verki frá mér, aðeins brotum. Atburðirnir að undanförnu hafa hrellt mig á líkama og sál. Enn er mér það til meins að hafa ekki fengið að njóta þeirrar sælu að dvelja í sveitinni í sumar, sem er mér alveg ómissandi nauðsyn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.